Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þær aðgerðir,sem Guð-laugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur ákveðið til að hrinda í fram- kvæmd nauðsynlegum sparnaði í heilbrigðiskerfinu, eru í grundvallaratriðum skyn- samlegar og rétt hugsaðar. Ár- angur þeirra veltur þó að veru- legu leyti á framkvæmdinni. Það liggur fyrir að spara þarf mikla fjármuni í heilbrigð- iskerfinu. Þá er rétt að byrja á því að sameina heilbrigð- isstofnanir, í því skyni að ná fram sparnaði í yfirstjórn og rekstri, í stað þess að skera nið- ur hina eiginlegu heilbrigð- isþjónustu. Rökin fyrir því að sameina heilbrigðisstofnanir eru þau sömu og að sameina lögreglu- embætti í landinu, sem gert var fyrir fáeinum árum og gafst vel. Samgöngur og fjarskipti hafa stórbatnað og gefa kost á að skipuleggja stærri einingar en áður. Hugsunin er sú að fækka fólki, sem situr við skrifborð og sinnir rekstri, en vernda störf þeirra sem sinna borgurunum, efla þjónustuna og auka faglega sérhæfingu með stærri ein- ingum. Það er umdeilanlegt hvernig að þessum ákvörðunum hefur verið staðið. Sjálfsagt hefði mátt hafa meira samráð við stjórnendur og starfsfólk stofn- ananna, sem um ræddi. En þá ber að hafa í huga að þar gætir jafnan hver sinna hags- muna, en heilbrigðis- ráðuneytinu ber að horfa á heildarhag. Viðbrögðin við tillögum um sameiningu stofnana eru iðu- lega þau sömu, sama hvort um er að ræða löggæzluembætti, menntastofnanir eða heilsu- stofnanir; einstök sveitarfélög eða byggðarlög eru gjarnan á móti, að ekki sé talað um starfs- menn stofnananna sjálfra. Þeg- ar lagt er til að skera niður í yf- irstjórn sjá einstök byggðarlög jafnvel fram á að menntað fólk með háar tekjur hverfi á braut. Það eru því skiljanleg viðbrögð út frá hinum staðbundnu hags- munum að leggjast gegn slíkum breytingum. Hins vegar blasir það við að lækka verður kostnað við heil- brigðisþjónustuna eins og alla aðra opinbera þjónustu á næstu árum. Þar munu vafalaust þurfa að koma til enn sárs- aukafyllri aðgerðir. Það er eðli- legt að byrja á því, sem kemur minnst við heilbrigðis- þjónustuna sjálfa. Það væri mikil skammsýni að láta hreppapólitíkina eða þrýsting hagsmunahópa ráða. Það verð- ur að láta reyna á þann ávinn- ing, sem skipulagsbreytingar geta skilað. Láta verður reyna á þann ávinning sem skipulagsbreytingar geta skilað} Ræður hreppapólitíkin? Þrír unglings-piltar voru dæmdir í Héraðs- dómi Suðurlands í fyrradag fyrir að hafa fyrir um ári ráðizt að tólf ára dreng í íþróttahúsi. Tveir héldu honum, sá þriðji sló getn- aðarlim sínum framan í hann. Piltarnir voru dæmdir sekir um kynferðislega áreitni. Refsingu þeirra var frestað, gegn því að þeir haldi skilorð, en þeir voru jafnframt dæmdir til að greiða þolanda árásarinnar miskabæt- ur. Við vörnina í málinu kom fram að þetta athæfi væri al- gengt og alvanalegt og hefði tíðkazt í fjölda ára. Gerðist til dæmis oft í fótbolta með yngri krökkum, í sturtunni í búnings- klefunum í íþróttahúsinu og jafnvel í fjölbrautaskólanum í bænum. Þetta er því miður áreið- anlega rétt, en afsakar ekki með nokkrum hætti hegðunina, sem um ræðir. Og raunar er al- veg fráleitt að bera það fram sem vörn í málinu að slíkt at- hæfi sé „félagslegt fyrirbæri“. Áreitni og árásir af þessu tagi hafa tíðkazt í búnings- og sturtu- klefum lengi. Þeir eldri og sterkari í hópi barna og ung- menna hafa beitt þá yngri og veikari andstyggilegu ofbeldi, sem get- ur oft ekki flokkazt undir neitt annað en kynferðislega áreitni, eins og hún er skilgreind í lög- um. Bullurnar hafa nýtt sér nekt og varnarleysi þeirra, sem ekki hafa getað spornað við of- beldinu. Sem betur fer eru lögin nú til og sumir reiðubúnir að láta reyna á þau, til dæmis dreng- urinn sem í hlut átti á Suður- landi og aðstandendur hans. Nú er