Morgunblaðið - 09.01.2009, Síða 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
✝ Ólöf Benedikts-dóttir, mennta-
skólakennari, fæddist
í Reykjavík 10. októ-
ber 1919. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 30. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar Ólafar voru
Guðrún Pétursdóttir,
húsfreyja og kennari,
f. 1878, d. 1963 og
Benedikt Sveinsson
alþingismaður og
skjalavörður, f. 1877,
d. 1954. Börn þeirra
voru, auk Ólafar: Sveinn fram-
kvæmdastjóri, f. 1905, d. 1979, Pét-
ur alþingismaður og bankastjóri, f.
1906, d. 1969, Bjarni forsætisráð-
herra, f. 1908, d. 1970, Kristjana,
húsfreyja, f. 1910, d. 1955, Ragn-
hildur, stúdent, f. 1913, d. 1933 ,
Guðrún, húsmóðir og tvíburasystir
Ólafar, f. 1919, d. 1996.
Fyrri maður Ólafar var Guðjón
Kristinsson, kennari og skólastjóri,
f. 1918, d. 1988. Dóttir þeirra var
Guðrún, f. 22. janúar 1941, d. 17.
maí 2008. Hún var lengst af kennari
í Hagaskóla. Fyrri eiginmaður
hennar var Matthías Guðjónsson,
vélstjóri, f. 1933. Sonur þeirra er
Páll, geðlæknir, f. 1966, giftur
Ólöfu R. Björnsdóttur, myndlist-
armanni, f. 1963. Þau eiga tvö börn.
Seinni maður Guðrúnar var Hjálm-
ar Júlíusson , skipstjóri og síðar
fræðingur, f. 1977 í sambúð með
Thijs Jacobs, tónlistarmanni, f.
1978. Fyrrverandi sambýlismaður
Önnu var Einar P. Elíasson, f.
1935. Dóttir Björns og fyrri eig-
inkonu hans Helgu I. Pálsdóttur, f.
1930, d. 2004 er Unnur Steina,
læknir, f. 1959, gift Kristni H.
Skarphéðinssyni, vistfræðingi, f.
1956. Þau eiga tvö börn.
Ragnhildur, kennari, f. 20. októ-
ber 1948, gift Rúnari Ingibjarts-
syni, matvælafræðingi, f. 1954.
Dóttir Ragnhildar og Þórðar
Friðjónssonar, hagfræðings, f.
1952 er Sigríður, tölvunarfræð-
ingur, f. 1970 gift Sævari Birg-
issyni, verkfræðingi, f. 1969. Þau
eiga tvö börn.
Börn Ragnhildar og Rúnars eru:
Páll, háskólanemi, f. 1982, Ólöf, f.
1984, háskólanemi í sambúð með
Svavari Birgissyni, f. 1986. Þau
eiga eina dóttur. Ingibjörg og
Anna Vigdís, framhaldsskólanem-
ar, f. 1990.
Ólöf Benediktsdóttir lauk stúd-
entsprófi frá MR 1939. Hún lauk
BA prófi í ensku og dönsku árið
1960 og prófi í uppeldis- og
kennslufræðum 1966 frá HÍ. Ólöf
var kennari um árabil. Lengst af
kenndi hún dönsku við Mennta-
skólann í Reykjavík og áður
kenndi hún m.a. við Ingimarsskól-
ann í Reykjavík. Ólöf lét þjóðmál
mikið til sín taka og var m.a. for-
maður Hvatar, félags sjálfstæð-
iskvenna, frá 1972 til 1976 .
Útför Ólafar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
verkstjóri, f. 1938, d.
2003. Sonur þeirra er
Benedikt, forstjóri, f.
1977, giftur Sherry
Bout, hjúkrunarfræð-
ingi og fram-
kvæmdastjóra, f.
1971. Þau eiga þrjár
dætur.
Ólöf giftist 31.
ágúst 1946 Páli
Björnssyni, hafnsögu-
manni frá Ánanaust-
um, f. 27. febrúar
1918, d. 15. apríl
1986.
