Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 30

Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 7. janúar, 1979: „Þau uggvænlegu tíðindi hafa verið að berast, að at- vinnuleysi hefur aukizt verulega frá því í fyrra. Þannig voru um áramót- in 88% fleiri atvinnulausir en sl. ár eða 1088 og er þetta ástand ekki bundið við einn stað, heldur gætir þess víða um land, svo sem í Reykjavík, Keflavík, Húsavík, Seyðisfirði, Ólafsfirði, Raufarhöfn og Grundarfirði. Því miður er ástæða til að óttast, að þessi mikli fjöldi atvinnulausra manna og kvenna um áramótin sé ekki tilviljun, heldur bein afleiðing af þeirri stjórnarstefnu, sem rekin hefur verið. Þannig hefur rík- isstjórnin á sínum stutta ferli lagt nýjar álögur á atvinnureksturinn, sem nema milljörðum króna á millj- arða ofan, auk þess sem hert hefur verið að honum með öðrum hætti. Er engu líkara en skipulega sé að því unnið að koma þýðingarmiklum greinum íslenzks atvinnurekstrar á kné og má þar taka verzlunina til dæmis. Þannig skýrir Valur Arn- þórsson kaupfélagsstjóri frá því í Tímanum í gær, að Kaupfélag Ey- firðinga hafi það nú til athugunar að loka verzlunum og draga að öðru leyti úr þjónustu við neytendur vegna þess, að stjórnvöld hafa hert svo að verzluninni, að rekstr- argrundvöllur fyrirfinnst enginn.“ . . . . . . . . . . 8. janúar, 1989: „Einkaeigendur út- varps- og sjónvarpsstöðva standa frammi fyrir verulegum vanda vegna kostnaðar og fjárfestinga. Hjá þeim eins og mörgum öðrum er erfitt að ná endum saman. Í við- skiptablaði Morgublaðsins var á fimmtudag skýrt frá því, hvernig stjórnendur Bylgjunnar og Stjörn- unnar bregðast við þessum vanda. Þá hefur athyglin beinst að Stöð 2 og þeim ráðagerðum, sem þar eru uppi til hagræðingar og sparnaðar. Starfsfólki er fækkað og dregið úr kostnaði við gerð dagskrár. Stöðv- arnar eiga allt sitt undir áhuga hlustenda eða áhorfenda.“ Úr gömlum l e iðurum Morgun-blaðiðmun næstu tólf daga birta ýtarlega fréttaskýringu um Ísland og Evrópu- sambandið. Bæði verður fjallað um Evrópusam- bandið almennt út frá sögu þess og sáttmálum og um mögulega aðild Íslands að sambandinu, kosti hennar og galla. Þá verður sérstök um- fjöllun um reynslu Finnlands af aðildinni að ESB og upp- töku evrunnar. Þrír blaðamenn Morgun- blaðsins hafa unnið að gagna- öflun fyrir þennan greinaflokk undanfarnar vikur, þeir Pétur Blöndal, Rúnar Pálmason og Baldur Arnarson. Þeir hafa meðal annars rætt við for- ystumenn Evrópusambands- ins í Brussel og fulltrúa ým- issa aðildarríkja ESB, auk fjölda innlendra sérfræðinga. Markmið Morgunblaðsins með þessari umfjöllun er að koma á framfæri við lesendur sína upplýsingum um eitt stærsta viðfangsefni íslenzkra stjórnmála um þessar mundir og auðvelda þeim að mynda sér skoðun á því. Skoð- anakannanir sýna að margir hafa ekki gert upp hug sinn varðandi aðild Íslands að ESB. Blaðið mun leitast við að draga fram sem flestar hliðar á málum og gera andstæðum sjónarmiðum góð skil. Eðli málsins samkvæmt mun þó alltaf vanta eitthvað upp á í jafnumfangsmiklu og flóknu máli. Sömuleiðis munu lesendur vafalaust hafa mis- munandi skoðanir á efnis- tökum í svo viðkvæmu póli- tísku deilumáli. Morgunblaðið leggur því ríka áherzlu á að auðvelda lesendum sínum að koma á framfæri eigin sjónarmiðum og athugasemdum við umfjöllun blaðsins. Jafnóðum og greinar blaða- mannanna birtast í Morgunblaðinu næstu daga mun byggjast upp sérvefur á vef blaðsins, mbl.is, þar sem greinarnar verða birtar, auk ítarefnis, skýringarmynda, sjónvarpsviðtala sem blaða- mennirnir hafa tekið við við- mælendur sína og tengla á áhugavert efni um Evrópu- sambandið, svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki sízt mun vefurinn verða öflugur um- ræðuvettvangur. Þar geta les- endur sett inn eigin greinar um Ísland og Evrópusam- bandið og bloggað um fréttir og greinar. Morgunblaðið hvetur