Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 35

Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 ✝ Unnur Eiríks-dóttir fæddist á Nýlendugötu í Reykja- vík 3. júní 1920. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 30. des- ember síðastliðinn. Móðir hennar var Val- gerður Kristín Hjart- arson Ármann hús- móðir, f. að Görðum í Norður-Dakóta 10. desember 1891, d. 2. desember 1972. Faðir hennar var Eiríkur Hjartarson, rafvirkja- meistari og skógræktarfrömuður, f. á Uppsölum í Svarfaðardal 1. júní 1885, d. 4. apríl 1981. Systkini Unnar eru Margrét píanóleikari, f. 1914, d. 2001, maki Þórarinn Björnsson skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri, f. 1905, d. 1968; Hlín garð- yrkjukona, f. 1916, d. 2003, maki Carl Brand starfsmannastjóri, f. 1918; Bergljót, kennari í listvefnaði, f. 1917, d. 1992, maki Eiður Her- mundsson trésmiður, f. 1920; Berg- þóra, húsmóðir og framreiðslukona, f. 1921, d. 2006, maki Níels Kristján Svane bifvélavirki, f. 1918, d. 2000; Valgerður Kristín húsmóðir, f. 1923, maki Michael Warrener verkfræð- ingur; Auður kennari, f. 1927, maki Andrés Gunnarsson rafvirkjameist- ari, f. 1926, d. 2006; Hjörtur Ármann framkvæmdastjóri, f. 1928, kona Þorgerður Árnadóttir húsmóðir, f. 1928, d. 2002, sambýliskona Margrét Leósdóttir, f. 1935. Unnur giftist 26. janúar 1946 Örlygi Sigurðssyni list- málara, f. 13. febrúar 1920, d. 24. október 2002. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Ólafsdóttir, hús- móðir á Akureyri, f. 1892, d. 1968 og Sigurður Guðmundsson, skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, f. 1878, d. 1949. Börn þeirra Unnar og Örlygs eru: 1) Sigurður myndlist- armaður, f. 1946, í sambúð með Ingi- björgu Einarsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, f. 1951. Dóttir Sigurðar og fyrrverandi sambýliskonu Hrefnu en Unnur gekk klukkutíma hvora leið í Æfingadeild Kennaraskólans, sem þá var staðsett á horni Lauf- ásvegar og Barónsstígs. Hún nam píanóleik við Tónlistarskólann, dvaldi í Englandi fyrir seinni heims- styrjöld og lærði þar ensku og prjónahönnun. Hún aðstoðaði föð- ursystur sína, Malínu, sem rak „Prjónastofuna Malín“ við hönn- unina. Hún aðstoðaði líka föður sinn, sem rak raftækjaverslun að Laugavegi 20b og hún sigldi til Bandaríkjanna í miðri heimsstyrj- öld til þess að kaupa inn raftæki í Þjóðleikhúsið fyrir föður sinn, en hann sá um allt rafmagn í húsið, sem þá var í byggingu. Á fjórða ára- tugnum flutti Unnur í Hafrafell í Laugardal, þar sem nú er Hús- dýragarðurinn. Þar bjó Malín föð- ursystir hennar, sem var henni sem önnur móðir. Þegar Unnur og Ör- lygur giftu sig, þá stofnuðu þau sitt heimili í Hafrafelli og bjuggu þar allt til ársins 1984, er hún og Örlyg- ur fluttu á Rauðarárstíg 24. Árið 1953 stofnaði Unnur „Verslunina Storkinn“ að Grettisgötu 3. Um 1959 flutti Storkurinn í Kjörgarð, sem var fyrsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Unnur seldi verslunina 1986, en starfaði þar til ársins 1990 er hún lét af störfum. Árið 1998 flutti Unnur einsömul að Skúlagötu 20, en Örlygur maður hennar var þá orðinn heilsuveill og var orðinn vistmaður á Droplaugarstöðum. Hún annaðist hann af