Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Jakkaföt frá kr. 19.900 Stakir jakkar frá kr. 12.900 Stakar buxur frá kr. 7.900 Kakí- og Flauelsbuxur frá kr. 5.900 Hálfermaskyrtur frá kr. 1.990 Pólóbolir frá kr. 2.700 Sumarblússur frá kr. 6.200 Hann fæddist 25. október 1965. Hann tók stúdentspróf frá MH 1984, lauk fyrri hluta verkfræðináms við HÍ, stundaði frönskunám og fjölmiðlafræði, almannatengsl og sjónræna tækni í Frakklandi. Hann hefur lagt stund á fararstjórn, blaðamennsku, kennslu og gagn- rýni og fréttamennsku í sjónvarpi og var framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs Íslands 1996-2003. Hann á að baki ótal störf tengd kvikmyndum og sjónvarpi. Hann var talsmaður friðargæzluliðsins á Sri Lanka 2006 og 2007 og er nú upplýsingafulltrúi viðskiptaráðuneytisins. Sambýliskona hans er Ástrós Gunnarsdóttir dansari. Hann á tvo syni frá fyrra hjónabandi og einn stjúpson. Systkinin Iðunn, Jónína, jóladúkkan, Lára, Ragnar, Örn og Þorfinnur. Alma ófædd. Þorfinnur „Ég segi oft, í gríni og alvöru, að ég eigi fjórar systur sem allar eru kenn- aramenntaðar og búa úti á landi; þrjár í Mosfellsbæ og ein í Grafarvoginum. Héðan frá Stýrimannastígnum finnst mér þær langt í burtu. Við erum dálítið tvískiptur systkinahópur, eiginlega þrískiptur. Við Ragnar og Ninna erum í eldra hollinu, þrjú á þremur árum, svo er Örn svolítið í miðjunni og svo syst- urnar þrjár í yngra hollinu; Lára, Iðunn og Alma, líka þrjár á þremur árum. Eðli máls- ins samkvæmt átti ég mesta samleið með eldri hópnum, en ég man auðvitað vel eftir Láru frá því hún fæddist; þá var ég á sjötta ári. Hún var strax mjög fyrirferðarmikil, bráðþroska og dugleg að bjarga sér. Við er- um boltarnir í fjölskyldunni, vorum bæði yf- ir tuttugu merkur og fyrirferðarmest út á það. Lára var því stór og mikil frá upphafi. Sem elzta stelpan í yngra hollinu stýrði hún þeim systrum af röggsemi, var kraftmest og það var nettur forystusauður í henni. Hún var skarpur krakki og lagði línurnar bæði fyrir yngri systur sínar og aðrar stelpur. Hún réð því hver gerði hvað, á seinni árum er hún að reyna að telja mér trú um það að hennar hlutur hafi ekki verið svo stór. Hún gleymir því bara að ég var þarna líka og varð vitni að öllu saman. Hún komst hins vegar ekkert áleiðis með að ráðskast með okkur eldri systkini sín. Viljann vantaði ekki en hún átti aldrei sjens. Til þess var bilið á milli okkar of breitt. Lára var mikill grallari, hún var uppá- tektarsöm og mikið fjör og mikið líf alltaf í kringum hana. Svo var hún hláturmild með afbrigðum. Það var svolítið erfitt að stunda félagslíf vegna stöðugra athugasemda og stríðni yngri systranna með Láru fremsta í flokki. Svona nokkuð truflar náttúrlega 12, 13 ára ungling, það var erfitt að bjóða vinum að ég tali ekki um vinkonum heim í þessa ljóna- gryfju svo lendingin varð oftast að fara heim til hinna.“ Óskiljanlegt Duran-Duran æði „Þegar hún var unglingur greip hana Dur- an Duran æði sem hún tók með slíku trompi að mér fannst nóg um. Menntaskólaárin bjó ég í bílskúrnum og þegar ég var 18 og hún 12 fór ég í langa lestarreisu um Evrópu og þegar ég kom heim aftur hafði hún þroskazt heilmikið, allavega hvað tónlistina snertir, því hún hafði laumast í plötusafnið mitt og lært að meta Spilverkið, Þursaflokkinn og Pink Floyd. Upp úr þessum náðum við betur saman, hún var svolítið ráðvillt á tímabili í mennta- skóla, fann sig ekki þar. Þess í stað hóf hún barneignir mjög snemma, við eignuðumst okkar frumburði um líkt leyti sem jók enn á tengsl okkar og svo kom