Morgunblaðið - 09.01.2009, Qupperneq 41
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
sumir hafa fylgt mér alla tíð síðan,
auk þess sem ég kynntist öllum
systkinum hans pabba sem var elstur
barna ömmu. Öll umgengust þau
mig, ömmustrákinn, sem litla bróður
og fékk ég þar ótakmarkaða athygli,
ást og umhyggju sem ég bý að enn í
dag.
Ekki var ríkidæminu fyrir að fara í
Hrauni en ömmu tókst með dugnaði
og útsjónarsemi að láta allt ganga
upp. Aldrei fannst mér neitt skorta á
heimilið þó að þar hafi oft verið
mannmargt og sennilega þungt í búi.
Mörgum sinnum laumaði hún pening
í lófann minn og fylgdu oftast með
orð um að ég mætti alls ekki segja
neinum frá því. Þessu hélt hún áfram
alla tíð og það er ekki lengra síðan en
í ágúst síðastliðnum að ég þurfti að
hafa mikið fyrir því að sannfæra hana
um að ég þyrfti ekki á peningum að
halda. Svona var amma, alltaf að létta
undir með öðrum. Sem ungur maður
hélt ég mikið til í Hrauni og það var
sama hve seint á ferðinni maður var,
ósjaldan var komið langt fram á nótt
þegar heim til ömmu var komið. Allt-
af tók hún á móti mér og færði mér
eitthvað að borða og drekka til að ég
færi ekki svangur í háttinn.
Með ömmu er gengin ein af mestu
alþýðuhetjum sem byggðu þetta land
og það er erfitt að gera sér í hug-
arlund allar þær breytingar sem hún
hefur upplifað, allt frá því að hún ólst
upp í torfbæ snemma á síðustu öld til
dagsins í dag. Hún og hennar kynslóð
byggðu upp velferðarþjóðfélagið með
dugnaði sínum og ósérhlífni og aldrei
heyrði ég hana kvarta undan hag sín-
um, þrátt fyrir að eflaust hafi lífið oft
verið erfitt. Þremur dögum áður en
hún lést brosti hún, þessi litla kona,
enn sínu blíðasta brosi til mín þegar
ég kvaddi hana í síðasta sinn.
Elsku amma, það er skrítið til þess
að hugsa hvað lítil kona eins og þú
getur skilið eftir sig stórt skarð, ég á
alltaf eftir að sakna þín og hugsa um
þig með endalausri ást og virðingu.
Vertu sæl, amma mín, ég vona að
góður guð taki þig í faðm sinn eins og
þú tókst svo oft á móti mér og öllu
þínu fólki. Skilaðu kveðju til pabba,
Sigga afa og allra hinna sem þú hittir.
Skúli Sævarsson.
Tilkynningar
Kröfukaup
Kaupum kröfur á eftirfarandi félög:
Hagar hf., Bónus hf., Aðföng hf., Exista hf.
Sé eindagi innan 3ja mánaða: 47,5%
Sé eindagi innan 6 mánaða: 35%
Sé eindagi innan 12 mánaða: 12,5%
Staðgreiðsla í boði.
Fleiri félög, t.d. gamlir bankar, í skoðun.
Vinsamlega lýsið kröfum á netfangið
eagleF9@hive.is sem fyrst.
Kröfukaupahópurinn.
✝ Hannes Björg-vinsson fæddist í
Reykjavík 11. mars
1945. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut annan
dag jóla, 26. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Katr-
ín Ragnhildur
Magnúsdóttir, f. á
Hellissandi 4. janúar
1923, og Jón Björgvin
Magnússon frá
Eystri-Loftsstöðum í
Gaulverjabæj-
arhreppi, f. 20. desember 1921, d. 4.
nóvember 1996. Albróðir Hannesar
er Jón M., f. 18.2. 1943. Hálfsystkini
sammæðra eru Grétar Ó., f. 6.1.
1949, og Inga Hanna, f. 21.12. 1952,
Guðmundarbörn. Hálfsystkini sam-
feðra eru Ragnheiður, f. 3.5. 1948,
Páll, f. 11.4. 1951, Magnús, f. 12.6.
1952, og Björgvin, f. 2.1. 1954.
