Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Með frystingu væri meg- ináhættan af kreppu- hruninu eftir sem áður hjá lántakandanum. Inn- leiðing nýrrar vísitölu til verðtrygg- ingar húsnæðislána er hins vegar afar brýn. Ný-vísitala húsnæðislána verður að endurspegla verðþróun húsnæðis... ’ NÚ hefur hrunið og skelfingar liðins árs ger- breytt öllum forsendum fjármögnunar og afkomu fjölskyldnanna til skemmri og lengri tíma og allsherjar endurmat því óhjákvæmilegt. Forsendur verðtrygg- ingar hafa til skemmri tíma fallið. Það er ekki hagfræðilega mögu- legt að rökstyðja að verðtryggðar skuldbind- ingar í íslenskum krónum verði undanþegnar „kreppuleiðréttingu“ þegar eignaverð fellur um allt að 50% að raunverðmæti og gengi krónunnar og innlend verðbólga fella gjald- miðilinn sem við eigum okkar daglegu við- skipti í um 30-50%. Óskert vísitölumæling frá ársbyrjun 2008-ársloka 2010 mun hækka verðtryggðu lánin um a.m.k. 30%. Fyrir ligg- ur að skuldsetning yngri fjölskyldnanna í landinu var þannig að nærri 70% af þeim höfðu meira en 60% veðsetningu á sínum húseignum í ársbyrjun 2008. Auk þess er hátt hlutfall unga fólksins með verðtryggð námslán – sem eru kannski á bilinu 6-14 milljónir á hverja fjölskyldu. Fyrir árslok 2010 mun höfuðstóll lána hjá öllu þessu fólki verða umtalsvert hærri en mögulegt sölu- verðmæti eignanna – jafnvel svo munar 10-15 milljónum í mörgum tilvikum. Að óbreyttu liggur fyrir að greiðslubyrði alls þessa fólks verður óbærileg, jafnvel þótt menn haldi vinnu sinni og verði fyrir hóflegri tekjuskerð- ingu. Hluti hópsins mun geta haldið eignum sínum og staðið undir greiðslum í 20-30 ár – og þannig lifað við rýran kost. Sala eignanna framkallar hins vegar óumflúið tap sem vega mun varanlega að fjárhagslegri afkomu fjöl- skyldnanna til lengri tíma og setja einhverja endanlega á hliðina. Fjölmennur hópur lántakenda sem verður fyrir tekjufalli mun aldrei geta staðið undir hækkandi greiðslubyrði verðtryggðra náms- lána og húsnæðislána. Sá hópur stefnir í þrot og niðurlægingu fyrr en síðar. Það er tæplega umdeilt að hér ríkja neyð- araðstæður – sem réttlæta óvenjulegar og tímabundnar aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Neyðaraðstæður kalla á róttækar og einfald- ar lausnir. Slíkar lausnir eru til en mega ekki dragast mikið lengur. Handstýra verður með löggjöf þeirri „kreppuleiðréttingu“ sem verð- tryggðar lánaskuldbindingar taka á sig – til jafnræðis við önnur peningaleg verðmæti. Neysluvísitalan og samsetning hennar er verulega umdeilanleg viðmiðun og ótækt að miða við slíkan grunn í gegn um kreppuna og gengishrunið. Sanngjarnar og færar leiðir út yfir skelfingartímabilið geta verið tvær. Frysting vísitölu húsnæðislána mv. 1. mars 2008 leiðir til þess að höfuðstóll lána heldur nafnverði þess tíma. Frystingin mun samt ekki ein og sér koma í veg fyrir að höfuðstóll fasteignaláns hækki umfram verðmæti hinn- ar veðsettu eignar eins og spár gera ráð fyr- ir, en frestar því hins vegar og fækkar veru- lega slíkum tilvikum. Með frystingu væri megináhættan af kreppuhruninu eftir sem áður hjá lántakand- anum. Innleiðing nýrrar vísitölu til verð- tryggingar húsnæðislána