Foreldrar hans voru Björn Jóns-
son, skipstjóri frá Ánanaustum, f.
1880, d. 1946 og Anna Pálsdóttir,
húsfreyja frá Neðra-Dal í Bisk-
upstungum, f. 1888, d. 1961. Ólöf
og Páll eignuðust tvær dætur. Þær
eru:
Anna, lífeindafræðingur, f. 20.
maí 1947, gift Birni Sigurbjörns-
syni, plöntuerfðafræðingi, f. 1931.
Dætur Önnu eru: Ólöf, sérkennari,
f. 1964, gift Guðmundi Pálssyni,
tannlækni, f. 1964. Þau eiga fjögur
börn. Faðir Ólafar er Bolli Þór
Bollason, hagfræðingur, f. 1947.
Dætur Önnu og fyrrverandi eig-
inmanns hennar, Péturs Svav-
arssonar tannlæknis, f. 1948, d.
2004 eru Ingibjörg Hanna, fata-
hönnuður, f. 1970, gift Bas Mijnen,
stærðfræðingi, f. 1973, sem eiga
eina dóttur og Hrafnhildur, sál-
Elsku amma!
Mig langar að minnast ótal sam-
verustunda okkar með örfáum orð-
um.
Frá því að ég fæddist hefur
Sporðagrunn 12 skipað stóran sess í
lífi mínu og þar áttum við margar
góðar stundir saman. Þar ólst ég upp
fyrstu ár ævi minnar í góðu yfirlæti
hjá ykkur afa og á unglingsárunum,
þegar ég bjó á Ísafirði og var í
Menntaskólanum á Laugarvatni, var
alltaf tekið vel á móti mér þar. Þegar
ég hafði lokið stúdentsprófi árið 1984
flutti ég síðan aftur þangað með
Guðmundi mínum og eignaðist þar
fyrstu tvö börnin mín, Pál 1986 og
Önnu Þórunni 1990.
Á þessum árum var margt rætt og
mörg heilræðin fékk ég frá þér elsku
amma mín. Mig langar að segja frá
einu skemmtilegu samtali, sem þú
áttir við Pál son minn þegar hann
var fjögurra ára. Hann var þá niðri
hjá þér einu sinni sem oftar að ræða
málin og hafði þá á orði við þig af
hverju þú værir svona fín, búin að
baka og leggja á borð. Þú svaraðir
honum því að stelpurnar væru að
koma til þín og að þá væri alltaf mik-
ið fjör. Páll bað þá um að fá að vera í
fjörinu með ykkur stelpunum og
fékk það að sjálfsögðu með því skil-
yrði þó að klæða sig í fínni föt og
heilsa stelpunum kurteislega. Þegar
Páll hafði síðan setið prúður í dágóða
stund og heilsað nokkrum konum á
besta aldri, þ.e. um 70 ára, þá gat
hann ekki orða bundist, heldur
spurði þig hvenær stelpurnar kæmu!
Þetta finnst mér lýsa vel því hvernig
þú ræddir við alla sem jafningja.
Þegar ég flutti síðan í Grindavík
1992 og þú að Árskógum hittumst
við ekki eins oft en þó áttum við góð-
ar stundir saman þegar ég fékk að
gista hjá þér á meðan ég var í sér-
kennaranámi mínu og þá gafst þú
mér enn og aftur góð heilræði og við
ræddum ýmislegt er tengdist ævi-
starfi okkar, kennslunni, á einn eða
annan hátt.
Elsku amma mín ég vona að þér
líði vel. Ég gleymi þér aldrei.
Þín dótturdóttir
Ólöf Bolladóttir.
Þegar ég hugsa um Ólöfu ömmu
mína koma margar myndir upp í
hugann. Ég kveð konu sem hefur
verið til staðar, eins og klettur, allt
mitt líf. Afar manns og ömmur gegna
oft því hlutverki, enda líf þeirra oft
orðið settlaðra en foreldra manns
þegar maður er á barnsaldri.