Hannes ólst upp í Reykjavík hjá
móður sinni og stjúpföður, Guð-
mundi Ingimundarsyni, í fjöl-
skylduhúsunum fyrst á Eiríksgötu
33 og síðar á Lynghaga 10. Hann
var mörg sumur í sveit á bænum
Kletti í Reykholtsdal í Borgarfirði
hjá sæmdarhjónunum Jóneyju
Jónsdóttur og Einari Sigmunds-
syni, sem eru bæði látin. Hann undi
hag sínum vel í sveitinni hjá þeim
hjónum og tóku þau honum með
ástúð og reyndust honum vel alla
tíð. Að loknu skyldu-
námi fór hann að
vinna ýmis almenn
verkamannastörf.
Hann vann m.a. lengi
hjá Byggung, hjá fyr-
irtæki Péturs Jóhann-
essonar húsasmíða-
meistara, við
Sigölduvirkjun og
víðar, en lengst af
vann hann hjá Eim-
skip hf., síðar Flytj-
anda hf. sem bílstjóri
á gámaflutn-
ingabílum og gat það
oft verið erfitt og krefjandi starf. Í
þessu starfi var hann í yfir tuttugu
ár eða þar til hann hætti vegna
veikinda. Hann hafði áhuga á sil-
ungsveiði og stundaði hana þegar
hann var yngri, einnig varð ljós-
myndun áhugamál hjá honum
seinna. Hann hafði yndi af ferðalög-
um og fór nokkrar ferðir utan og
heimsótti m.a. bróður sinn og fjöl-
skyldu hans til Bandaríkjanna þeg-
ar þau bjuggu þar og ferðaðist þá
talsvert um. Hann fylgdist vel með
frændsystkinum sínum og sýndi oft
í verki umhyggju fyrir þeim. Hann
hélt alltaf góðu sambandi við móð-
ur sína og aðstoðaði og hjálpaði
henni á allan hátt og studdu þau
hvort annað dyggilega.
Hannes verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Hannes, bróðir minn, er dáinn,
hann kvaddi á hátíð ljóssins annan
dag jóla. Hann varð að lúta í lægra
haldi fyrir manninum með ljáinn,
eftir langvarandi og harða baráttu
við illvígan sjúkdóm.
Samvera okkar var ekki mikil á
fyrstu árunum þar sem ég ólst upp
vestur á Sandi hjá afa og ömmu,
en hann í Reykjavík og Borgar-
firði. En eftir að ég flutti suður
vorum við saman á Lynghaganum
og deildum herbergi í kjallaranum
í góðu sambýli við gömlu hjónin
Jóhönnu og Ingimund, en herberg-
ið okkar var jafnan kallað „hrúta-
kofinn“.
Hannes var mjög ungur þegar
hann slasaðist og hlaut varanleg
brunasár, aðallega í andliti, það
voru því ófáar spítalalegurnar sem
hann fór í gegnum næstu árin á
eftir til þess að reyna að fá ein-
hverja bót og lagfæringu á andlit-
inu. Nærri má geta að það hefur
reynt á svo ungan dreng og vafa-
lítið haft varanleg áhrif á hann.
Margt kemur upp í hugann að
leiðarlokum. Eins og þegar ég fór í
heimsókn að bænum Kletti í Reyk-
holtsdal þar sem Hannes dvaldist
alltaf í sveit á sumrin. Hann var
svo ánægður að sýna mér allt,
skepnurnar, umhverfið og ána sem
þar rennur hjá. Einnig þegar hann
kom vestur á Sand með mömmu að
heimsækja okkur afa og ömmu og
við fórum að veiða niður í fjöru og
í Höskuldsá og urðum auðvitað
votir í lappirnar.
Eða þegar hann eignaðist fyrstu
skellinöðruna sína og þeysti á
henni út um allan bæ, þá var gam-
an að lifa. Og hvað hann var
ánægður þegar við vorum að mála
nýju íbúðina hans í Krummahól-
um, hann þá búinn að eignast sína
fyrstu íbúð. Hannes var hávaxinn
og myndarlegur á velli og mikið
gæðablóð, hæglátur í framkomu og
hafði góða nærveru, en hann var
einfari og það varð hlutskipti hans
að búa einn en hann virtist una því
ágætlega.
Hann var mjög barngóður og
fylgdist með frændsystkinum sín-
um og bar hag þeirra fyrir brjósti.
