Morgunblaðið - 09.01.2009, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
Upp í loft Þessar stelpur í Hlíðaskóla, þær Salome Bjarnadóttir og Jónína Sigurðardóttir, brugðu á leik og kynntu sér heiminn út frá nýju sjónarhorni.
Árni Sæberg
Ólafur Ingólfsson | 8. janúar
Voðaskot og
púðurkerlingar
Ef byssueign væri al-
menn væru morð og
voðaskot algeng. Í
Bandaríkjunum, þar sem
allt að fjórðungur al-
mennings í mörgum ríkj-
um á skotvopn, eru morð
og voðaskot mun tíðari en í Evr-
ópuríkjum. Þegar um voðaskot er að
ræða er því miður oft um að ræða börn
sem hafa komist í skotvopn fullorðinna.
Byssur geta verið algerlega ómót-
stæðilegar – ég man eftir því að þegar
ég var 9 ára polli í sveit stalst ég til að
skjóta úr kindabyssu sem var á heim-
ilinu. Þetta var rosalega spennandi, mér
leið eins og Roy Rogers í kúrekamynd í
Austurbæjarbíói. Ég skaut að kríu sem
sat á girðingastaur, en hitti ekki sem
betur fer. Kúlan flaug út í móa og er þar
sjálfsagt einhvers staðar grafin í þúfu
ennþá.
Sprengjur og púðurkerlingar eru líka
ómótstæðilegar fyrir mörg börn. Þá
dugar ekki að kveikja í kínverjanum og
kasta honum, það verður að sprengja
eitthvað í sundur eða jafnvel opna
sprengjuna og hella út púðrinu og
kveikja í. Fikta. Ég gerði þetta þegar ég
var strákur. Börn og unglingar í dag
gera þetta líka en þó er sá munur á að
sprengiterturnar sem hægt er að kaupa
í dag eru miklu öflugri en blysin sem
voru seld þegar ég var strákur. . . .
Meira: olii.blog.is
Friðrik Hansen Guðmundsson | 8. jan.
Fer Geir að
fordæmi Guðna?
Það er orðið daglegur við-
burður að hrópað er á af-
sagnir ráðherra. Skipu-
lögð fjöldamótmæli af
stærðargráðu sem við
höfum aldrei séð áður eru
það einnig. Mikið hefur
breyst á örskömmum tíma. . . .
Í ljósi fylgishruns Sjálfstæðisflokksins
og þess gríðarlega tjóns sem hér hefur
orðið og þar með þess skipbrots sem
stefna Sjálfstæðisflokksins hefur orðið
fyrir verður ekkert auðvelt fyrir Geir að
mæta og óska eftir endurkjöri á lands-
fundi flokksins. Enginn formaður Sjálf-
stæðisflokksins hefur mætt á Landsfund
með fylgi flokksins í jafn slæmri stöðu.
Enginn formaður Sjálfstæðisflokksins
sem jafnframt er forsætisráðherra hefur
áður mætt á landsfund með þjóðarbúið
nánast gjaldþrota. Hann hlýtur að búast
við mótframboði.
Eins og ég tók fram í upphafi eru
þetta mínar hugleiðingar hér í byrjun
árs. Niðurstaðan er tilgáta og mín tilgáta
er sú að á komandi landsfundi sjálfstæð-
ismanna muni Geir fara að fordæmi
Guðna Ágústssonar og hætta sem for-
maður, Þorgerður mun bjóða sig fram í
formanninn og Bjarni Ben. í varafor-
manninn.
Meira: fhg.blog.is
LÖGGJÖF Evrópu-
sambandsins hefur átt
stóran þátt í því að flýta
fyrir framförum á ýms-
um sviðum umhverf-
ismála hér á landi.
Megnið af löggjöf Evr-
ópusambandsins á sviði
umhverfismála hefur
verið tekið upp í íslenska
löggjöf vegna EES-
samningsins og ýmis ís-
lensk lög á þessu sviði
eru nær einvörðungu byggð á reglu-
gerðum og tilskipunum Evrópusam-
bandsins. Má þar m.a. nefna lög um
mengunarvarnir, lög um sorphirðu,
lög um fráveitur, lög um mat á um-
hverfisáhrifum og lög um meðhöndl-
un úrgangs. Sum þessara laga eru
meðal helstu framfaraskrefa sem Ís-
lendingar hafa stigið á sviði umhverf-
ismála.