er hins vegar afar brýn. Ný-vísitala húsnæðislána verður að endurspegla verðþróun húsnæðis þannig að það geti ekki gerst að höfuðstóll lánanna hækki langt umfram verðmæti eignanna. Frá febrúar 2008 og til nóvember 2008 hefur vísi- tala húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 1,9% og með vísan til þeirrar við- miðunar ætti höfuðstóll verðtryggðra hús- næðislána að lækka tilsvarandi. Mögulega gæti vísitala húsnæðislánanna tekið mið af landshlutabundinni hagþróun og til fram- búðar orðið raunsærri verðmælir. Eina ófæra leiðin og óásættanlega er að gera eng- ar almennar leiðréttingar á verðtryggingu og vístölumælingunni. Kreppan er sameiginlegt vandamál ís- lensku þjóðarinnar allrar og það er eðlileg krafa og sanngirnismál að allir taki þátt í tjóninu sem hrunið hefur leitt yfir okkur. Ég geri tillögu um að „neyðarlög um vísi- tölubindingu fjárskuldbindinga“ verði sett strax og Alþingi kemur saman. Neyð- arráðstöfunin feli í sér: Vísitala neysluverðs til verðtryggingar verður fryst við gildi hennar 1. mars 2008 til 28.febrúar 2009. Allar fjárskuldbingingar sem bundnar eru þeirri vísitölu skulu umreiknast miðað við þessa ákvörðun og koma til uppgjörs eigi síðar en 31. mars 2009. Þannig fellur niður 17,9% hækkun höfuðstóls og tilsvarandi greiðslu- byrði. Frá 1. mars 2009 skulu heimildir til verð- trygginga fjárskuldbindinga aðgreindar í samræmi við eftirfarandi Ríkisskuldabréf taki mið af neysluvísitölu án húsnæðiskostn- aðar – Námslán taki mið af launavísitölu – Fasteignalán taki mið af vísitölu húsnæð- iskostnaðar/staðbundins íbúðaverðs – Bundin innlán til 5 ára eða lengri tíma taki mið af neysluvísitölu án húsnæðiskostnaðar. Nú kann einhver að segja að þetta sé ekki raunsætt eða ekki framkvæmanlegt. Því er til að svara að til þess að slík aðgerð sem beitt er geti orðið gagnsæ og útreiknanleg verður hún að vera einföld. Einfaldleiki og gagnsæi væri tryggt með þessu og það sem er etv. ennþá mikilvægara er að jafnræði milli allra aðila væri til muna betur tryggt heldur en með því að hafast ekkert að. Þetta verður brýnasta úrlausnarefni Alþingis næstu vikur. Verðtrygging lána: vísitölufrysting og sanngjörn kreppu-leiðrétting Benedikt Sigurðarson er fram- kvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi og áhugamaður um samfélagslegt réttlæti. ÞAÐ er allt orðið öðruvísi en áður var fyrir kosningar og/eða strax eftir stjórnarmyndun, en nú er komið upp vandamál gagnvart stjórnarsamstarfinu, þ.e.a.s. þessar umræður um að fara í aðildarviðræður við ESB. Og það er eins og þessi Sam- fylking notist bara við blekk- ingar. Hvernig má þetta vera, að Samfylkingin fari svona í sviga og beygjur við allt og noti núna þvingunaraðferðir? Ef ekki er ver- ið að beita þvingunaraðferðum, hvað er þetta þá, þegar Ingibjörg Sólrún segist ekki sjá ástæðu til þess að vera í stjórnarsamstarfi ef Sjálfstæð- isflokkurinn hafnar aðildarviðræðum við ESB? Kannski eru þetta stjórnunaraðferðir þeirra Sarkozys og forseta ESB, Joses Manuels Barrosos, „New world governance“, „New global order“, nýja heimsskipulagið (ESB-þingið 16. október ’08)? Eða kannski eru þessar aðferðir komnar frá Gordon Brown