Morgunblaðið - 09.01.2009, Side 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
!
"#$
%
&'(
"
)*
+,
Þetta helst ...
!
!"#" $
-. !//
0 1. 2- 0 1. . 3! 4&54 . 6 . %&&$!'!() *# #
- #
-7 78&
(/! /
&9 ! /
(/1:
;
<1=
! /. >. 5. 7?
! +! ),#&-
@ @ !0 . 15 . .*/0 #
"1!*
/1
' A /
<1
,
BCD,,,,
3
+,B)CEFD
*CCG,B,B
BCD+)EB*
3
G),CC
3
DDG*FG
+DFFBBG
3
3
3
)))),,,,
3
3
+H,,
)HCE
)FHB*
GEH),
)H+F
CDH+,
)DEH,,
DB,H,,
3
))GH*,
)H*F
3
3
3
)+),H,,
3
3
+H)*
BH,,
)FHFG
GCH),
)H++
CGH,,
)G)H,,
DC,H,,
3
))CH*,
)H*G
3
B,HC,
3
)+F,H,,
),H,,
*H,,
&5
/1
3
*
3
G
*B
*
3
)
3
F
))
3
3
3
C
3
3
"
/
G)B,,C
E)B,,C
G)B,,C
E)B,,C
E)B,,C
E)B,,C
B)B,,C
E)B,,C
F,)BB,,E
E)B,,C
E)B,,C
3
B,))B,,E
F),B,,E
E)B,,C
BE))B,,E
+))B,,E
'
'
'
● LÆKKUN hinnar nýju Úrvalsvísitölu
Kauphallarinnar hélt áfram í gær, en
vísitalan lækkaði um 2,58% og endaði í
936,25 stigum. Bréf Össurar hækkuðu
um 0,52%, en mikið munaði um
12,27% lækkun á gengi bréfa Straums-
Burðaráss og 7,91% lækkun á bréfum
Bakkavarar. Velta á skuldabréfamark-
aði nam 9,7 milljörðum króna í gær, en
140 milljónum á hlutabréfamarkaði.
bjarni@mbl.is
Enn lækkar vísitalan
● BRESKA fjár-
málaeftirlitið hefur
hleypt af stokk-
unum vinnuferli
sem gæti orðið til
þess að reglur um
tryggðar sparifjár-
innistæður myndu
taka miklum
breytingum. End-
urskoðunin var ákveðin í kjölfar þess
að núverandi kerfi varð fyrir harðri
gagnrýni þegar Icesave-reikningar
Landsbankans og Kaupþing-Edge fóru
í þrot.
Tilgangurinn er sagður sá að læra
af þeim atburðum sem áttu sér stað í
haust og nota þann lærdóm til að búa
til betra kerfi, en það sem nú er til
staðar. thordur@mbl.is
Breytt vegna Icesave
● INNHEIMTAR tekjur ríkissjóðs námu
393 milljörðum króna fyrstu ellefu
mánuði ársins sem er aukning um rúma
3 milljarða frá sama tíma fyrra árs.
Tekjuáætlun ársins gerði ráð fyrir að
innheimtar tekjur yrðu 398 ma.kr. og
eru þær því um 5 milljörðum undir
áætlun. Greidd gjöld námu á tímabilinu
392,5 milljörðum og hækka um 64,5
milljarða frá fyrra ári eða tæp 20%.
Mest aukning er vegna almannatrygg-
inga- og velferðarmála, 20,1 milljarða
króna. Aukning útgjalda til efnahags-
og atvinnumála nam 13,2 milljörðum
milli ára.
bjarni@mbl.is
Útgjöld ríkissjóðs
jukust mikið í fyrra
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
ÚTLIT er fyrir að ríkissjóður tapi
tugum ef ekki yfir hundrað millj-
örðum króna vegna veðlána sem
Seðlabanki Íslands veitti fjármála-
fyrirtækjum á síðasta ári. Lánin
voru meðal annars veitt gegn veðum
í skuldabréfum gömlu viðskipta-
bankanna, sem alger óvissa er um
hvort eitthvað fæst fyrir í dag.
Um áramótin fékk ríkisstjórnin
heimild til að taka þessi lán yfir af
Seðlabankanum til að bjarga bank-
anum úr erfiðri stöðu sem hefði sett
rekstur hans á hliðina. Um er að
ræða 285 milljarða króna sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins.