trúmennsku og kærleika og heimsótti hann dag- lega fram á dánardægur. Unnur hafði mikla sköpunarþörf og var mjög listfeng. Á efri árum sótti hún stíft námskeið hjá Félagsstarfi aldr- aðra og lærði að sauma bútasaum. Hafði hún af þessu mikla ánægju og liggur eftir hana fjöldinn allur af einstaklega fallegum bútasaums- teppum og dúkum. Í mars 2007 missti hún heilsuna, lá fyrst á Land- spítalanum í Fossvogi og síðar Landakoti. Í apríl 2008 flutti hún á Hjúkrunarheimilið Sóltún, þar sem hún lést. Útför Unnar verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Steinþórsdóttur, f. 1949, er Theodóra Svala, starfsmaður LSH, f. 1978. Synir hennar og Tomislav Madic, fyrrverandi sambýlismanns, f. 1974 eru Viktor Gabríel, f. 2000 og Er- ik Alexander, f. 2002. Börn Sigurðar og Ingveldar Róberts- dóttur prófarkales- ara, fyrrverandi eig- inkonu hans, f. 1953 eru: a) Unnur Malín, skrifstofumaður og nemi, f. 1984, í sambúð með Arnari Sigurbjartssyni málara, f. 1965; b) Þorvaldur Kári tónlistarkennari, f. 1985, kvæntur Jóhönnu Rut Ingvarsdóttur nema, f. 1987; c) Arnljótur nemi, f. 1987; d) Gylfi nemi, f. 1990; og e) Valgerður nemi, f. 1992. 2) Malín, hönnuður og fyrrverandi verslunareigandi, f. 1950, í sambúð með Gunnlaugi Geirssyni lækni, f. 1940. Börn Mal- ínar og Jakobs Smára sálfræðings, fyrrverandi eiginmanns hennar, f. 1950 eru: a) Örlygur tónlistarmaður, f. 1971, kvæntur Svövu Gunn- arsdóttur, aðstoðarmanni lög- manna, f. 1976. Börn þeirra eru Mal- ín, f. 1998 og tvíburarnir Gunnar og Jakob, f. 2002; b) Bergþór, verk- fræðingur og tónlistarmaður, f. 1974, í sambúð með Ásdísi Björgu Jóhannesdóttur blaðamanni, f. 1980. Dóttir Bergþórs og Þórunnar Bald- vinsdóttur kennara, fyrrverandi sambýliskonu, f. 1975 er Heba, f. 2000; c) Unnur sálfræðingur, f. 1980, í sambúð með Friðriki Magnus eðl- isfræðingi, f. 1980. Synir þeirra eru Tómas, f. 2005 og Davíð, f. 2008. Unnur fluttist eins árs að Lauga- vegi 20b, en fjölskyldan bjó þar sem nú er veitingastaðurinn „Á næstu grösum“. Þar bjó hún til 9 ára ald- urs. Þá fluttist fjölskyldan í Laug- ardal, þar sem nú er Grasagarð- urinn. Þá var Laugardalur langt úr alfaraleið og langt að sækja skóla, Unnur Eiríksdóttir tengdamóðir mín andaðist 30. desember á ný- liðnu ári, 88 ára að aldri. Við dán- arbeð hennar varð mér hugsað til þess aldarfjóðungs sem kynni okk- ar hafa spannað er hún var full lífsorku. Mér leið alltaf vel í návist Unnar af því að hún var gegnheil og það var hægt að tala við hana tæpitungulaust og opinskátt um menn og málefni. Skoðanir hennar voru jarðtengdar og ummæli henn- ar um aðra voru aldrei særandi. Unnur var af þeirri kynslóð sem vildi af heilum hug bæta þjóðfélag okkar til þess að afkomendur mættu njóta betri lífdaga en þeir sem upplifðu frostavetur og felliár. Hún lagði sitt af mörkum með atorku sinni og skilaði drjúgu ævi- starfi. Hún átti foreldra sem höfðu skilning á því að menntun væri nauðsynleg til framgangs í lífinu. Unnur var listfeng og lærði að leika á píanó. Tónlistarnámið mót- aði smekk hennar fyrir sígilda tón- list og hún hafði píanóleikinn fyrir sig og fjölskylduna. Listfengi hennar fékk einnig farveg í hand- verki, prjónaskap, útsaumi