hún inn í fjöl- miðlana og þar með urðum við kollegar ofan á allt annað. Ég ber líklega einhverja ábyrgð á því að hún byrjaði á NFS, þó að valið og viljinn hafi auðvitað verið alfarið hennar. Þaráður var hún hjá Office One og stóð sig vel, hún fékk mikið lof hjá fem- ínistum þegar hún fjarlægði klámblöð úr hillunum. Þetta tók hún upp hjá sjálfri sér og hafði bæði kjark og dugnað til þess að fylgja sannfæringu sinni í þessum efnum. Reyndar sótti hún um íþróttafréttarit- arastöðu hjá Sýn áður en hún kom á NFS en fékk ekki. Hún hefði orðið alveg frábær í það, áhugasöm og kappsöm sem hún er, en þeir vildu hana ekki, prófuðu hana ekki einu sinni. Mér fannst þetta skandall enda sann- aði hún strax hjá NFS að hún átti erindi í fréttamannsstarfið. Hún hefur vítt áhuga- svið og fylgist vel með. Eftir á að hyggja var ekki galið að hún skyldi komast svona seint í fréttamennsk- una. Það er gott fyrir fjölmiðlafólk að hafa sem breiðastan bakgrunn. Lára er mjög kappsöm og dugleg kona. Hún hefur mikinn drifkraft, er traust og trygg og mikill vinur vina sinna. Svo er hún fjölskyldurækin. Hún er mjög ör, sumum finnst hún fyrirferðarmikil, en þau umsvif fylgja bara lífskraftinum í henni. Hún á það reyndar til að vera mjög dramatísk, jafnvel áður en hún varð ungling- ur setti hún mikla dramatík í gang, þegar hún taldi sig þurfa að vera reið út í foreldra okkar eða okkur systkinin. En þetta var allt uppi á borðinu. Hún hefur aldrei verið í und- irmálum.“ Sýndi bæði þroska og reisn „Rauðavatnsmálið? Kannski hafði það meiri áhrif á hana en við blasti á þeim tíma. Hún tók því af miklum drengskap, axlaði sína ábyrgð, sem er til fyrirmyndar. Ég var nú að segja henni að taka það rólega eftir að hún sagði upp á Stöð 2 út af þessu ( ummæl- um sem fóru fyrir mistök í loftið - innsk. fj), en hún réð sig strax í starf hjá Iceland Ex- press. Hana langaði hins vegar bara alltaf í fjölmiðla og það kom í ljós að sá tími hennar var langt í frá liðinn. Ég er ekki að segja að þetta mál hafi legið endalaust þungt á henni, en það var ekki létt að ganga í gegnum það meðan á því stóð. Það er ekki auðvelt að vera leidd til slátrunar á ábyrgðarlausum og ósmekklegum bloggsíðum. Að komast frá því með hennar hætti fannst mér sýna mik- inn þroska og mikla reisn. Þegar þetta mál er skoðað eftir á, voru þetta bara klaufaleg mistök sem hent geta alla á vinnustöðum þar sem kaldhæðnislegur húmor þrífst. Nú er hún landlaus en ég veit að það verð- ur ekki lengi. Hún getur auðveldlega haslað sér völl annars staðar. Ég myndi ráðlegga henni að nota þetta hlé til þess að flytja til útlanda og búa þar í einhver ár. Það er bráðnauðsynleg lífs- reynsla fyrir hvern sem er og það er aldrei of seint að láta verða af henni“. Er aldrei í undirmálum Hún fæddist 27. marz 1971. Hún varð stúd- ent frá Tækniskólanum 1999 og útskrif- aðist sem kennari 2004. Hún kenndi í tvo mánuði en þá kom til verkfalls og hún fór að starfa sem innkaupastjóri hjá Dagur Group. Hún kom til starfa sem fréttamaður á NFS og síðar Stöð 2. Eftir það starfaði hún á 24 stundum og þegar blaðið var lagt nið- ur vann hún út mánuðinn á Morg- unblaðinu. Hún er gift Hauki Olavssyni og eiga þau fimm börn. LÁRA ÓMARSDÓTTIR ‘‘VIÐ ERUM BOLTARNIR Í FJÖLSKYLDUNNI,VORUM BÆÐI YFIR TUTTUGU MERKUR OG FYRIRFERÐARMEST ÚT Á ÞAÐ. LÁRA VARÞVÍ STÓR OG MIKIL FRÁ UPPHAFI. SEM ELZTA STELPAN Í YNGRA HOLLINU STÝRÐI HÚN ÞEIM SYSTRUM AF RÖGG- SEMI, VAR KRAFTMEST OG ÞAÐ VAR NETTUR FORYSTUSAUÐUR Í HENNI. ÞORFINNUR ÓMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.