sem beitti þessum hryðjuverkalögum gegn okkur? Forseti sambandsins, Jose Manuel Bar- roso, bæði þakkar og hrósar ESB-sinnanum Gord- on Brown fyrir hans frammistöðu og núna síðast á blaðamannafundi hinn 17. nóv. sl. í Downingstræti 10. Við Íslendingar erum í dag (20. desember) ennþá á þessum hryðjuverkalista og óvíst hvenær við förum af honum. Og hvers vegna hefur nú Sam- fylkingin lítið sem ekkert beitt sér í okkar þágu hvað varðar að vera tekin af þessum lista eða af hverju hefur Samfylking ekki sýnt neitt annað en seinagang með að fara í mál gegn Bretum? Það svar sem Bretarnir hafa gefið okkur er eins og nafnið á greininni í Mbl. hinn 18. desember sl.: „Af hryðjuverkalistanum þegar aðstæður leyfa,“ en ætli það verði ekki rétt áður en öll þessi sambönd; Evrópusambandið, Asíusambandið (Asian Union), Afríkusambandið (African Union), Suður- Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríku- sambandið (CAU) og fleiri sambönd verða sam- einuð undir „New global order“? ESB-gildran Í bókinni Jim Tucker Bilderberg Diary átti höf. Tucker gott viðtal við Thatcher, en hún sagði: „… einhverjir sem gefa eftir sjálfstæði síns eigin lands eru leiddir í gildru. Samt sem áður mun Bil- derberg mistakast í þeirra takmarki að stofnsetja heimsstjórnun 2002.“ Þeir sögðu að þjóðerni ætti að vera bælt niður … en það mun aldrei verða til neitt nýtt heimsskipulag (e. New World Order) og Thatcher varaði við að „gefa eftir frekari völd til Brussel-skriffinnskunnar og Evrópudómstóls er getur yfirtekið landið okkar“ (Jim Tucker’s Bilder- berg Diary bls. 107-108). Nú í grein Guðrúnar Gunnarsdóttur „Orka, vatn, fullveldi og evra“ í Mbl. hinn 18. desember kemst höf. réttilega að orði: „Við verðum valdalaus þjóð sem lyti vilja og reglum bandalags sem við getum aldrei kosið af okkur aftur.“ Þetta er eins og gildra, og auk þess vegna þess að því er þannig fyrir komið að menn í ráðherraráðinu (e. Commission) eru ekki kosnir, heldur skipaðir og síðan eru þessir höfuðmeðlimir skipaðir af elítunni á bak við tjöldin. Ráðherraráðið skipuleggur stefnuna fyrir þingið sem síðan sam- þykkir eða hafnar þingsályktunum. ESB-þingið sjálft getur alls ekki kynnt eða lagt fram þingsá- lyktanir og auk þess er ESB óvenjulega stofn- anavætt með meira en tvær milljónir blaðsíðna af reglum og reglugerðum. Það er alveg ljóst að ef Ís- land gerðist aðili að ESB myndi ESB-skrif- finnskubáknið frekar stjórna hér en Íslendingar. En eins og höfundur bókarinnar „The European Union A Critical Guide“ segir varðandi aðild- arviðræður við ESB: „… öfl elítunnar munu aldrei hætta að spyrja uns þau hafa fengið rétt svör …“ og Steven spyr okkur í bókinni: „… hvað verður um fiskinn ykkar þegar þið gangið í sambandið“? (bls. 50) Eitt er víst að öll hin aðildarríki sambands- ins munu heimta að fá aðgang að fiskimiðunum undir yfirskriftinni sameiginlegur markaður aðild- arríkjanna (um 497,5 milljónir manns) og þar hefur Ísland ekki beint mikið vægi hvað fjölda varðar. Og eitthvert endemis rugl frá bæði mönnum úr Fram- sóknarflokknum og Samfylkingu um að við getum fengið einhverja sérstaka undanþágu með fiski- miðin er bara eins og út úr gamalli belju. Í