Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 39
mikill áhugamaður um ættfræði og
sýndi það við útkomu bókarinnar Frá
Aðalvík til Ameríku, sem kom út er
öld var liðin frá fæðingu afa okkar og
ömmu Sigríðar Jónu og Ólafs Helga,
með samantekt á ættum og rakningu
þeirra.
Þrátt fyrir að langt væri á milli
okkar vissum við alltaf vel hvor af öðr-
um og ræktarsemin sýndi sig í
skemmtilegum jólakortum með upp-
lýsingum um börnin og því vissum við
strax af því er Þorsteinn sonur þeirra
bættist í hópinn. Fyrir tæpu ári átti
ég þess kost í för til Egilsstaða að
heimsækja þau Lúðvík og Ásu. Þá var
uppgangur í lífi Íslendinga en margt
hefur breytzt síðan. Það var einstök
ánægja að ræða við Lúðvík og skoða
vinnustað og heyra hugmyndir, finna
kraftinn, hugmyndaauðgina og vilj-
ann til að koma hlutum í verk. Flestir
Íslendingar njóta verka hans en hann
átti mikilvægan þátt í að þýða Micro-
soft Word á Íslenzku. Sorglegt var að
heyra af veikindum sem lögðu þennan
myndarlega frænda minn að velli.
Minningin um síðustu heimsóknina
viku fyrir brottför úr þessum heimi
lifir.
Við Þórdís og börnin okkar færum
Ásu og börnum, Friðriki föðurbróður
og Diddu, konu hans, og öllum sem
eiga um sárt að binda innilegar sam-
úðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur
styrk og minningin um duglegan,
uppátækjasaman frænda lifir.
Ólafur Helgi Kjartansson.
Enginn veit hvar maðurinn með
ljáinn slær næst. Nú var það Lúlli,
þessi sómadrengur, er féll í valinn
langt fyrir aldur fram en við sem eftir
erum stöndum hnípin hjá.
Ég var ein af þeim sem voru svo
lánsamir að eiga Lúlla að, bæði sem
frænda og félaga. Við tengdumst þó
ekki aðeins í gegnum frændsemina
heldur einnig sameiginlegt áhugamál
okkar, ættfræðina. Fyrir rúmum 15
árum unnum við Lúlli, ásamt Ástu og
Tedda, móður- og föðursystkinum
okkar, saman að útgáfu rits um afa
okkar og ömmu, Sigríði Jónu Þor-
bergsdóttur og Ólaf Helga Hjálmars-
son. Í ritinu voru lífshlaupi þeirra
hjóna gerð skil, niðjatal og framættir
raktar. Lúlli vann stórvirki í framætt-
arrakningunni og er ekki ofsögum
sagt að oft fór hann á kostum er hann
var að útlista fyrir okkur hinum hina
ýmsu og skrautlegu „ættfeður“ okk-
ar, þótt sumir væru langt fram í ættir
og hefðu á sér misjafnt orðspor, þá
væru þetta engu að síðu forfeður sem
við yrðum að gangast við! Ég get ját-
að það hér að við Lúlli vorum mjög
stolt af því að geta sagt með sanni að
við værum afkomendur vestfirskra
galdramanna með meiru.
Það var Lúlla mikið hjartans mál
að halda vel utan um frændgarðinn og
er hann féll frá var hann langt kominn
með svipað rit um móðurfjölskyldu
sína. Það var hans einlæg ósk að því
verki yrði haldið áfram og munum við
leggjast á eitt við að ljúka því í minn-
ingu hans.
Elsku Ása, Kristín Guðrún, Anna
Sigga, Þorsteinn, Didda, Friðrik og
stórfjölskyldan. Ykkar missir er mik-
ill og votta ég ykkur mína innilegustu
samúð. Að lokum sendi ég ykkur
þessar ljóðlínur frá ömmu minni,
Guðrúnu Magnúsdóttur:
En ævinnar starf og alla dyggð
með einlægri þökk skal gjalda,
þó skjótt yrði sál hans sorta skyggð
og sigi í helgidjúp alda,
því minningin léttir hjartans hryggð
og hefst yfir myrkrið kalda.
