Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
Aðrar stofnanir og fleira
sem kemur málinu við
Evruráðið. Þar sitja ráðherrar þeirra
ríkja sem hafa tekið evruna upp.
Evrópudómstóllinn getur dæmt í
öllum málum sem falla undir sameiginlega
löggjöf og reglur sambandsins og ráðleggur
dómstólum aðildarríkjanna. Einn dómari er
skipaður af hverju aðildarríki.
Endurskoðunardómstóllinn
hefur eftirlit með fjárlögum ESB.
Dómstóllinn samþykkti í nóvember
síðastliðnum fjárlög ESB fyrir árið
2007. Þetta er töluverður áfangi fyrir
framkvæmdastjórn ESB því 13 árin
þar á undan hafði dómstóllinn neitað
að skrifa upp á fjárlögin vegna óreiðu
og lélegs eftirlits með útgjöldum.
Framkvæmdastjórnin benti á að um 80%
af útgjöldum væru í umsjón aðildarríkjanna
en endurskoðunardómstóllinn hefur á
hinn bóginn sagt að það sé á ábyrgð
framkvæmdastjórnarinnar að tryggja að
aðildarríkin fari að leikreglum.
Í ákveðnum tilfellum gerði dómstóllinn
engar athugasemdir við fjárlögin 2007, s.s.
við rekstur stofnana sambandsins. Slakar
útboðsreglur og ónógt eftirlit var meðal
þess sem dómstóllinn gagnrýndi. Mistök
hafi verið gerð í um 5% tilvika þegar greitt
var úr sjóðum landbúnaðarstefnunnar, sem
er stærsti einstaki útgjaldalíðurinn, og í
11% útgjalda byggðasjóðanna. Dómstóllinn
tekur fram að mistökin séu ekki endilega
merki um svikastarfsemi heldur að ekki
hafi verið farið eftir reglum um greiðslur, en
reglurnar séu í mörgum tilfellum flóknar.
Efnahags- og félagsmála-
nefndin veitir umsagnir um lagatillögur
framkvæmdastjórnarinnar. Þar sitja um 350
fulltrúar hagsmunasamtaka frá ríkjum ESB.
Malta hefur sex fulltrúa, Ísland fengi líklega
jafnmarga.
Í héraðanefndinni sitja fulltrúar frá
bæjar- og sveitarstjórnum og hafa sama
hlutverk.
Seðlabanki Evrópu ber ábyrgð á
peningamálastefnu á evrusvæðinu. Ísland
fengi strax fulltrúa í bankaráðinu en kæmist
ekki í bankastjórn fyrr en evran yrði tekin
upp hér á landi.
Ísland yrði hluthafi í Fjárfestinga-
banka Evrópu frá upphafi. Fulltrúi
Íslands mun taka sæti í stjórn bankans
og Ísland fær fulltrúa í framkvæmdastjórn
bankans.
Íslenska yrði væntanlega eitt af
opinberum tungumálum
Evrópusambandsins, í það minnsta varð
maltneska eitt af opinberum tungumálum
ESB (maltneska og enska eru opinber
tungumál Möltu). Um þetta yrði þó að semja
í aðildarviðræðum. Í það minnsta yrðu
allar lagagerðir þýddar á íslensku og skjöl
sem ráðherrar fengju í hendur og byggðu
ákvarðanir sínar á. Hvort Íslendingar gætu
talað íslensku á fundum færi væntanlega
eftir því hvort túlkur væri til reiðu. Það hefur
reynst þrautin þyngri að fá nægilega marga
túlka sem geta þýtt í og úr maltnesku til
starfa hjá framkvæmdastjórninni.
svipaðri stöðu og Lettland eftir fall
Sovétríkjanna en gengu ekki inn í
ESB. Þau væru nú í mun verri
stöðu.
Ef Ísland myndi sækja um aðild,
gæti Lettland á einhvern hátt beitt
áhrifum sínum til að Ísland fengi
sem hagstæðastan samning?
„Það fer nú eftir því hvað þið vilj-
ið,“ sagði Popens og brosti.
Ég á nú aðallega við fiskveiðar.
