Morgunblaðið - 09.01.2009, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
✝ Matthildur Þórð-ardóttir fæddist á
Hörðuvöllum í Hafn-
arfirði 13. apríl 1914.
Hún lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 6. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
Matthildar voru Sól-
veig Bjarnadóttir frá
Sólmundarhöfða á
Akranesi og Þórður
Einarsson frá Ný-
lendu í Garði. Systk-
inin voru tólf og kom-
ust tíu til
fullorðinsára. Látin eru: Jón Rós-
ant, Ólafur Ingi, Kristín, Sigríður
Sesselja og Hulda Dagmar. Á lífi
eru Ásta Guðrún og Unnur Guð-
ríður, báðar búsettar í Bandaríkj-
unum, Róbert á Selfossi og Guð-
mundur Marínó í Hveragerði.
Matthildur var þrígift. M1: Gest-
ur Benediktsson, þau skildu eftir
stutta sambúð. M2:
Bjarni Pálsson frá
Hrísey. M3: Þórarinn
Kristjánsson símrit-
ari. Matthildur var
barnlaus, en dótt-
ursonur Bjarna,
Ragnar Þórarinsson,
ólst upp hjá henni að
miklu leyti. Hann býr
með fjölskyldu sinni í
Noregi.
Matthildur gekk í
Flensborgarskóla í
Hafnarfirði og Versl-
unarskóla Íslands í
Reykjavík. Hún vann skrif-
stofustörf hjá Garðari Gíslasyni í
New York, og hjá Reykjavík-
urborg. Lengst af var hún skrif-
stofustjóri hjá Styrktarfélagi lam-
aðra og fatlaðra, eða til ársins 1981.
Útför Matthildar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Í dag kveðjum við föðursystur
mína Matthildi Þórðardóttur, Möttu
frænku, eins og við kölluðum hana.
Matta frænka var mikil heimskona.
Hún var vel menntuð og á margan
hátt frábrugðin öðrum konum sam-
tímans. Hún fór ung til Ameríku,
þar sem hún starfaði um tíma, og
sagði hún okkur stundum frá þeim
heimshluta, sem var okkur fram-
andi og forvitnilegur. Hún hafði
yndi af því að ferðast og fór einnig
mikið í leikhús.
Það var gott að koma í heimsókn
til Möttu, sem var frábær kokkur.
Hún hafði gaman af að taka á móti
fólki og gleðjast í góðra vina hópi.
Hún þekkti marga, var ótrúlega
fróð um ættfræði og gat ekki ein-
ungis rakið ættir fólks, heldur einn-
ig hvar það bjó, starfaði og hverjum
það giftist, svo það var hægt að
gleyma sér við að hlusta á hana
þegar hún komst á skrið.
Eftir að ég varð húsmóðir í sveit
kom Matta stundum í heimsókn og
dvaldi þá gjarnan í nokkra daga.
Það fylgdi heimsóknum hennar allt-
af einhver sérstakur blær, kannski
svolítið útlenskur, og mátti margt
af henni læra. Af henni lærði ég til
dæmis að búa til matarmiklar sam-
lokur sem voru kannski með fersku
salati, kjúklingum og grænmeti, á
meðan flestir notuðu rækjusalat
eða annað í þeim dúr. Já, hún
Matta var mikil heimskona. Á með-
an almúgakonur klæddust Hag-
kaupssloppum og kíktu kannski í
Alt for damerne á læknastofum var
hún flott klædd útivinnandi glæsi-
kona í stjórnunarstöðu, með enska
reyfara á náttborðinu og keyrði um
á Volvo.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Möttu frænku með þakklæti fyrir
samfylgdina og góðar samveru-
stundir. Við munum minnast henn-
ar með virðingu og hlýju. Guð
blessi minningu mætrar konu.
Jóhanna.