Ólöf S. Björnsdóttir.
Þegar ástvinir eru kvaddir hrann-
ast minningarnar upp og þær eru
margar um hann systurson minn
Lúðvík Friðriksson, sem lést 30. des-
ember sl.
Sem ungur snáði var hann stund-
um í pössun hjá okkur hjónum ef for-
eldrarnir þurftu að bregða sér af bæ
og þar sem ekki vantaði hugmynda-
flugið í þennan unga fjörkálf var eins
gott að líta ekki of lengi af honum. Við
fórum því oft með hann í bíltúr enda
gott að hafa auga með honum þar.
Það fannst honum skemmtilegt og þá
okkur ekki síður í félagsskap hans.
Ungi maðurnn óx úr grasi, fór í
langskólanám og eignaðist sína eigin
fjölskyldu. Leiðir okkar lágu áfram
saman innan stórfjölskyldunnar og
ekki síst þegar hann tók að rekja ætt-
ir forfeðra sinna. Í það lagði hann um-
talsverða vinnu og átti þar vísan
stuðning síns fólks. Voru verk hans
komin vel á veg þegar hann féll frá, en
meðal annars sem hann vann að var
ættarsaga móðurömmu sinnar Alexíu
Pálsdóttur og nefndi hann handritið
Alexíuætt. Er ánægjuleg til þess að
vita að þessari vinnu hans verði haldið
áfram.
Minningin lifir um góðan dreng.
Erla S. Lúðvíksdóttir.
Fyrir viku var ég við útför móð-
ursystur minnar, Huldu Ólafsdóttur,
sem lést í hárri elli, þreytt lífdaga.
Þetta varð dapurlegri stund en ella
hefði verið vegna þess að annað
dauðsfall varð í fjölskyldunni daginn
áður. Lúðvík Friðriksson, frændi
minn og æskuvinur, varð að játa sig
sigraðan eftir skammvinn, en illvíg
veikindi. Þarna voru ástvinir Lúðvíks
mættir til að fylgja Huldu síðasta
spölinn, en það var varla við því að bú-
ast eins og sakir stóðu. Þau voru
þarna að kveðja kæra systur og ein-
staka frænku, þrátt fyrir þá þungu
sorg sem þau báru í hjarta.
Leiðir okkar Lúðvíks skárust
vegna þess að foreldrar okkar voru
systkini og við vorum á svipuðum
aldri. Lúðvík var tveimur árum eldri
en ég, sem var þónokkuð mikill ald-
ursmunur þegar við vorum litlir
strákar. Hann var það sem núna
myndi vera kallað „ofvirkur“ sem
barn. Þannig man ég það að minnsta
kosti. Hann þurfti alltaf að koma öll-
um sínum hugdettum í framkvæmd
án tafar, og það var nokkuð sem
mörgu fullorðnu fólki þótti ekki auð-
velt að takast á við. Honum gekk aldr-
ei illt til, hann ætlaði aldrei að skap-
rauna neinum, honum lá bara svo
mikið á. Heima hjá mömmu var hann
samt alltaf velkominn og þess vegna
urðum við vinir og ólumst dálítið upp
saman.
Mér var bent á það um daginn að ef
ég vildi hitta hann áður en það yrði of
seint skyldi ég ekki láta það dragast.
Mér hefur aldrei þótt auðvelt að tak-
ast á við erfiðleika annarra, eða sýna
samúð á sorgarstundu, en ég fann að
nú varð ég að vera stór strákur. Ekki
fyrir hann, heldur fyrir mig. Þetta var
fremur vandræðaleg stund, enda höf-
um við ekki umgengist í áratugi. Ég
vissi ekki hvað ég átti að segja og
sennilega varð þetta ekkert þægi-
legra fyrir Lúðvík. Haukur, bróðir
hans, kom svo inn á stofuna að vitja
bróður síns og það lífgaði upp á and-
rúmsloftið. Það varð til þess að auð-
veldara var að slaka á og spjalla. Það
var greinilegt að þeir voru sín á milli
búnir að horfast í augu við það sem
koma skyldi.
