Morgunblaðið - 07.01.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.01.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 FORSETI borgarstjórnar og for- maður borgarráðs segjast ekki vita til þess að skiptar skoðanir séu á meðal borgarfulltrúa meirihlutans um þátttöku borgarinnar í yfirtöku á byggingu tónlistar- og ráðstefnu- húss. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hafa rætt málið. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, vildi í gær ekki lýsa afstöðu sinni til málsins, á meðan það væri undirbúið. Hann sagði að ganga þyrfti frá flóknum samningum og að miklir fjármunir væru í húfi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- seti borgarstjórnar, sagði að málið hefði verið lítillega rætt. „Ég hef ekki tekið afgerandi afstöðu, þarf að fá betri upplýsingar áður,“ sagði Vil- hjálmur. Hann sagðist til dæmis hafa óskað eftir upplýsingum um hvað það muni kosta að fresta fram- kvæmdum um tiltekinn tíma. „Mér finnst það ekki góður kostur en við erum í erfiðu ástandi og verð- um líka að horfa til þess. Þetta eru miklir fjármunir,“ sagði Vilhjálmur. Þá sagði hann nauðsynlegt að hafa á borðinu kjör á láni sem hugsanlega yrði tekið til framkvæmdarinnar og með hvaða hætti ætti að reka húsið þegar þar að kæmi. helgi@mbl.is Óskað eftir upp- lýsingum Flóknir samningar og miklir fjármunir í húfi SAMNINGUR sem fyrri eigendur Portusar gerðu við ÍAV þegar fyr- irtækið var keypt út úr félaginu virð- ist vera að trufla samninga um yf- irtöku ríkis og borgar á verkefninu. Stefán Hermannsson segir að málið snúi ekki að Austurhöfn. Hann telur líkur á að hægt verði að leysa hnútinn. Samið var um að ÍAV annaðist byggingarstjórn á flestum lóðunum við Austurhöfn og telur fyrirtækið að mikil verðmæti felist í því. Nú vill Landsbankinn fella ákvæðið út, væntanlega til að geta selt lóðirnar kvaðalaust síðar. Vilja kvaða- lausar lóðir Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is ÓLAFUR Elíasson myndlist- armaður segir mikið í húfi varðandi framtíð Tónlistarhússins ef ekki tekst að halda byggingu þess áfram núna. „Við megum ekki gleyma ástæðunum fyrir því að upphaflega var ráðist í þessa framkvæmd. Ástæðurnar voru brýn þörf fyrir menningar- og tónlistarhús í Reykjavík. Umræðan núna er flók- in, en upphafsforsendur voru í hnot- skurn þær að fyrir lá vilji til að koma tónlistarheiminum á Íslandi upp á næsta stig framþróunar og þroska. Sú ótrúlega tónlistarsena sem þrífst á Íslandi átti að fá griða- stað fyrir margbrotna og fram- sækna starfsemi. Þetta var útgangs- punkturinn á þeim tíma sem útboðið átti sér stað.“ Húsið átti að þjóna hlutverki sínu bæði í blíðu og stríðu Ólafur telur ríka ástæðu til að leggja áherslu á upphafsforsendur á þeim erfiðu tímum sem nú ríkja. „Er menn vinna sig út úr erfiðleikum á borð við þá sem Íslendingar glíma við núna, kemur alltaf að þeim punkti er þeir finna fyrir þreytu. Og þá er hættan sú að yfirsýnin glatist; tilfinningin fyrir stóru myndinni. Við megum ekki gleyma að áætlanir sem við lögðum upp með fyrir 5 ár- um voru ekki hugsaðar til skamms tíma. Þær gengu þvert á móti út á verkefni sem átti sér langa framtíð – byggingu sem væri í notkun næstu 50 árin. Tónlistarhúsið átti ekki bara að þjóna í góðæri, heldur einnig í blíðu og stríðu; við allar þær kring- umstæður sem íslenskt tónlistarlíf þarf að glíma við um ófyrirsjánalega framtíð. Það er einungis sanngjarnt að halda því á lofti að íslenskt tónlistar- líf og íslensk þjóð hefur mjög lengi saknað tónlistarhúss. Nú er það loks í uppsiglingu, en þá eru allir svo uppteknir af því að leysa fjárhags- vanda þjóðarinnar að þeir hafa glat- að sýn á heildarmyndina. Undir slík- um kringumstæðum hættir mönnum til að gera málamiðl- anir.