Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Lögreglaþurfti fyrirhelgi að
leita manns, sem
gekk laus með
byssu á lofti. Vitað
er til þess að hann hafi einu
sinni hleypt af byssunni. Á
mánudagsmorgun fannst gat
eftir byssukúlu í vegg í leik-
herbergi barnanna í leikskól-
anum Jörfa í Hæðargarði.
Sem betur fer var leikskólinn
lokaður þegar skotið reið af.
Sem betur fer var pilturinn
handtekinn án vandræða.
Þetta atvik vekur hins vegar
til umhugsunar um það, sem
gæti gerst. Í Bandaríkjunum
gerist það allt of oft að menn
gangi berserksgang með skot-
vopn. Slík atvik eru hins vegar
ekki bundin við Vesturheim.
Tvisvar hefur það gerst á
skömmum tíma að í Finnlandi
hafa menn framið hryllileg
óhæfuverk í skólum. Ísland er
ekki einangrað fyrir slíkum
voðaverkum.
Það er því full ástæða til
strangs eftirlits með eig-
endum skotvopna. Dreng-
urinn, sem var handtekinn
fyrir helgi, var með öfluga,
hálfsjálfvirka skammbyssu.
Samkvæmt reglum mega
menn ekki eiga slík skotvopn
nema að uppfylla ströng skil-
yrði. Eigandi þessarar byssu
sem er fyrrverandi lög-
reglumaður virðist ekki hafa
uppfyllt eitt mikilvægasta
skilyrðið. Byssur
skal geyma í læst-
um, sérbúnum
hirslum. Skotfær-
in skulu geymd
annars staðar.
Með einhverjum hætti komst
drengurinn í byssuna og skot-
færin.
Skotvopnaeign er gríð-
arlega mikil á Íslandi. Sem
betur fer kaupa Íslendingar
sér yfirleitt ekki skotvopn til
þess að verja sig líkt og til
dæmis á við um Bandaríkja-
menn. Hér á landi eru skot-
vopn notuð til veiða eða til æf-
inga í skotfimi. Hins vegar eru
skotvopn hættuleg tæki og
geta á sekúndubroti valdið
óbætanlegum skaða, sér-
staklega ef þau lenda í hönd-
um einstaklinga, sem ekki
kunna með þau að fara. Þess
vegna er rétt að í gildi séu
strangar reglur um eign skot-
vopna og í raun er engin
ástæða til þess að fólk hafi
hálfsjálfvirkar byssur á heim-
ilum sínum.
Í Morgunblaðinu í dag er
farið yfir gildandi reglur um
skotvopnaeign og virðast þær
nokkuð víðtækar. Eigi þær
hins vegar að virka verður eft-
irlit að vera strangt, til dæmis
með því að byssueigendur
geymi skotvopn sín með þeim
hætti, sem krafist er. Án slíks
eftirlits og eftirfylgni þegar
úrbóta er þörf eru reglurnar
gagnslausar.
Eigi reglurnar að
virka þarf eftirlit
að vera öflugt}
Skotvopn á glámbekk
Síðasta ár varfyrsta árið
sem enginn mann-
skaði varð á sjó við
Ísland í margar
aldir, hugsanlega
allt frá landnáms-
öld, að því er fram
kom í fréttaskýringu Sig-
tryggs Sigtryggssonar, full-
trúa ritstjóra, hér í blaðinu í
gær.
Langt fram á síðustu öld
voru banaslys á sjó oft fjölda-
mörg á hverju ári. Stjörnurnar
á fánanum, sem stóð í kór
Dómkirkjunnar í sjómanna-
dagsmessum, námu stundum
tugum. Ár, sem líður án þess
að hafið taki nokkurn sjómann
er því merkur áfangi í sögu
sjósóknar á Íslandi.
Hér spilar vafalaust margt
inn í. Ekki fer á milli mála að
Slysavarnaskóli sjómanna,
sem Landsbjörg rekur, hefur
unnið mikið og merkilegt starf
að forvörnum. Jafnframt er
vitund útgerða, skipstjórn-
armanna og sjómanna sjálfra
um slysavarnir og hættur á sjó
miklu meiri en áður var.
Jón Arilíus Ingólfsson, for-
stöðumaður
Rannsóknar-
nefndar sjóslysa,
nefnir fleiri
skýringarþætti í
Morgunblaðinu í
gær. Þar á meðal
eru betri skip og
siglingabúnaður, betri veð-
urspár og -upplýsingar og skil-
virkari miðlun upplýsinga.
Jón nefnir einn þátt, sem
kann að koma á óvart; það er
kvótakerfið. Það hefur breytt
sjósókninni og ekki er nauð-
synlegt að sækja eins stíft og
áður tíðkaðist. Menn geta sótt
sjóinn á dögum, þegar veður-
útlit er gott og óþarft að tefla í
tvísýnu.