og bútasaum. Hún starfaði um hríð fyrir föður sinn, Eirík Hjartarson, sem var einn af fyrstu rafvirkjum á Íslandi. Hann hafði mörg krefjandi verk- efni og var eitt þeirra að koma fyr- ir ljósabúnaði í Þjóðleikhúsið. Það þurfti að kaupa tækin og fór Unn- ur til Bandaríkjanna í miðjum kaf- bátahernaði í heimsstyrjöldinni síðari. Unnur lauk erindinu en fékk fyrirboða um að fara ekki með Goðafossi í nóvember 1944 í þeirri örlagaríku ferð er skipinu var grandað en hélt ótrauð heim til Íslands með næstu skipalest. Unnur stofnaði og rak versl- unina Storkinn sem í fyrstu seldi barnaföt en síðar prjónagarn sem var hennar sérsvið. Unnur giftist Örlygi Sigurðssyni listmálara 1946. Örlygur var frá- bær teiknari og málari og innleiddi húmor í íslenska málaralist enda var gamansemi hans náttúrutalent. Hann kallaði sig formann stjórnar Storksins með verkefni aðallega á sviði almannatengsla á Laugavegi, en það hefur eflaust fallið einvörð- ungu á herðar Unnar að sjá um driftina í versluninni. Allar götur hefur þurft að sýna dugnað og út- sjónarsemi við verslunarrekstur, en hann var fremur talinn eiga heima á verksviði karla á þessum tíma. Unnur var með öðrum orðum máttarstoð heimilisins í sköffun og um leið húsmóðir og móðir tveggja barna, sem kallaði á matargerð og heimilishald. Unnur var móðir og húsmóðir „par excellence“. Við sem kynntumst Unni eftir að heim- ili þeirra Örlygs, Hafrafell við Múlaveg í Laugardal hafði fengið hlutverk sem Húsdýragarðurinn, fengum að kynnast matarlist henn- ar við árvisst sprengidagsgildi sem hún hélt vandamönnum og vinum á Rauðarárstíg. Ég kveð Unni Eiríksdóttur með söknuði og ég er þakklátur fyrir að við skyldum verða samferða svo drjúgan spöl á vegferð okkar. Hún fékk helftarlömun fyrir tæpum tveimur árum sem hömluðu fóta- vist, en hugsun hennar var skýr nærfellt fram á síðasta dag. Hún naut góðrar hjálpar starfsfólks þeirra hjúkrunarstofnana þar sem hún dvaldi eftir að hún varð bund- in hjólastól, nú síðast á Sóltúni. Þökk sé þeim sem hjúkruðu henni. Gunnlaugur Geirsson. Elsku amma mín. Ég er búin að hugsa svo mikið um þig síðustu daga og allar stund- irnar okkar saman, öll skiptin sem við spiluðum saman á Rauðarár- stígnum, öll skiptin sem ég kúrði á milli ykkar afa og hlustaði á nota- legar hroturnar, þegar við vorum saman í London, þegar þú bjóst hjá okkur á Bjarkargötunni, þegar þú settist fyrir framan píanóið og spilaðir svo fallega, öll jólin sem þið afi voruð hjá okkur og þegar ég kom með strákana mína til þín í fyrstu skiptin og þú varst svo glöð. Minningarnar um þig eru svo óendanlega margar og allar svo góðar. Þú varst alltaf svo sterk og ákveðin og svo ótrúlega dugleg en á sama tíma alltaf svo yndislega hlý, góð og kærleiksrík. Betri ömmu en þig er ekki hægt að hugsa sér. Ég á alltaf eftir að sakna þín og er svo þakklát fyrir allar stund- irnar okkar saman. Þín dótturdóttir, Unnur. Þá er hún amma farin. Minning- arnar um góða konu og yndislega ömmu hrannast upp. Það er af svo mörgu að taka, en sérstaklega eru mér minnisstæðar allar góðu stundirnar með ömmu og afa í Hafrafelli og seinna á Rauðarár- stígnum. Við systkinin vorum alltaf velkomin, dyrnar stóðu alltaf