Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík
sími 515 5000, www.oddi.is
LÆGRA VERÐ - SÖMU GÆÐI
Hætt að greiða af RÚV
Sveitarfélög og opinberar stofnanir þurfa ekki að greiða nýtt útvarpsgjald Rík-
isútvarpsins. Á Landspítalanum sparast t.d. tæpar fjórar milljónir á breytingunni.
HVORKI sveitarfélög né opinberar stofnanir rík-
isins þurfa að greiða nýtt útvarpsgjald Ríkisút-
varpsins. Taka má sem dæmi að Landspítalinn
greiddi árlega 3,7 milljónir króna í afnotagjöld.
Spítalinn greiddi fullt gjald af fyrsta viðtæki en
hálft af öllum öðrum.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
fjárreiðna og upplýsinga hjá Landspítalanum,
segir þessar tæpu fjórar milljónir aðeins brota-
brot miðað við heildarupphæðina sem þurfi nú að
spara á spítalanum, en honum er gert að skera
niður um 1.740 milljónir króna. Spítalinn greiði nú
hærri fasteignagjöld, svo nemi tugum milljónum
króna. „Margt smátt gerir þó eitt stótt.“
Breytingar á tekjuöflun Ríkisútvarpsins spara
ferðaþjónustufyrirtækjum skildinginn. Til dæmis
greiddu hótel fullt gjald af fyrsta viðtæki en 25%
af öðrum. Erna Hauksdóttir, formaður Samtaka
ferðaþjónustunnar, segir ánægjulegt að fyrirtæk-
in sjái einhvern kostnað lækka á þessum verð-
bólgutímum. „Þetta er eðlilegra gjald vegna þess
að erlendir ferðamenn eru ekki hér á landi til þess
að horfa á sjónvarp.“ Breytingarnar skipti þó ekki
sköpum fyrir fyrirtækin. „En allt telur.“
Allir þeir sem eru yfir sextán ára aldri og að sjö-
tugu og eru yfir skattleysismörkum greiða nýja
útvarpsgjaldið. Þá eiga allir skattskyldir lögaðilar
að greiða gjaldið. Undanskilin álagningu eru dán-
arbú, þrotabú og ýmsir lögaðilar, svo sem félaga-
samtök og sjálfseignarstofnanir sem ekki eru
reknar í hagnaðarskyni. gag@mbl.is
TEYMI frá Alþjóða Rauða krossinum og palestínska
Rauða hálfmánanum fékk í fyrsta sinn í fyrradag leyfi
ísraelska hersins til að senda sjúkrabíla til að vitja fólks í
Zaytun-hverfi Gazaborgar en beðið var um aðstoð þar 3.
janúar vegna sprengjuárásanna.
Starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans fóru
um sundurtætt hverfið og fundu fjögur börn sem biðu við
lík móður sinnar í einu húsanna. Í næstu húsum fannst
einnig fjöldi látinna. Alls voru um 30 særðir fluttir úr
hverfinu.
Flytja varð börnin og hina særðu á ösnum hluta leið-
arinnar því herinn hafði rutt upp hervirkjum allt í kring
og því ekki hægt að koma sjúkrabílunum að. Fjöldi
særðra á þessum slóðum bíður enn aðstoðar.
Rauði krossinn telur ljóst að Ísraelsher hafi í þessu til-
felli brotið gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, og krefst
þess að sjúkrabílar Rauða hálfmánans fái vernd til að
sinna skyldum sínum og leyfi til að aðstoða og leita
særðra borgara á átakasvæðunum, segir í frétt frá Rauða
krossi Íslands.
Hrikaleg aðkoma hjálpar-
liða í Zaytun-hverfi á Gaza
Fundu fjögur börn sem biðu
við lík móður sinnar
ÁLFHEIÐUR
Ingadóttir, þing-
maður Vinstri
grænna, gerði
flestar at-
hugasemdir við
ræður annarra
þingmanna á ný-
liðnu haustþingi.
Samkvæmt yf-
irliti Alþingis
gerði Álfheiður
76 athugasemdir og talaði í 120
mínútur. Þegar við bætast 74 ræð-
ur sem stóðu í 447 mínútur er nið-
urstaðan sú að Álfheiður fór 150
sinnum í ræðustólinn og talaði í
samtals 567 mínútur.