Erfitt er að fullyrða hversu mikið
af þessum 285 milljörðum króna
næst til baka. Stærsta einstaka kraf-
an vegna þessara veðlána er á Spari-
sjóðabankann eða um 150 milljarðar
króna. Miðað við stöðu Sparisjóða-
bankans, og í ljósi þess að veð bank-
ans eru í verðlausum bankabréfum,
er ljóst að stór hluti upphæðarinnar
er tapaður fyrir fullt og allt.
Ríkið á kröfu á Straum fjárfest-
ingarbanka, um 40 milljarða króna,
sem bankinn hefur lagt fram full-
nægjandi veð fyrir. Önnur fjármála-
fyrirtæki, Saga Capital, Askar Capi-
tal, SPRON og VBS fjárfestingar-
banki, skulda ríkinu samtals um 45
milljarða króna vegna veðlána.
Samkvæmt fjáraukalögum, sem
samþykkt voru rétt fyrir jól, ber
fjármálaráðuneytinu að annast upp-
gjör þessara krafna „eins og hag-
kvæmast þykir“.
Eins og sjá má á skýringarmynd-
inni jukust þessi veðlán við Seðla-
bankann stórkostlega í fyrra.
Bankastjórar Seðlabankans halda
því fram að bankinn hafi verið að
veita lausafjárfyrirgreiðslu eins og
allir aðrir vestrænir seðlabankar.
Reglur voru rýmkaðar til að auð-
velda fjármálafyrirtækjum þessi
viðskipti. Þeim var svo breytt aftur í
haust þegar í ljóst kom að fram-
kvæmd þeirra var ábótavant.
Milljarðatap á veðlánum
Í HNOTSKURN
»Stóru viðskiptabankarnirnotuðu smærri fjármála-
fyrirtæki til að sækja peninga
í Seðlabankann gegn veðum í
þeirra eigin skuldabréfum.
»Þegar bankarnir félluhafði Seðlabankinn lánað
500 milljarða króna í gegnum
veðlánaviðskipti.
»Eftir að bankarnir féllusitur ríkissjóður uppi með
áhættuna af útlánunum.
$ & $ $ I " $ & $ $ I
*,,
+,,
F,,
B,,
),,
,
Í FEBRÚAR og mars næstkomandi
þarf að greiða háar fjárhæðir í vexti
af ríkisbréfum sem eru að mestu í
eigu erlendra aðila, að því er fram
kemur í fréttabréfi Landsbankans,
Daily Economic Briefing.
Samkvæmt reglum Seðlabankans
um gjaldeyrisviðskipti geta erlendir
eigendur ríkisbréfa ekki fengið þau
greidd út í gjaldeyri. Hins vegar er
leyfilegt að greiða vexti af slíkum
bréfum í gjaldeyri á gjalddaga.
Fyrr í þessari viku voru greiddir 3
milljarðar króna í vexti af 45 millj-
arða króna ríkisbréfum, sem voru
komin á gjalddaga. Þá kemur fram í
fréttabréfi Landsbankans að hinn
28. þessa mánaðar muni þurfa að
greiða 5,6 milljarða í vexti af 40
milljarða ríkisbréfum, að mestu til
erlendra aðila, og svo háar fjárhæðir
í febrúar og mars. gretar@mbl.is
Vaxta-
greiðslur af
ríkisbréfum
Háar greiðslur
í febrúar og mars
MEGINÁSTÆÐA hárra stýrivaxta
hér á landi er veik staða krónunnar
og brýn þörf á að forða henni frá
frekara hruni. Þetta kemur fram í
Morgunkorni Glitnis. Hvenær farið
verður í stýrivaxtalækkun hér á
landi fer að mati Glitnis nær alfarið
eftir því hvernig gengur að ná stöð-
ugleika á gjaldeyrismarkaði og að
fleyta krónunni á ný.
Stýrivextir í Bretlandi voru í gær
lækkaðir um hálfa prósentu, úr
tveimur í eitt og hálft prósent. Þeir
hafa aldrei verið lægri í landinu frá
stofnun Englandsbanka árið 1694.
Tilgangur vaxtalækkunarinnar er
að koma í veg fyrir að láns-
fjárkreppan auki enn þann sam-
drátt sem nú á sér stað í Bretlandi.