Eftir á helltust yfir mig hugsanir
og minningar og ég sé svo eftir að
hafa ekki sagt eitt og annað. Mig
langaði að segja honum hvað ég ætti
margar góðar minningar um hann og
það sem við gerðum saman sem börn.
Mig langaði líka til að þakka honum
fyrir að nenna að leika við mig, og
fræða mig um allt það sem hann vissi
og gat, þó að ég væri þetta mikið
yngri. Sérstaklega græt ég þó að hafa
ekki sagt honum hvað ég sé eftir að
hafa ekki haft vit á að rækta vináttu
okkar, en þess í stað leyft henni að
fjara út.
Ég finn innilega til með ykkur sem
eftir lifið og voruð honum nánastir.
Mér er fullljóst að missir ykkar er
mikill.
Theodór Gunnarsson.
Elsku Lúlli frændi, við kveðjum þig
með miklum söknuði. Það er svo ótelj-
andi margt sem þú hefur gert fyrir
okkur. Sérstaklega munum við eftir
öllum helgunum sem þú eyddir við að
hjálpa okkur að læra stærðfræðina,
þér tókst að kenna okkur það sem
kennurunum okkar tókst ekki og það
hefur heldur betur skilað sér. Enda-
laust hafðirðu af þolinmæði til að fara
með okkur í gegnum lærdóminn,
þetta var ómetanleg hjálp. Það var
líka oft sem við fengum að koma og
nota tölvuna þína til að skrifa ritgerð-
ir, eða þú komst og reddaðir tölvunni
okkar þegar á þurfti að halda.
Þú gafst okkur alltaf góð ráð, sama
hvort það var vegna skóla, vinnu eða
bara um lífið og tilveruna. Við gátum
alltaf verið vissar að sama hvað var
rætt, málið var nálgast af virðingu og
þú dæmdir aldrei. Það var líka svo
gaman að spjalla við þig því þú
greindir málin alltaf eins og sannur
verkfræðingur, og það sem þurfti að
takast á við var bara verkefni.
Við höfum lært margt af þér og höf-
um vonandi tileinkað okkur þessa
góðu kosti þína. Við erum óendanlega
þakklátar fyrir að hafa haft þig í þrjá-
tíu ár, og hefðum svo gjarnan viljað
eiga önnur þrjátíu með þér.
Alma og Hulda.
Hinn 29. desember kvaddi hann
Lúlli frændi okkar þessa jarðvist, því
miður ekki gamall að aldri. Þykir okk-
ur ósanngjarnt að hann hafi ekki
fengið að vera lengur meðal okkar og
munum við sakna hans sárt. Þrátt
fyrir að Lúlli hafi eflaust vitað að
hann myndi lúta í lægra haldi fyrir
krabbameininu, sérstaklega núna á
seinasta mánuðinum, þá sagði hann
við mörg okkar í fjölskyldunni að
þetta væri ekki búið, hann væri ekki
búinn að gefa upp alla von. Ætli hann
hafi ekki að einhverju leyti verið að
veita okkur huggun sem eftir erum og
þótti svo vænt um hann. En þar fyrir
utan var Lúlli einfaldlega mjög já-
kvæður maður.
Lúlli var snjall maður og mikill
viskubrunnur, og höfum við systurn-
ar leitað til hans þegar okkur hefur
vantað hjálp með stærðfræði eða eðl-
isfræði. En Lúlli var líka frábær
kennari og með eindæmum þolinmóð-
ur. Það voru ófá skiptin sem pirring-
urinn var komin upp úr öllu valdi hjá
manni vegna skilningsleysis, og þá
sagði Lúlli alltaf með jafnmikilli þol-
inmæði: „Viltu nú ekki bara taka þér
smá pásu?“ Þolinmæði og yfirvegun
var án efa einn af stærstu kostum
Lúlla. Ekki svo löngu áður en Lúlli dó
sagði hann að vonandi fengi hann
tækifæri til að kenna fleirum af ung-
viðinu. Því miður varð hvorki honum
né okkur af þeirri ósk hans.
Lúlli var einnig mjög ættfróður og
getum við öll verið þakklát fyrir alla
þá vinnu sem hann hefur lagt í ætt-
fræðina, það erum við systurnar
a.m.k.