grein Guðfinnu S. Bjarnadóttur alþm. „Göngum hreint til verks“ í dag (20. des.) talar hún um „í sameinaðri Evrópu sjálfstæðra lýðræðisþjóða“, en æðstu menn ráðherraráðsins ESB hafa ekkert fordæmi til að sýna okkur lýðræði eða lýðræðislegar kosn- ingar þar sem þeir eru skipaðir bak við tjöldin og fara með æðsta vald. Og þingmenn ESB geta varla mikið talað um lýðræðisleg vinnubrögð þar sem þeir geta ekki lagt inn þingsályktanir til ESB- þingsins. Ekki lengur leyndarmál Nú er þetta ekki neitt leyndarmál lengur, þar sem ESB-sinnar eru einfaldlega farnir að tala um nýja heimsskipulagið eða „New world govern- ance“, „New global order“ og menn eins og David Rockefeller hættir að biðja eða þakka mönnum fyr- ir að þegja um áætlunina eins og hann gerði í Ba- den Baden í Þýskalandi 1991 (www.crossroad.to/ Quotes/globalism/rockefeller.htm). Nú er ekki seinna vænna að það rigni yfir okkur heims- yfirráðabæklingum og að hér verði opnaðar alls- herjar sósíalistaheimsyfirráðaskrifstofur með öllu tilheyrandi og að öllum líkindum undir yfirskrift Samfylkingarinnar. mbl.is/esb Sósíalismaheimsyfirráðastefna og ESB Þorsteinn Sch. Thorsteinsson er formaður samstarfsnefndar trúfélaga fyrir heimsfriði. ÉG á ekki krónu sögðu konurnar í síldinni á Dalvík þegar við strákarnir reyndum að klæmast við þær. Mér kemur þetta í hug þegar ég fylgist með umræðunni um landsmálin þessa vetrardaga. Svo virðist sem margir Ís- lendingar sjái ekki lengur fyrir sér neina framtíð fyrir sjálfstætt þjóðlíf á Íslandi, slík er svartsýnin orðin eftir bankahrunið. Sumir segja að Ísland eigi aðeins einn kost í þeirri erfiðu efnahagsstöðu sem komin er; að ganga í ESB og taka upp evru. Með því yrðum við þátttakendur í stóru ríkja- sambandi sem mundi auka velsæld og stöðugleika. Margir segja að við séum hvort sem er þegar í ESB með EES-samningnum og litlu breyti hvort við göngum að fullu inn; stækkunarstjóri ESB segir að hægt sé að vippa okkur inn fyrir af því að með EES höfum við þegar tekið upp meirihlutann af tilskipunum ESB. Ein helsta röksemd margra fyrir aðild að ESB er að íslenska kónan sé ónýtur gjaldmiðill og að við verðum að ganga í ESB til að fá að nota evruna. Lítum nánar á þessar röksemdir. Velsæld í ESB hefur alla tíð verið minni en á Íslandi. Með- an við höfum haft fulla stjórn eigin mála hefur gengið ágætlega að halda þróuninni gangandi þó hinar þekktu íslensku sveiflur séu oft erfiðar. Stöðugleiki er rangnefni á því ástandi sem ríkir í ESB, stöðnun er réttara, þar hefur ekki orðið nein markverð fjölgun starfa í verðmætaskapandi atvinnustarfsemi í marga áratugi. Mikil atvinnuuppbygging hefur verið hér. En hér á Íslandi er annar en mikilvægari stöðugleiki; hér er elsta lýðræðisríki Norður-Evrópu en ESB-löndin hafa búið við stríð eða ólög af og til öldum saman meðan Ísland hefur verið réttarríki. En stöðugleiki í verðlagi og gengi gjaldmiðils er ekki hér á landi, hefur ekki verið og verður ekki í nánustu fram- tíð. Þannig stöðugleiki skapast af stærð og fjölbreytni efnahagslífsins sem ekki er til staðar hér. Rétt er að með EES-samningnum höfum við verið undirorpin tilskipunum ESB. En bæði er að hægt er að semja um breytingar