Stýrivextir
háðir gengi
Englandsbanki lækk-
ar enn stýrivexti sína
DANSKI bankinn FIH Erhvervsbank mun segja
upp 90-110 starfsmönnum á næstunni en það
svarar til 20-24% af starfsmönnum bankans. Með
þessu móti á að spara allt að 200 milljónir danskra
króna, jafnvirði um 4,8 milljarða íslenskra króna,
á árinu, að því er segir í tilkynningu. Segir þar að
margir þeirra, sem nú verður sagt upp, hafi verið
ráðnir þegar væntingar um bankastarfsemi voru
mun meiri en nú. Gamla Kaupþing er enn skráð fyrir meirihluta hlutabréfa
FIH, en þau bréf voru sett að veði fyrir láni, sem Seðlabanki Íslands veitti
Kaupþingi. Unnið er að sölu á FIH, en kaupandi hefur ekki enn fundist.
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson sögðu sig úr stjórn FIH
um miðjan desember sl. og verður haldinn hluthafafundur 15. janúar þar
sem eftirmenn þeirra verða kosnir. Ekki er vitað hverjir tilnefndir verða af
skilanefnd Kaupþings.
Fjöldauppsagnir hjá FIH
Erhvervsbank
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
YFIRLÝST markmið og metnaður
Björgvins G. Sigurðssonar, við-
skiptaráðherra, er að efla eftirlits-
stofnanir samfélagsins. Þar á með-
al er Fjármálaeftirlitið (FME).
Segir Björgvin að eftirlitið hafi
verið eflt verulega frá því hann
tók við ráðherraembættinu, meðal
annars með stórauknum framlög-
um til þess. Hins vegar hefði þurft
að byrja að efla eftirlitið miklu
fyrr.
„Ég fékk til liðs við mig mjög
öflugan stjórnarformann FME,
Jón Sigurðsson, auk þess sem
tekjustofnar eftirlitsins voru efld-
ir, til að mynda um 52% árið
2007,“ segir Björgvin. „Þá var eft-
irlitið gert samkeppnishæfara um
starfsfólk. Það aukna hlutverk
sem Alþingi fól FME með setn-
ingu neyðarlaganna í októbermán-
uði síðastliðnum, að taka yfir
bankana sem fóru í þrot, kallaði
auðvitað yfir starfsfólkið gríðar-
legt álag. En starsfólkið hefur að
mínu mati unnið frábært starf að
undanförnu við mjög erfiðar að-
stæður.“
Ábyrgð stjórnvalda
Björgvin segir ljóst að margt sé
hægt að læra af falli bankanna.
Eitt af því sé að samstarf milli
stjórnvalda og stofnana, eins og
FME og Seðlabankans, þurfi að
vera öflugra.
„Á bakvið vöxt bankanna var
pólitísk hvatning, sú hvatning að
þeir skyldu fara hærra, hraðar og
lengra. Og það var á ábyrgð
stjórnvalda að eftirlitsstofnanir og
Seðlabankinn fylgdu þar ekki
nægjanlega vel á eftir, og að þær
skyldu ekki efldar til samræmis
við það.
Ég tek undir með formanni
stjórnar FME í viðskiptablaði
Morgunblaðsins í gær, að við það
séu kostir og gallar að Fjármála-
eftirlitið og Seðlabankinn séu að-
skildar stofnanir. Almenna þróun-
in undanfarin ár er að þetta séu
sín stofnunin hvor og það er ekk-
ert sem blasir við að það sé til
bóta að sameina FME og Seðla-
bankann. En það er sjálfsagt að
endurskoða fyrirkomulagið og
ekkert er útilokað í þeim efnum.“
Viðskiptaráðherra segir álag á starfsfólk FME gríðarlegt
Eftirlitið hefði
þurft að efla fyrr
Morgunblaðið/RAX
Ráðherra Björgvin G. Sigurðsson á
fréttamannafundi fyrir nokkru.
● „ÉG hef ekki stórar áhyggjur af
vangaveltum Reuters um að virði
eigna eigenda í Actavis sé lítið sem
ekkert,“ segir Sigurgeir Guðlaugsson
hjá Novator, stærsta eiganda lyfjaris-
ans Actavis. Reuters fréttastofan
greindi frá því í gær að Actavis væri á
leið í söluferli og að ólíklegt væri að
meira fengist fyrir félagið en sem
næmi skuldum félagsins við Deutsche
Bank, en þær eru sagðar vera 669
milljarðar íslenskra króna á núverandi
gengi.
Sigurgeir segir það rangt að Actav-
is sé komið í söluferli og hafnar því að
Deutsche Bank sé að þrýsta á um sölu
félagsins. „Actavis hefur staðið við all-
ar sínar skuldbindingar hingað til og
mun gera það áfram.“ thordur@mbl.is
Segir Actavis ekki
komið í söluferli