Við kveðjum elsku frænda okkar
með miklum söknuði og vonum, elsku
Lúlli, að þér líði vel þar sem þú ert
núna. Elsku Ása, Kristín Guðrún,
Anna Sigga og Þorsteinn, við sendum
ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur
og viljum að þið vitið að við verðum
alltaf til staðar ef þið þurfið á okkur að
halda.
Ykkar frænkur
Fríða, Katrín og Eyrún.
Þegar við vinkonurnar í Sogamýr-
inni og Stóragerði stofnuðum sauma-
klúbbinn okkar fyrir margt löngu
varð til sterkur hópur vinkvenna sem
tengst hafa enn sterkari böndum eftir
því sem árin líða. Með tímanum bætt-
ust síðan makar við og úr varð stór og
þéttur vinahópur sem átt hefur sam-
an margar ánægjustundir bæði á
ferðalögum innanlands og utan,
gönguferðum, veiðiferðum og í mat-
arboðum sem hafa verið mörg í tím-
ans rás.
Lúðvík kynntist Áshildi Þorsteins-
dóttur vinkonu okkar á árunum upp
úr 1970 og hefur verið hluti af vina-
hópnum frá upphafi. Ása og Lúlli
giftu sig 7. desember 1974 og hafa þau
átt kærleiksríkt hjónaband alla tíð
síðan.
Það duldist engum sem kynntist
Lúlla að þar fór drenglyndur, tryggur
og lífsglaður maður. Marga kosti
mætti nefna aðra en einlægur vilji
hans og áhugi á að kynna sér öll mál
til hlítar vöktu ávallt athygli og marg-
ar góðar frásagnir höfum við upplifað
frá Lúlla um það nýjasta í tæknimál-
um, dægurmálum og jafnvel ættfræði
sem átti hug hans allan síðustu ár.
Þegar vinahópurinn ferðaðist til
Bandaríkjanna árið 2005, og sigldi
þaðan um Karabíska hafið, sá Lúlli
um alla skipulagningu og komu þar
berlega í ljós hæfileikar hans til að
undirbúa allt af mikilli nákvæmni og
að kynna sér allt sem skipti máli og
ekki síst þá staði sem heimsóttir voru
og var hægt að fletta upp í Lúlla um
mannfjölda, sögu og menningu hvers
staðar fyrr og nú. Aldrei var komið að
tómum kofunum þegar Lúlli var ann-
ars vegar.
Íslensk náttúra og stangveiði var
eitt af áhugamálum Lúlla og með
stöngina að vopni við fallegt vatn á
Arnarvatnsheiðinni var hann í sínum
draumaheimi, þar naut hann sín til
fullnustu með fjölskyldunni eða í
góðra vina hópi.
Lúlli og Ása fluttust á Egilsstaði á
árinu 2007 og þar naut Lúlli sín á nýj-
um vettvangi við stjórn verktakafyr-
irtækisins Malarvinnslunnar. Fyrr á
síðasta ári fór fram kynning á Odd-
fellowreglunni á Egilsstöðum með það
í huga að stofna þar nýjar stúkur. Þau
hjónin fengu bæði strax mikinn áhuga
á Oddfellowreglunni og fór Lúlli
fremstur meðal jafningja í að vinna að
stofnun þessara nýju stúkna. Eldmóð-
ur hans og áhugi fyrir þessu nýja
áhugamáli fór ekki á milli mála og
hefði Oddfellowreglan án nokkurs
vafa eignast sterkan liðsmann ef ör-
lögin hefðu ekki tekið svo harkalega í
taumana.
Lúlli greindist með illvígan sjúk-
dóm sl. haust sem að lokum lagði hann
að velli en allan tímann gekk Lúlli
fram af æðruleysi og bjartsýni og ætl-
aði ekki að láta í minni pokann. Góður
vinur er nú horfinn á braut og er hans
sárt saknað. Fjölskyldu Lúlla, Ásu og
börnum þeirra, Kristínu, Önnu Siggu
og Þorsteini, sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Vinkonurn-
ar í saumaklúbbnum
Agnes, Ásdís, Helga, Kristín
og Sigríður og makar.
