Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára FOUR CHRISTMASES kl. 8 B.i. 7 ára PRIDE & GLORY kl. 10 B.i. 16 ára YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ THE DAY THE EARTH STOOD STILL kl. 10:20 B.i. 12 ára SKOPPA OG SKRÝTLA Í BÍÓ m/ísl. tali Sýnd fös., lau., og sun. (700 kr.) LEYFÐ BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ YES MAN kl. 8 - 10 B.i. 7 ára MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE SPIRIT kl. 8 - 10 B.i. 12 ára „..BESTA DISNEY-TEIKNIMYNDIN Í ÁRARAÐIR“ L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI - S.V., MBL EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND FÖS., LAU., OG SUN. YRI SÝND Í KEFLAVÍK Vikuferð fyrir tvo til Tenerife á tímabilinu 3. febrúar til 28. apríl. Gisting og hálft fæði á Hotel Costa Adeje Gran, sem er stórglæsilegt 5 stjörnu lúxushótel og eitt af fáum hótelum sem komist hefur í hina frægu bók Leading Hotels of the World. Hótelið er eitt af glæsilegustu hótelum Evrópu og stendur svo sannarlega undir væntingum. Janúarvinningur: Vikuferð fyrir tvo til Tenerife að verðmæti 281.015 kr. Innifalið í verði ferðar: • Flug og flugvallaskattar til Tenerife og aftur til Keflavíkur • Gisting í tvíbýli og hálft fæði á Hotel Costa Adeje Gran • Akstur til og frá flugvelli erlendis Ekki innifalið: • Skoðunarferðir Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 mbl.is/moggaklubburinn 1.vinningurregið 2. anúar Með Moggaklúbbnum til Tenerife á lúxushóteli Morgunblaðið birti tvo listayfir bestu plötur síðastaárs í ársuppgjöri venju samkvæmt. Annars vegar lista yf- ir sígilda tónlist/klassík og hins vegar yfir dægurtónlist/ popp. Besta platan í síðarnefnda flokkn- um var plata Emilíönu Torrini, Me and Armini, en á þeim fyrrnefnda var plata Jóhanns Jóhannssonar, Fordlândia. Í texta með listanum segir: „… samtímatónlist sem tal- ar bæði til hjartans og höfuðsins.“ Og í dómi Orra Harðarsonar um plötuna í blaði gærdagsins segir í niðurlagi: „Fordlândia er frábær vitnisburður um eitt af okkar allra bestu tónskáldum, Jóhann Jó- hannsson.“    Ég veit til þess að mörgum tón-listarunnandanum hefur svelgst á ljúfum kaffisopanum þegar hann hefur séð þetta verk Jóhanns toppa listann yfir klass- ískar plötur ársins. Ástæðan er einföld: Jóhann getur ekki talist „tónskáld“ þar sem hann hefur ekki viðhlítandi grunn. Hann er að upplagi rokkari og það að plata eftir slíkan hafi komist upp fyrir plötur manna eins og Huga Guðmundssonar og Ísafoldar því reginhneyksli. Platan getur hrein- lega ekki verið betri, eðlis síns vegna. Þessar hártoganir eru fasti í umræðum um tónlist, og geta ver- ið stórskemmtilegar. Tvær fylk- ingar takast á, sú sem vill setja alla tónlist í eina bendu og síðan sú sem vill hafa skýr mörk á milli „æðri“ tónlistar og þeirrar „lægri“. Sjálfur hef ég tekið dá- góðar sveiflur í svona umræðum. Og þó að ég myndi aldrei skrifa undir eðlishyggjuna og samþykkja að eitthvað sé til sem er æðra eða lægra eða það sem sumir kalla „góðan smekk“ þá styð ég heils- hugar við svona skiptingu, hvort sem er í umfjöllun eða einhverjum listauppgjörum, þó ekki sé nema upp á praktíkina. Fagurfræðileg skipting gengur ekki upp, að mínu viti, en staðreyndin er einfaldlega sú að flestir fylgjast annaðhvort grannt með poppinu – eða grannt með klassíkinni. Sameiginlegur listi hefði t.d. ekki gagnast nein- um. Flokkanir, eins gaman og mann- skepnan virðist hafa af þeim, eru þó aldrei fullkomnar. Er þetta t.d. einn flokkur: klassík/nútíma- tónlist/skrifuð tónlist? Og er nóg að segja popp eða á dægurtónlist, jafnvel alþýðutónlist, betur við? Og hvað með aumingjans djass- inn? Hann er lævís og á það til að sænga hjá hvorum flokknum sem er! Og alltaf dettur eitthvað á milli þilja. Jóhann hefði þannig al- veg eins getað farið inn á „hinn“ listann. Tónlist hans hefur verið kölluð „post-classical“, þar sem orðið síðklassík fær spánnýja merkingu. Vísað er til þess að iðk- endur sækja innblástur og efni jöfnum höndum í „klassík“ og „popp“ og því ekki nema von að menn séu sífellt að falla á milli þilja! Af öðrum slíkum tónlist- armönnum má nefna Max Richter og Ólaf Arnalds.    Í viðtali við Morgunblaðið í vorsvaraði Jóhann svo þegar hann var spurður út í þessi mál: „Tónlistin virðist annars eina listgreinin þar sem prófgráður skipta einhverju lykilmáli. Það spyr enginn leikstjórann hvort hann hafi farið í kvikmyndaskóla eða rithöfundinn hvort hann hafi lokið bókmenntafræðinámi … Það er virðingarvert þegar fólk leggur á sig margra ára nám til að ná tökum á ákveðinni tækni, en það eitt tryggir ekki að verk viðkom- andi tónskálda hafi eitthvert gildi.“    Lærdómurinn er því þessi: Tón-list er eftir allt saman jú bara tónlist … en samt eiginlega ekki … Hvorum megin sem er? AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Tvær fylkingar tak-ast á, sú sem vill setja alla tónlist í eina bendu og síðan sú sem vill hafa skýr mörk á milli „æðri“ tónlistar og þeirrar „lægri“. Á flugi Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson á tónleikum í Statens Mus- eum í Kaupmannahöfn 14. nóvember síðastliðinn. Klassískur eða ekki?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.