alla lesendur sína til að taka virkan þátt í þessum um- ræðum. Ritstjórn blaðsins hefur þegar sent stjórnmálaflokk- unum, samtökum með og á móti aðild að ESB, hagsmuna- samtökum á vinnumarkaði og háskólum hvatningu um að sérfræðingar þeirra um Evr- ópumál leggi orð í belg á vefn- um. Vefurinn mun svo lifa áfram og verða gagnabanki og um- ræðuvettvangur um Ísland og Evrópusambandið. Morgunblaðið vonast með þessu framtaki til að geta varpað nokkru ljósi á mál, sem er hvorki hægt að mála svart né hvítt. Margvísleg rök eru með því að Ísland gangi í ESB, mörg rök eru líka á móti. Upplýst umræða er for- senda þess að Íslendingar geti myndað sér skoðun á þessu stóra máli. Blaðið vonast til að geta varpað nokkru ljósi á mál sem hvorki er hægt að mála svart né hvítt.} Ísland og ESB E nn á ég eftir að gera fyllilega upp við mig hvort ég á að gerast land- ráðamaður með því að styðja inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið eða svíkja ættjörðina með því að styðja ekki inngöngu í sambandið. Sumt ákafafólk í þessum málum, fólk í herbúðum beggja, virðist sakna þess svo mjög að kalda stríðinu skuli vera lokið að það tekur nú fagn- andi við tækifærinu til að ausa andstæðingana svívirðingum, gera þeim upp alls kyns óhæfu. Það leggur sig líka fram um að reyna að stinga svo afdráttarlaust upp í andstæðingana að frá þeim muni aldrei framar heyrast auka- tekið orð um ESB. Það er a.m.k. heitasta óskin að þagga alveg niður í þeim, sýnist mér. Við hin verðum bara að fá okkur tebolla og biðja um að óskir beggja fylkinga rætist sem fyrst. Þá myndum við losna við þetta bannsetta fjas, allt fullyrð- ingaglamrið, stóryrðin. Hvernig dettur nokkrum í hug að gefa í skyn að Ísland muni bókstaflega sökkva í sæ ef við komumst ekki í sambandið fyrir 2011? Eða 2014? Og hverjum dettur í hug að trúa því að þjóðin myndi ekki ein- faldlega yfirgefa þetta samband ef það væri orðið ljóst að vistin þar væri ólíðandi fyrir okkur? Auðvitað segir þá einhver að það geti nú orðið erfitt að snúa við. Konungsgarður sé víður inngöngu en þröngur útgöngu, ég held að ég sé að vitna í Egilssögu. Þegar við séum komin inn þá geti „þeir“ í Brussel brugðið fyrir okk- ur fæti og meinað okkur að fara. Vafalaust gæti orðið erfitt að fara, lífið er oft erfitt og stundum háskalegt. En við myndum vega og meta kostina og gallana við brottför, rétt eins og við gerum núna þegar við íhugum inngöngu. Varla er verið að segja að við verð- um svo miklir vesalingar af vistinni að okkur verði fyrirmunað að brölta á brott ef okkur sýnist svo. Óttast menn að þetta verði svona gaman, ekkert nema dufl og drykkja og svo kannski brennivínsdauði eins og á vel heppn- aðri Vitleysingahelgi í ágúst? Ég held að við þurfum ekkert að óttast það, svo gott (eða slæmt) er Evrópusambandið ekki. Þar þarf fólk líka að vinna og jafnvel strita og fær timburmenn eftir fyllirí, ekkert síður en við. Þetta er Evrópa, við erum ekki að íhuga tengsl við aðra plánetu. Og hvað ætti að hindra þessar þjóðir í að beita valdi gegn okkur ef þeim þóknaðist það, jafnvel þótt við værum ekki í sambandinu? Til dæmis efnahagslegum fantabrögð- um eins og gæti orðið niðurstaðan ef við gæfumst upp fyr- ir Bretum? Svarið er einfalt: Almenningsálitið í Evrópu heldur aft- ur af valdafólunum, takmarkar svigrúmið sem þau hafa. Það og réttarríkið eru varnarvopn evrópskra smáþjóða, innan ESB sem utan. En samt er það snjöll hugmynd sem framsóknarmaðurinn Jón Sigurðsson hefur lagt fram. Hún er að ef við semjum við Brussel verði sett inn skýrt ákvæði um að við getum sagt okkur úr sambandinu. Þá yrði mér og öðrum rórra í sinni. kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Landráðamaður í valþröng Torvelda friðar- umleitanir Obama FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is H ernaður Ísraela á Gaza-svæðinu er lík- legur til að torvelda mjög Barack