Það er sárt að þurfa að kveðja Lúð-
vík, kæran vin sem nú er farinn langt
um aldur fram. Ég á margar góðar
minningar um Lúðvík. Hann var með
einstakan persónuleika, alltaf jákvæð-
ur og einstaklega fróður um fólk og
málefni.
Við Lúðvík kynntumst vorið 2002
þegar hann kom til starfa hjá verk-
fræðideild Varnarliðsins. Fljótlega
hófst með okkur góður vinskapur sem
varað hefur alla tíð síðan. Lúðvík var
mjög ráðagóður og ég leitaði oft til
hans með hugleiðingar bæði á okkar
sameiginlega fagsviði og um ólík mál-
efni vítt og breitt. Þessi ár hjá Varn-
arliðinu voru að mörgu leyti sérstakur
tími, bæði gefandi og skemmtilegur,
en þegar fór að síga á seinni hlutann
með brottför hersins fór í hönd upp-
lausnartími sem reyndi mikið á starfs-
fólk. Á þessum erfiðu tímum komu
persónueiginleikar Lúðvíks greinilega
í ljós. Það var jákvætt og uppbyggilegt
hugarfar sem hann hafði ávallt að leið-
arljósi sem var mikill styrkur fyrir
okkar deild og aðra sem þarna unnu.
Það er mikill heiður og forréttindi
að hafa fengið að kynnast Lúðvíki. Ég
kveð hann með þakklæti, virðingu og
söknuði. Eftir lifa minningar um ein-
stakan mann og góðan vin. Ég sendi
eiginkonu hans, Áshildi Þorsteinsdótt-
ur, og allri fjölskyldu hans mínar inni-
legustu samúðarkveðjur og bið að Guð
gefi ykkur öllum styrk til að takast á
við sorgina.
Kolbeinn Björgvinsson.
Elsku Lúlli. Ég gleymi því aldrei
þegar við stelpurnar vorum á leiðinni í
útilegu einhvern föstudaginn, þegar
Anna hringir og spyr hvort við stelp-
urnar viljum ekki bara koma heim til
ykkar í Barrholtið svo þú getir pakkað
í bílinn. Hann pabbi er svo góður í því,
sagði hún. Við höfum hlegið að þessu
síðan. En það má nú samt segja að
akkúrat þetta atvik lýsi þér hvað best;
úrræðagóði og hjálpsami pabbinn,
sem fannst aldrei neinar spurningar
fáránlegar og var alltaf boðinn og búin
að hjálpa manni við hin ýmsu verkefni
og svara ótrúlegustu spurningum. Ég
hef svo sannarlega fengið að njóta
góðs af því. Ég verð alltaf þakklát fyrir
hvað heimili ykkar Ásu hefur alltaf
staðið mér opið og held ég að margir
vinir barna þinna séu sammála mér
þar. Undanfarna daga hef ég mikið
hugsað um það hversu óréttlátt og
óraunverulegt það sé að þú sért virki-
lega farinn. En ég get ekki ímyndað
mér annað en að þú farir stoltur mað-
ur frá okkur. Að þú getir litið til baka
og verið ánægður og glaður með af-
raksturinn.
Elsku Ása, Anna, Kristín og Þor-
steinn, megi minning um góðan og
heiðarlegan mann styrkja ykkur í
sorginni. Ég trúi því að við hittumst
aftur, takk fyrir allt Lúlli minn. Þín
Ásdís.
Við kveðjum góðan félaga úr starf-
semi Héraðsverks með söknuði.
Kynni okkar af Lúðvíki voru ekki
langvinn, en þau voru góð. Hans góðu
samskiptaeiginleikar, dugnaður og
áhugasemi nýttust til fulls. Lúðvík sat
í stjórn Héraðsverks ehf. á umbrota-
tímum og lagði sitt af mörkum við far-
sæla þróun hjá Héraðsverki ehf. síð-
asta misserið, þrátt fyrir krefjandi
ytri aðstæður. Með starfi sínu ávann
Lúðvík sér virðingu og við munum
sakna hans.
Kæra Áshildur og börn. Við vottum
ykkur samúð okkar. Missir ykkar er
mikill. Megi góðar minningar verða
ykkur styrkur í sorginni.