Næstur í röðinni var flokksbróðir
Álfheiðar, Jón Bjarnason, sem
gerði 69 athugasemdir og talaði í
128 mínútur. Þegar við bætast 45
ræður sem stóðu í 429 mínútur ger-
ir það 554 mínútur í ræðustólnum.
Aðrir þingmenn sem gerðu fleiri
en 50 athugasemdir eru Pétur H.
Blöndal (64), Grétar Mar Jónsson
(62), Árni Þór Sigurðsson (58), Árni
Páll Árnason (53), Sturla Böðv-
arsson, forseti Alþingis (52), og Ög-
mundur Jónasson (52). Ræðukóng-
ur haustþingsins, Guðjón Arnar
Kristjánsson, gerði 29 athugasemd-
ir og talaði í 43 mínútur. Þegar við
bætast 54 ræður sem stóðu í 541
mínútu gerir það samtals 584 mín-
útur í ræðustólnum.
Margfaldur ræðukóngur þings-
ins, Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, gerði 44 at-
hugasemdir og talaði í 68 mínútur.
Þegar við bætast 54 ræður sem
stóðu í 469 mínútur gerir það 537
mínútur samtals. sisi@mbl.is
Álfheiður
gerði flestar
athugasemdir
Álfheiður
Ingadóttir
GUÐMUNDUR
Steingrímsson,
varaþingmaður
Samfylking-
arinnar, sem
genginn er í
Framsókn-
arflokkinn,
hyggst tilkynna
Alþingi að hann
taki ekki oftar
sæti á þingi á
kjörtímabilinu. Guðmundur er
fyrsti varaþingmaður Samfylking-
arinnar í Suðvesturkjördæmi, og
hefur þrisvar tekið sæti á Alþingi.
Fyrsti varamaður verður nú
Tryggvi Harðarson. sisi@mbl.is
Tekur ekki
sæti á Alþingi
Guðmundur
Steingrímsson
ALLT fór friðsamlega fram þegar um 300-400
manns mótmæltu fyrir utan sendiráð Bandaríkj-
anna við Laufásveg. Mótmælendur hlýddu á
ræðu Sveins Rúnars Haukssonar, formanns Fé-
lagsins Ísland-Palestína, og í kjölfar ræðunnar
afhenti hann starfsmanni sendiráðsins yfirlýs-
ingu félagsins.
Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Sýnum
samstöðu – Stöðvum fjöldamorðin“ og var stuðn-
ingi Bandaríkjanna við árásir Ísraela á Gaza-
svæðið mótmælt. Eftir um 45 mínútur var farið
að þynnast verulega í hópi mótmælenda.
Um tíu til fimmtán lögreglumenn stóðu vakt-
ina auk öryggisvarða sendiráðsins en ekki þurfti
að beita valdi
Um 300-400 manns mótmæltu við sendiráð Bandaríkjanna
Stuðningi við árásir Ísraela mótmælt
Morgunblaðið/Kristinn
RAUÐI kross Íslands
sendi í gær 10 milljónir
króna til neyðaraðstoðar
Alþjóða Rauða krossins á
Gaza-svæðinu. Rúmar
sex milljónir eru framlag
frá ríkisstjórn Íslands en
tæpar fjórar milljónir úr
hjálparsjóði Rauða
krossins.
Forgangsverkefni Al-
þjóða Rauða krossins í
Palestínu er að aðstoða
sjúkrahús á Gaza-
svæðinu og sjá þeim fyrir
nauðsynlegum birgðum
af lyfjum, blóði og
skurðáhöldum. Pálína
Ásgeirsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, einn
reyndasti sendifulltrúi
Rauða kross Íslands á
átakasvæðum, hefur yf-
irumsjón með heilbrigð-
isverkefni Rauða kross-
ins í Gaza og á Vestur-
bakkanum.
Þrjú læknateymi og
fjórir sjúkrabílar Rauða
hálfmánans í Palestínu
hafa orðið fyrir skotár-
ásum Ísraela meðan þau
voru að sinna útköllum
síðan átökin brutust út
27. desember. Einn sjálf-
boðaliði Rauða hálfmán-
ans lét lífið við hjálpar-
störf sín í byrjun janúar.
10 milljónir til neyðaraðstoðar