Morgunblaðið - 09.01.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
80%afslætti
valdar vörur á allt að
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
VANSKIL á fasteignasköttum eru að margfald-
ast hjá reykvískum skattgreiðendum, svo mikið að
grípa á til aðgerða með lagasetningu. Þetta kemur
fram í umsögn Kristbjargar Stephensen borgar-
lögmanns til borgarráðs, sem lögð var fram á
fundi ráðsins í gær.
Fjöldi uppboða hefur margfaldast
Nú þegar hefur verið beðið um uppboð á fast-
eignum 400 greiðenda, af 1.500, sem eru í van-
skilum við Reykjavíkurborg með fasteignaskatt
ársins 2007. Ekki nóg með það, heldur segir í um-
sögninni að vanskil um 2.000 skattgreiðenda,
vegna fasteignaskatts fyrir 2008, verði send í inn-
heimtu hjá lögfræðingum í þessum mánuði.
Ef svipað hlutfall fasteigna endar á uppboði
núna og fyrir 2007 má búast við því að rúmlega
530 fasteignir til viðbótar verði seldar ofan af fólki
og fyrirtækjum sem eiga í erfiðleikum út af þessu.
Til samanburðar var aðeins óskað eftir uppboði á
fasteignum 100 greiðenda vegna ársins 2006.
„Það sem við sjáum hér er vaxandi fjöldi mála
sem fer í löginnheimtu og það er mjög líklegt að
það verði vaxandi fjöldi mála sem fer í uppboð.
Það er ástæðan fyrir því að þessi tillaga er lögð
fram,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson, fjármála-
stjóri Reykjavíkurborgar.
Svigrúm aukið um tvö ár
Nú er í meðferð samgöngunefndar Alþingis
frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga. Tillaga borgarlögmanns felur í sér
að fasteignaskattar fyrir árin 2007 og 2008 verði
teknir með í því frumvarpi, og sveitarfélögum
þannig gert auðveldara að veita fólki svigrúm með
erfiðar greiðslur.
Breytingin fælist að sögn Birgis Björns í því að
borgin fengi tryggingu með lögveðsrétti í viðkom-
andi eign til fjögurra ára. Sá réttur er nú til
tveggja ára. Með því að rýmka hann um tvö ár
gæfist sveitarfélögum meira svigrúm til að milda
innheimtuaðgerðir gegn fólki.
Einhugur var um að samþykkja umsögn borg-
arlögmanns og senda til samgöngunefndar, að
sögn Óskars Bergssonar, formanns borgarráðs.
Hundruð eigna enda á uppboðum
Vanskil 2.000 greiðenda fasteignaskatts í Reykjavíkurborg send til innheimtu í þessum mánuði
Talsverð aukning frá innheimtuaðgerðum fyrir árið 2007, þegar 400 sinnum var beðið um uppboð
Morgunblaðið/Ásdís
Fasteignir Margir eiga í greiðsluerfiðleikum.
UM 400 manns
hlýddu á Ólaf
Stefánsson
íþróttamann á
fundi sem Skóla-
skrifstofa Mos-
fellsbæjar stóð
fyrir í Hlégarði í
gærkvöldi.
Kennarar og
annað starfsfólk
leik- og grunnskóla víða af landinu
mætti til að ræða við Ólaf um
kennslu- og uppeldismál, en hann
hyggur á frekara starf í þeim efn-
um, m.a. á vefnum kennsla.is
Fjölmenni á
fundi Ólafs
Ólafur Stefánsson
MARGT bendir
til þess að inflú-
ensa sé að stinga
sér niður á land-
inu. Eitt tilfelli
inflúensu af A-
stofni var stað-
fest í desember
og annað eftir
áramótin.
Að sögn Haraldar Briem sótt-
varnalæknis hefur komum á Lækna-
vaktina fjölgað að undanförnu. Þá
hefur inflúensutilfellum fjölgað í ná-
grannalöndunum. Hins vegar hefur
komum á bráðamóttökur LSH ekki
fjölgað undanfarið, að sögn Har-
aldar, sem bendir til þess að inflú-
ensan sé ekki farin að hafa mikil
áhrif ennþá. Búast megi við því að
hún leggist með auknum þunga á
landsmenn á næstunni. sisi@mbl.is
Inflúensa sting-
ur sér niður
NÝJASTA viðbótin við fjölnotendatölvuleikinn EVE
Online, sem framleiddur er og rekinn af íslenska tölvu-
leikjaframleiðandanum CCP, fer í loftið þann 10. mars
næstkomandi. Viðbótin mun bera nafnið Apocrypha, en
viðbætur EVE bera gjarnan nöfn, sem eiga rætur í
Biblíunni.