Með aðild að EES-
samningnum er Ís-
land í raun aðili að
sameiginlegri stefnu-
mörkun Evrópusam-
bandsins á sviði um-
hverfismála, að
náttúruvernd undan-
skilinni. Það skiptir
þess vegna miklu máli
að íslensk stjórnvöld
taki sem virkastan
þátt í mótun löggjafar
Evrópusambandsins á
þessu sviði. Mörg
veigamikil verkefni á
sviði umhverfismála sem nú eru í
undirbúningi eða hefur þegar verið
lokið hjá ESB munu senn verða tekin
inn í löggjöf hér á landi. Má t.d. nefna
tilskipanir um verslun með los-
unarheimildir gróðurhúsaloftteg-
unda, um rammalöggjöf um vatns-
vernd og tilskipun um efni og
efnavörur. Öll þessi mál munu hafa
víðtæk áhrif hér á landi og treysta
stoðir samfélagsins þegar til lengri
tíma er litið.
Loftslag, vatn og efnavörur
Ísland vinnur nú að því að innleiða
tilskipun Evrópusambandsins um
viðskiptakerfi ESB um losunarheim-
ildir, sem felur í sér að þak verður
sett á losun gróðurhúsalofttegunda
frá tilteknum geirum iðnaðar og að
heimildir til losunar verða með tím-
anum settar á opið uppboð þannig að
fyrirtæki þurfi að greiða fyrir losun
sína. Tilskipunin hefur takmörkuð
áhrif hér á landi til að byrja með en
losun gróðurhúsalofttegunda frá
flugstarfsemi mun falla undir tilskip-
unina frá og með janúar 2012. En nái
nýjar tillögur framkvæmdastjórnar
ESB fram að ganga mun áliðnaður,
framleiðsla járnblendis o.fl. einnig
falla undir hana frá og með árinu 2013.
Markmið tilskipunarinnar er að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda í Evr-
ópu á sem hagkvæmastan hátt. Á
liðnu ári samþykkti Alþingi lög til að
innleiða REACH, reglugerð Evrópu-
sambandsins um skráningu, mat, leyf-
isveitingu og takmarkanir efna. Hin-
um nýju lögum er ætlað að tryggja að
meðferð á efnum og efnablöndum
valdi ekki tjóni á heilsu eða umhverfi
og að sjá til þess að ný efni séu skráð
og möguleg skaðsemi þeirra metin áð-
ur en þau koma á markað. Vatna-
tilskipun ESB setur lagaramma um
vernd yfirborðsvatns, grunnvatns og
strandsjávar, með það að markmiði að
bæta vatnsgæði og ástand vistkerfa.
Tilskipunin kveður m.a. á um að draga
skuli úr eða stöðva losun hættulegra
efna til þess að bæta ástand vatns og
sjávar. Mikil vinna hefur verið lögð í
að fara yfir efni tilskipunarinnar og
undirbúa lögleiðingu hennar hér á
landi. Með innleiðingu vatnatilskip-
unarinnar þarf m.a. að bæta vöktun á
ástandi og gæðum vatns.
Náin tengsl við ESB
Fleiri veigamikil umhverfismál eru
nú í deiglunni hjá ESB. Meðal annars
er unnið að gerð og breytingu reglna
um málefni hafsins, úrgang, ósoneyð-
andi efni, vernd jarðvegs og umhverf-
isábyrgð. Í þessu ljósi þarf enginn að
efast um að vægi umhverfismála í
EES-samstarfinu mun vaxa á næstu
árum. Íslendingar hafa notið þess að
Evrópusambandið hefur verið í far-
arbroddi í umhverfismálum í heim-
inum á undanförnum árum. Það er
mikilvægt að hafa í huga nú þegar
samskipti okkar og tengsl við Evr-
ópusambandið eru svo mjög í um-
ræðunni.
Meira: mbl.is/esb
Eftir Þórunni
Sveinbjarnardóttur » Íslendingar hafa not-
ið þess að Evrópu-
sambandið hefur verið í
fararbroddi í umhverf-
ismálum í heiminum.
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Höfundur er umhverfisráðherra.
Evrópusambandið og umhverfismálin
Á STÖÐ 2 spurði félagi Mörður –
eðlilega, og af meðfæddri hógværð,
hvað fælist í sérstökum fjárfestinga-
samningi sem iðnaðarráðuneytið
gerir við Norðurál vegna Helguvík-
ur. Því er fljótsvarað. Fyrirmynd
samningsins er samskonar samn-
ingur og Alþingi samþykkti 5. mars
2003 vegna Fjarðaáls. Munurinn á
samningunum er sá einn, að Norður-
áli er heldur minna ívilnað en Fjarða-
áli á sínum tíma. Beinn stuðningur
ríkisins er af þeim sökum minni sem
því nemur vegna Helguvíkur. For-
manni Orkuráðs þakka ég að öðru leyti tilefnið til
að reifa hér ívilnanir samningsins áður en hann
verður lagður fram á Alþingi.
Í samningnum eru sambærilegar undanþágur og
Alþingi veitti Alcoa vegna byggingar álvers á
Reyðarfirði. Þyngstu útgjalda- og afsláttarpóst-
arnir í Alcoa-samningnum, þ.e.a.s. undanþága frá
fasteignagjöldum og fjárfestingum í nýrri höfn, eru
hins vegar ekki í fjárfestingarsamningnum vegna
Norðuráls í Helguvík. Það útskýrir hví beinn
stuðningur verður mun minni en var fyrir austan.