Eins og hin þrjú barnabörn ömmu
sem voru af sömu „kynslóð“, Ólöf,
Ingibjörg og Sía, eyddi ég löngum
stundum á heimili hennar og Páls afa
í Sporðagrunni. Í minningunni er að
sjálfsögðu alltaf sumardagur í
Sporðagrunninu. Þar voru afi og
amma samhent og bættu hvort ann-
að upp á meðan afa naut við. Amma
gegndi lykilhlutverki þegar við urð-
um aðeins eldri. Hún var alltaf til
staðar, kenndi okkur að tala gott mál
og að haga okkur vel. Þolinmóð og
hlý, full af ást og kærleika. Jafn-
framt kröfuhörð og strangheiðarleg,
hvetjandi mann til góðra verka,
spyrjandi beittra spurninga um það
hvað maður ætti við í einhverjum
stílnum sem hún fór yfir hjá manni,
alveg til í að rökræða hinstu rök til-
verunnar fram eftir kvöldi. Gleymdi
fáu, hafði alltaf áhuga á því sem mað-
ur var að fást við og vildi hafa áhrif á
það hvert maður stefndi með hvatn-
ingu og stuðningi. Seinna, þegar ég
hafði búið lengi í útlöndum, þreyttist
hún ekki á að hvetja mig til að ljúka
mínum verkefnum og koma heim, til
að „skila mínu“. Sú skoðun hennar
var trúlega mesti áhrifavaldur þess
að ég flutti aftur til Íslands með fjöl-
skyldu mína. Þar réð held ég ekki
bara væntumþykja hennar til mín,
heldur líka einhvers konar ættjarð-
arást, ósk um ég „glataðist ekki
landinu“, jafnframt skýrri skoðun
um það að hver maður blómgist best
í sínum náttúrulega jarðvegi.
Flest ferðalög æsku minnar voru
með afa og ömmu í „Sporðó“ og
frænkum mínum. Þá var farið út og
suður í sumarhús stéttarfélaga afa
og ömmu um allt land og einu sinni
um Norðurlöndin. Það var oft
grunnt á því góða í aftursæti lítillar
Toyota Corollu og mesta furða
hversu þolinmóð afi og amma voru.
Margar af mínum bestu æskuminn-
ingum eru úr þessum ferðum með
ömmu minni.
Það er ekki auðvelt að lýsa Ólöfu
ömmu. Hún var að sumu leyti forn –
endurómur af sjálfstæðisbaráttunni,
alin upp af einstökum íslensku-
manni, í anda sjálfstæðisbaráttu og
framúrskarandi íslenskumanneskja
sjálf. Um leið óhefðbundin í hugsun,
lítt fyrir kreddur, kvenréttindakona
eins og móðir hennar sem var einn af
frumkvöðlum réttindabaráttu
kvenna á Íslandi. Ákveðin og skap-
mikil en á sama tíma hlý og blíð.
Amma ól mig að verulegu leyti
upp. Það er hverju barni hollt að
alast upp við ást og aðdáun og hvort
tveggja átti amma í ríkum mæli
handa mér sem og óbilandi trú á að
ég gæti það sem ég vildi. Jafnframt
kenndi hún mér að þótt manni mis-
tækist þá gerði það ekkert til, svo
framarlega sem maður hefði gert sitt
besta. Það er gott veganesti að hafa
út í lífið. Þegar ég hugsa til baka þá
sé ég stolta, snarpgreinda og glæsi-
lega konu sem ég elskaði og dáði. Ég
er óendanlega ríkur að hafa notið
ástar hennar og umhyggju svona
lengi. Ég og Ólöf kona mín þökkum
henni fyrir allt það góða sem hún gaf
okkur. Megi hún hvíla í friði.
Páll Matthíasson.
Lát Ólafar ömmu kom mér að
óvörum þótt síðustu fundir okkar
hefðu átt að búa mig betur undir það.
