Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 ✝ Sigurður Klem-enzson fæddist 31. ágúst 1926. Hann and- aðist að kvöldi 28. des- ember síðastliðins. Foreldrar hans voru Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 5.5. 1888, d. 14.12. 1977, og Klemenz Jónsson bóndi, skólastjóri og oddviti á Vestri- Skógtjörn, f. 1.4. 1876, d. 16.8. 1955. Systkini Sigurðar voru Jón sjó- maður í Reykjavík, f. 1907, d. 1936, Eggert skipstjóri á Skógtjörn, f. 1909, d. 1987, Guðjón læknir í Keflavíkurhéraði, f. 1911, d. 1987, Guðný Þorbjörg húsfreyja á Hofi á Álftanesi, f. 1912, d. 1991, Sveinbjörn vélstjóri á Sólbarði á Álftanesi, f. 1913, d. 1978, Sig- urfinnur bóndi á Vestri-Skógtjörn, f. 1914, d. 1998, Gunnar stýrimaður í Reykjavík, f. 1916, d. 1941, Guðlaug, húsfreyja í Reykjavík, f. 1918, d. 2006, og Sveinn Helgi bóndi á Tjarn- arbakka á Álftanesi, f. 1921, d. 2002. Sigurður kvæntist 2. apríl 1949 Sigurrós Grímsdóttur, f. 7.12. 1927. Foreldrar hennar voru Grímur grímur, f. 2007. 3) Bertha María sjúkraliði, f. 2.1. 1952, gift Róbert Þórðarsyni vélstjóra, f. 11.10. 1950. Börn þeirra eru: a) Helena Rósa, f. 1970, gift Jóni Garðari Sigurvins- syni, f. 1968. Dætur þeirra eru Sandra Dögg, f. 1987, Unnur María, f. 1990, Bertha María, f. 1993 og Aníta Ósk, f. 2001. b) Þór- unn Svava, f. 1973, sambýlismaður Þórhallur Ágúst Benónýsson, f. 1971. Börn þeirra eru Benóný, f. 1993, Vigdís María, f. 2001 og Ró- bert, f. 2005. 4) Jón Klemenz, f. 19.06. 1962, d. 10.10. 1971. Sigurður ólst upp á Vestri- Skóg- tjörn. Fyrstu búskaparárin bjó hann á Sólbarða og fluttist fjöl- skyldan síðan að Búðarflöt þar sem Sigurrós og Sigurður bjuggu allan sinni búskap, uns þau fluttust að Hrafnistu árið 2004. Sigurður stofnaði ásamt Erlendi Sveinsyni, Steina- og pípugerð Álftaness sem hann tók síðar við rekstri á, ásamt því að stunda hrognkelsaveiðar, bústörf og ýmiss nefndarstörf í þágu sveitafélagsins. Sigurður var virkur félagi í ungmannafélagi Bessastaðarhrepps. Síðustu starfs- árin vann Sigurður hjá Bessa- staðahreppi og gegndi þar ýmsum störfum fyrir sveitarfélagið. Útför Sigurðar fer fram frá Bessastaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kristrúnus Jósefsson járnsmiður, f. 16.9. 1891, d. 10.2. 1961 og Halldóra Jónsdóttir, f. 11.9. 1885, d. 28.3. 1954. Börn Sigurðar og Sigurrósar eru: 1) Gunnar vélstjóri, f. 10.2. 1946, sambýlis- kona Jóna Guðlaugs- dóttir, f. 6.8. 1937. Dóttir Gunnars og Unnar Knudsen, f. 1939 er Rósa Björk, f. 1973, sambýlismaður Ævar Rafn Rafnsson, f. 1958, sonur þeirra er Andri Rafn, f. 2006. 2) Hallgrímur fram- kvæmdastjóri, f. 23.6. 1949, kvænt- ur Sólveigu Einarsdóttir, f. 5.10. 1951. Börn þeirra eru: a) Margrét, f. 1969, gift Ingvari Gissurarsyni, f. 1967. Börn þeirra eru Nicolai Giss- ur, f. 1989 og Íris Dögg, f. 1993. b) Sigurður, f. 1970, dóttir hans er Magnea Arna, f. 2001. c) Sigurrós, f. 1976, sambýlismaður Ingvi Jón- asson, f. 1973. Sonur Sigurrósar og Guðfinns Harðarsonar, f. 1970, er Nökkvi Reyr, f. 1998, synir Sig- urrósar og Ingva Jónassonar eru Jónas Nói, f. 2006 og Högni Hall- Við systur ætlum hér með fáum orðum að minnast afa okkar. En þeg- ar við vorum yngri kölluðum við hann afa alltaf „afi Gosa“, það kom til vegna þess að afi og amma áttu