Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 6

Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 „ÞETTA hvetur mig til að fara út að skoða fugla að vetrarlagi, þegar minnstar líkur eru á að maður geri það út af skammdeg- inu,“ segir Daní- el Bergmann fuglaljósmyndari sem taldi fugla í Stykkishólmi og Kolgrafarfirði. Hann hefur oft áður tekið þátt í fuglatalningunni sunnanlands enda er það hefð meðal fuglaáhugafólks. Gríðarlega mikið sást af mávi á talningarsvæðunum vestra og öðr- um fiskiætum. Þeir hafa nóg æti því síldin var eins og hráviði á fjör- unni í vestanverðum Kolgrafarfirði og hálfétnar síldar sáust uppi á túnum. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HLÝINDIN að undanförnu og snjó- leysið hefur þau áhrif að fuglarnir dreifast meira og öðruvísi en áður á þessum árstíma. Þannig sáust óvenju fáar tegundir af fuglum og fremur fáir flækingsfuglar í árlegri vetrarfuglatalningu sem Nátt- úrufræðistofnun skipuleggur. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að lítið hefur sést af snjótittlingum í ár. Einnig sáust færri álftir, gæsir og vaðfuglar en venjulega sem og end- ur. Kristinn Haukur Skarphéð- insson, fagsviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun, segir að óvenju lítið hafi sést af svartfuglum, öðrum en teistu, og vanti þá í taln- ingar allt í kringum landið. Telur hann það benda til að æti vanti á grunnslóð og að fuglinn hafi fært sig til. Aftur á móti var meira af ýmsum öðrum sjófuglum. Kristinn segir áberandi hvað margir skarfar sáust og súlur. Þá sáust óvenju margir mávar á sumum svæðum, einkum á Snæfellsnesi þar sem þeir hafa haft mikið æti í síldinni. Við Eyjar byltu háhyrningar sér innan um hundruð súlna sem köstuðu sér í vaðandi síld. Æðurin er algengust fugla á þess- um árstíma, eins og áður. Fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar, að ríflega 50 þúsund fuglar hafi sést. Aðrar helstu tegundir eru svartbak- ur, hvítmáfur, hávella og stokkönd. Sjaldgæfasti fuglinn sem sást er norðmáfur sem hingað hefur flækst frá heimskautalöndum N-Ameríku. Fuglar eru taldir á um 150 stöðum á milli jóla og nýárs. Áhugamenn um allt land koma til liðs við Nátt- úrufræðistofnun við þetta verkefni, sama fólkið ár eftir ár. Sumir hafa unnið að þessu meira en fimmtíu ár. Kristinn Haukur segir að þó að- stæður geti haft áhrif á talningu, eins og gerðist nú, hafi þessi gagna- öflun mikla þýðingu til lengri tíma litið. Hægt sé að sjá hvaða tegundir séu hér yfir veturinn og ráða í þróun stofnstærðar einstaka tegunda sem komi fram á löngum tíma. Hlýindin hafa áhrif á fuglalífið Fáir snjótittlingar sáust í vetrarfugla- talningu en óvenju margir sjófuglar Morgunblaðið/Ómar Talning Óvenju margir mávar sáust á sumum svæðum í vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar að þessu sinni, einnig skarfur og súla. RANNSÓKN banaslyssins á Suður- landsvegi, austan við Selfoss, miðar vel að sögn Elísar Kjartanssonar, yf- irmanns rannsóknardeildar lögregl- unnar á Selfossi. „Það er mikið lagt í rannsóknir þegar banaslys verða,“ segir Elís en lögreglan nýtur m.a. aðstoðar réttarlæknis, verkfræðings og bíltæknisérfræðings. Endanleg niðurstaða er ekki komin en að sögn Elísar eru brotin að tínast saman. „Maður er með mörg járn í eldinum og niðurstöðurnar streyma inn. Við vonumst til að geta lesið úr þeim í næstu viku og fengið góða mynd af því sem gerðist og hvers vegna það gerðist,“ segir hann. Slysið átti sér stað sl. mánudags- morgun þegar sendibifreið keyrði á Guðjón Ægi Sigurjónsson, sem var úti að skokka, með þeim afleiðingum að hann lést. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig ljós end- urkastaðist af fatnaði Guðjóns og hvernig hann sást í myrkri. Mikið áfall fyrir bæjarfélagið Búið er að taka skýrslur af öku- mönnum sem voru á ferð um Suður- landsveg í grennd við slysstaðinn um það leyti sem óhappið átti sér stað. Þá hafa verið teknar skýrslur af mönnunum þremur sem voru í fyrr- nefndri sendibifreið. Guðjón var hæstaréttarlögmaður og fasteignasali og átti að auki sæti í bankaráði Nýja Glitnis. Að sögn El- ísar var andlát Guðjóns mikið áfall fyrir bæjarfélagið og var fjölmennt á bænastund sem haldin var í Sel- fosskirkju daginn eftir slysið. „Það þekktu hann mjög margir vegna fjölskyldu- og ættartengsla og vegna starfa. Hann var vel virkur í öllu; lögmannsstörfum, pólitík, íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hann kom víða við og þekkti marga,“ segir Elís. ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Slys Rannsókn á tildrögum bana- slyssins stendur enn yfir. Rannsókn miðar vel ÞEIR voru vel búnir starfsmenn Orkuveitunnar þegar þeir unnu að því að rétta ljósastaur uppi við Elliðavatn en hann hafði skekkst nokkuð er ekið var á hann. Til þess notuðu þeir vökvaknú- inn kraftakarl, sem virðist vera sérútbúinn til slíkra verka. Það hefur viðrað einstaklega vel til flestra úti- verka að undanförnu, marauð jörð og næstum því sumarhiti á stundum, en á móti kemur, að það hefur rignt meira en góðu hófi gegnir að margra mati. Tíðarfarið veldur því líka, að skammdegismyrkrið er enn svartara en ella og því sakna margir hinnar eiginlegu vetr- arveðráttu, frosts og stillu og birtunnar, sem heiðríkjunni fylgir. Hæðin, sem stýrt hefur veðrakerfunum yfir Norður-Atlantshafi að und- anförnu, er nú eitthvað farin að gefa eftir og því má búast við, að veður fari kólnandi hér. Hlýindi, mild vætutíð en mikið myrkur á miðjum vetri Morgunblaðið/Golli Auðvelt að sinna útiverkum Daníel Bergmann Mikið æti fyrir mávana Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is STARFSMENN Landsbankans í Lúxemborg fréttu eftir óformlegum leiðum í gær að gjaldfella ætti öll lán starfsmanna. Í bréfi sem skiptastjórar bankans póstlögðu í gær stæði að þeir fengju viku til að greiða upp lánin. Starfsmönnunum var öllum sagt upp 12. desember. Fimmtíu voru end- urráðnir til að gera bankann upp. Þegar mest var störfuðu 160 hjá bank- anum en þeir voru rétt ríflega 100 við fall hans í október. Starfsmennirnir hafa krafið skipta- stjóra bankans og endurskoðunarfyr- irtækið Deloitte, sem ráðið var til upp- gjörsins, um upplýsingar um lánaskuldbindingar sínar frá því bankinn féll en engin svör fengið. Þeir sem misstu vinnuna hafa ekki fengið greidd laun frá desemberbyrjun og alls óljóst hvort þeir fá uppsagnar- frestinn greiddan. Þeir sem endur- ráðnir voru hafa aðeins fengið greitt samkvæmt nýjum samningi frá 12. desember. Þeir sem eiga sparifé í bankanum hafa heldur ekki getað tek- ið innlán sín út. Reikningar í bank- anum eru frystir. „Við erum svo reið. Þegar starfs- menn taka lán stendur í samningum að komi til starfsloka verði að borga allt til baka. Fall bankans er ekki okk- ur að kenna og við höfum spurt frá því í október hvað verði um starfsmanna- lánin. Skiptastjórinn og Deloitte hafa sagst ekki vita það,“ segir starfsmað- ur bankans, sem vinnur nú að upp- gjöri hans og vill því ekki koma fram undir nafni. Hann segir vinnubrögðin forkast- anleg. „Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk sem hefur ekki fengið laun greidd fyrir desember og hefur ekki fengið nýja vinnu eða atvinnu- leysisbætur greiði allt að 10 þúsund evrur til baka á einni viku.“ Starfsmaðurinn nefnir dæmi um erlendan starfsfélaga sem leitaði til viðskiptabanka síns um lán en var hafnað þar sem hann væri Lands- bankastarfsmaður. Gjaldfella starfsmannalánin  Starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg fá viku til að endurgreiða starfs- mannalán  Þeir fá ekki greiddan uppsagnarfrest og geta ekki tekið út spariféð Í HNOTSKURN »Í samningi starfsmannastendur að þeir verði að greiða starfsmannalánin upp þegar þeir hætta að vinna í bankanum. » Gríðarleg óánægja er með-al þeirra sem endurráðnir voru til að gera upp bankann þar sem framkoma skiptastjór- anna þykir ómannúðleg. »Tuttugu Íslendingar erumeðal þeirra sem fengu endurráðningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.