á EES-samningnum, hann er uppsegjanlegur með stuttum fyrirvara og með honum tökum við ekki upp allar tilskipanir ESB sem yrði með fullri aðild. Mun erfiðara er að losna úr fullri ESB-aðild og kjörin eru ekki nema að litlu leyti samningsatriði og hefur ESB ekki sýnt lýðræðislegum vilja aðildarlanda um „innri“ málefni mikla virðingu. Af öll- um röksemdum fyrir aðild að ESB er sú um nauðsyn á upptöku evru þó byggð á mestri og al- varlegastri vanþekkingu. Íslenska krónan hefur þjónað okkur vel í hundrað og tuttugu ár og verið forsenda þess að hægt hefur verið að halda hér gangandi sjálfstæðum fjárafla og arðbær- um atvinnurekstri á vegum landsmanna sjálfra. Krónan lifði af tvær heimsstyrjaldir þegar efnahagskerfi Evrópu hrundu og sumir evrópskir gjaldmiðlar fuðruðu upp. Eigin gjaldmiðill gerði að verkum að hægt var að aðlaga gjaldeyrisviðskipti, gengi og peningamagn við ástand í útflutningsatvinnuvegum og viðskiptaumhverfi hverju sinni. Hefðum við þurft að nota erlenda mynt hefðu stórir hlutar atvinnulífsins þurft að loka, erlend stórfyrirtæki hirt hreyturnar og innflutningur nauðsynja stöðvast. Íslenskur útflutningur er enn fábreyttur þannig að hér verða miklu meiri sveiflur en í stærri hagkerfum með fjölbreyttari fjárafla. Forsendan fyrir því að geta búið við þetta ástand er að ráða yfir eigin gjaldmiðli, hann er hægt að nota til að vinna á móti sveiflunum. Á mannamáli þýðir þetta t.d. að ef við værum með evru og miklir erfiðleikar yrðu í sjávarútvegi, álframleiðslu og ferðageiranum, yrði fjöldagjaldþrot í þessum greinum og meðfylgjandi fjöldaatvinnuleysi sem leiða mundi til mikillar erlendrar lántöku og efnahagserf- iðleika. Með eigin gjaldmiðli er hægt að halda atvinnuvegunum gangandi með því að láta gengið falla þannig að atvinnuvegirnir fengju svipaðar tekjur áfram í krónum og gætu haldið fólki áfram í vinnu. Einnig er hægt að blása lífi í innlenda atvinnu með því að auka magn peninga í umferð, það er stundum kallað peningaprentun og sumir halda að það sé einhvers konar svindl en getur verið nauðsynleg aðgerð og er iðkuð víða á sjálfstæðum gjaldmiðilssvæðum. Notuðum við aftur á móti evru sem gjaldmiðil þyrfti að fá fjármagnið að láni erlendis og endurgreiða síðar sem gæti keyrt almannasjóði í þrot. Eigin peningaprentun verður aðeins að innlendri skuld við Seðlabankann og gerir því sjaldan verra en að auka verðbólguna eitthvað en rekur ekki þjóð- arbúið í strand. Margir halda að verðbólgan sé rót alls ills. Svo er ekki þó óðaverðbólga sé slæm. Þar sem er uppbygging er yfirleitt verðbólga, þar sem er verðhjöðnun er hrörnun. Upptaka er- lends gjaldmiðils hefur oft gefist illa litlum þjóðum. Ástæðan fyrir lélegu gengi íslensku krón- unnar nú er árásin á íslenska bankakerfið. Þessi árás er einsdæmi og ekki von að gjaldmiðill okkar sé burðugur fyrst á eftir. Þegar við höfum náð aftur tökum á hérlendu fjármálalífi jafnar krónan sig og verður áfram það efnahagsstjórntæki sem við þurfum á að halda til þess að geta búið í fámennu landi þar sem útflutningstekjur standa ekki mörgum fótum. Meira: mbl.is/esb Ég á ekki krónu Friðrik Daníelsson er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.