Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 48

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 48
48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Á stralski kvikmyndaleik- stjórinn Baz Luhrman hefur búið sér til feril úr því að töfra dauðar kvikmyndagreinar fram úr grafhýsi tískunnar. Það er alltaf eitthvað aðeins á skjön við samtímann í hverri mynd sem hann gerir – samkvæmisdans í Strictly Ballroom, leikhústexti Shakespeares í Romeo+Juliet, og loks sjálf dans- og söngvamyndin Moulin Rouge sem endurvakti heila kvikmyndagrein sem talin var hafa lognast útaf á sjöunda áratugnum. Nýjasta mynd hans, Australia, er engin undantekning. Nicole Kidman leikur Lafði As- hley sem fer frá hefðarsetri sínu í Englandi til Darwin í Norður- Ástralíu í leit að eiginmanni sínum sem hefur orðið altekinn af rekstri kúabúgarðs á sléttunum þar í kring. Leiðsögumaður hennar um þennan nýja heim er Kúrekinn („The Drover“), leikinn af Hugh Jackman. Þau eru ólíklegir föru- nautar í fyrstu, líkt og Bogart og Hepburn í African Queen, en fljót- lega kemur annað í ljós. Við taka ævintýri, örlagaríkar sviptingar, mikill missir, stór ást og loks tækifæri til að höndla hamingjuna. Luhrman hefur gert stórmynd fyrir alla fjölskylduna, í anda gull- aldar Hollywood. Auglýs- ingaspjaldið sýnir þetta með beinni vísun í Gone With the Wind. Sögusviðið víðátta áströlsku óbyggðanna, persónurnar eru stoltar og þóttafullar, og svipting- arnar í lífi þeirra eru miklar – allt frá rekstri 1.500 nautgripa í kappi við tímann til sprengjuárásar Jap- ana á Darwin. Hér er gamaldags melódrama á ferð, og því liggur beint við að spyrja leikstjórann sjálfan að því hvert hann er að fara með því að búa til mynd í þessari gömlu stórmyndahefð. „Allt í menningunni kemur ein- hversstaðar að,“ segir Luhrman. „Maður getur annaðhvort reynt að fela þessar vísanir eða verið op- inskár með þær. Ég hef verið ófeiminn við það af tveimur ástæð- um: Annars vegar, ef þú lítur á plakatið þá er augljóst að hér er ekki raunsæi á ferð. Þetta er lík- ara málverki. Vísunin í plakatinu er til Gone With the Wind, sögu- heims sem dreginn er stórum dráttum þar sem gaman- og harm- leikur fara saman – sú mynd var ekki tekin úti á götu. Þar eru öll baksvið máluð á gler og þau fóru nær aldrei út fyrir hússins dyr. Þessi málaði heimur, þessi ýkti heimur, hann krefst ákveðins myndmáls. Þetta myndmál er sótt í stórmyndahefðina. Í þessu felst að áhorfandinn sem þekkir vís- anirnar verður að velja hvort hann spilar með og lætur hrífast, eða ekki. Ef þú ert fullorðinn kvik- myndaunnandi og vilt finna til- finningalega svörun við þessari mynd þá verður þú að leggja kald- hæðnina frá þér við innganginn. Australia segir í raun opinskátt við áhorfendurna: Ég veit þetta er melódrama, og já það er ýkt, og ég er að spila með ykkur, en ég veit að þið vitið að ég er að spila með ykkur.“ Slegið á kaldhæðnina Luhrman segist reyna að hjálpa áhorfendunum til þess að þeir geti leyft sér innlifunina og tilfinning- arnar. Fyrstu 20 mínúturnar eiga að grafa undan væntingum áhorf- andans, einkum þeirra sem koma Nýjasta kvikmynd ástralska leikstjórans Baz Luhrmans, Australia, er í einu orði sagt „stór- mynd“. Gauti Sigþórsson hitti leikstjórann að máli og spjallaði við hann um kvikmyndina, kvik- myndahefðina og dauða fjölskyldumyndarinnar. Ljót saga Hörmuleg meðferð ástralskra innflytjenda á frumbyggjum Ástralíu fléttast inn í söguþráðinn. Tveir heimar mætast Hefðardaman frá Englandi neyðist til að óhreinka fína kjólinn þegar hún er kvödd til Ástr- alíu til að taka við rekstri nautgripabús. Hún og leiðsögumaður hennar eru ólíklegir förunautar. Stórmynd „Ef þú ert fullorðinn kvikmyndaunnandi og vilt finna tilfinningalega svörun við þessari mynd þá verður þú að leggja kaldhæðnina frá þér við innganginn,“ segir Luhrman. Hann vill að áhorfendur lifi sig inn í heiminn. Óður til fósturjarðarinnar MARK Anthony „Baz“ Luhr- mann fæddist í Sydney í Ástr- alíu hinn 17. september 1962. Móðir hans var danskennari en faðir hans bóndi sem einnig rak bensínstöð og kvikmynda- hús í bænum Herons Creek í Nýju Suður-Wales. Hann er giftur Catherine Martin og saman eiga þau tvö börn. Cat- herine hefur verið framleið- andi að öllum kvikmyndum Luhrmanns til þessa. Kvikmyndir Luhrmanns: Strictly Ballroom (1992) Romeo + Juliet (1996) Moulin Rouge! (2001 Australia (2008). Fyrstu þrjár myndirnar eru iðulega nefndar Rauðu-tjalda þríleikurinn (The Red Curtain Trilogy). Reuters Leikstjórinn Luhrmann fékk um 130 milljónir dala til að gera Australia. Baz Luhrmann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.