Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 36

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í s. 618-2800. Húsnæði í boði Stór tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í litlu fjölbýli í Kringlunni með sérgarði. Íbúðin losnar 1. janúar nk. Upplýsingar í s: 899-7012. 170 fm hæð með bílskúr 270 Mosfellsbæ Til leigu hús í Súluhöfða með miklu útsýni sem liggur við golfvöll. 3 svefnherbergi, stofa og sjónvarps- hol. Leiguverð 195 þ. Laust strax. S. 822-2550 Elli eða 822-2566. Húsnæði óskast Óska eftir 3 herb. íbúð í Kópavogi 203 Hjón með eitt barn óska eftir 3 herb. íbúð í 203 Kópavogi. Leiga getur haf- ist um miðjan jan. Langtímaleiga. Sími 697-8414. 4ra herb. íbúð í 101 Rvík Erum 3 vinkonur að leita að 4ra herb. íbúð í 101 Rvík. Við erum pottþéttir leigjendur (2 laga- nemar og ein í viðskiptafræði) og heitum skilvísum greiðslum. Nánari upplýsingar í s. 866 0778. 3 herb. íbúð óskast Par með barn óskar eftir 3 herbergja íbúð. Langtímaleiga frá 1. feb. hámark 110.000. Uppl. í s. 823-1307 eða jjokh@live.com Geymslur 40 fm lager/geymsluhúsnæði til leigu 40 fm lager/geymsluhúsnæði til leigu við Kleppsveginn á annarri hæð, hentar vel fyrir netverslanir. Aðgangur að klósetti, skúringar- aðstöðu og kaffistofu, leiguverð er 30-33 þ. á mánuði. Upplýsingar á kraftvorur@kraftvorur.is Sumarhús www.floridahus.is Glæsileg sumarhús í Orlando Flórída til leigu. www.floridahus.is info@floridahus.is Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Upledger höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð 1. áfanginn í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð verður haldinn í Reykjavík 7.-10. febrúar 2009. Uppl. og skráning á www.upledger.is eða í s: 466-3090. Hjartanærandi uppeldisaðferð fyrir erfið og krefjandi börn (ADHD) hefst 8. janúar kl. 19.30 í Hafnarfirði. 5 skipti kr. 6.900. Upplýsingar í síma 615 2161. gretajonsdottir@internet.is Frábært, rafrænt námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á http://www.menntun.com Tómstundir Markaðslaugardagur frímerkjasafnara Stór markaður laugardag Síðumúla 17 kl. 13:00- 15:00. Kaffi í boði félagsins. Auk þess verður boðið uppá ókeypis verðmat á frímerkjasöfnum. Allir hjartanlega velkomnir. Fyrirtæki Verslun til sölu Ert þú/þið búin að missa vinnuna, því ekki að prófa eitthvað nýtt? Af sérstökum ástæðum er til sölu lítil verslun í Kópavogi með vandaðar og þekktar heimilisvörur frá m.a. Danmörku, Frakklandi og fleira. Örugg og góð húsaleiga á góðum stað. Verð: tilboð. Upplýsingar í síma 824-1254. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Óska eftur tilboði í málningu utanhúss á heilu húsi í Norður- mýrinni. Tvær hæðir og ris. Vinsamlega hafið samband við Þorstein í sím a 551 7678. Ýmislegt ÚT AÐ GANGA! Eigum úrval af vönduðum götuskóm úr leðri, skinnfóðraða, fyrir dömur og herra. Mjúkir og þægilegir leðurskór á góðum gúmmísóla fyrir dömur. Stærðir: 36 - 42. Litir: Rautt og svart. Verð: 11.900.- Mjúkir og þægilegir leðurskór með stömum sóla fyrir dömur. Stærðir: 36 - 42. Litir: svart. Verð: 11.900. Vandaðar og góðar herramokka- síur úr leðri. Stærðir: 40 - 46. Litir: Svartir og ljósir. Verð: 6.885.- Flottir og sportlegir leðurskór fyrir alvöru menn. Stærðir: 40 - 48. Litir: Svart, brúnt og mislitt. Verð: 9.985.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is NÝTT LÍF - HREYFUM OKKUR Á NÝJU ÁRI Íþróttahaldarinn sívinsæli í BCD skálum Í SVÖRTU OG HVÍTU á kr. 3.850,- og aðhaldsbuxur í stíl í stærðum S,M,L,XL á kr. 1.950,-- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bílar Stór sparibaukur Peugeot 307 SW, árg. 2007, ekinn 35.000 km, 2 lítra 136 hestafla díselvél, mjög sparneytinn bíll. Uppl. á gis@rafpostur.is eða í síma 663-5575. Bílaþjónusta Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 899 9825. Búslóðaflutningar Flutningur til Danmerkur Ertu að flytja til Danmerkur? Okkur vantar að kaupa hlut í gám, u.