Obama að standa við loforð sín um að hefja kröftugar frið- arumleitanir í Mið-Austurlöndum fljótlega eftir að hann tekur við emb- ætti forseta Bandaríkjanna 20. jan- úar. Obama hefur sagt að friðarumleit- anirnar verði eitt af forgangsverk- efnum sínum í utanríkismálum. Hann sagði í ræðu fyrir rúmu ári að á fyrstu hundrað dögunum eftir að hann tæki við forsetaembættinu myndi hann flytja ræðu í einhverju landi múslíma til að reyna að stuðla að sáttum milli Bandaríkjanna og múslímaheimsins. „Ég ætla að gera þeim ljóst að við heyjum ekki stríð við íslam, að við stöndum með þeim sem vilja verja framtíð sína og að við þurfum á sam- starfi þeirra að halda til að sigrast á spámönnum haturs og ofbeldis,“ sagði Obama. Líklegt er þó að blóðsúthelling- arnar á Gaza-svæðinu geri Obama mjög erfitt fyrir og kyndi undir óánægju margra múslíma með skil- yrðislausan stuðning bandarískra stjórnvalda við Ísrael. „Nánast engar líkur á árangri“ Aaron David Miller, bandarískur sérfræðingur í málefnum Mið- Austurlanda, segir að ástandið í Mið- Austurlöndum hafi verið slæmt fyrir en hernaður Ísraela á Gaza-svæðinu hafi orðið til þess að líkurnar á að friðarumleitanir Obama beri árangur á næstu misserum séu „nánast eng- ar“. Anthony Cordesman, sérfræð- ingur hugveitunnar CSIS í Wash- ington, tekur í sama streng. Hann tel- ur að blóðsúthellingarnar á Gaza-svæðinu verði til þess að frið- arumleitanir stjórnar Obama komist ekki á skrið fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Miller segir að blóðsúthellingarnar á Gaza-svæðinu hafi vakið svo mikla reiði meðal múslíma að erfitt verði fyrir Obama að vinna þá á sitt band. Margir múslímar líti svo á að ofbeldið á Gaza-svæðinu segi meira um stefnu Bandaríkjastjórnar en nokkur ræða sem Obama geti flutt. Talið er að þingkosningarnar í Ísr- ael 10. febrúar hafi ráðið mestu um það að stjórnin ákvað að hefja hern- aðinn á Gaza. Viðhorfskannanir benda til þess að þorri Ísraela styðji hernaðinn og hann getur því aukið fylgi stjórnarflokkanna í baráttu þeirra við stjórnarandstöðuleiðtog- ann Benjamin Netanyahu, sem hafði notið góðs af óánægju almennings með frammistöðu stjórnarinnar í bar- áttunni við Hamas-samtökin á Gaza- svæðinu. Talið er þó að ráðamennirnir í Ísr- ael hafi einnig haft valdatöku Obama í huga þegar þeir ákváðu að láta strax til skarar skríða á Gaza-svæðinu. Þeir hafi ekki viljað að hernaðurinn á Gaza yrði fyrsta stóra vandamálið sem Obama þyrfti að takast á við eftir að hann tekur við forsetaembættinu af George W. Bush. Nokkrir fréttaskýr- endur segja að stjórn Ísraels hafi tal- ið sig þurfa að hefja hernaðinn strax, ella hefði hún þurft að bíða með hann í a.m.k. fjóra til sex mánuði til að koma ekki Obama í vandræði þegar hann tekur við völdunum. Þótt Obama hafi lofað friðarumleit- unum og bættum samskiptum við múslíma hefur hann lítið sagt um hvernig hann hyggist taka á vand- anum. Reuters Reiði Kveikt í fánum Bandaríkjanna og Ísraels á mótmælafundi náms- manna í Karachi í Pakistan gegn hernaði Ísraela á Gaza-svæðinu. SAMSTARFSMENN Baracks Obama hafa lítið sagt um hernað Ísraela á Gaza-svæðinu en áréttað stuðning hans við Ísrael. „Hann ætlar að hafa náið sam- starf við Ísraela,“ sagði David Ax- elrod, einn af helstu ráðgjöfum Obama, í sjónvarpsviðtali í vikunni. „Þeir eru miklir bandamenn okkar, mikilvægustu bandamennirnir í þessum heimshluta.“ Þegar Obama heimsótti Ísrael fyrr á árinu hét hann því að „vinna ávallt að því að tryggja öryggi Ísr- aels“. „Ef einhver skyti flug- skeytum á húsið mitt þar sem dæt- ur mínar tvær sofa á næturnar myndi ég gera allt sem á valdi mínu stæði til að stöðva það,“ sagði Obama í bænum Sderot sem hafði orðið fyrir flugskeytaárásum Ham- as-manna á Gaza-svæðinu. „Og ég myndi búast við því að Ísraelar gerðu það sama.“ STYÐUR ÍSRAELA ›› Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.