Fjöldi breytinga verður gerður á leiknum með út-
gáfu Apocrypha, en mest er spennan meðal spilaranna
sjálfra fyrir nýrri tegund geimskipa. Ólíkt þeim geim-
skipum, sem nú þegar eru í leiknum, býður þessi nýja
tegund upp á að spilarar hanni og setji saman sín eigin
geimskip í takt við þarfir sínar og langanir.
Samhliða útgáfu Apocrypha mun EVE leikurinn loks
fást á ný í verslunum, en ef
horft er framhjá stuttu tíma-
bili árið 2003 hefur EVE ekki
fengist keyptur í verslunum.
Þess í stað hafa spilarar hlað-
ið leiknum niður af vefsíðu
CCP og verður áfram boðið
upp á þá þjónustu. Forsvars-
menn CCP vonast hins vegar til þess að þessi nýja
dreifingarleið opni leikinn fyrir fleiri tölvuleikja-
áhugamönnum. Alls spila um 300.000 manns leikinn, en
skammt er síðan nýtt met var slegið þegar ríflega
45.000 manns spiluðu EVE á sama tíma. bjarni@mbl.is
Enginn samdráttur í sýnd-
arheiminum EVE Online
FUNDUR Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigð-
isráðherra með starfsfólki St. Jósefsspítala stóð fram
undir miðnætti í gærkvöldi, en hann hófst klukkan 21.
Árni Sverrisson, forstjóri spítalans, segir fundinn hafa
farið vel fram en ráðherra hafi þó fengið að heyra mjög
skýrt álit fólks, það hafi tjáð sig mjög sterkt og undir-
strikað hversu mikið því er niðri fyrir vegna þeirrar
ákvörðunar að gerbreyta starfseminni.
Vel var mætt á fundinn, sem var lokaður öðrum en
starfsfólki og ráðherra. Um hundrað manns söfnuðust
saman fyrir utan Sólvang til að sýna samstöðu í verki.
Sagðist fólk ósátt þar sem heilbrigðisþjónusta yrði nú
fjarlægari, fólk missti vinnuna og auk þess væri stór
hluti tækjabúnaðar í spítalanum þangað gefinn af hafn-
firskum félagasamtökum, enda væri spítalinn rótgróin
hafnfirsk stofnun. onundur@mbl.is
Hafnfirðingar fjölmenntu við Sólvang í gærkvöldi
Morgunblaðið/Kristinn
Ráðherra til fundar við starfsfólkið
HJÓLHÝSI og
tjaldvagnar hafa
nú bæst við þau
ökutæki sem
skyld eru til skoð-
unar, samkvæmt
nýrri reglugerð
sem tekur gildi í
dag. Þar má finna
umtalsverðar
breytingar frá
eldri reglum, m.a.
þegar kemur að
tíðni skoðana.
Samkvæmt nýju reglunum breyt-
ist hún þannig að ökutæki verður nú
skoðað fyrst á 4. ári frá skráningu og
síðan á tveggja ára fresti eftir það þar
til ökutækið hefur náð 8 ára aldri, en
eftir það verður skoðun framkvæmd
árlega. Undantekning frá þessu eru
atvinnuökutæki, s.s. vörubifreiðar og
hópbifreiðar, sem áfram þarf að
skoða á hverju ári eins og verið hefur.
Skerpt á reglum
Með breytingunum verður skerpt
á reglum um vegaskoðun stærri öku-
tækja, sem felst í skipulegu eftirliti
skoðunarmanns á vegum úti. Þannig
er stefnt að því að mögulegt verði að
koma auga á ökutæki sem ekki eru
örugg, jafnvel þótt þau hafi verið
skoðuð eins og ráð er fyrir gert.
Þá verður héðan af lagt á van-
rækslugjald, 15.000 kr, sé ökutæki
fært 2 mánuðum of seint til aðalskoð-
unar eða 1 mánuði of seint til endur-
skoðunar. Unnt verður að greiða van-
rækslugjaldið á skoðunarstofu með
greiðslukorti. una@mbl.is
Bílar fyrst
skoðaðir á
fjórða ári
Stór Vörubílar
verða áfram skoð-
aðir árlega.
100
Uppboð vegna vangoldinna
fasteignaskatta ársins 2006
400
Uppboð vegna vangoldinna
fasteignaskatta ársins 2007
530?
Uppboð vegna vanskila 2008, en
hver verður fjöldinn eftir þetta ár?