Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 55

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 55
Menning 55 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Hafðu samband við skrifstofu Dale Carnegie í síma 555 7080 og fáðu nánari upplýsingar um Næstu kynsló ð 13-15 ára 16-20 ára 21-25 ára www.naestakynslod.is ð Vilt þú... ...vera einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveldara með að eignast vini? ...vera sáttari við sjálfan þig DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina Kynningarfundir verða haldnir: mánudaginn 5.janúar kl.20:00 og miðvikudaginn 7.janúar kl.20:00, Ármúla 11, 3.hæð. Æskilegt að foreldrar mæti með þeim sem fara á námskeið fyrir 13-15 ára. Næstu námskeið hefjast: mánudaginn 12.janúar 13-15 ára, miðvikudaginn 14.janúar 16-20 ára, þriðjudaginn 20.janúar 21-25 ára. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is MEÐ fyrstu vefsíðum sem eitthvað kvað að á netinu var kvikmyndaal- fræðigrunnurinn Internet Movie Database, IMDb.com, sem fór í loftið fyrir rúmum átján árum. Áhugamenn um aðrar listgreinar hafa ekki búið að eins víðtækum grunni, en tónlist- armenn geta þó vel við unað með AllMusic.com. Amazon eignaðist IMDb fyrir áratug og hefur nú sett af stað vefsetur fyrir tónlistar- áhugamenn. SoundUnwound, http://www.so- undunwound.com/, er vefsíða sem IMDb og Amazon eru að hrinda úr vör um þessar mundir (notar líka upplýsingar frá Musicbrainz). Á þeim vef, sem verður skrifaður af not- endum að mestu leyti, er fyrirhugað að hægt verði að sjá hljómsveitasögu á einfaldan hátt, til að mynda lista yf- ir mannaskipti og hvað viðkomandi gerði fyrir eða eftir að hann var með í tiltekinni hljómsveit, hvaða plötum hann hefur komið að hvort sem það er sem flytjandi eða lagasmiður og svo má telja. Einnig verður þar, að sögn, hægt að sjá tengsl útgáfufyr- irtækja, hvaða „óháð“ útgáfufyr- irtæki hvert risafyrirtæki á, gagn- virka útgáfulista, lesa æviágrip hljómsveita og tónlistarmanna al- mennt, skoða myndbönd og svo má telja. Tónlistarsöluvefur Höfuðtilgangurinn er eðlilega að selja tónlist og þá í gegnum Amazon, hvort sem menn vilja kaupa diska eða tónlist á stafrænu sniði, en einnig dugir síðan býsna vel til að finna tón- list sem líklegt er að falli í kramið. Þannig geta unnendur Sigur Rósar komist að því að þeir muni líklega líka kunna að meta múm, Radiohead, A.R. Rahman, Sunny Day Real Es- tate (!), Björk, This Will Destroy You, Mogwai, Explosions in the Sky, Ok- kervil River og Hot Chip. Á síðu sveitarinnar hjá Sound- Unwound kemur einnig fram að Sig- ur Rós spili síðrokk / tilraunakennt jaðarrokk með skvettu af drauma- poppi, barrokkpoppi og sveimtónlist. Aðrar sveitir sem falli að þeirri lýs- ingur séu svo Amiina, Explosions in the Sky, Thee Silver Mt. Zion Me- morial Orchestra & Tra-La-La Band, Brian Cram og Tamara Williamson. Lesendur skrifa Ef einhver er ósáttur við þessa lýs- ingu getur hann svo einhent sér í að breyta henni, leiðrétta eða eyðileggja, eftir því hvernig á það er litið. Allar breytingar eru svo bornar undir menn og samþykktar eða þeim hafn- að (sem kemur í veg fyrir leiðindi þegar emo-liðið fer að kljást við me- tal-hausana). Eftir því sem fleiri breytingar eru samþykktar þokast maður svo upp ritstjóralistann og notendanöfn tíu öflugustu birtast á forsíðu vefsins. Það þarf þó talsvert átak til að ná þangað því sú sem flest- ar breytingar hefur gert, „Brigid“, hefur skilað 36.491 breytingu og er með 95,7% skor (samþykktar breyt- ingar). (VinZ er í öðru sæti með „að- eins“ 19.537 breytingar og skor upp á 98,1%.) Ekki fer á milli mála að Sound- Unwound er aðallega stefnt gegn Allmusic.com, sem hefur verið helsta upplýsingalind fyrir tónlistargrúsk- ara á netinu, en reynslan af Wiki- pedia sýnir að gagnagrunnur sem al- menningur skrifar er ekki endilega síðri grunnur. Fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst með SoundUnwound og eflaust á eftir að spretta skemmti- legur tónlistarstefnukrytur manna á milli því de gustibus non est disput- andum, eins og maðurinn sagði. VEFSÍÐA VIKUNNAR» Alþýðleg tónlistarfræði Sölumennska SoundUnwound vill verða vettvangur fyrir al- þýðleg tónlistarfræði. TOM Cruise segir að börnin sín þurfi að hafa fyr- ir því að fá hlut- verk í kvikmynd- um. Hann segist ekki hafa kippt í neina spotta til að Connor, 13 ára ættleiddur sonur þeirra Nicole Kidman fengi hlutverk í kvik- myndinni Seven Pounds, þar sem Will Smith leikur aðalhlutverkið. „Börnin verða að verðskulda þetta,“ segir Cruise og bætir við að þeir Smith hafi gengið stressaðir um gólf fyrir utan herbergið þar sem Connor þreytti leikprufuna – þeir hefðu ekki haft áhrif á útkomuna. Hann bætti við að börn þeirra græddu á uppeldinu, ef þau vildu leggja leikinn fyrir sig. „Þau eru alltaf í kvikmyndaverum. Katie er leikkona,“ segir hann um núverandi eiginkonu, Katie Holmes, „og hún heldur á Suri dóttur okkar á sviðinu þar sem hún er með öðrum leikurum að æfa línurnar sínar. En börnin gera það sem þau vilja gera.“ Cruise kippti ekki í spotta Mæðginin Nicole Kidman og Connor. Hann leikur á móti Will Smith.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.