þ.b. 2 x 2 metrar. Vinsamlegast hringið í Jón í síma 896-5075 eða fridadottir@gmail.com SAMÞYKKT verði lög nú þegar sem kveði á um að núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi verði aflagt frá og með 1. september 2009. Veiðiréttur núverandi kvótaeiganda fellur niður frá og með þeim tíma. Skuldir sjávarútvegsfyr- irtækja við Glitni, Landsbankann og Kaupþing verði eftir í þrotabúi bank- anna. Skiptastjóri mun í framhaldi selja vinnslur, skip og tæki þeirra sjávar- útvegsfyrirtækja sem verða gjaldþrota en þar sem útlend- ingum er óheimilt að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi mun stór hluti af þessum eignum verða keyptur af inn- lendum aðilum, annaðhvort sömu útgerðaraðilum eða nýj- um. Tekin verði upp ný veiðistjórnun og landhelginni skipt upp í veiðisvæði. Innan 50 mílna verða eingöngu heimilar veiðar dagróðrabáta. Bátar sem koma með afla að landi í heimahöfn innan sólarhrings. Vistvænar veiðar njóti for- gangs og veiðar með veiðarfærum sem valda nátt- úruspjöllum verði takmarkaðar eða bannaðar. Veiðimagn verður takmarkað á hverja höfn í samræmi við vinnslu- getu og heildarveiðimagn sem leyft verður að veiða. Sér- stakt 5-15% aflagjald verður lagt á allan afla sem kemur að landi. Aflagjald skiptast til helminga milli ríkis og við- komandi sveitarfélags. Úthafsveiðar (veiðar utan 50 sjó- mílna) verða boðnar út. Leyfð verður ákveðin veiðigeta og ákveðin veiðisókn í hvert veiðihólf sem boðin verður út til ákveðins tíma í senn sem getur verið frá einni vertíð og allt að fimm vertíðum í senn. Auk þess verður lagt á sérstakt mengunar/ eldsneytisgjald sé siglt með afla langar vegalengdir sem geri það að verkum að útgerð sjái hag sínum best borgið með að landa afla sem næst fiskimiðum. Teknar verða upp samhliða stuttar kynningarviðræður við Evrópusam- bandið, NAFTA, Bandaríkjamenn, Noreg, Japan og Sviss. Öllum aðilum verði gerð grein fyrir því að Íslend- ingar hyggist taka upp nýjan gjaldmiðill þegar í byrjun árs 2009. Til greina komi að taka upp evru, svissneskan franka, japanskt yen, norska krónu eða dollar. Óskað verði eftir stuðningi viðkomandi aðila við slík gjaldmiðlaskipti. Byggt á viðbrögðum aðila verði farin sú leið sem talin verður auðveldust og hagkvæmust þykir fyrir Ísland, helst með stuðningi seðlabanka þess ríkis eða ríkja- sambands sem getur prentað viðkomandi gjaldmiðil. Í framhaldi verði farið í gjaldmiðlaskipti og Seðlabanki Ís- lands lagður niður. Notast verði við gengisvísitölu sem sögðu hefur verið jafnvægisvísitala, eða 145. Gengið verði frá fríverslunarsamningi við Kína og önnur þau lönd og ríkjasambönd sem það vilja. Verðtrygging lána verði aflögð og höfuðstóll lána end- urreiknaður afturvirkt frá og með 1. janúar 2008. Hætt verður að taka við láni frá IMF og samkomulagi við Breta og Hollendinga um að Íslendingar taki að sér að ábyrgjast greiðslur til breskra sparifjáreiganda umfram tryggingasjóð innistæðueigenda verði rift. Breska ríkinu verði stefnt fyrir setningu hryðjuverkalaga og þess krafist að fá nákvæmar upplýsingar um á hvaða forsendu hryðju- verkalögin voru sett. Sé grunur um að einhverjir eigendur eða starfsmenn viðkomandi fjármálastofnana eða aðilar þeim tengdir séu tengdir alþjóðlegri glæpastarfsemi skulu þeir handteknir og mál þeirra rannsakað í samstarfi við lögregluyfirvöld annarra ríkja. Skilanefndir verði leystar upp og þrotabú bankanna Landsbanka, Glitnir og Kaupþings verður sett í venjulega gjaldþrotameðferð í samvinnu við lánardrottna. Skipaðir verði óháðir erlendir skiptastjórar. Allir gjörn- ingar skilanefnda verða endurskoðaðar og dregnir til baka ef mögulegt er, þ.e. ekki verði teknar eignir út úr gömlu bönkunum yfir í nýja nema það sé gert í samvinnu við skiptastjóra í samræmi við eðlileg skiptakjör. Helstu lánardrottnum íslensku bankanna verða boðnar sérstakar skattaívilnanir og hagstætt rekstrarumhverfi, taki