Morgunblaðið - 09.01.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
á EGLA bréfabindum
50 ára
Vinnustofa SÍBS
Hátúni 10c - S. 562 8500
www.mulalundur.is
489 kr/stk
Gildir út janúar 2009
Tilboð
FLESTIR læknar, þrír skurðlæknar og einn lyflæknir, á
Sjúkrahúsi Suðurnesja eru með iðrasýkingu af völdum
nóróveiru. Af þeim sökum er sjúkrahúsið nú að mestu
lokað og í sóttkví.
Ákveðið var í gær, að lyf- og handlækningadeildin, að-
aldeild sjúkrahússins, yrði lokuð í þrjá sólarhringa með-
an reynt verður að ráða niðurlögum sýkingarinnar og
gilda mjög strangar reglur um umgengni á sjúkrahús-
inu.
Sigurður Þór Sigurðarson, framkvæmdastjóri lækn-
inga á Sjúkrahúsi Suðurnesja, segir, að sýkingin gangi
yfirleitt yfir á tveimur eða þremur dögum hjá heilbrigðu
fólki og hafi ekki nein eftirköst.
Það var í nóvember, sem sóttvarnalækni barst til-
kynning um alvarlegan nóróveikifaraldur á sjúkrahúsi á
Austurlandi en á síðustu árum hefur hann skotið upp
kollinum æ oftar og sett sitt mark á starfsemi margra
deilda sjúkrahúsa og öldrunarstofnana.
Iðrasýking af völdum nóróveiru er afar smitandi og
getur sýkingin varað lengur en ella hjá öldruðu fólki og
langveiku og oft gengið mjög nærri því.
Til að hefta útbreiðslu sýkingarinnar er nauðsynlegt
að grípa til óþægilegra og kostnaðarsamra aðgerða. Til
dæmis þarf að einangra smitað fólk og gæta alveg sér-
staklega að handþvotti, oft með spritti, og öðru hrein-
læti. svs@mbl.is
Í sóttkví vegna iðrasýkingar
Flestir læknar á Sjúkrahúsi Suðurnesja veikir af völdum
nóróveiru sem er mjög vaxandi vandamál hér á landi
SAMSKIPTAVEFURINN Face-
book hefur heldur betur slegið í
gegn hjá Íslendingum og er ekki
ósennilegt að þar stefni í enn eitt
heimsmetið miðað við höfðatölu
eins og Íslendingum einum er lag-
ið.
Vinsældir eru mestar meðal ungs
fólks, því nær allir Íslendingar á
aldrinum 20-29 ára, eða 95,8%, eru
skráðir notendur á Facebook, skv.
samantekt ABS Fjölmiðlahúss.
Allt í allt eru rúmlega 120 þús-
und Íslendingar, sem nemur tæp-
um helmingi þjóðarinnar, með
Facebooksíðu. Minnst er virknin í
hópi 60 ára og eldri en þó nokkur
því alls nota 1.560 Íslendingar á
þessum aldri Facebook, eða 3,1%.
Þá má geta þess að kynjaskiptingin
meðal Íslendinga er 60% konur en
40% karlar. una@mbl.is
Næstum allir
á Facebook
ALLT kapp hefur verið lagt á að ná
fram ásættanlegri tillögu sem hefur
það að markmiði að tryggja bygg-
ingu Tónlistarhússins og ráðstefnu-
miðstöðvarinnar, segir meðal ann-
ars í yfirlýsingu frá Austurhöfn,
NBI og Landsbanka Íslands.
„Allir þeir sem að málinu koma
hafa frá upphafi haft fullan vilja til
að finna því farsæla lausn og unnið
ötullega að framgangi þess á
undanförnum vikum. Lausn máls-
ins hefur dregist sökum umfangs
verkefnisins og flókinna hagsmuna-
tengsla málsaðila.“
Allt kapp
lagt á lausn
FULLT var út úr dyrum á opnum borgarafundi í Iðnó í
gær, þeim sjöunda í röðinni en jafnframt fyrsta á þessu
ári. Umræðuefnið að þessu sinni var mótmæli og borg-
araleg óhlýðni og var talsmönnum lögreglu boðið til
fundarins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var
einnig hvattur til að mæta en hann lét ekki sjá sig.
Frummælendur á fundinum voru Hörður Torfason,
Eva Hauksdóttir aðgerðasinni, grímuklæddur ein-
staklingur sem titlaði sig anarkista og Stefán Eiríksson
lögreglustjóri. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn
mætti einnig til pallborðsins. Fundurinn fór vel fram
og á málefnalegum nótum, þótt nokkuð væri púað und-
ir framsögu Stefáns. „Þeir sem kenna sig við borg-
aralega óhlýðni eða aðgerðasinna eru fullkomlega
meðvitaðir um það að þeir eru að brjóta lög og þar með
fullkomlega meðvitaðir um að það er hlutverk lögreglu
að grípa inn í,“ sagði Stefán meðal annars. Fundinum
lauk að loknum pallborðsumræðum með lófataki gesta.
Borgaraleg óhlýðni rædd í mestu friðsemd
Enn troðfullt á borgarafundi
Morgunblaðið/Kristinn
PRESTSETRIÐ á þeim forna
kirkjustað Stafholti í Borgarfirði
fellur úr ábúð frá og með næstu
mánaðamótum þar sem það telst
vart lengur íbúðarhæft. „Það hefur
komið í ljós og við höfum fengið álit
Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á
því að ekki sé æskilegt að nýta húsið
til íbúðar eins og það er í dag,“ segir
Guðmundur Þór Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.
