Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 21

Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Útsalan hefst 5. janúar v/Laugalæk • sími 553 3755 þess tíma, er vélsleðar tóku að mestu af þeim ómakið. Ég hef þó ekkert tekið saman um þetta efni.“ Skrýtnir kumpánar Sagan hefst í móðuharðindunum og nýlega var yfirstandandi kreppu líkt við þau; það liggur því beint við að spyrja Kristmund hvað honum finnst um þann samanburð. „Jú, en þar er fáu saman að jafna, ekki má gleyma að taka mið af við- horfum og öðrum aðstæðum hvers tíma,“ segir hann. „Á ofanverðri 18. öld var mikil óáran, sumpart svo mikil, að elstu menn mundu ekki dæmi slíks. Var þó á þeim tíma skammt stórra högga milli. Vita- skuld eiga samfélagslegir erf- iðleikar okkar í dag lítið skylt við óáran fyrri tíma, sem áttu fyrst og fremst rætur að rekja til slæms ár- ferðis, en nú má rekja vandræði til slæms hugarfars fyrst og fremst, taumlausrar græðgi og sjálfshyggju hvers konar. Það eru skrýtnir kumpánar, sem þreytast ekki á að reyta af sér mannorðið með því að safna að sér peningum, sem þeir hafa ekkert með að gera og eru mun betur komnir annars staðar. Þetta eru menn, sem kunna ekki með fé að fara, þótt sumir hverjir mylgri ann- að veifið í nauðþurftarmenn, von- andi af góðhug. Engan á að skorta fé til nauðþurfta. Það er blettur á hverju þjóðfélagi að ala upp stétt, sem á ekki mat í munn sér, sem læt- ur náungann mausa án hjálpar. Glæpur gagnvart yngstu kynslóð- inni, sem á að erfa landið.“ – Hefurðu áhyggjur af krepp- unni? „Nei, ég hef engar áhyggjur. Hins vegar finnst mér leiðinlegt til þess að vita, að landar mínir skuli aðhyllast happa- og glappa-aðferðir í stjórnsýslu.“ Ólst upp við söng og sagnaþul Kristmundur fæddist á Reykjum fram í Skagafirði og var tekin í fóst- ur af Björgu Einarsdóttur prófasts- konu frá Undirfelli í Vatnsdal og ólst upp á vegum hennar og sonar hennar, séra Tryggva Kvarans og konu hans Önnu Thorarensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum. „Ég ólst upp við söng og söguþul. Sögurnar nam ég við kné fósturömmu minn- ar, sem var margkunnug kona, fædd 1851. Nei, ég held, að ég búi hér að arfleifð og uppeldi. Eftir stúdentspróf frá MA utanskóla 1940 átti ég um sinn heima í Reykjavík og las undir skóla með væntanlegum menntskælingum og þýddi auk þess bækur af ýmsum toga, flestum ómerkilegum. Fluttist aftur norður 1949 og settist að á bernskuheimili konu minnar, Hlífar Ragnheiðar Árnadóttur. Og þar hef ég verið síðan og haldið uppteknum hætti, sett saman bækur og í og með dundað mér svolítið við búskap til þess að hressa upp á mannorðið.“ – Þú nefnir „innblásturinn“ sem þú fékkst frá fósturömmu þinni? „Hún hét Björg Einarsdóttir og var seinni kona Hjörleifs prófasts Einarssonar á Undirfelli í Vatnsdal, fædd 1851, dáin 1943, vel ern. Mundi því tímana tvenna. Ég hafði ákaflega gaman af að heyra hana segja frá gömlum tímum og hinum miklu breytingum, sem urðu um og upp úr 1870.“ Mikill hamingjuhrólfur Þau Hlíf eiga þrjár dætur, Heið- björtu, Guðrúnu Björgu og Bryn- dísi Helgu, og þær aftur börn og buru. „Ég hef verið mikill ham- ingjuhrólfur.“ Og þegar Krist- mundur er beðinn að lýsa venjuleg- um degi heima á Sjávarborg svarar hann aðeins: „Það er enginn dagur eins.“ Stundum er sagt að á Snæfells- nesi sæki menn kraft í jökulinn; sækir Kristmundur kraft í Skaga- fjörðinn? „Nei, það held ég ekki. Þetta er eins konar útrás uppá gamlan máta. Tjáningarþörf. Ég orti í gríð og erg frá átta ára aldri til tvítugs. Brenndi þá syrpum mín- um því að mér varð fullljóst að ég var ekki efni í skáld og harmaði það ekki.