“ Ljóst er að Ólafur leggur ríka áherslu á að ekki sé slakað á kröfum varðandi húsið. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir nauð- syn þess að endurmeta forsendur í svona árferði,“ segir hann. „En nið- urstaða mín er samt sem áður sú að það eru ekki aðilarnir sem standa að byggingunni sem skipta höfuðmáli; hvorki Landsbankinn, Portus, arki- tektar, ríki eða borg, né hvort þetta er einkaframkvæmd eða opinber. Það sem skiptir máli er hvort ís- lenska þjóðin fær sitt tónlistarhús eins og sátt náðist um eftir mikið þref. Ef þjóðin fær húsið skiptir hana minnstu máli hver byggði það. Hér kemur því til kasta stjórnmála- mannanna; það er þeirra skylda að hugsa fyrir þörfum þjóðarinnar. Ekki bara að velta því fyrir sér hversu erfitt er að leysa úr ágrein- ingi og erfiðleikum við framhald byggingarframkvæmdarinnar. Í rauninni finnst mér við eiga að spyrja okkur hvers vegna við séum að byggja slíkt hús, en ekki bara hvernig við förum að því að byggja það.“ Húsið þáttur í samfélagsþróun Hlutverk hússins má ekki gleym- ast í umræðunni um framkvæmdina. Ólafur segir það ekki byggt til þess eins að vera táknmynd eða auglýs- ing fyrir borgina eða landið. „Það er ekki bara ímynd í markaðs- eða sölumennsku. Það er byggt til að miðla tónlist – til að örva menning- arlífið. Húsið hefur alla burði til að verða kveikjan að nýsköpun af öllu tagi í tónlistarheiminum innan lands sem utan. Vera hvatning er komandi kynslóðir þrífast á; farvegur nýs hljóms, nýrrar þróunar. Tónlistar- húsið er ekki bara „hlutur“ heldur þáttur í stærri samfélagsstrúktúr, í þróun og uppbyggingu menntunar, skólakerfisins, listrænnar sköpunar – það er farvegur fyrir þekkingu og hugmyndir.“ Jafnvel þótt húsið kosti sitt þá hafa samningar verið hagstæðir að mati Ólafs. „Byggingar sem eru ein- stakar hvað arkitektúr og hönnun varðar, eru mun dýrari en hefð- bundnar og staðlaðar byggingar. Við vorum því ákaflega heppin í samningum okkar, t.d. við Kínverj- ana sem smíða glerhjúpinn. Verð- tilboð sem við fengum frá evrópsk- um framleiðendum voru langtum hærri. Hingað til hefur verið staðið við allar greiðslur til kínverska framleiðandans, en þar sem gróði hans er nánast enginn, er útilokað að ná fram sama verði seinna ef við rjúfum samningana núna. Við megum ekki gleyma því að hlutar Tónlistarhússins liggja nú þegar tilbúnir í Kína og bíða þess að komast heim til Íslands, á sinn stað í byggingunni. Það væri mikil synd ef þeir rötuðu aldrei heim.“ Hlutar tilbúnir í Kína Ekki spurning um hvernig við byggjum Tónlistarhús heldur hvers vegna Ljósmynd/Studio Ólafur Elíasson Frá framleiðslustað í Kína „Þetta eru einingar í framhliðar húsa eftir ýmsa fræga arkitekta; þeirra á meðal Jean Nouvelle og Norman Foster. Einingar í Tónlistarhúsið standa þarna innan um aðrar, sem virka harla venjulegar í samanburði. Verðið fyrir okkar einingar er þó áþekkt og fyrir hinar sem augljóslega eru þó mun einfaldari í fram- leiðslu,“ segir Ólafur Elíasson. Ólafur Elíasson Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is UNNIÐ er að því að félag í eigu rík- is og Reykjavíkurborgar kaupi Por- tus ehf. til að halda áfram byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Aust- urhöfn Reykjavíkur. Ef til kemur verður tekið lán til framkvæmdar- innar með veði í greiðslum sem ríki og borg hafa þegar skuldbundið sig til að inna af hendi vegna verkefn- isins. Áætlað er að það kosti 12-14 milljarða að ljúka byggingunni. Hinn kosturinn er að hætta fram- kvæmdum og taka þráðinn upp aftur eftir nokkur ár en við það rofna allir samningar milli eigenda og við verk- taka og kostnaður verður mun meiri. Grundvöllur byggingar tónlistar- og ráðstefnuhúss er að ríki og borg hafa skuldbundið sig til að greiða eignarhaldsfélaginu Portusi ehf. fjárfestinguna til baka ásamt rekstr- arstyrk á 35 árum. Íslenskir aðalverktakar hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu sína und- anfarna mánuði og tilkynntu í fyrra- dag um tímabundna frestun vinnu á meðan gengið væri frá fjármögnun. Kaupa eignarhaldsfélögin Unnið hefur verið að yfirtöku ríkis og borgar á verkefninu frá því eftir fall íslensku viðskiptabankanna í október. Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar, sem heldur utan um framkvæmdina fyrir hönd ríkis og borgar, segir að unnið sé að því að koma verkefninu af stað á ný og ljúka byggingu tón- listar- og ráðstefnuhúss án þess að auka framlag eigendanna sem bund- ið er í eldri samningum. „Það hefur verið markmið okkar og við erum ennþá trúaðir á að það geti tekist,“ segir Stefán. Miðað er við að tekið verði lán með veði í þeim greiðslum sem ríki og borg hafa skuldbundið sig til að greiða fyrir mannvirkið og rekstur þess. Miðað við verðlag í októbermánuði verða þær rúmar 800 milljónir kr. á ári. Lausnin sem unnið er að felur það í sér að Austurhöfn eignist Portus ehf. fyrir hönd ríkis og borgar og hlutafé í systurfélaginu Situsi ehf. sem hefur byggingarrétt á þjón- ustulóðunum. Nú þegar hafa verið lagðir um 10 milljarðar kr. í þessi verkefni. Ljóst virðist að ekki eru mikil verðmæti falin í mannvirkj- unum eins og þau standa nú, ef framkvæmdir stöðvast alveg, og að bankinn þurfi því að afskrifa veru- legar fjárhæðir. Reiknað hefur verið út hvað það muni kosta að ljúka byggingu tón- listarhússins og hvað það muni kosta til viðbótar ef framkvæmdum verður hætt og þeim fram haldið síðar. Stef- án segist vilja sýna eigendum fyr- irtækisins útreikningana áður en hann skýri frá þeim opinberlega. Stefán segir að samningarnir verði lagðir fyrir eigendur Aust- urhafnar. „Ég vona að það verði stutt í það en vil ekki spá fyrir um hvað þeir þurfa langan tíma.“ Á að standa undir sér „Það er ekki hugmyndin að húsið endi í fangi opinberra aðila um aldur og ævi heldur er stefnt að því að selja Portus aftur,“ segir Stefán. Viðskiptaáætlunin fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið er í fullu gildi, að sögn Stefáns. Hún gerir ráð fyrir því að reksturinn standi undir sér með útleigu húsnæðis og reksturs, og samningi við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands sem þar fær aðstöðu. Ríki og borg yfirtaki tónlistarhúsið Austurhöfn telur sig geta lokið framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn fyrir þá fjármuni sem ríki og borg hafa þegar skuldbundið sig til að leggja í verkefnið á næstu 35 árum Hver á tónlistarhúsið? Eignarhaldsfélagið Portus ehf. samdi við ríkið og Reykjavíkurborg um að byggja og reka tónlistar- og ráð- stefnuhús við Austurhöfn Reykjavík- ur. Félagið var í eigu Landsbankans og Nýsis. Nú hefur Landsbankinn gamli tekið yfir eignarhlut Nýsis vegna fjárhagsvandræða fyrirtæk- isins og á helming Portusar á móti Nýja Landsbankanum. Hvaða form er á samvinnunni? Húsið er byggt í svokallaðri einka- framkvæmd. Portus átti að fá stofn- kostnaðinn endurgreiddan ásamt styrk til að standa undir rekstri. Greiðslunum átti að dreifa á 35 ár og hefjast á þessu ári. Hvað er Austurhöfn TR ehf.? Félagið hefur það hlutverk að sjá til þess að tónlistar- og ráðstefnuhúsið rísi og komist í rekstur. Ríkið á 54% hlut í félaginu og Reykjavíkurborg af- ganginn, 46%. Hvað með önnur hús á svæðinu? Fyrirhugað var að reisa hótel og við- skiptamiðstöð í tengslum við tónlist- arhúsið og nýjar höfuðstöðvar Landsbankans. Framkvæmdum við öll húsin hefur verið frestað. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.