„Við berum sérstakar taugar til
Íslands enda varð það fyrst til að
viðurkenna sjálfstæði okkar árið
1991. Öll skólabörn í Lettlandi læra
þetta. Ef þið næðuð góðum samningi
um fiskveiðar myndum við ekki gera
athugasemdir, þvert á móti, þið eigið
góða vini í Lettlandi. Og við værum
mjög ánægðir ef Ísland sækti um að-
ild og ynni með okkur. Það er líka
betra að vera inni í sambandinu þeg-
ar ákvarðanirnar eru teknar.“
CHRISTIAN LEFFLER starfar hjá
þeirri deild framkvæmdastjórn-
arinnar sem fjallar um samskipti milli
stofnana ESB og almannatengsl.
Hann gengur framkvæmdastjóra
deildarinnar næstur að völdum.
M
orgunblaðið ræddi við hann
fyrir skömmu og spurði
hann m.a. út í Lissabon-
sáttmálann og fyrirhugaða
seinni þjóðaratkvæðagreiðslu Íra um
sáttmálann.
Írar höfnuðu Lissabon-sáttmál-
anum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú á
að bera samninginn undir þá á nýjan
leik. Er þetta ekki
dæmi um að verið
sé að fikta við lýð-
ræðið, svo ekki sé
meira sagt?
„Nei, það er
ekki mitt álit. Ég
geri orð Margot
Wallström [fram-
kvæmdastjóra] að
mínum. Hún var
spurð að því eftir að úrslitin lágu fyrir
hvort ESB tæki ekkert mark á neitun.
Hún sagði að ESB gerði það en í neit-
un fælist engin lausn. Það er mikið til í
þessu. Staðan er sú að 27 þjóðir og
stjórnvöld þeirra verða að finna leiðir
til að vinna saman. Ríkisstjórnirnar
sömdu um sáttmálann og skrifuðu
undir. Síðan þurftu þær að fá hann
samþykktan heima fyrir. Eiginlega
má segja að þetta sé írskt vandamál
því ríkisstjórnin virðist hafa mislesið
almenningsálitið heima fyrir.
En er það eðlilegt að eitt aðild-
arríki hindri óskir 26 aðildarríkja?
Við hefðum líka getað sagt, allt í lagi,
Írar höfnuðu samningnum. Búið mál.
En er það lýðræðislegra? Ekki endi-
lega. Við virðum neitun Íra en við
þurfum líka að skilja hana. Af hverju
hafa þeir áhyggjur? Mislíkar þeim við
ESB? Nei, það er ljóst að samkvæmt
skoðanakönnunum líkar þeim við
veruna í ESB. Þá þarf að spyrja
hvers vegna þeir hafi áhyggjur og
hvort hægt sé að koma til móts við
þær og finna lausnir sem þeir geta
sætt sig við og einnig önnur aðild-
arríki sambandsins. Þetta er ekki
ólýðræðislegt, ég lít svo á að þetta sé
hluti af lýðræðislegum samningum.“
Komið hafi verið til móts við Íra,
breytingar gerðar og þær breytingar
verði væntanlega bornar undir þjóð-
aratkvæði.
Ekki mælikvarði á lýðræði
En Írar eru þeir einu sem kusu um
Lissabon-sáttmálann. Það voru engar
þjóðaratkvæðagreiðslur í öðrum ríkj-
um.
„Nei, en það er ekki þar með sagt
að Írar hafi gert þetta með lýðræð-
islegri hætti en aðrir. Hvert ríki hefur
mismunandi aðferðir. Þýska stjórn-
arskráin leyfir til að mynda ekki þjóð-
aratkvæðagreiðslur. Gerir það
Þýskaland ólýðræðislegt? Nei, ég
held að lýðræðið standi þar hvað
styrkustum fótum.
Í Bretlandi er mikið talað um nauð-
syn þess að halda þjóðaratkvæða-
greiðslu. En sama fólkið og gerir það
vill yfirleitt verja Bretland frá af-
skiptum ESB og talar þá jafnan um
fullveldi þingsins. En bíddu nú við. Ef
þú vilt tryggja fullveldi þingsins,
hvers vegna viltu þjóðaratkvæða-
greiðslu? Í fulltrúalýðræði kjósum við
fulltrúa til að grandskoða flókin mál
og taka um þau ákvarðanir. Mér
finnst þjóðaratkvæðagreiðsla ná-
kvæmlega jafn lýðræðisleg eins og
ákvarðanir sem teknar eru á þjóð-
þingum eftir að málin hafa hlotið ít-
arlega umfjöllum.“
Það er auðvelt að færa rök fyrir því
að Írar hafi haft hag af aðildinni að
ESB. En hvers vegna heldur þú að
þeir hafi sagt nei?