þeir yfir rekstur gjaldþrota bankanna hérlendis og tryggi öfluga fjárfestinga og bankastarfsemi á landinu. Séð verði til þess að almennur sparnaður fólks verði fyrstu forgangskröfur. Flestum sendiráðum Íslands verði lokað í sparnaðar- skyni, starfsfólki sagt upp og húsnæði þeirra selt. Samið verði við t.d. hin Norðurlöndin, eitt eða fleiri, um að ís- lenskir sendiráðsfulltrúar fái aðsetur í viðkomandi sendi- ráðum þar sem það þykir nauðsynlegt. Ferðalög op- inberra starfsmanna verða skorin niður um 50-70% Tekin verði upp sérstök hollustu-, orku- og umhverf- isstefna og m.a. að öll innlend matvælaframleiðsla sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru í þeirri stefnu verði und- anþegin virðisaukaskatti, auk þess sem önnur opinber gjöld og orkukostnaður verða lækkuð til hennar. Lækk- aður verður orkukostnaður á matvælaframleiðendur. Tekið verður upp sérstakt mengunargjald á mengandi stóriðju og annan mengandi útblástur. Samhliða hefji Ís- land strax öfluga vinnu og samstarf við erlenda aðila um að gera Ísland sjálfbært um alla orku fyrir skip og öku- tæki og stefni að því að verða leiðandi á því sviði. Sérstök áhersla verði lögð á að umbreyta mengandi útblæstri frá stóriðju í vistvæna orku. Góðar stundir. Leið út úr ógöngum Karl Eggertsson, innkaupastjóri. ÞJÓÐNÝTING bankanna var djörf framkvæmd, en líklega nauðsynleg til að halda eðlilegri fjármálaþjón- ustu gangandi í landinu. Það var að minnsta kosti mat ríkisstjórnar Íslands og því er öll framkvæmd málsins í hennar höndum. Eins og flestir vita eru skýr ákvæði í stjórnarskrá landsins um þjóðnýtingu eigna og þegar þrjú stærstu fyrirtæki landsins eru þjóðnýtt er krafan um einbeitingu ríkisins þeim mun háværari. Stjórnvöld í Bretlandi bera meginábyrgð á að grípa þurfti til þjóðnýtingar og auðvitað verða þau sömu stjórnvöld að bæta íslenska ríkinu og hluthöfum bankanna það fjárhags- tjón sem þau hafa valdið. Íslensk stjórnvöld verða að sjá til þess að kröfur í málinu komi fram og að málið verði sótt af fullum þunga fyrir breskum dómstólum. Nú berast þær fréttir, að forustu ríkisins skorti og hugsanlegt sé að kröfur á Bretland muni glatast, vegna sinnuleysis íslenskra stjórnvalda. Er ríkisstjórninni ekki ljóst, að hún ber alla ábyrgð á kröfugerð í nafni þjóðarinnar og í nafni bankanna, sem Bretar beittu hryðjuverkalög- unum? Ljóst ætti að vera, að ekki er mögulegt fyrir hluthafa bankanna að standa í fjárútlátum, þar sem eigur þeirra eru í umsjón skilanefnda bankanna, sem starfa í umboði og á ábyrgð Fjármáleftirlitsins. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir 72. grein stjórnarskrárinnar, er auð- velt að bæta úr því: 72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Alþingi uppfyllti ákvæði 72. greinar stjórnarskrárinnar, hvað varðar „lagafyrirmælin“, en bæturnar hafa ekki ennþá verið reiddar fram, né skilgreindar. Lögin um þjóðnýtingu bankanna eru númer 125:2008 og þar er þess getið að ríkissjóður beri kostnað af þjóðnýtingunni, eins og eðlilegt er. Orðalagið er þó undarlega loðið, en ekki verður því haldið fram hér, að ætlun Alþingis sé að víkja sér undan fullri bótaábyrgð. Í 5. grein laganna segir: Ríkissjóður ber ábyrgð á kostnaði af framkvæmd aðgerða Fjármála- eftirlitsins á grundvelli greinar þessarar, þar með talið skiptakostnaði ef til slíks kostnaðar stofnast. Það má því öllum vera ljóst, að ríkið kemst ekki undan fullri bóta- ábyrgð gagnvart hluthöfum bankanna þriggja. Almenningur gerir þess vegna miklar kröfur um eftirfylgni krafna og fullra bóta vegna alls þess tjóns sem íslenskir þegnar hafa orðir fyrir með efnahagslegum skemmd- arverkum Breta. Ekki má henda, að kröfur fyrnist vegna handarbaka- vinnu íslenskra embættismanna. Þjóðnýting bankanna – enda komi fullar bætur fyrir Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur og vísindakennari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.