Engin nýmæli eru í Helguvíkursamningnum. Þó er
þar nýtt ákvæði um liðsinni fyrirtækisins við rann-
sóknir og menntun á starfssvæði þess sem ég tel
afar jákvætt. Helstu atriði er varða frávik frá lög-
um eru eftirfarandi: Undanþága er veitt um bruna-
tryggingar enda tryggir félagið sig sjálft. Sama
gildir um undanþágu frá lögum um Viðlagatrygg-
ingu Íslands. Raföryggi verður sérstaklega tekið út
af þartilbærum og því er félagið undanþegið lögum
um öryggi raforkuvirkja. Um það munu ekki gilda
ákvæði laga um eignarrétt og afnota-
rétt fasteigna þess efnis að 4⁄5 prósent
hlutafjár skuli vera í eigu íslenskra
ríkisborgara.
Af skattahliðinni er það helst að
segja, að í samningnum er skuldbind-
ing um að því aðeins muni skattar
lagðir á raforkunotkun eða losun loft-
tegunda ef þeir verði jafnframt lagðir
á önnur fyrirtæki í landinu. Þá er
gengið út frá því að tekjuskattur verði
ekki hærri en hann er nú, eða 15%, og
ákvæði laga um frádrátt vaxtakostn-
aðar gildi óbreytt út samningstímann.
Sérreglur eru um fyrningu fasta-
fjármuna og nýrra eigna og heimilt að
draga uppsafnað tap frá tekjum í 10 ár. Samning-
urinn undanþiggur félagið markaðsgjaldi og iðn-
aðarmálagjaldi eins og önnur álver. Í staðinn er
ákvæði um að félagið leggi lið menntun, þróun og
rannsóknum á starfssvæði sínu.
Þá hefur félagið heimild til þess að færa bókhald
í Bandaríkjadollurum með ákveðnum skilyrðum.
Innflutningur og kaup félagsins á vörum fyrir
verksmiðjuna verða undanþegin tollum og vöru-
gjöldum og sérreglur gilda um stimpilgjöld og
skipulagsgjöld. Eins og áður sagði eru þessi atriði
sambærileg ákvæðum í fyrri fjárfestingarsamn-
ingum um stórframkvæmdir. Í hreinskilni sagt þá
er útlagður kostnaður vegna samningsins því lítill,
og miklu minni en beitan sem ríkið ætti í núverandi
harðindaskeiði að leyfa sér að egna fyrir erlenda
fjárfestingu sem hugsanlegt er að fá til Íslands. Ég
er gamall veiðimaður og allar götur frá sokka-
bandsárum mínum með nýsköpunarsinnum í Al-
þýðuflokknum hef ég litið á fjárfestingasamninga,
sem hafa það markmið að laða erlent fé til Íslands,
sem ígildi agns. Reglustikumenn og frjáls-
hyggjubusar lögðu þá af um skeið af því þeir héldu
að hingað streymdu peningar endalaust. Nýleg
reynsla hefur sýnt fram á annað. Úr iðnaðarráðu-
neytinu verður því áfram kastað beitum sem reist
gætu stórfiska handa samfélagi í nauðvörn and-
spænis hrikalegum horfum um atvinnuleysi. Á því
er sá fyrirvari einn, að það verður ekki gert til að
brjóta umhverfisreglur.
Þær eru virtar til fulls í samningnum. Stækkun
álversins frá fyrri leyfum er skv. honum háð viðbót-
arleyfum um umhverfisáhrif, og sömuleiðis því að
Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur
takist að afla nægrar orku. Eða, svo haldinn sé
trúnaður við frumheimildina á ensku: „… is subject
to availability of power as outlined in MOU’s with
Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur.“
Neðri-Þjórsá, sem jafnvel formaður VG taldi á sín-
um tíma ákjósanlegri virkjunarkost en ýmsa aðra,
geldur því ekki framleiðslu áls í Helguvík, og verð-
ur ekki virkjuð í því skyni. Fjölmiðlar hafa þegar
greint frá því, að samningurinn er forsenda þess,
að fimm bankar láni fjármagn til að reisa álver í
Helguvík, sem býr til 2.500 störf meðan á dýpstu
efnahagslægðinni stendur og mesta atvinnu-
leysinu.
Fúslega viðurkenni ég að það vann ekki gegn
samningnum.
Eftir Össur Skarphéðinsson » Fyrirmynd samningsins er
samskonar samningur og Al-
þingi samþykkti 5. mars 2003
vegna Fjarðaáls.
Össur
Skarphéðinsson
Höfundur er iðnaðarráðherra.
Samningurinn við Norðurál
BLOG.IS