hund sem hét Gosi. Það voru ófá sumrin sem við systur eyddum hjá afa og ömmu, og eitt sinn máttum við velja hvort við færum með mömmu og pabba til sólarlanda eða værum hjá ömmu og afa, auðvitað vildum við frekar vera hjá afa og ömmu þar sem við þekktum hvern króka og kima. Við vorum orðnar mjög heimavanar á Álftanesinu og oft var Rósa Björk frænka einnig á staðnum. Okkur leið mjög vel í sjávarloftinu og fundum okkur ávallt eitthvað skemmtilegt að gera. Við lékum okkur mikið í fjör- unni og biðum gjarnan niðri í fjöru eftir að afi kæmi í land á trillunni sinni. Þetta var mikið ævintýri fyrir okkur, að fá að sitja í traktornum með honum á leiðinni heim, einnig var gaman var að fylgjast með afa þegar hann var að verka grásleppuna og rauðmagann í gamla bragganum við hliðina á Búðarflötinni. Við fórum oft með afa og ömmu í bíltúr og höfum við systur verið að rifja það upp hversu hátíðlegt það var, Bensinn alltaf svo hreinn og fínn og svo var alltaf svo góð lykt í bílnum. Við eigum margar góðar minningar um hann afa okkar, hann var einstak- lega barngóður og hafði gaman af því að fá barnabörnin og langafabörnin í heimsókn. Það var alltaf gott að koma í heimsókn á Búðarflötina og nú síð- ast á Hrafnistu í Hafnafirði. Hann afi átti alltaf sitt fasta sæti í stofunni þar sem hann gat setið og fylgdist vel með öllu sem fram fór. Við kveðjum hann afa okkar með söknuði en vitum þó að nú er hann á góðum stað og líður vel, og nú er hann hjá litla drengnum sínum honum Jóni Klemenz. Elsku amma, guð verði með þér á þessum erfiðu tímum. Helena Rósa Róbertsdóttir og Þórunn Svava Róbertsdóttir. Elsku afi minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Þegar ég hugsa til baka þá situr djúpt eftir minningin um þig á Búð- arflötinni, á Álftanesinu, horfandi út á haf. Þú naust þess afar vel að horfa út um stofugluggann og fylgjast með skipaumferðinni, enda var útsýnið þaðan yndislegt. Aldrei skildi ég þó hvernig þú þekktir öll þessi skip, því fyrir mér voru þau öll eins. En þú þurftir ekki nema rétt líta á þau og þú vissir nákvæmlega hvaða skip það var. Alltaf þótti mér gaman að sjá hvernig andlit þitt ljómaði af ánægju þegar barnabarnabörnin skoppuðu í kringum þig, þú naust þeirra nær- veru svo mikið. Einnig hafðirðu gam- an af dýrunum og það sást vel hvað þú hafðir gaman af því þegar Mar- grét systir kom með einhvern hundanna sinna í heimsókn, þá sá maður þennan ljóma, glampa í augum þínum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Ég trúi að þér líði vel á þeim stað sem þú ert á núna. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Sigurrós Hallgrímsdóttir. Mig langar með fáum orðum að minnast tengdaföður míns sem reyndist mér alltaf vel. Það var fastur liður hjá okkur fjölskyldunni að koma við á Búðarflötinni og fá nýbakaðar kökur, kaffi og spjalla saman um heima og geima. Umræður um sjóinn og veðrið voru einkennandi fyrir okk- ar samræður enda sameiginlegt áhugamál og ósjaldan spurðir þú um aflabrögðin og hvort ég hefði orðið var við einhvern rauðmaga. Síðustu árin höfum við farið marg- ar ökuferðirnar saman í jeppanum þínum þar sem þú fræddir mig um gamla tímann og staðhætti á Álfta- nesi og nágrenni. Ég vil þakka þér fyrir tímann sem við áttum saman. Róbert. Við