Sr. Elínborg Sturludóttir sókn-
arprestur tók við Stafholts-
prestakalli síðasta haust en áður
hafði sr. Brynjólfur Gíslason gegnt
embættinu í nærri 40 ár og búið í
Stafholti. Prestsetrið var byggt árið
1938 og hefur verið búið þar síðan en
nú er aldurinn farinn að segja til sín
að sögn Guðmundar. „Þetta er gam-
alt hús, en það er rétt að taka fram
að það hefur verið vel gengið um
húsið alla tíð. En þegar fólk flyst út
eftir svona langan tíma þá kemur
ýmislegt í ljós sem hefur leitt til
þessarar niðurstöðu.“
Má þar nefna óæskilegan raka og
fleira sem rekja má til aldurs húss-
ins. Staðið hefur til um nokkurt
skeið að reisa nýtt íbúðarhús í Staf-
holti og var stefnt að því að bygging
hæfist á þessu ári eða næsta.
Hremmingar
„En svo lendum við í þessum
hremmingum eins og allir aðrir og
höfum orðið að stoppa allar nýfram-
kvæmdir, því miður. Þannig að við
höfum þurft að leita nýrra leiða til að
leysa húsnæðismál prestsins á með-
an,“ segir Guðmundur. Til bráða-
birgða mun sr. Elínborg því flytja í
leiguíbúð í Borgarnesi um næstu
mánaðamót. Guðmundur telur
ósennilegt að ráðist verði í viðgerðir
á gamla prestsetrinu úr þessu.
.una@mbl.is
Prestsetrið
vart íbúð-
arhæft
Flutt úr Stafholti eftir
70 ára búsetusögu
Nærri 1.000 skráðir atvinnu-
lausir það sem af er vikunni
Aldrei áður hafa jafn margir verið skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
ATVINNULEYSI í landinu eykst hröð-
um skrefum. Samkvæmt vef Vinnumála-
stofnunar í gær voru 10.056 skráðir at-
vinnulausir, 6.329 karlar og 3.727 konur.
Aldrei áður hafa jafn margir verið
skráðir atvinnulausir hjá Vinnumála-
stofnun. Áður var mesta skráð atvinnu-
leysi í janúarmánuði árið 1994. Þá voru
9.515 einstaklingar án atvinnu eða 7,7% af
áætluðum mannafla. Meðal ástæðna
þessa mikla atvinnuleysis var sjómanna-
verkfall fyrri hluta janúarmánaðar, en
einnig var mikið atvinnuleysi í verslun og
meðal iðnaðarmanna.
Atvinnuleysi var alls staðar meira hjá
konum heldur en körlum og ástandið var
mun verra á landsbyggðinni en á höfuð-
borgarsvæðinu. Nú hefur þetta snúist við
og fleiri karlar eru án atvinnu en konur.
Á íslenskum vinnumarkaði eru nú um
175 þúsund manns. Samkvæmt því er at-
vinnuleysið nú um 5,7%. Hins vegar er
hluti þeirra, sem eru á skrá hjá Vinnu-
málastofnun á hlutabótum á móti hluta-
starfi, svo raunverulegt hlutfall atvinnu-
lausra er því eitthvað lægra.
Í byrjun vikunnar voru 9.173 skráðir
atvinnulausir og hefur þeim því fjölgað
um 883 það sem af er vikunni. Er þessi
fjölgun með því mesta síðan hrina at-
vinnuleysis hófst í kjölfar bankahrunsins.
Þreföldun frá í október
Hinn 25. nóvember síðastliðinn var
6.441 skráður atvinnulaus hjá Vinnumála-
stofnun. Í október voru 3.106 skráðir án
atvinnu og hefur atvinnuleysið því ríflega
þrefaldast frá því í október.
Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 4.028
karlar og 2.178 konur án atvinnu eða sam-
tals 6.206 manns og 176 manns á Suð-
urnesjum.
EIGENDUR
gjafabréfa eru
aftarlega í röð
kröfuhafa verði
verslun gjald-
þrota, að sögn
Hildigunnar Haf-
steinsdóttur, lög-
fræðings hjá Neytendasamtökunum.
„Um er að ræða almenna kröfu og
það er vonlítið að ná í slíkar kröfur.
Við höfum alltaf hvatt neytendur til
þess að gæta að því að sitja ekki uppi
með gjafabréf. Þeir ættu í staðinn að
kaupa eitthvað sem þá vantar eða
langar í áður en þetta brennur inni
og sérstaklega núna í ljósi efnahags-
ástandsins,“ segir Hildigunnur.
Hún getur þess að við eigenda-
skipti hafi nýir eigendur í ein-
hverjum tilvikum fallist á að greiða
gjafabréf út í einhvern tíma. „Það
fer hins vegar bara eftir samningum
við yfirtöku eða sölu og það er ekki
algilt.“
Hið sama á við um inneignar-
nótur, að sögn Hildigunnar. Segir
hún sjálfsagt að lýsa þeim í þrotabú
gjaldþrota fyrirtækis í samráði við
skiptastjóra þótt vonlítið sé að fá
slíkar kröfur greiddar.
Hætta á að
gjafabréf
brenni inni