Morgunblaðið - 07.01.2009, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
E
ftir veikingu krónunnar fyrir
og eftir bankahrunið hefur
færst vaxandi þungi í um-
ræðu um inngöngu í ESB og
upptöku evru. Er það rökstutt með
því að stjórnvöld þurfi að hafa lang-
tímastefnu, sem veki tiltrú jafnt inn-
lendra sem erlendra fjárfesta. Ekki
síst eftir setningu neyðarlaganna,
þar sem margir fjárfestar telja á sér
brotið, og upptöku gjaldeyrishafta.
Í skýrslu Evrópunefndar (2007)
segir: „Raunhæfir kostir Íslands í
peningamálum eru að flestra mati
einungis tveir, annars vegar núver-
andi fyrirkomulag og hins vegar
upptaka evru samhliða aðild að ESB
og EMU [myntbandalagi Evrópu].
Ísland gæti reyndar fræðilega tekið
upp evruna einhliða eða með sér-
stöku samkomulagi við ESB, en báð-
ir þeir kostir verða í reynd að teljast
óraunhæfir.“
Grunnþáttur fullveldis
Til þess að fá að taka upp evru
þurfa ríki fyrst að ganga í ESB. Það
kom fram í máli Jürgens Stark,
stjórnarmanns í Seðlabanka Evr-
ópu, á fundi Viðskiptaráðs í febrúar,
að það er engin tilviljun að sú krafa
er gerð, enda væri aðild að ESB
meira en efnahagsleg ákvörðun.
„Þegar allt kemur til alls, þá er
gjaldmiðill grunnþáttur fullveldis.
Að deila sameiginlegum gjaldmiðli
felur í sér að deila sameiginlegri
pólitískri framtíð.“
Ef ákveðið verður að sækja um
aðild að ESB í vor gera „bjartsýn-
ustu“ menn sér vonir um að Ísland
geti orðið aðildarríki haustið 2011
eða í ársbyrjun 2012, en það gæti þó
hæglega dregist lengur. „Ómögulegt
er að tímasetja það nákvæmlega
hvenær Íslendingar geta tekið upp
evru með aðild að ESB,“ segir Olli
Rehn, framkvæmdastjóri stækk-
unarmála ESB. „Það fer eftir því
hvernig Íslandi gengur að uppfylla
Maastricht-skilyrðin og veltur því
ekki aðeins á ESB heldur einnig á ís-
lenskum stjórnvöldum.“
Um leið og Ísland gengi í ESB
fengi það stöðu „aðildarríkis með
undanþágu“, þar sem það tekur ekki
upp evru við aðild. Eftir að Maas-
trichtsáttmálinn var samþykktur ár-
ið 1992 hvílir þó á öllum nýjum
aðildarríkjum sú „kvöð“ að stefna að
upptöku evru. Verðstöðugleiki verð-
ur grundvallarmarkmið pen-
ingastefnunnar og stefnan í efna-
hags- og gengismálum samræmd
markmiðum ESB.
Næsta skref í átt að evru felst í
samningi um þátttöku í gengis-
samstarfinu ERM II og er umsókn
um þátttöku í því valkvæð. Það er að
minnsta kosti tveggja ára ferli.
Álit Seðlabanka Evrópu vegur
þyngst í þeim samningaviðræðum,
þar sem tekin er ákvörðun um mið-
gengi og vikmörk gjaldmiðils, en
umsóknarríkið og evruríkin koma
einnig að ákvörðuninni. Auðvitað er
mikilvægt að ekki sé hallað á út-
flutningsgreinar með of sterku
gengi, en ef ríki er mjög skuldsett,
eins og í tilfelli Íslands, er mikilvægt
að halda góðu jafnvægi þar á milli. Í
tilfelli Finnlands, sem var í mikilli
efnahagskreppu, var tekið mið af
gengi áranna á undan.
Uppfyllum ekki skilyrðin
Í raun er ERM II fastgengiskerfi,
gjaldmiðillinn er tengdur evru og má
gengið ekki flökta meira en 15% út
frá miðgengi. Seðlabanki Evrópu er
í stuðningshlutverki og grípur inn í
ef gengið er á mörkum þess að
sveiflast meira með samræmdum
aðgerðum ásamt seðlabanka við-
komandi ríkis, en þá er gengið út frá
því að sá seðlabanki hafi þegar beitt
eigin varasjóðum og ríkið hefð-
bundnum efnahagsaðgerðum.
Haldist gjaldmiðill aðildarríkis
ERM II innan vikmarka í tvö ár er
litið svo á að það geti tekið upp evru,
að uppfylltum Maastrichtskilyrðum.