kveðjum nú Sigurð Klemenz- son, síðastan af hópi systkinanna tíu frá Vestri-Skógtjörn. Siggi Klemm, eins og hann var kallaður, var vel metinn og virkur í samfélagi okkar Álftnesinga. Siggi frændi var yngstur þeirra systkin- anna sem flest byggðu fjölskyldum sínum heimili á æskustöðvunum við Skógtjörnina. Þegar hann byrjaði að búa með Rósu sinni höfðu þau fest kaup á Bíóskála Ungmennafélagsins. Skál- ann, sem upphaflega var braggi á herkampnum á Breiðabólstöðum, fluttu þau að Búðarflöt. Þar bjuggu þau sín fyrstu hjúskaparár og nýttu hluta húsnæðisins sem vinnuaðstöðu fyrir hellusteypu og grásleppuveiði. Þegar fram liðu stundir byggðu þau sér nýtt og fallegt íbúðarhús á sama stað. Siggi var fjölhæfur, duglegur og hugmyndaríkur maður. Hann var al- veg óhræddur við nýjungar og var t.d. einn þeirra fyrstu hér á Álftanesi sem keyptu sér sjónvarp. Mér er minnisstætt þegar hálf ættin okkar safnaðist saman heima hjá þeim Rósu á Búðaflöt við það hátíðlega tækifæri að fyrsta íslenska sjónvarpsútsend- ingin fór í loftið. Sigurður var kosinn í hreppsnefnd og gegndi því starfi um langt árabil. Síðari hluta starfsævi sinnar starfaði hann sem umsjónarmaður sveitarfé- lagsins, sá m.a. um íþróttahúsið, áhaldahúsið, hitaveituna og vatns- veituna. Þá sinnti hann einn þeim störfum sem nú þarf fjölda manns til að vinna. Fjölskyldu Sigurðar Klem- enzsonar votta ég samúð mína um leið og ég kveð þann góða dreng með virðingu og þökk. Kristján Sveinbjörnsson. Elsku langafi, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar með þér og kveðja þig með þessum fallega sálmi Þú, Kristur, ástvin alls, sem lifir, ert enn á meðal vor. Þú ræður mestum mætti yfir og máir dauðans spor. Þú sendir kraft af hæstum hæðum, svo himinvissan kveikir líf í æðum, og dregur heilagt fortjald frá. :,: Oss fegurð himins birtist þá. :,: Þín elska nær til allra manna, þótt efinn haldi þeim, og lætur huldar leiðir kanna að ljóssins dýrðarheim. Vér skulum þínir vottar vera og vitnisburð um stórmerki þín bera, því þú ert eilíf ást og náð :,: og öllum sálum hjálparráð. :,: (Valdimar V. Snævarr.) Benóný, Vigdís María og Róbert. Þeir hverfa nú yfir landamærin hver af öðrum eldri Álftnesingar, sem við örlítið yngri munum þá. Einn þeirra, Sigurður Klemenzson, hefur verið kallaður og jarðsettur í dag, 7. janúar. Ég minnist enn okkar fyrstu kynna þótt liðin séu um það bil 63 til 64 ár síðan. Ég ásamt öðrum álíka patta höfðum „smíðað“ okkur lítinn pramma, sem við fórum með suður á Halakotstjörn og ætluðum að nota hann þar til siglinga. Einn daginn þegar reyna átti fleyið var búið að brjóta það og sökkva því ofan í eina af mógröfunum, sem þar voru. Hugð- umst við nú hafa upp á skemmdar- vargi og eða -vörgum, hittum þá fyrir Sigurð, sem gekkst við verknaðinum. Fátt varð um kveðjur það sinnið. En það skildi ég þó síðar, að hér var ein- ungis um öryggisatriði að ræða af hálfu Sigurðar, vegna enn yngri barna, er þar voru oft að leik á tjarn- arbakkanum og hefðu trúlega haft löngun til að reyna siglingu á þessu „merka skipi“. Þótt þetta atvik hafi alla tíð lifað í minni mínu og sjálfsagt aldrei fyrirgefið, þá hefur það ekki orðið til þess að bera skugga á síðari kynni og vinskap okkar Sigurðar. Um eiginlegan félagsskap á yngri