Minningarnar leita á hugann og
þakklæti fyrir það þegar leiðir okk-
ar lágu saman og við kynntumst
smám saman betur. Hún var hressa
mágkonan hans pabba, útivinnandi
alla tíð og unnu þau saman í Styrkt-
arfélagi lamaðra og fatlaðra í mörg
ár og voru þau góðir félagar. Svo
urðum við nágrannar þegar hún
fluttist á Kambsveginn á ská á móti
mér. Hún kom stundum yfir og það
lyftist alltaf á manni brúnin þegar
hún birtist, hress og kát, hafði
kímnigáfuna í lagi og sagði oft:
Enginn veit sinn næturstað. Hún
fæddist á Hörðuvöllum í Hafnarfirði
og pabbi hennar var ljósavörður
slökkti og kveikti á rafmagninu í
bænum, sagði hún mér einhvern
tíma frá. Hún átti góða æsku með
mörgum systkinum. Pabbi hennar
vann hjá breskri togaraútgerð og
þau bjuggu í góðu húsi og minntist
hún æskustöðvanna með hlýju og
þakklæti.. Hún fór í verslunarskóla
og Flensborg og gekk vel að læra.
Hún sagði frá því þegar fjölskyldan
fór eitt sinn til Reykjavíkur og hitti
óvænt afa hennar á Austurvelli og
þá urðu fagnaðarfundir eins og hún
sagði. Hún sagði mér frá því þegar
hún fór að vinna í New York og
kom heim til að fá alla pappírana en
allt breytist og hún varð ástfangin
og sagði þá: Já enginn ræður sínum
næturstað. Ég minnist örlætis
hennar þegar hún lánaði mér fína
kjóla til að leika í í skólaleikritum
og höfðum báðar gaman af. Hún átti
engin börn sjálf en var mjög barn-
góð, svo krakkar löðuðust að henni.
Hún passaði lítinn frænda minn
sem átti heima ofar í götunni þegar
mamma hans var að vinna. Alltaf
tilbúin að hjálpa og á svo hressi-
legan hátt. Hún kunni að gera sér
dagamun og þegar hún varð níræð
var haldin góð veisla á Furugerði
þar sem hún hafði flutt inn nokkru
áður. Hún saknaði þess mikið þegar
hún hætti að geta keyrt bílinn sinn
og var alltaf svo þakklát fyrir smá-
bíltúra um Reykjavík eða upp í
Heiðmörk. Hún sótti styrk sinn í
bænina, þakklát fyrir að hafa verið
kennt það í barnæsku. Hún var sátt
og þakklát þeim sem sinntu henni
en var ekkert allra og tókst á við líf-
ið, sorgir og gleði, af jafnvægi og ró.
Með þessum fátæklegu orðum
þakka ég Matthildi samfylgdina, og
votta Ragnari, skyldfólki hennar og
vinum, mína dýpstu samúð fyrir
hönd fjölskyldu minnar og kveð
Matthildi með jólasálminum með
ósk um fagnaðarfundi á nýrri
strönd,
Kynslóðir koma, kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
(M.Joch.)
Margrét Svavarsdóttir.
Matthildur Þórðardóttir
✝ Frank ArthurCassata fæddist í
New York 3. nóv-
ember 1911. Hann
lést á Landakotsspít-
ala 2. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Samuel
Cassata útvarps-
virki, f. á Sikiley
1891, d. í Bandaríkj-
unum 1968, og Sa-
rah Cassata hús-
móðir, f. á Sikiley
1892, d. í Bandaríkj-
unum 1942. Frank
var elstur sjö systkina og á eina
eftirlifandi systur, systkini hans
voru öll búsett í Bandaríkjunum.
Fyrri kona Franks var Laufey
Sigurrós Ásgeirsdóttir, f. 1918, d.
2004. Þau skildu eftir stutt hjóna-
band, og áttu engin börn.
Seinni kona Franks var Áslaug
Kjartansdóttir Cassata, f. í
Reykjavík 23. október 1926, d. 23.
júní 2007. Foreldrar hennar voru
Kjartan Ólafsson augnlæknir, f. á
Völlum í Svarfaðardal í Eyjafirði
12. júní 1895, d. 25. júní 1956, og
Kristíana Blöndahl Ólafsson kaup-
kona, f. í Hafnarfirði 28. nóv-
ember 1896, d. 7. mars 1972. Ás-
laug og Frank gengu í hjónaband
í New York árið 1951. Synir
þeirra eru: 1) Sigfús Blöndahl
Richard Cassata, f. í New York
frá Sikiley. Á sínum yngri árum
hafði hann mikinn áhuga á flugi,
smíðaði sína eigin svifflugvél og
kenndi unglingum svifflug. Hann
vann við sölustörf og sinnti við-
gerðarþjónustu með föður sínum.