Eystrasaltsríkin og Danmörk eru
nú þátttakendur í ERM II. Eystra-
saltsríkin hafa stefnt að upptöku
evru í nokkur ár, en Danir hafa kosið
að halda dönsku krónunni og láta sér
nægja gengissamstarfið, enda var
upptaka evru felld í þjóðaratkvæða-
greiðslu þar í landi árið 2000. Eru
Danir og Bretar einu þjóðirnar með
undanþágu frá Maastrichtsáttmál-
anum. Búlgaría, Pólland, Rúmenía
og Ungverjaland bíða hins vegar eft-
ir því að skilyrði skapist í efnahags-
lífinu heima fyrir til þess að þau geti
uppfyllt Maastrichtskilyrðin og haf-
ið það ferli sem fylgir evruupptöku,
með þátttöku í ERM II.
Ljóst er að Ísland myndi ekki
uppfylla neitt af skilyrðunum til að
komast inn í myntbandalagið
(EMU) og ætti raunar langt í land
með að ná þeim. Í skilyrðunum felst
að halli á ríkissjóði megi ekki vera
meira en 3% af vergri landsfram-
leiðslu, verðbólga má aðeins vera
1,5% yfir meðaltali lægstu þriggja
evrulanda, langtímavextir ekki
meira en 2% hærri en í þeim ríkjum
sem hafa minnsta verðbólgu og
heildarskuldir ríkissjóðs ekki vera
meiri en 60% af þjóðarframleiðslu.
Síðastnefnda skilyrðið er þó væg-
ast, því þrátt fyrir að kveðið sé á um
að skuldir megi ekki vera meiri en
60% af landsframleiðslu, þá mega
skuldirnar vera meiri ef þær nást
niður á viðunandi hraða. „Skuldirnar
eru það auðveldasta, ef mér leyfist
að orða það svo,“ segir einn viðmæl-
enda í Brussel og tístir í honum. Til
marks um það má nefna að skuldir
hins opinbera voru um og yfir 100% í
Belgíu og Grikklandi þegar þau tóku
upp evru.
„Harkan“ ekki ástæðulaus
Ekki er veittur neinn afsláttur af
hinum skilyrðunum og ekki stendur
heldur til að rýmka skilyrðin til að
greiða götu nýrra aðildarríkja inn í
myntbandalagið. Þvert á móti, Klaus
Regling, sem lét af störfum sem for-
stjóri efnahags- og fjármálasviðs
framkvæmdastjórnar ESB í fyrra,
hefur greint frá því að til standi að
taka upp „enn ítarlegra eftirlit“ með
þeim ríkjum sem sækja um aðild að
myntbandalaginu.
„Harkan“ er ekki ástæðulaus.
Jürgen Stark rökstuddi hana á fundi
Viðskiptaráðs með því að þegar ríki
gengju í myntbandalagið, þá töpuðu
þau möguleikanum til að nota stýri-
vexti til að hafa áhrif á efnahagslífið
og laga samkeppnisstöðu þess. Og
þar sem ákvarðanir í myntbandalag-
inu væru teknar út frá hagsmunum
svæðisins í heild, en ekki staðbundn-
um hagsmunum, þá þyrfti að tryggja
að efnahagur hvers ríkis væri nógu
traustur fyrir myntbandalagið.
Þannig mætti forða því að hætta
skapaðist „á upplausn í aðildarríkinu
sjálfu eða á evrusvæðinu í heild“.
Verðbólgan fyrirstaða
Stærsti þröskuldurinn í upptöku
aðildarríkja evru hefur verið að ná
stöðugleika í gengi og lágri verð-
bólgu. Há verðbólga hefur hindrað
Eystrasaltsríkin síðustu ár í að taka
upp evru, þó að gengissveiflur hafi
ekki verið vandamál, enda eru ríkin
þátttakendur í ERM II. Hefur ESB
verið gagnrýnt fyrir að veita ekki til-
slakanir á skilyrðunum eftir að fór
að þrengjast um á fjármálamörk-
uðum.
Ef dæmi er tekið af Lettlandi er
vandinn að nokkru leyti heima-
tilbúinn og dæmigerður fyrir það
sem gerst hefur í sumum ríkjum við
inngöngu í ESB. Frá því Lettland
varð aðildarríki árið 2004 hafa efna-
hagsskilyrðin batnað verulega með
lægri vöxtum og meiri verðstöð-
ugleika og valdið uppsveiflu í þjóð-
félaginu. Hún ýtti undir launahækk-
anir og neyslu, sem aftur kallaði
fram verðbólgu. Við þessu ástandi
varaði framkvæmdastjórn ESB, það
yrði að ná niður þenslu ef ekki ætti
að koma til harðrar lendingar, en allt
kom fyrir ekki.