eftir að sjá hvort dómi Héraðsdóms Suðurlands verð- ur áfrýjað. Standi þessi nið- urstaða felur hún í sér mik- ilvæg skilaboð til bullnanna í búningsklefunum: Þar á að sýna háttvísi og bera sömu virð- ingu fyrir fólki og annars stað- ar. Kannski væri ekki úr vegi að foreldrar tækju þátt í því með dómskerfinu að útskýra þetta fyrir ungmennum, sem finnst framkoma eins og sú sem dóm- urinn fjallaði um „eðlileg“. Áreitni og ofbeldi hefur lengi við- gengizt í búnings- og sturtuklefunum} Bullur í búningsklefum Þ ó að framtíð sé falin …“ segir í kvæðinu. Sumt er með öllu of- vaxið manns skilningi, til dæmis að alheimurinn eigi eftir að líða undir lok í allsherjarhruni eftir 5 milljarða ára! Áheyranda sem heyrði þessi tíðindi á fyrirlestri varð svo mikið um að hann féll í yfirlið. Þegar tókst að vekja hann til vitundar á ný og hann leiddur í allan sann- leik um að til þessa kæmi ekki fyrr en eftir 5 þúsund milljónir ára létti honum stórum og sagði: „Guð sé lof, mér heyrðist maðurinn segja 5 milljónir …“ Hvað skal segja, háar tölur eru um þessar mundir orðnar að húsgöngum á íslenskum heimilum. Daglega mátum við okkur við skuldabyrði sem enginn virðist geta andað út úr sér hvað er há, hún er bara látin hlaupa á ótilteknum milljörðum … Fræg eru ummæli W. Churchill sem hann viðhafði þegar orustan um Bretland stóð sem hæst: „Aldrei stóðu jafn margir í þakkarskuld við jafn fáa.“ Eft- irmæli bankahrunsins verða að öllum líkindum: „Aldrei hafa jafn fáir steypt jafn mörgum í jafn miklar skuld- ir.“ Það vakti athygli í nýlegu Kastljósi að einn af for- sprökkum íslenska efnahagsfársins aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis svaraði ítrekað: samkeppnin. Það var samkeppnin sem hafði leitt þá í ógöngur, sam- keppnin sem hafði villt þeim sýn, samkeppnin sem hafði látið þá fara fram úr sjálfum sér … „Samkeppni“, „einkavæðing“, þessi fyrr- verandi goð eru nú fallin af stalli og orðin að sökudólgum. En hvað skyldi koma í staðinn? Það gegnir líku með peninga og eldsneyti, þau geta valdið ómældu tjóni ef safnast upp í miklum mæli. Nágranni sem tæki upp á að hamstra bensín, fyllti hjá sér skúrinn, stafl- aði upp tunnum í garðinum, hann væri ógn við umhverfið – það er bannað draga að sér bensínbirgðir í íbúðahverfum. Líku gegnir um peninga, þeir eru elds- neyti, samandregið afl, en ef einstaklingum eru opnaðar leiðir til að komast yfir óheyri- legt magn geta þeir valdið umhverfi sínu stórtjóni – með misrétti, misvægi og síðast en ekki síst þeim stærsta skaða að botninn dettur úr sjálfu samfélaginu. Þessu sem gerir þjóð að þjóð, samfélag að samfélagi: samhugnum. Það leysist upp í misjafnlega meiningarlaust asnaspark sem er best lýst með orðum W. Shakespeare um „fíflið sem ólmast og ærslast skamma hríð í sviðsljósinu – og er svo ekki meir“. Þetta er spurning um gildin. Verðmætasta athæfið í mannlegu félagi er tvímælalaust sú rækt sem lögð er í uppeldi. Sjálf tilkoma einstaklinganna og aðhlynning til líkama og sálar. Börnin eru samfélagsins af því að þau eru það samfélag sem er í vændum. Velferð þeirra ætti því að vera hinn rétti mælikvarði allra hluta. Svo í op- inberu- sem einkalífi. peturgun@centrum.is Pétur Gunnarsson Pistill Mál málanna Nýtt fólk í Framsókn viðrar gömlu gildin Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is G rasrót, kall þjóðarinnar eftir breytingum, end- urnýjun og endurreisn. Þetta eru slagorð fram- sóknarmanna, sem nú leita að nýjum farvegi fyrir flokk, sem er aðframkominn vegna innan- búðarátaka og fylgistaps. Þótt enn sé kraftur og vilji í flokksmönnum, virð- ist elsti flokkur landsins hvorki tilbú- inn til stjórnarsetu né fullvígur í stjórnarandstöðu fyrr en arfleifð síð- ustu stjórnarsetu hefur verið gerð upp. „Gömlu gildin upp,“ segja fram- sóknarmenn. En hvernig flokk vilja þeir skapa sér á flokksþinginu 16.