opn- ar, ávallt fjör og nóg að gera. Hún amma mín kenndi mér svo margt og sagði mér frá svo mörgu. Hún átti alltaf lausa stund fyrir mig og gaf sér alltaf tíma. Amma lifði merkilega tíma og mér er alltaf ofarlega í huga þegar hún sagði mér frá því þegar hún ung sigldi fram og til baka til Bandaríkjanna í miðri síðari heimsstyrjöld. Kafbátar Þjóðverja voru allt um kring, þeir sökktu öllu sem flaut og ekkert öruggt skjól að finna. Þetta voru aldeilis ævintýri sem amma hafði lent í og mér þótti hún bæði hugrökk og dugleg. Ég sá hana og sé hana ennþá fyrir mér þar sem hún er ein á almyrkv- uðu skipinu á ísköldu Atlantshaf- inu. Hún kynntist svo afa og þau settust að í Laugardalnum sem varð síðar að ævintýraheimi mín- um. Það var ekki hægt að hugsa sér betri stað en hjá ömmu og afa í Hafrafelli og eru mínar ljúfustu bernskuminningar tengdar þeim góða stað. Ég fann alltaf fyrir ást- inni, hlýjunni og væntumþykjunni í minn garð og ég vona að það hafi verið gagnkvæmt því mér þótti alltaf svo vænt um ömmu. Ég sakna þín mikið elsku amma mín og vildi að þú hefðir getað ver- ið lengur hjá okkur við betri heilsu. Ég leyfi mér að vona að þú sért núna á góðum stað, laus allra þinna meina með afa brosandi þér við hlið. Þú mátt vita það að allar góðu stundirnar með ykkur afa í Hafra- felli eru mér ómetanlegar og munu ætíð ylja mér um hjartarætur. Ég mun aldrei gleyma þér elsku amma mín. Þinn ávallt elskandi dóttursonur, Örlygur Smári. Ég kveð þig með góðar minn- ingar í farteskinu og gleði yfir því að þú sért komin til Ögga þíns. Ég veit að þér líður betur og ég sé fyr- ir mér að hann hafi tekið á móti þér með bros á vör og faðminn op- inn. Þú skilur eftir góðar minningar, enda yndisleg manneskja með góða nærveru. Svo traust og áreiðanleg, hrein og bein. Það var ávallt skemmtilegt að vera í návist þinni og handverk þín munu alltaf minna okkur á góðu stundirnar með þér. Elsku amma, langamma, það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Við sjáumst síðar. Þín Svava. Nú er fallin rósin sem skreytti umhverfi okkar og er mikil eftirsjá að. Þú varst gleðigjafi öllum sem þér kynntust elsku Unnur. Hvort sem við vorum saman í saumaklúbb eða í stórveislum fjöl- skyldunnar var alltaf gaman og eftirsóknarvert að sitja nálægt þér, finna fyrir væntumþykju þinni í minn garð og hlusta á skemmti- legar frásagnir af samferðafólki þínu. Aldrei fann ég fyrir kynslóðabili þegar við ræddum um menn og málefni, þú hafðir svo skemmtilega sýn á mannlífið, kannaðist við flestalla enda búin að standa við afgreiðsluborðið í Storkinum í hálfa öld og leiðbeina prjónafólki landsins frá tveimur prjónum og upp úr. Það var góð fyrirmynd að heyra þig tala fallega um þessi ár og viðskiptavini þína, sem þú barst mikla hlýju til. Það var alltaf einhver mýkt og birta sem geislaði frá þér þó svo að ýmislegt hafi nú gengið á í lífinu eins og á jú auðvitað að gerast til þess að geta sagt að maður hafi nú lifað því. Gift einum þekktasta listamanni landsins, sem hafði hátt og var skemmtilegur með afbrigðum. Þið tengdust svo fallega saman, bætt- uð hvort annað svo skemmtilega upp. Hann sögumaður af Guðs náð, fyrirferðarmikill. Þú skilningsrík, umburðarlynd