Á endanum fór svo að ESB kom
Lettlandi til aðstoðar með láni, en
því fylgja ströng skilyrði. ESB kom
öðru aðildarríki, Ungverjalandi,
einnig til aðstoðar, sem ekki er með
evru. Aðhald hafði skort í ríkisfjár-
málum, fjárlagahalli verið mikill
undanfarin ár og skuldsetning vaxið,
almenningur hafði tekið lán í evrum
og svissneskum frönkum, og þegar
markaðurinn hrundi flúðu fjárfestar
í öruggari gjaldmiðla og skildu eftir
sig sviðna jörð.
Þrátt fyrir að Ísland uppfylli ekki
Maastrichtskilyrðin á þessari
stundu, svo skömmu eftir fall banka-
kerfisins, ráðgerir
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að
stoppað verði upp í hallarekstur
ríkissjóðs á næstu tveimur árum,
verðbólga fari niður í 2% og skuldir
ríkisins verði komnar niður í 92,6%
af landsframleiðslu.
Ef það gengur eftir gæti Ísland
verið á réttri leið til að uppfylla Ma-
astrichtskilyrðin undir lok árs 2011,
að því gefnu að verðbólga haldist 2%
á árunum 2010-13. Ef spár Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins standast gæti það
flýtt fyrir upptöku evru, að því gefnu
að Ísland samþykki aðild að ESB.
Því er haldið fram að umsókn um
aðild að ESB hefði í sjálfu sér já-
kvæð áhrif á trúverðugleika íslensks
efnahagslífs, þótt ekki væri vegna
annars en þess að framtíðarmark-
miðin væru þá skýr. Og eitt er víst,
að skilyrðin sem sett eru í Maas-
tricht eru skynsamleg í sjálfu sér,
hvort sem til stendur að taka upp
evru eða ekki. Enda er þar kveðið á
um litla verðbólgu, lága lang-
tímavexti, lítinn fjárlagahalla og litl-
ar skuldir.
Með hverju borgum við?
Íslenskt efnahagslíf gekk í gegnum miklar hremmingar á liðnu ári og gengi krónunnar hrapaði. Nú er svo kom-
ið að í umfjöllun Matthew Lynn í Bloomberg um stefnur og strauma ársins 2009 segir að slíkir spádómar séu
„álíka áreiðanlegir og gengi íslensku krónunnar/zimbabwíska dollarsins“. Það eru blikur á lofti um allan heim
og Ísland er ekkert eyland í þeim efnum. Engu að síður er vaxandi þungi í umræðunni um upptöku evru með inngöngu í ESB.
Pétur Blöndal rýnir í kosti og galla við þær leiðir sem Íslendingum standa til boða.
Verðstöðugleiki
Verðbólga má ekki vera meira en
1,5% hærri en meðaltal verðbólgu í
þeim þremur löndum ESB sem hafa
minnsta verðbólgu.
Vaxtamunur
Langtímavextir
(nafnvextir langtíma-
skuldabréfa) mega
ekki vera meira en 2%
hærri en langtímavextir
í þeim þremur ESB-
löndum þar sem verðlag er
stöðugast.
Stöðugleiki í gengismálum
Ríki þarf að hafa tekið þátt í gengis-
samstarfi Evrópu (ERM II) í a.m.k.
tvö ár án gengisfellingar og innan
vikmarka, sem nú eru 15%.
Afkoma ríkissjóðs
Halli á rekstri ríkissjóðs má ekki vera
meiri en sem nemur 3% af vergri
landsframleiðslu (VLF). VLF eru
allar tekjur þjóðarinnar á einu
almanaksári, einkum laun, hagn-
aður fyrirtækja og vaxtatekjur.
Skuldir hins opinbera
Heildarskuldir hins opinbera mega
ekki vera meiri en sem nemur 60% af
vergri landsframleiðslu.
Ef skuldahlutfalli er hærra en 60%
þarf það að stefna nægilega hratt að
því marki.
Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku
evru í myntbandalagi Evrópu
Margar fyrirstöður ef þjóðin kýs veginn að evrusvæðinu
Slóvakar veifa fyrstu
evrunum við hraðbanka í
Bratislava, en ríkið fékk
aðild að Myntbandalag-
inu á nýársdag.
Reuters
Leitin að framtíð
Evrópusambandið | Gjaldmiðillinn