Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 25

Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 25
Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is B reidd og næmi verkanna er yfirþyrmandi, skrifar Karen Wilkin, myndlist- argagnrýnandi The Wall Street Journal, um yf- irlitssýningu á verkum bandaríska alþýðulistamannsins James Castles í listasafni Fíladelfíu og klykkir út með því að hann hafi án efa skipað sér á bekk með helstu risum sam- tímateikningar. Falleg orð. Synd að þau skuli fyrst rata á prent þremur áratugum eftir að Castle lést óþekktur og einangraður í fásinninu í Boise-dalnum. Castle fæddist heyrnarlaus. Hann óx úr grasi á litlum bóndabæ í Idaho og heimildir herma að hann hafi varið fimm árum í heyrnleys- ingjaskóla. Námið þar virðist þó hafa verið til málamynda því hvorki lærði Castle að tala né lesa. Ætt- ingjar hans fullyrða að hann hafi ekki verið mállaus en aldrei lært að mynda orð. Táknmál þekktist ekki á þessum tíma og heyrnarlausu fólki var kennt að lesa af vörum. Það virkaði ágætlega fyrir fólk sem misst hafði heyrnina en var þrautin þyngri fyrir fólk sem aldrei hafði heyrt. Castle þótti snemma af- brigðilegur í háttum og var fyrir vikið álitinn þroskaheftur. Læknar sem í seinni tíð hafa kynnt sér sögu hans gera því hins vegar skóna að hann hafi haft fulla greind en verið einhverfur. Dæmdur til einangrunar Tjáskipti gengu treglega og for- eldrar Castles gáfust fljótt upp á því að láta hann hjálpa til við bú- skapinn. Hann kom heldur hvorki að gagni á pósthúsinu né í versl- uninni sem fjölskyldan rak. Castle var dæmdur til einangrunar á háa- lofti býlisins. Þar tók hann upp á því að teikna. Aðföng voru ekki sótt yfir lækinn. Castle bjó til blýanta úr spýtum og trjágreinum og blekið samanstóð af sóti og munnvatni. Pappírinn var af ýmsu tagi, hann notaðist við heild- sölupakkningar, pappa, sígar- ettupakka og afdankaðar bækur, svo eitthvað sé nefnt. Með tímanum fór Castle líka að búa til myndabækur og hanna og smíða húsgögn og fleiri nytjamuni. Talið er að eftir hann liggi um tutt- ugu þúsund smíðisgripir. Wilkin talar um ásækið myndmál í skrifi sínu en Castle hefur þurft að láta hugann reika við sköpunina enda tilvera hans æði fábrotin. En eins og gefur að skilja var býlið hans helsta yrkisefni fyrstu árin, einkum hlaðið. Oftar en ekki voru þó dularfull tótem á sveimi yfir bóndabænum og útihúsunum sem Castle teiknaði af natni. Það vekur aftur á móti athygli Wilkins að fí- gúrur eru yfirleitt flatar og fjar- lægar í teikningum Castles. Það gæti bent til þess að listamaðurinn hafi haft betri skilning á dauðum hlutum og tengt betur við þá en mannfólkið. Listfræðingar segja talsverðan húmor í verkum Castles en líka mikla sorg, einkum í sjálfsmynd- unum. Á einni slíkri getur að líta Castles handalausan og verkfæra- lausan eftir að honum var vísað úr skóla. Hvað skyldi þessi duli maður hafa viljað segja umheiminum? Þegar Castle var 25 ára flutti fjöl- skyldan búferlum í Boise-dalinn og þar bjó hann allt til æviloka. Upp á yfirborðið Fjölskylda Castles lét sér fátt um listsköpunina finnast en dró heldur ekki úr honum kjarkinn. Á sjötta áratugnum, þegar Castle var á sex- tugsaldri, fór ungur frændi hans, Robert Beach, hins vegar að sýna verkum hans áhuga. Hann bar sýn- ishorn undir listfræðinga í Portland og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Í kjölfarið kom list Castles upp á yf- irborðið og haldnar voru sýningar í Washington, Oregon, Kaliforníu og Idaho. Aðstandendur Castles fögnuðu þessum áhuga í fyrstu en smám saman fóru þeir að vantreysta list- miðlurum og sýningarstjórum sem áttu til að búta verkin niður eða skila ekki óseldum verkum. Þá var það Castle fjötur um fót að það þótti ekki sérlega fínt í bandarísk- um listheimi á þessum árum að vera sjálfmenntaður. Listaverkakaup- endur hvorki þekktu né skildu slíka list. Fyrir vikið staldraði Castle stutt við á yfirborðinu í það skiptið. Hann hélt hins vegar áfram að vinna að list sinni í ró og næði allt til dauða- dags 1977. Eftir andlátið lá fjöldi verka um árabil undir skemmdum. Árið 1994 urðu hins vegar straumhvörf þegar ákveðið var að efna til sýningar á meira en fimmtíu bókverkum eftir Castle í Bóka- miðstöð Idaho í Boise. Féll hún í frjóan jarðveg og voru ættingjar Castles í kjölfarið hvattir til að fá sér miðlara, láta skrá verk hans og koma þeim í viðunandi geymslur. Eftir þetta beindist kastljósið á ný að bókverkum Castles og voru þau sýnd víðsvegar um Bandaríkin á tí- unda áratugnum við góðar und- irtektir. Snilligáfan staðfest Árið 2000 óx vegur Castles enn þegar verk hans voru sýnd á einka- sýningum í Teiknimiðstöðinni og Knoedler-galleríinu í New York. Þá átti hann verk á umfangsmikilli samsýningu í MoMA skömmu síðar. Við þetta opnuðust augu margra fyrir snilligáfu hans sem yfirlitssýn- ingin í Fíladelfíu virðist staðfesta. Listheimurinn í Bandaríkjunum hefur tekið James Castle í sátt og hróður hans borist víðar um lönd. Mörgum spurningum er þó enn ósvarað um þennan huldumann og Ann Percy, sem setti upp sýninguna í Fíladelfíu, segir þurfa að rannsaka höfundarverk hans betur. Varði hún þó rúmum þremur árum í verkefnið. Wilkin botnar heldur ekkert í því hvernig maður sem hvorki heyrði né talaði og hlaut enga formlega listkennslu gat náð svona góðu og persónulegu valdi á forminu. „Við þessu eru engin svör en þegar upp er staðið skiptir það engu máli. Hjartnæm saga hans kallar á at- hygli okkar. Það gerir líka hin mis- lynda ljóðræna í verkum hans.“ Hin mislynda ljóðræna Yfirlitssýning á verkum bandaríska alþýðulista- mannsins James Castles í listasafni Fíladelfíuborgar hefur vakið mikla athygli á umliðnum vikum. Augu margra hafa opnast fyrir umfangsmiklu og hug- myndaríku höfundarverki þessa huldumanns sem er löngu látinn og þekkti ekki aðra leið til að hafa samskipti við umheiminn en að teikna myndir. Nostur Sýnishorn af bókverkum Castles. Hann vandaði jafnan vel til verks. Utangarðs Castle var heyrnarlaus og mætti litlum skilningi á sinni tíð. Var álitinn þroskaheftur. Margt bendir til þess að hann hafi verið einhverfur. Snjall Ein teikninga Castles af búgarðinum í Idaho, gerð með munnvatni og sóti á pappír sem féll til. Alþýðulist 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Laugaveg 53 • sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 • laug. 10-17 Útsalan er hafin allar vörur með 40% afslætti Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.