Í bættum aðbúnaði og ör-
yggi sjómanna felst ekki sízt
meiri öryggiskennd og hugar-
ró fjölskyldnanna, sem bíða
þeirra heima. Sjómennska
verður aldrei hættulaust starf,
en margt er hægt að gera til að
draga úr hættunum.
Í sjómannadagsmessunum
hefur látinna verið minnzt. Það
er rík ástæða til að þakka
hvern sjómannadag, sem engin
stjarna verður á fánanum.
Sjómennska verður
aldrei hættulaust
starf en margt
má gera til að draga
úr hættunum}
Engin stjarna á fánanum
K
aupþing, Glitnir og Landsbank-
inn, hinar þrjár stoðir íslensks
hagkerfis, hrundu árið 2008.
Allir milljarðarnir eru horfnir.
Nokkrir fóru í John Cleese og
fimmaurabrandarana hans og enn aðrir í
skemmtileg fylleríspartí í útlöndum sem
tryggja átti bönkunum góða ímynd og við-
skiptavild. Allur sá tími og vinna sem fór í að
byggja upp þessi þrjú vörumerki er nú til
einskis. Bankarnir skildu ekkert fag-
urfræðilega vel heppnað eftir sig. Höf-
uðstöðvar Kaupþings, eina stóra byggingin
sem íslenskur banki lét reisa fyrir starfsemi
sína, er ósköp venjulegt skrifstofukumbald í
Borgartúni. Hið eina eftirtektarverða við
bygginguna er diskólýstur foss í anddyrinu; fyrirtaks
kennslubókardæmi um smekkleysi. Landsbankinn ætl-
aði að styrkja tónlistarhús en virðist í staðinn hafa búið
til risa-skúlptúr úr doka-plötum. Það er lítið um áþreif-
anlegar vörður eftir hrun bankanna okkar þriggja.
Mér varð hugsað til þessa vegna þess að Bandaríkja-
menn standa einnig á álíka tímamótum og við Íslend-
ingar. Ekki er ólíklegt að olíukreppan og lánsfjárþurrðin
sem geisað hafa á hagkerfi heimsins undanfarið muni
ganga af bílaiðnaði þeirra dauðum. Risarnir þrír á amer-
ískum bílamarkaði, Chrysler, GM og Ford, ramba á
barmi gjaldþrots, enda ekki skrítið þar sem þessi fyr-
irtæki hafa lesið stöðuna afar vitlaust á undanförnum ár-
um. Í stað þess að leggja áherslu á ódýra og sparneytna
bíla héldu risarnir þrír áfram að dæla út belg-
víðum jepplingum, bensínþyrstum skutlum
og pallbílum sem eru hver öðrum ljótari og
smekklausari.
Ég verð þó einn af þeim sem signa yfir gröf
risanna þriggja með virðingarglampa í aug-
um. Það má vel vera að þeir hafi ekki gert
neitt af viti undanfarin 30 ár en þeir áttu
vissulega sitt blómaskeið. Stundum eyði ég
heilu dögunum fyrir framan tölvuskjáinn og
skoða myndir af amerískum bílum frá 5., 6. og
7. áratugnum. Þeim tíma þegar bifreiðar
náðu nánast fagurfræðilegri fullkomnun:
Chevrolet Bel Air, Plymouth Fury, Cadillac
Eldorado, Ford Mustang. Þessir bílar eru
framlag Ameríku til heimsmenningarinnar.
Ef senda ætti nokkur eintök af mannlegri sköpun út í
geim myndi ég taka polaroid-mynd af píramídunum í
Egyptalandi, nokkur olíumálverk eftir Goya og eina kín-
verska gestaþraut og skella þessu öllu í skottið á gljáandi
bónuðum Lincoln Premiere árgerð 1959 og segja það
gott.
Risarnir þrír munu falla með sæmd. Það er annað en
hægt er að segja um tröllin okkar þrjú Kaupþing, Glitni
og Landsbankann. Þau falla með skömm enda skilja þau
ekkert eftir sig nema rándýrar námsmannalínuauglýs-
ingar og hálfbyggt tónlistarhús. Öllu var sóað. Ekkert
var byggt upp. Meira að segja nasistarnir, siðlausustu
aumingjar veraldarsögunnar, skildu þó eftir sig sæmi-
legt þjóðvegakerfi. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com
Bergur Ebbi
Pistill
Ekkert fyrir barnabörnin
Ein heilbrigðisstofn-
un í hverju umdæmi
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
G
uðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra
kynnir í dag nýjar tillög-
ur um endurskipulagn-
ingu og sameiningu heil-
brigðisstofnana í landinu. Byggja þær
tillögur að mestu á lögum um heil-
brigðisþjónustu sem tóku gildi haustið
2007. Markmiðið er að hagræða í
rekstri stofnananna en hallinn hefur
verið mikill, alls rúmir 2 milljarðar
króna á nýliðnu ári. Auk hagræðingar
er einnig markmiðið að standa vörð
um grunnþjónustu heilsugæslunnar
og bráðaþjónustu sjúkrahúsanna.