Frank kom fyrst til Íslands árið
1941 sem verktaki á vegum
Bandaríkjahers og starfaði við
skipulagningu á birgðaflutn-
ingum um landið. Hann fór aftur
til New York árið 1944, og vann
þá meðal annars við byggingu
Thule-herstöðvarinnar á Græn-
landi. Hann var í miklum
tengslum við Íslendinga-
samfélagið í New York, þar
kynntist hann Áslaugu konu
sinni. Þau fluttu til Íslands árið
1952. Hann hélt áfram störfum
fyrir herinn allt til ársins 1958.
Árið 1961 stofnaði hann fyr-
irtækið Kísil hf., sem í byrjun
stundaði innflutning á efnavöru.
Starfaði hann þar samhliða konu
sinni, Áslaugu, sem rak gler-
augnaverslunina Fókus. Frank
starfaði við fjölskyldufyrirtækið
allt til dauðadags og sinnti helst
innflutningi á matvöru og víni
frá Ítalíu síðustu árin. Frank var
kaþólikki og lagði mikla rækt við
trúna hin síðari ár og sótti mess-
ur í Landakotskirkju. Frank var
við góða heilsu alla sína ævi, og
lést eftir stutta sjúkrahúslegu.
Frank verður sungin sálu-
messa í Kristskirkju í Landakoti
í dag og hefst hún klukkan 15.
Jarðsett verður í Hólavalla-
kirkjugarði.
25. janúar 1952,
kvæntur Guðlaugu
Þórólfsdóttur, f. 21.
desember 1950. Son-
ur þeirra er Frank
Arthur Blöndahl
Cassata, f. 30. júlí
1983. Dóttir Guð-
laugar frá fyrra
hjónabandi er Chien
Tai Shill, f. í Sviss 6.
desember 1969, gift
Ágústi Valfells, f. 8.
janúar 1970. Synir
þeirra eru Ásgeir, f.
1. nóvember 1993,
Ólafur, f. 3. október 1996, og
Ágúst, f. í 13. maí 2004. 2) Sig-
hvatur Blöndahl Frank Cassata,
f. 19. júlí 1954, sambýliskona Sig-
rún Einarsdóttir, f. 29. júlí 1956.
Fyrrverandi eiginkona Sighvats
er Anna Björg Davíðsdóttir, f. 1.
apríl 1956. Börn þeirra eru: a)
Áslaug Heiður Cassata, f. 18. júlí
1974. Börn hennar eru Daníel
Atli, f. 24. júlí 1994, og Hera
Björg, f. 12. desember 1999. b)
Erlendur Blöndahl Cassata, f. 29.
maí 1978, kvæntur Lilju Ósk
Snorradóttur, f. 2. júní 1977.
Dóttir þeirra er Natalía Erla, f.
13. mars 2003. c) Kristíana Sarah
Cassata, f. 11. janúar 1991.
Frank var fæddur og uppalinn
í Brooklyn í New York, en for-
eldrar hans voru innflytjendur
Það eru blendnar tilfinningar
sem fara í gegnum huga mér við
fráfall tengdaföður míns Franks
Cassata. Þó að aldurinn hafi verið
hár og getan dvínandi kom andlát
hans eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Eftir öll okkar samskipti síð-
ustu ár, upp á hvern einasta dag,
er söknuðurinn mikill.
Það mætti segja að hann hafi
ekki átt neinn sinn líka, dugnaður-
inn var einstakur og orkan ótæm-
andi. Það kom svo greinilega í ljós
þegar Áslaug eiginkona hans
greindist með Alzheimer, hann
sinnti henni af einstökum dugnaði
svo eftir var tekið. Fráfall hennar
var honum erfitt og eftir lát henn-
ar dvínaði krafturinn.