F.h. stjórnar og starfsfólks
Héraðsverks,
Hilmar Gunnlaugsson.
Vinur okkar og félagi er fallinn frá,
aðeins 56 ára að aldri. Það minnir
okkur á, að ekkert er sjálfgefið og
gerir okkur þakklát fyrir hvert ár,
sem við lifum. Ég er þakklátur fyrir
að hafa fengið að kynnast Lúðvíki,
þegið hans góðu ráð og notið örlætis
hans, því að hann gaf af þekkingu
sinni og verkum án þess að ætlast til
umbunar. Betri félaga get ég ekki
hugsað mér.
Hann veiktist í vor og það varð ekki
fyrr en í haust, sem í ljós kom, að
krabbinn hafði greinzt hjá honum.
Engan bilbug var að finna á Lúðvíki
og hann ætlaði að einbeita sér að því
að láta sér batna. Hinn 9. desember
ætluðum við BT-félagarnir að hittast,
en þá var félagi okkar orðinn svo
máttlítill, að hann varð að fara á
sjúkrahús og ekkert varð af fundin-
um. Eftir það hrakaði Lúðvíki hratt,
en hann náði þó að komast heim fyrir
jól og dó þar í faðmi fjölskyldunnar
milli jóla og nýárs.
Við heimsóttum Lúðvík í veikind-
um hans og dáðumst að æðruleysi
hans. Hugsunin var skörp sem aldrei
fyrr og hann gaf góð ráð. Oft fannst
mér eins og hann væri þremur árum
eldri en ég en ekki yngri og var gott
að bera undir hann álitamál allt til
þess síðasta. Fjölskyldan umvafði
hann á sjúkrahúsinu og heima í veik-
indum hans og var hjartnæmt að sjá
umhyggjuna, sem hún sýndi honum.
Ég kynntist fyrst Lúðvíki, þegar
hann kom til starfa á Verkfræðideild
Varnarliðsins frá Ratsjárstofnun
Varnarliðsins. Hann tók við mínu
fyrra starfi og þurfti eðli málsins sam-
kvæmt að spyrja mig nokkrum sinn-
um um þau verk, sem hann tók að
erfðum eftir mig. Hann náði undra-
fljótt tökum á starfinu, þótt það væri
ólíkt því, sem hann hafði fengizt við
áður. Hann var vanur rekstri, en brá
sér í nýtt gervi hönnuðar og sýndi það
glöggt aðlögunarhæfni hans.
Við kynntumst enn betur síðar,
þegar við sóttum saman námskeið
Brians Tracys yfir eina helgi í Há-
skólabíói. Upp úr því mynduðum við
ásamt þremur öðrum félagsskap um
lífsspeki Brians Tracys. Við hittumst
nokkrum sinnum á ári okkur til
ánægju og mikils gagns. En svo urðu
breytingar á okkar högum, þegar
bandaríski sjóherinn yfirgaf Ísland.
Hópurinn dreifðist eftir þetta til
ólíkra starfa, en hélt þó saman. Lúð-
vík hóf störf hjá „Nýju húsi“ sem
framkvæmdastjóri, en lét af þeim
starfa, því að hann gerði sér afar ljósa
grein fyrir ábyrgð sinni í þeirri stöðu.
Síðar hóf hann störf sem fram-
kvæmdastjóri hjá Malarvinnslunni á
Egilsstöðum. Hann stóð sig afar vel í
verkefnaöflun og að koma traustum
grunni undir fyrirtækið. Þau Ása kon-
an hans fluttu austur og komu sér fyr-
ir á Egilsstöðum. Þá var orðið langt á
milli okkar en þó náðum við BT-fé-
lagar að nýta heimsóknir Lúðvíks til
Reykjavíkur og var alltaf gaman að
hittast.
En minningin um góðan dreng
deyr ekki og við BT-félagarnir sökn-
um hans sárt. Við vottum samúð okk-
ar Áshildi, eftirlifandi konu Lúðvíks,
foreldrum hans, börnum og systkin-
um.
Egill Þórðarson verkfræðingur.
Minningar 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009