„Þú getur skoðað rannsóknir sem
hafa verið gerðar um það. Eitt var að
þeir vissu ekki mikið um sáttmálann
og nei-herferðin ýtti undir þessa til-
finningu með slagorðinu „Ef þú ekki
veist, segðu nei“ (Dońt know, vote no).
Þetta var í sjálfu sér snjallt slagorð.
Úr því að margir þekktu ekki mál-
efnið, var líka nokkuð um misskilning.
Ef litið er á málefnin þá höfðu margir
áhyggjur af því að breyting yrði á
stöðu Írlands sem hlutlauss lands, að
sáttmálinn hefði áhrif á löggjöf um
fóstureyðingar og af skattlagningu.
Það er auðvitað þverstæðukennt að
þetta hafi verið notað sem ástæða til
að segja nei við Lissabon-sáttmál-
anum því í honum var nákvæmlega
ekkert sem breytti þessum málum.“
Samkvæmt Lissabon-sáttmálanum
væri öllum aðildarríkjum tryggður
einn framkvæmdastjóri [af 27] fram
til 2014 en þá kemur fyrirkomulagið
til endurskoðunar. Leffler bendir á að
samkvæmt Nice-sátttmálanum, sem
nú er í gildi og mun gilda áfram, verði
Lissabon-sáttmálinn ekki sam-
þykktur, sé beinlínis skylda að fækka
framkvæmdastjórum.
Lengri útgáfa af viðtalinu er
á mbl.is/esb
Þverstæðukennd neitun Íra
Ekkert endilega lýðræðislegra að bera nýjan sáttmála ESB undir þjóðaratkvæði
Þjóðaratkvæðagreiðslur bannaðar í Þýskalandi en landið samt mjög lýðræðislegt
Cristoper Leffler
Það kemur í bakið á mönnum
Viðtal við Normund Popens, fasta-
fulltrúa Lettlands gagnvart ESB
mbl.is | Sjónvarp
Eftir að kjósendur í Frakklandi og
Hollandi höfnuðu stjórnarskrár-
sáttmála Evrópusambandsins í
þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2005
var samið um nýjan sáttmála,
Lissabon-sáttmálann.
Það er í valdi aðildarríkjanna að
ákveða hvernig skal staðfesta eða
hafna sáttmálum og aðeins á Ír-
landi er krafa, byggð á dómi Hæsta-
réttar Írlands, um að sáttmálar séu
bornir undir þjóðaratkvæði.
Írar höfnuðu Lissabon-sáttmál-
anum í sumar en skömmu fyrir jól
samdi írska ríkisstjórnin um tiltekin
atriði sem þau telja að hafi átt stóran
þátt í „nei-inu“, m.a. munu aðildarríki
áfram tilefna einn framkvæmda-
stjóra í framkvæmdastjórnina og því
var lýst yfir að ESB færi ekki að
skipta sér af „siðferðilegum“ málum,
s.s. banni við fóstureyðingum og
hjónaböndum samkynhneigðra. Gert
er ráð fyrir að Lissabon-sáttmálinn,
með fyrrnefndum breytingum, verði
aftur borinn undir atkvæði á Írlandi í
haust.
Gagnrýna lýðræðishalla
Gagnrýnendur ESB segja oft að
sambandið sé ólýðræðislegt, m.a.
vegna þess að borgarar ráði engu
um skipan í framkvæmdastjórnina
og almenningur fái sjaldan eða
aldrei tækifæri til að kjósa um sam-
bandið og stefnu þess.
Fylgjendur Lissabon-sáttmálans
hafa á móti m.a. bent á lýðræði
aukist í starfi ESB, m.a. vegna auk-
inna valda Evrópuþingsins. Þar að
auki geri Lissabon-sáttmálinn ráð
fyrir að þjóðþing ríkjanna fái form-
lega aðkomu að lagasetningu ESB,
þó hún sé takmörkuð. ESB þarf nú
að láta þjóðþing vita af því hvaða
lagasetning sé í pípunum og þingin
hafa átta vikur til að koma at-
hugasemdum á framfæri. Ef meiri-
hluti þjóðþinga er andvígur fær
málið sérstaka umfjöllun á Evr-
ópuþinginu og í ráðherraráðinu.
Þingin geta hins vegar ekki stöðvað
lagasetningu, aðeins gefið gula
(eða appelsínugula) spjaldið.
Langvinnar raunir
Lissabon-sáttmálans
Stjórnkerfi og stofnanir | Evrópusambandið