Minningarnar eru margar þegar
Frank á í hlut. Upp úr stendur ást
hans á ítölskum mat og er hann
allra besti kokkur sem ég á ævi
minni hef kynnst. Má þá sérstak-
lega nefna hans einstöku pizzur,
rauðu sósuna og linsurnar. Allt eru
þetta hernaðarleyndarmál sem við
fjölskyldan eigum núna.
Frank veiktist að morgni og dó
að kveldi, hann var ekki að tvínóna
við hlutina frekar en fyrri daginn.
Hans síðustu orð til okkar voru
hvað við værum að hanga þarna,
hver væri „at the office“, business-
maður fram í fingurgóma.
Það fer um mig góð tilfinning að
hugsa til þess að nú hafa þau sam-
einast, Áslaug og Frank, og minn-
ist ég þeirra góðu hjóna með sökn-
uði, þakklæti og hlýju.
Guð blessi minningu þeirra.
Guðlaug.
Yfir hálf öld er nú síðan frænka
mín Áslaug Kjartansdóttir Ólafs-
sonar, augnlæknis, föðurbróður
míns, kom til landsins frá Ameríku
með eiginmanni sínum Frank
Arthur Cassata og með ungan son
þeirra Sigfús. Óhætt er að segja
að Frank var ekki tekið opnum
örmum af sumu tengdafólki sínu.
En Áslaug stóð fast með sínum
manni alveg fram í andlátið fyrir
nokkrum árum. Frank og Áslaug
voru mjög samrýnd hjón og unnu
lengst af saman í fyrirtækjum sín-
um og tóku saman þátt í félagslíf-
inu og ferðuðust mikið saman,
bæði í viðskiptaerindum og sér til
skemmtunar.
Frank lifði löngu lífi, í 97 ár,
og mestan tímann á Íslandi.
Fyrst var hann hér á stríðsárun-
um og kvæntist þá íslenskri
konu. Þau skildu og Frank flutt-
ist aftur til Bandaríkjanna. Þar
kynntust þau Áslaug á skemmtun
í Íslendingafélaginu.
Ég var enn unglingur er ég
kynntist Frank og áttum við mik-
il samskipti innan fjölskyldunnar
næstu 50 árin. Frank var afburða
heilsuhraustur fram á síðasta dag
og lifandi í andanum. Alltaf sí-
starfandi að viðskiptum og fram-
leiðslu, ræktandi garðinn sinn og
að viðhaldi á húsi fjölskyldunnar
og sumarbústað. Hann var sér-
staklega lífsglaður maður og
upplífgandi að hitta.
Fyrir nokkrum árum veiktist
Áslaug af alzheimer og gerði
Frank það þá að sínum æðsta
vilja að gera allt sem hann gat til
að gera henni tilveruna bæri-
legri.
Löngu lífi samlyndra hjóna er
lokið og votta ég sonum hans og
ættingjum öllum innilegustu
samúð mína.
Jóhann J. Ólafsson.
Frank Arthur Cassata
✝
Móðir okkar, amma og langamma,
GEIRÞRÚÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
áður Gertrud Block,
lést á Sólvangi Hafnarfirði sunnudaginn
28. desember.
Að ósk hinnar látnu fór útförin fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs
fyrir 12 ára umönnun og vináttu.
Auður Fríða Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
Arnar Róbertsson, Helga Kristín Sigurðardóttir,
Gunnar Gabríel Arnarsson, Davíð Karl Sigurðsson,
Auður Helen Arnarsdóttir, Melkorka María Sigurðardóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR
frá Þorleifsstöðum Blönduhlíð,
Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
6. janúar.
Jóhannes Þ. Ellertsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Margrét Ellertsdóttir, Danelíus Sigurðsson,
Málfríður Ellertsdóttir, Sveinn H. Guðmundsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES PÉTUR SIGMARSSON,
Borgarvegi 20a,
Njarðvík,
áður Hilmisgötu 1,
Vestmannaeyjum,
er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Helga Jóhannesdóttir,
Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir,
Sigmar Jóhannesson
og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
TRYGGVI EGGERTSSON,
Gröf á Vatnsnesi,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga
fimmtudaginn 8. janúar.
Kristín Jóhannesdóttir.