-18. janúar? Og þar af leiðandi, hvernig formann vilja þeir? Fyrstu viðbrögð viðmælenda eru yfirleitt: „Sterkan leiðtoga.“ Semsagt einhvern sem getur sett niður deilur innanhúss, sem er mikið aðalatriði, og aflað flokknum fylgis. En „sterkur leiðtogi“ rímar ekki endilega við „nýtt og ferskt“. Allir vonbiðlar um formennskuna telja sig fulltrúa end- urnýjunar og umskipta en jafnframt er sá sem mesta hefur reynsluna, Páll Magnússon bæjarritari, með skýrustu tenginguna við flokksfor- ystu síðustu ára. Guðlaugur Sverr- isson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, segir þetta ekki vanda- mál. „Við skulum vona það,“ segir hann spurður hvort sterkur leiðtogi sé í hópi umsækjenda. „En það skipt- ir kannski ekki öllu máli að nýr for- maður hafi hagað sér eins og mikill foringi hingað til, heldur þarf hann nú að geta tileinkað sér fljótt stöðu hins sterka leiðtoga.“ Að öðru leyti þarf formaður að vera trúr sam- vinnustefnunni, að mati Guðlaugs, sem segir erfitt að spá fyrir um úrslit. Flokkur í lífshættu Þingmaður flokksins tók sterkar til orða: „Ef flokkurinn kemur ekki sameinaður og heill út úr þessu landsþingi, tel ég að dagar hans fari að verða taldir.“ Sumum þykir því lífsnauðsyn fyrir Framsókn að eign- ast afgerandi foringja. Af samtölum við ýmsa flokksmenn má ráða að Páll Magnússon sé sig- urstranglegur. Hann nýtur líka stuðnings meirihluta þingflokksins, þótt ekki sitji hann þar sjálfur. Lögmaðurinn Höskuldur Þórhalls- son er eini frambjóðandinn sem situr á Alþingi og hlýtur það að teljast hon- um mjög til tekna. Þannig gæfist honum færi sem formaður að takast á við þingmenn annarra flokka úr ræðustól Alþingis út kjörtímabilið. Hins vegar hefur Höskuldur ekki sýnt af sér leiðtogatakta á Alþingi hingað til, a.m.k. ekki svo það skapi honum sérstöðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hagfræðingur siglir öldu breyting- anna og grasrótarinnar. Á því leikur enginn vafi. Samt er það viðhorf uppi að Sigmundur komi inn með of skömmum fyrirvara, nýskráður flokksmaður. Þar sem formaður er ekki kosinn í almennri kosningu flokksmanna, efast fólk um að fyrri störf hans, þekkt andlit og sterk inn- koma í þjóðmálaumræðuna dugi til. Afmarkaður hópur fulltrúa á flokks- þingi, um 1.100 manns, kýs formann. Þannig getur vel verið að vinsældir Sigmundar séu minni í flokknum en ef allt þjóðfélagið er undir. Að minnsta kosti þarf hann að kynnast flokksmönnum og flokksstarfi ansi hratt til að hafa sigur. Páll þykir þannig hafa sterka stöðu almennt en viðmælendur segja ung- liða og flokksmenn utan af landi þó frekar veðja á Sigmund og Höskuld, álíti þá boðbera breytinganna en ekki Pál. Morgunblaðið/Kristinn Fyrri forysta Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir mynduðu forystuna um hríð, áður en núverandi leiðtogakreppa tók við. Þótt nýtt andrúmsloft og endurnýj- un sé það sem framsóknarmenn þrá hvað heitast núna er enn í spilunum niðurstaða sem gæti skilað svo til óbreyttum flokki, með sundurlynda forystu. Þ.e. ef Páll Magnússon verður formaður og Siv Friðleifs- dóttir varaformaður. Þau eru sögð hafa eldað grátt silfur saman lengi. Siv er í framboði gegn Birki Jóni Jónssyni til varaformanns. Hann er sagður styðja Pál en hún líklega Sigmund Davíð. Reyndar er þó fyrst kosið til for- manns á flokksþingi og svo til vara- formanns. Sigri Páll í formanns- kjörinu gæti Siv því dregið framboð sitt til baka, segja sumir. Þótt Páll hafi sterka stöðu er hann líka umdeildur. Þannig herma heimildir Morgunblaðsins að átökin á fundi Framsóknarfélags Reykja- víkur hafi ekki verið að undirlagi mótframbjóðenda Páls, heldur ein- faldlega flokksmanna sem eru hon- um andsnúnir. MÖGULEG FORYSTA ››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.