Það er víst þáttur í því að fullorðnast
að sætta sig við lífsferlið og sleppa
hendinni af þeim sem alltaf hafa ver-
ið hluti af veröld manns. Eftir að við
fluttumst til Reykjavíkur kynntist
ég afa og ömmu betur. Í afa fann ég
einn minn besta félaga fyrr og
seinna og í ömmu fann ég eina
ákveðnustu konu sem ég hef kynnst.
Í sakleysi bernskunnar var ég líka
viss um að hún, á einhvern undra-
verðan hátt, gæti allt. Hún gat búið
til loftkökur með því einu að snúa
sveif á matvinnsluvél, gat búið til
sultu úr berjum og hafði lesið allar
bækurnar á heimilinu sem fyrir mér
voru allar bækurnar í heiminum.
Reyndar viðurkenndi hún fyrir mér
stóreygðri og opinmynntri að hún
hefði nú ekki klárað þær allar. Þrátt
fyrir það var ég viss um að visku
hennar væru engin takmörk sett.
Mér þótti þá strax mikið til þess
koma hvað hún var tilbúin til að deila
miklu með mér. Oftar en ekki þegar
ég var að skoða ljósmyndirnar heima
hjá henni deildi hún með mér sögum
af fjölskyldunni sinni og frá lífinu í
„gamla daga“. Mér er það minnis-
stæðast hvernig hún lýsti fyrstu
fundum hennar og afa. Hún játaði að
það hefði kostað einhverjar fortölur
af bróður hennar hálfu að fá hana
með sér í heimsókn í Ánanaustin.
Hún sá þó ekki eftir því þar sem það
var í þeirri heimsókn sem hún hitti
þann stórmyndarlega mann sem
seinna varð afi minn. Eftir að afi féll
frá nokkrum árum seinna kom ég
reglulega til ömmu í hádegismat.
Hún kom fram við mig eins og full-
orðna manneskju þótt ég væri rétt
að komast á unglingsaldurinn. Það
var mér mikils virði og hef ég alltaf
búið að þessum hádegisfundum okk-
ar. Stuttu seinna kvaddi amma
Sporðagrunnið sem þá hafði verið
henni og mörgum fjölskyldumeðlim-
um heimili í gegnum árin. Hún flutti
upp í Árskógana þar sem hún átti
eftir að eiga margar góðar stundir
með vinum og kunningjum sem þar
bjuggu. Þegar ég var að nálgast tví-
tugt bjó ég um tíma hjá ömmu í Ár-
skógunum. Það var áhugaverður
tími og gátum við setið tímunum
saman og talað saman um liðna tíð. Á
þeim tíma stakk ég upp á því við
hana að fara í gegnum myndaalbúm-
in hennar og skrásetja minningarnar
hennar við myndirnar. Í dag harma
ég að hafa ekki komið því í verk.
Það mun taka sinn tíma að venjast
því að amma sé ekki lengur á meðal
okkar en nú er komið að kveðju-
stund. Ég er henni innilega þakklát
fyrir þær stundir sem við áttum
saman og allt það sem hún kenndi
mér.
Ég vaknaði af djúpum dvala
við dýrlegan hörpuóm.
Sál mína dreymir síðan
sólskin og undarleg blóm.
Ég fann hvernig foldin lyftist
og fagnandi tíminn rann,
með morgna, sem klettana klifu,
og kvöld, sem í laufinu brann.
Nú veit ég, að sumarið sefur
í sál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans,
svo fjötrar af huganum hrökkva
sem hismi sé feykt á bál,
unz sérhver sorg öðlast vængi
og sérhver gleði fær mál.
(Tómas Guðmundsson)
Hrafnhildur Pétursdóttir.