árum var ekki að ræða, enda heil 10 ár sem aðskildu okkur. Á seinni árum áttum við í ýmiskonar samstarfi. Við vorum til að mynda tveir síðustu mó- híkanarnir sem stunduðu grásleppu- veiðar af Álftanesi. Árið 1974 tekur svo Sigurður sæti í hreppsnefnd Bessastaðahrepps og störfuðum við þar saman í tvö kjörtímabil. Á þessu tímabili er uppbygging hreppsins til þéttbýlis rétt komin af stað. Tvö stór verk – fyrir svo lítið byggðarlag – voru þá í farvegi, það voru fyrsti áfangi Álftanesskóla og síðan vænt- anlegar hitaveituframkvæmdir. Ég minnist ávallt jákvæðra viðbragða Sigurðar við þessum, sem og öðrum framkvæmdum, sem til hagsbóta mættu verða fyrir byggðarlagið. Nú þegar Álftanesskóli hafði verið tekinn í notkun, þá losnaði húsrými í gamla Bjarnastaðaskóla og sú ákvörðun þá tekin að nýta það rými undir bráða- birgða félags- og skrifstofuaðstöðu fyrir hreppinn. Við þær smíðar störf- uðu Sigurður og Hafsteinn á Brekku. Oft var gaman að fylgjast með þeim félögum, sjá hvernig eldri hluti efnis var nýttur á ný og var margur boginn naglinn barinn réttur og notaður til festingar á nýjan leik. Hér var gamla samviskusemin að verki. Auk þessa unnu þeir félagarnir við endurbætur á stofnæð hitaveitunnar. Síðar meir varð svo Sigurður verkstjóri við ýmis verk á vegum sveitarfélagsins. Margt kemur í hugann þegar sest er niður, en látum hér staðar numið. Þegar við verðum báðir komnir yfir landamær- in þá er ekki trúlegt að við eigum eftir að setjast að sameiginlegu sveitar- stjórnarborði, en hugsanlega gætum við átt eftir að hittast á nýjum grá- sleppumiðum. Í lok þessara fátæklegu orða vil ég þakka Sigurði Klemenzsyni fyrir öll hans störf í þágu okkar samfélags, einnig ánægjuleg kynni og góðan vin- skap. Megi góður guð gefa að honum vegni vel á nýjum grundum. Ég sendi Rósu eiginkonu Sigurðar, börnum þeirra hjóna og öðrum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur. Einar Ólafsson. Sigurður Klemenzson ✝ Guðrún Jóna Har-aldsdóttir fæddist 4. febrúar 1932. Hún andaðist 27. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Haraldur Jónsson, f. 19.5 1893, d. 27.6. 1977, og Herbjörg Andrésdóttir, f. 20.7. 1906, d. 20.12. 1978. Systkini Guðrúnar eru Ágúst, f. 20.8. 1930, Jón Sigurður, f. 27.5. 1933, d. 7.6. 1933, Guðlaug S., f. 21.5. 1934, Elsa, f. 4.8. 1935, Andrés Eyberg, f. 21.9. 1936, d. 16.2. 1955, Þóra, f. 18.1. 1939, d. 20.6. 1984, Sigurbjörn Gunnar, f. 30.4. 1940, Sigurður, f. 22.12. 1941, Ása Ásthildur, f. 9.1. 1944, Lára Jensína, f. 9.4. 1945, og Sigurdís, f. 24.6. 1948. Guðrún Jóna giftist 17.12. 1966 Einari Guðmundssyni, f. 27.7. 1926. Börn þeirra eru Að- alsteinn, f. 18.5. 1967, og María, f. 27.12. 1971, sambýlismaður Þorsteinn Einarsson, f. 3.6. 1967, sonur þeirra Einar Rökkvi, f. 22.11. 