“ Og Kristmundur segist eiga mörg áhugamál, þótt þau hverfi í skugga fyrir sífelldum skrifum. „Ég hef mikla ánægju af söng og tónlist yfirleitt þótt ég sé nú næstum heyrnarlaus og raddlaus að auki; leyfi mér þó að syngja ferðugt í huganum!“ nauðþurfta Erfiljóð Steingríms Thorsteinssonar um Grím er frumbirt í ævisögunni. „Það fannst með fleiri „dröslum“ úr dánarbúi Westergaard-Nielsens prófessors og er nú í eigu Braga Kristjónssonar fornbóksala, sem veitti mér góðfúslega leyfi til að nota það,“ segir Kristmundur og gefur sjálfur góðfúslega leyfi til birtingar í Morgunblaðinu: Sof þú nú, Grímur, sætt í gröf, mjúkt sé þér moldar skaut, mýkri enn lífsins braut. Þú hefir mæddur þángað flutt, sem hvíldin veitist vær og vargbit þér ei nær. Lifanda níð við leiði þitt með eigin sverði sig særir, en hvergi þig. Þekktur af fáum þú varst hér, – þeir fáu fella tár og fella mörg og sár. Þeir vita að hreint þitt hjartað var og unni drengskap, dyggð, dapurri þúngað hryggð. Þú þekktir heiminn helzt til vel, – þess hjarta harmar mest, sem heiminn þekkir bezt. Und köldum svip bjó hjarta heitt, blíð sunna byrgðist hlý á bak við kólgu ský. Þá sverðið hefur hjarta lagt hart dæma hal ei skalt þó hlæji munnur kalt. Sannmáll þú varst, en sætmáll ei, lautzt aldrei lágum heim, lékst aldrei skjöldum tveim. Þín spor ei sjást á skeiði skríls. Þú varst í þeli hreinn þessvegna stundum einn. Sof þú nú, Grímur Fíllinn Topsy var tekin af lífi fyr- ir glæpi sína í Coney Island í New York sunnudaginn 4. janúar 1903. Sérstakur búnaður var smíðaður svo hægt væri að hleypa rafmagni í fílinn og taka hann þannig af lífi. Uppfinn- ingamaðurinn Thomas Edison átti hugmyndina að þessari að- ferð og gerði heimildarmynd um ósköpin. Topsy var 28 ára gömul fílskýr og hafði eytt ævinni sem sýning- ardýr í Bandaríkjunum. Hún varð mannsbani árið 1900 og aftur árið 1901. Í bæði skiptin drap hún þjálfara sína. Þegar þriðji þjálfarinn varð fyrir barðinu á reiði hennar sumarið 1902 var eigendunum nóg boðið og ákváðu að taka hana af lífi. Var þá ekkert tillit tekið til þess að þjálfarinn hafði beitt hana miklu harðræði og hún réðst á hann þegar hann, sauðdrukkinn, reyndi að stinga logandi sígar- ettu í munn hennar. Í fyrstu ætluðu menn sér að hengja Topsy, þótt ekki fylgi sögunni hvernig þeir ætluðu að bera sig að við það. Bandarísku dýraverndunarsamtökin mót- mæltu þeim grimmdaráformum harðlega og vísuðu m.a. til þess að New York-ríki hefði skipt út gálgum fyrir rafmagnsstóla þeg- ar dauðadómi manna væri full- nægt. Miklar vangaveltur hófust um hver væri hæfilegur dauðdagi og auðvitað þótti nærtækt að líta til rafmagnsins. Undanfarin 11 ár höfðu menn verið teknir af lífi í rafmagnsstólum og nú var röðin komin að Topsy. Og í þetta sinn mótmæltu dýraverndarsamtökin ekki, enda erfitt að fetta fingur út í aftökuaðferð á dýrum sem þótti fullboðleg mönnum. Thomas Edison hafði efnt til opinberra aftaka með rafmagni á hundum og köttum, til að sýna fram á að riðstraumur væri stór- hættulegur. Sjálfur hélt hann ágæti jafnstraums á lofti. Edison var kjörinn ráðgjafi og hann greip fegins hendi þetta tæki- færi til að sýna fram á hversu hættulegur riðstraumur væri, með því að beita honum á heilan fíl. Topsy var leidd á aftökustað- inn og þar voru stórar kop- arplötur festar við lappir hennar. Þær voru tengdar við rafkapla og svo var strauminum hleypt á. Í heimildarmynd Edisons sést hvernig fílkýrin varð stjörf og svo steig upp mikill reykur af brennandi koparplötunum. Straumurinn var tekinn af og Topsy féll dauð fram yfir sig. Um fimmtán hundruð áhorf- endur voru að þessari opinberu aftöku fílskýrinnar Topsy. Dauð Um 1500 manns komu til að sjá endalok Topsy á Coney Island. Á ÞESSUM DEGI 4. JANÚAR 1903 FURÐULEGUR FÍLSDAUÐI Aftaka Fílskýrin Topsy leidd til aftöku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.