Við andlát Ólafar móðursystur
minnar lýkur kafla í lífi mínu. Hún
var yngst sjö barna hjónanna á
Skólavörðustíg 11, þeirra Guðrúnar
Pétursdóttur og Benedikts Sveins-
sonar, og jafnframt síðust þeirra til
að kveðja þennan heim. Reyndar
voru ekki margar mínútur milli
þeirra systra, Guðrúnar móður
minnar og Ólafar. Þær voru eineggja
tvíburar og ákaflega samrýndar alla
tíð. Ólöf hefur því verið mikilvægur
hluti af lífi mínu frá því ég man eftir
mér. Ein af mínum fyrstu minning-
um um Ólöfu var þegar við Tómas
bróðir vorum í pössun hjá þeim Páli í
Eskihlíð, þegar pabbi og mamma
voru í útlöndum, og ég vaknaði upp
einhverja nóttina og kallaði á Ólöfu
mömmu. Löngu seinna sá ég bréf
sem hún hafði þá skrifað mömmu til
Kaupmannahafnar þar sem hún
sagði henni að við værum bæði ósköp
þæg og góð, „sérstaklega Tómas“.
Mér fannst það óþarfa viðbót. Mikill
samgangur var milli heimila systr-
anna, ég held þær hafi heimsótt hvor
aðra daglega auk þess sem þær töl-
uðu langtímum saman í síma á hverj-
um degi og var þá oft erfitt að ná
símsambandi heim. Aldrei skorti
þær umræðuefni og þær voru næst-
um alltaf sammála. Þó kom það fyrir
að þær skelltu á eða ruku á dyr.
Ósættið stóð þó aldrei lengi og í þau
fáu skipti sem það kom upp voru þær
búnar að sættast áður en dagur var
úti og gætu aðrir tekið það til fyr-
irmyndar. Þær héldu alltaf saman
upp á afmæli sitt og var þá mikið
fjölmenni enda fjölskylda þeirra stór
og þær frændræknar. Ólöf var fróð
og skemmtileg, hafði mikinn áhuga á
þjóðmálum og sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum. Hún var mik-
il sjálfstæðiskona og tók virkan þátt í
starfi flokksins og naut þar virðing-
ar, var meðal annars formaður Hvat-
ar og í stjórn Landssambands sjálf-
stæðiskvenna. Ólöf kenndi um árabil
við Menntaskólann í Reykjavík. Hún
var góður kennari og gerði miklar
kröfur til nemenda sinna. Um það
get ég borið en hún kenndi mér
dönsku í einn vetur. Maður vogaði
sér ekki að koma óundirbúinn í tíma
til Ólafar, þótt ekki færi að öðru leyti
mikið fyrir heimalærdómi á þeim ár-
um, og gat frænkan ekki vænst
neinnar miskunnar frekar en aðrir.
Nemendur báru virðingu fyrir henni
og fyrstu mánuðina á haustin var
virðingin nokkuð blandin ótta.
Ég kom mikið á heimili þeirra
Páls, bæði sem barn og þá ekki síst
til að heimsækja dætur þeirra, en
líka eftir að ég varð fullorðin og dæt-
urnar voru fluttar að heiman. Þau
tóku alltaf vel á móti mér og mínum
og það var gaman að heimsækja þau.
Skömmu eftir að Páll lést um aldur
fram fyrir rúmum tuttugu árum
seldi Ólöf húsið í Sporðagrunni og
keypti sér íbúð í Árskógum. Þar átti
hún góð ár, kynntist skemmtilegu
fólki og undi sér vel. Fyrir nokkrum
árum fór heilsunni að hraka og síð-
ustu árin bjó hún á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ.
Guð blessi minningu Ólafar
frænku minnar.
Guðrún Zoëga.
Föðursystir mín og vinkona Ólöf
Benediktsdóttir er látin, áttatíu og
níu ára að aldri. Hún er síðust systk-
inanna, sem ólust upp á Skólavörðu-
stíg 11a, sem kveður, svo nú er Bensi
Sveins orðinn elstur í þessum hópi
frændgarðsins.
Seinni maður Ólafar frænku var
Páll Björnsson móðurbróðir minn.
Ég minnist fyrst heimilis þeirra og
stelpnanna: Guðrúnar stóru, Önnu
og Ragnhildar, í Eskihlíð 14. Þar var
boðið upp á hunangsköku og mjólk,
ég fann nú eiginlega aldrei bragðið
af hunangskökunni því ég tróð svo
miklu upp í mig til að fá aðra sneið.