2008. Guðrún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Frænka mín hún Gunna er látin 76 ára. Ég fékk sting fyrir hjartað þegar ég frétti að Gunna frænka væri kom- in á spítala. Eftir stutta sjúkralegu fékk ég fréttina af andláti þínu hinn 27. desember. Mér er minningin um ferðir með þér vestur til Ísafjarðar og í Kvígindisfjörð mjög kær. Gunna var dætrum mínum sem amma og var oft talað um að fara til „ömmu“ og „afa“ á Nýbýlaveginum hjá þeim. Gunnu verður sárt saknað hjá okkur og minning um góða konu stendur eftir. Stutt er síðan Gunna varð amma og finnst mér leitt að Einar Rökkvi fái ekki að njóta „ömmu“ eins og hún Gunna var. Elsku Einar, Steini, Mæja, Þor- steinn og Einar Rökkvi, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þóra Björg Garðarsdóttir. Okkur systkinin langar til að minnast frænku okkar, hennar Guð- rúnar Jónu, sem kvaddi þennan heim rétt fyrir áramótin. Gunna eins hún var ávallt kölluð var stóra systir pabba og gift Einari bróður hennar mömmu. Gunna var næstelst þeirra systkina sem voru tólf að tölu. Í gegnum tíðina höfum við heyrt Gunnu segja okkur ýmsar sögur frá því þegar hún sem ung stúlka þurfti að passa systkini sín og fara í sendi- ferðir fyrir Hebbu ömmu og Harald afa. Einnig koma sögur hennar um vinnuna hjá félagsbókbandinu á hennar yngri árum og frá verunni í húsmæðraskólanum á Ísafirði fram í minningunni. Samheldni fjölskyld- unnar var mikil og í minningunni koma skýrt fram allar samveru- stundir stóru fjölskyldunnar á heim- ili ömmu og afa um helgar þegar við vorum börn. Það var oft glatt á hjalla í sunnudagskaffinu hjá ömmu og afa enda fjölskyldan stór og barnmörg. Kvígindisfjörður var þér alltaf kær, fjörðurinn hans Einars þíns, en þar dvöldum við systkinin oft dögum saman ásamt þér, Einari, Steina og Mæju. Þá var oft glatt á hjalla og ófá prakkarastrikin sem við krakkarnir fundum upp á. Þeim var flestum tek- ið með jafnaðargeði nema þegar við komum með kóngulærnar inn í hús, en þær var þér meinilla við og þá heyrðist í þér elsku frænka. Þú varst ávallt auðfús að spila við okkur krakkana, jafnvel þó að langt væri liðið á kvöldin, og áttir þú alltaf þitt fasta sæti við borðið. Þú varst líka dugleg við útsauminn og erum við ófá frændsystkinin sem eigum frá þér klukkustreng með Mjallhvíti og dvergunum sjö. Í veikindum þínum kom lítill sól- argeisli inn í líf þitt, prinsinn hann Einar Rökkvi, en hann fæddist í nóv- ember, aðeins nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Elsku Einar, Steini, Maja, Þor- steinn og Einar Rökkvi, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Því hamingja þín mælist við það, sem þér er tapað, og þá er lífið fagurt og eftirsóknarvert, ef aldrei hafa fegurri himinstjörnur hrapað en himinstjörnur þær, er þú sjálfur hefur gert. (Tómas Guðmundsson) Með samúðarkveðju, Guðmundur, María, Alda Sigurðarbörn og fjölskyldur. Gunna „amma“ er dáin. Nýbýlavegur 82 var okkur systr- unum sem annað heimili og við kom- um alltaf til Gunnu eftir skóla. Þar var tekið á móti okkur með kostum og hlýju. Við áttum oft erfitt með að skilja af hverju Gunna væri eldri en amma Lauga en samt ekki amma. En Gunna var þá bara amma númer tvö. Einar kom heim í hádegismat ásamt Steina og Bjössa og fengum við að njóta þess er við komum „heim“ til Gunnu úr skóla, heitur matur og veitingar. Heitur matur er nú orðinn sjálfsagður hlutur í skól- um í dag. Einnig var gott að spjalla við Gunnu og fá svör við öllum spurningum okkar, þar komum við ekki að tómum kofunum. Minning um yndislega „ömmu“ og góða konu fylgir okkur systrunum og sendum við Einari og börnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Ósk og Anna Sigríður. Guðrún J. Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.