Fram kom í nefndaráliti meirihluta
heilbrigðisnefndar Alþingis með fjár-
lagafrumvarpi ársins 2009 að stefnt
væri að einni heilbrigðisstofnun í
hverju heilbrigðisumdæmi á lands-
byggðinni. Gert er ráð fyrir að verk-
efni flytjist á milli stofnana og um-
dæma, en mörk umdæma munu að
langmestu leyti halda sér.
Sameiningum var frestað
Á miðju síðasta ári var gefin út
reglugerð um sameiningu heilbrigð-
isstofnana, sem taka átti gildi núna um
áramótin. Undir nafni Heilbrigð-
isstofnunar Vesturlands áttu að sam-
einast St. Franciskuspítali í Stykk-
ishólmi og heilsugæslustöðvarnar í
Búðardal, Borgarnesi, Grundarfirði og
Ólafsvík. Sameina átti Heilbrigð-
isstofnunina á Blönduósi og Heilbrigð-
isstofnunina á Sauðárkróki og undir
nafni Heilbrigðisstofnunar Dalvíkur-
og Fjallabyggðar átti að sameina
Heilbrigðisstofnunina á Siglufirði og
heilsugæslustöðvarnar á Dalvík og í
Ólafsfirði.
Með breytingu á reglugerðinni, sem
heilbrigðisráðherra gaf út um miðjan
nóvember sl., var þessum samein-
ingum frestað til 1. júlí á þessu ári og
framkvæmdastjórar viðkomandi
stofnana halda störfum sínum um
sinn. Hins vegar tók gildi um áramótin
áður boðuð sameining stofnana á Ísa-
firði og í Bolungarvík undir nafni Heil-
brigðisstofnunar Vestfjarða.
Með fyrirhuguðum tillögum heil-
brigðisráðherra gætu þessar ráðstaf-
anir átt eftir að breytast enn frekar.
Þannig má búast við að heilsugæslu-
stöðin í Vesturbyggð fari undir Heil-
brigðisstofnun Vestfjarða, svo dæmi
sé tekið, og stofnaðar verða tvær nýjar
stofnanir; Heilbrigðisstofnun Norður-
lands á Akureyri og Heilbrigð-
isstofnun Vesturlands á Akranesi.
Fyrir eru starfandi Heilbrigðisstofnun
Austurlands á Egilsstöðum, Heil-
brigðisstofnun Suðurlands á Selfossi
og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í
Reykjanesbæ. Fastlega má gera ráð
fyrir einhverjum breytingum á verk-
efnum þessara stofnana og samsetn-
ingu, sem og fyrirkomulagi heilbrigð-
isþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Má
þar nefna breytingu á St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði, sem vakið hefur við-
brögð.
Stjórnendur heilbrigðisstofnana og
sveitarstjórnarmenn hafa lýst áhyggj-
um sínum af fyrirhuguðum samein-
ingum, í viðræðum við heilbrigðisráð-
herra og embættismenn ráðuneytis-
ins. Þessar áhyggjur komu skýrt fram
í máli formanns byggðaráðs Skaga-
fjarðar, Gunnars Braga Sveinssonar, í
Morgunblaðinu í gær, sem óttast að
stór stofnun eins og fyrirhuguð Heil-
brigðisstofnun Norðurlands, sem næði
allt frá Blönduósi austur á Langanes,
gæti lent í fjársvelti. Hafa Skagfirð-
ingar lýst áhuga á að taka yfir rekstur
Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauð-
árkróki. Fleiri sveitarfélög hafa verið
áhugasöm um að taka yfir heilsugæsl-
una og er þessi áhugi ekki sagður hafa
áhrif á boðaða endurskipulagningu
heilbrigðisstofnana í landinu. Sveit-
arfélög muni þá semja við viðkomandi
heilbrigðisstofnun í sínu umdæmi.
Starfsfólk St. Jósefsspítala –
Sólvangs í Hafnarfirði sendi frá
sér yfirlýsingu í gær þar sem
lýst er megnri óánægju með yf-
irvofandi breytingar á spít-
alanum. Jafnframt eru vinnu-
brögð heilbrigðisráðherra
fordæmd. Samskiptaleysi og
skortur á upplýsingum hafi
skapað óvissu og kvíða um fram-
tíð starfsfólks og skjólstæðinga
þess.
Ragnhildur Jóhannsdóttir
deildarstjóri segir að mikill ótti
og urgur sé í starfsfólki. Það
hafi margsinnis verið óskað eftir
upplýsingum frá ráðuneytinu en
fundum stöðugt verið frestað,
síðast í gær. „Við höfum bara
óstaðfestan orðróm um breyt-
ingar en enginn hefur talað við
okkur. Allir eru í óvissu og
hérna ríkir bæði mikil sorg og
reiði meðal starfsmanna og
skjólstæðinga okkar,“ segir
Ragnhildur við Morgunblaðið.
ÓVISSA HJÁ
ST. JÓSEFS
››