Stundum fengum við líka að kaupa
krónuköku, þá hristi mamma höfuðið
og skildi ekkert í henni Ólöfu að láta
þetta eftir okkur. Ólöf minnti okkur
líka á mannasiðina þegar við
gleymdum þeim. Sitja bein í baki við
matarborðið og engir olnbogar uppi
á borði, gjörið svo vel.
Skólabækur voru gjarnan í sjón-
máli á heimili Ólafar frænku. Þær
fyrstu sem ég minnist hafa væntan-
lega verið hennar eigin. Á fertugs-
aldri fór hún í Háskólann og lauk
BA-prófi árið sem hún varð fjörutíu
og eins árs, það var ekki algengt í þá
daga. Lífsstarf hennar var kennsla
og hún kenndi ensku og dönsku í
Menntaskólanum í Reykjavík í ára-
tugi. Gamlir nemendur hennar
minnast hennar bæði af virðingu og
elsku. Allir sammála um að enginn
komst upp með moðreyk í tímum hjá
henni.
Ólöf var gáfuð kona, skemmtileg
og félagslynd. Hún gat verið svolítið
hvöss þegar þurfti að minna á
gleymda mannasiði eða annað jafn-
sjálfsagt. Hana skorti ekki skoðanir,
hvorki á mönnum né málefnum. Hún
var mikil sjálfstæðiskona og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn. Hún var mjög stolt af
frændum sínum sem gegndu opin-
berum embættum og hún var síður
en svo óánægð með okkur hin, jafn-
vel þótt við værum ekki sjálfstæðis.
Stundum fórum við frænkurnar út
að borða og fengum okkur þá Bene-
dictine-líkjör með kaffinu, það er við-
eigandi, sagði hún, nafnsins vegna.
Þá eins og endranær spjölluðum við
um heima og geima. Okkar helstu
áhugamál, hefði hún sagt og hlegið:
vísindi, bókmenntir og listir.
Á fullorðinsárum leitaði ég til
frændfólks míns Ólafar og Páls með
stórt og smátt og aldrei skorti þar
stuðning eða leiðsögn. Ekki er ofsög-
um sagt að þau hafi farið með mér í
gegnum sætt og súrt. Á kveðjustund
ber að þakka velvild og vinskap eins
og þann.
Við Kristófer, Guðrún og Baldur
Hrafn sendum systrunum Önnu og
Ragnhildi og allri fjölskyldunni hug-
heilar kveðjur og biðjum Guð að
blessa minningu Ólafar Benedikts-
dóttur.
Valgerður Bjarnadóttir.
Minningar mínar um frænku mína
og vinkonu, Ólöfu Benediktsdóttur,
eru óneitanlega samofnar minning-
um um fleiri frænkur og frændur í
stórfjölskyldu móður minnar. Allar
fimm Engeyjarsystur ásamt afkom-
endum sínum og eiginmönnum komu
jafnan saman á afmælum og fleiri
tyllidögum. Þjóðmál hvers tíma urðu
aldrei útundan í umræðunum. Fyrir
gat komið að ekki væru allir á einu
máli, en allir stóðu saman „ef á bját-
aði“, svo notað sé orðalag Ólafar
sjálfrar.
Þannig var hluti af bakgrunni
myndanna, sem ég á frá bernsku í
huga mínum af Ólöfu Benediktsdótt-
ur, ævinlega með Guðrúnu tvíbura-
systur sinni og oftar en ekki með
frænkunum sem voru jafnöldrur
þeirra, bekkjarsystur og vinkonur
alla ævi, þeim Ragnheiði Baldurs-
dóttur og Ragnhildi Halldórsdóttur.
Þessar fjórar ungu frænkur ásamt
yngri Háteigssystrunum þeim Krist-
ínu og Guðnýju settu að mínum dómi
mikinn svip á þessar samkomur.
Ólöf Benediktsdóttir