með gott skopskyn, sem allt traust var lagt á, hélst semsagt öllu í gangi, kjölfestan í lífi fjölskyldunnar. Handavinnan bar þig hálfa leið má segja því að ég man þig aldrei öðruvísi en með prjóna eða út- saumsnál og litaða þræði milli handanna, og eftir því sem umræð- urnar urðu áhugaverðari tifuðu verkfærin hraðar og mynduðu marglit mynstur. Líf þitt var fagurlega mynstrað og litríkt. Þú áttir góðan og langan starfs- feril í Storkinum. Þú varst góð eiginkona, góð móðir, góð amma og eftirsóknar- verð vinkona. Sofðu rótt Unnur mín. Þín vinkona, Hjördís Gissurardóttir. Við fjölskyldan höfum orðið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast Unni Eiríksdóttur. Hún stendur í hugskotinu sem brosandi og hjartahlýr vinur, hógvær, kankvís og skörp. Stutt var í fágað og hnyttið orðaval en þar eru sér- staklega minnisstæðar ánægjuleg- ar stundir þegar setið var til borðs á heimili Malínar og Gunnlaugs á jólum og önnur eftirminnileg til- efni. Tengsl Malínar og Unnar voru sterk og þess naut Rósa dóttir okkar þegar hún var gestkomandi á heimili Malínar og Gunnlaugs. Það var ávallt góð tilfinning að vita af Rósu í návist Unnar og Malínar og höfðu þau tengsl ómetanleg áhrif á þroska Rósu okkar. Við fengum að kynnast hæfileikum Unnar við handverksgerð, m.a. í glerlistaverkum og öðrum fagur- lega hönnuðum hlutum sem oft komu upp úr jólapökkum. Margir listagripir úr smiðju Unnar prýða heimili okkar í dag til minningar um sköpunarkraft hennar og gjaf- mildi. Það hefur verið Unni ómet- anlegur stuðningur að njóta ná- lægðar og hjálpsemi Malínar eftir að veikindin knúðu dyra og þrekið brast. Nú hefur Unnur hlotið hvíld en hún mun lifa áfram í minningu okkar. Björn Gunnlaugsson, Bríet Birgisdóttir. Unnur Eiríksdóttir Svo grætur landið loksins snjónum burt úr greipum vetrar gægist blár spegill birtir bláan himin blá fjöll blátt sólskin sumarlangur lognspegill liggur til hausts (Njörður P. Njarðvík.) Það má alveg ímynda sér að hugs- anir Huldu til Ísafjarðar hafi einmitt Ragnhildur Hulda Ólafsdóttir ✝ RagnhildurHulda Ólafs- dóttir fæddist á Látrum í Aðalvík 3. október 1918. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Hlév- angi í Keflavík mánudaginn 22. des- ember síðastliðinn og var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 30. desember. verið á þennan veg. Sennilega hefur hugurinn oft verið á Ísafirði eða á æsku- stöðvum hennar í Að- alvík, reglulega var komið vestur til að hlaða „batteríin“, og fjölskyldan heldur uppteknum hætti að vitja heimahaganna. Hulda og Árni ásamt börnum þeirra voru hluti af æsku okkar. Reglulegar heimsóknir bundu tryggðarbönd sem ekki hafa rofnað. Alltaf var Hulda jafn ljúf og eins og hún ætti í okkur hvert bein, og það var alltaf gott að hitta hana og alltaf var stutt í hláturinn hennar. Undir lokin var hún orðin ósköp þreytt – og við getum samglaðst henni að hafa fengið hvíld- ina. Hún hefur fengið góðar móttökur á nýjum slóðum, enda mátt sjá á eftir mörgum úr fjölskyldunni. Við systkinin kveðjum Huldu með góðum minningum og óskum henni góðrar ferðar. Ættingjum sendum við samúðarkveðjur. Unnar og Ólafsbörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.