Hún móðir okkar átti aldeilis hauk
í horni þar sem Hannes var og
létti hann henni dagana á alla lund
og sér hún nú á eftir góðum dreng.
Hannes greindist með krabba-
mein fyrir um 5 árum en hann tap-
aði aldrei voninni um bata og
kvartaði aldrei þó að erfiðar lækn-
ismeðferðir reyndu mikið á hann.
Fráfall ástvinar kemur alltaf jafn
mikið á óvart þó að vitað sé að
hverju stefnir, þá er svo margt
sem er ósagt og ógert og allt er
um seinan. Minningin lifir, en eng-
inn má sköpum renna.
Hannes minn, þín verður sárt
saknað. Hvíldu í friði. Þinn bróðir
Jón M. Björgvinsson.
Við minnumst föðurbróður okk-
ar, Hannesar Björgvinssonar, með
hlýju og væntumþykju. Hann var
góður og hæglátur maður sem
ávallt sýndi okkur áhuga og um-
hyggju. Við hittum Hannes oftast
hjá ömmu og var gott að njóta
samvista við hann í góðu yfirlæti á
Lynghaganum. Okkur þótt alltaf
vænt um Hannes og fundum til
með honum í veikindum hans. Við
vottum ömmu, pabba og systkinum
Hannesar okkar innilegustu sam-
úð.
Þuríður, Katrín og
Sólborg Jónsdætur.
Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik þér ei úr máta.
Varast spjátur, hæðni, hlátur,
heimskir menn sig státa.
Mér datt í hug þessi staka úr
Heilræðavísum Hallgríms Péturs-
sonar er ég minnist Hannesar
Björgvinssonar í örfáum orðum.
Ég kynntist Hannesi fyrir tæpum
40 árum er ég giftist inn í fjöl-
skyldu hans. Hannes var feiminn
og til baka en ég skynjaði strax að
þar fór vandaður maður bæði til
orðs og æðis. Ungur að árum lenti
hann í hræðilegu slysi, hann
brenndist illa í andliti og er ég
sannfærð um að þetta slys mark-
aði djúp spor í allt hans lífshlaup.
Ég átti ekki lengi samleið í fjöl-
skyldu hans en ég fylgdist með í
fjarlægð, hélt tryggð við móður
hans, Katrínu, hina mætu og góðu
konu. Þau mæðginin voru mjög ná-
in og er sárt fyrir Katrínu sem
sjálf hefur orðið fyrir miklum
heilsubresti að kveðja nú son sinn.
En eigi má sköpum renna.
Hannes var alla tíð einhleypur
og barnlaus og starfaði hann lengi
sem bílstjóri hjá Eimskip eða á
meðan heilsan leyfði.
Pabbi minn, sem féll frá í des-
ember árið 2003, og Hannes voru
góðir félagar. Þeir voru líkir að
upplagi, báðir feimnir og til baka,
en þeir náðu vel saman, kynntust
er þeir unnu saman við smíðar. Ég
man að pabbi talaði oft um Hann-
es, vin sinn, en það voru ekki
margir í lífi pabba míns sem hann
talaði um sem vini sína. Þeim
fannst báðum ljúft að dreypa á
guðaveigum er þeir hittust þá
losnaði líka um málbeinið hjá þeim
og fór þeir á flug saman vinirnir,
en allt var í góðu og aldrei var
neinum hallmælt. Ég veit að núna
fer vel á með þeim vinunum og
hafa þeir ugglaust tekið þráðinn
upp að nýju. Ég votta Katrínu og
systkinum Hannesar mína dýpstu
samúð, megi minningin um góðan
dreng lifa. Far þú í friði fagra sál.
Sigfríður Þórisdóttir.
Hannes Björgvinsson stóðum við félagarnir einhverjahelgina úti í garði í norðanbáli og
reyndum að mála húsið. Ég fór þá
með fyrsta erindið í Áföngum
Jóns Helgasonar og þóttist karl í
krapinu. Jónas tók við og fór með
öll hin erindin án þess að reka í
vörðurnar. Sagði svo að lokum,
þetta er déskoti vel ort hjá Jóni.
Horfði síðan á mig kankvís og
spurði: Kanntu Fjallið Skjald-
breiður eftir Jónas?
Á árum áður þótti ekki tiltöku-
mál þó tappi væri stundum dreg-
inn úr flösku í lok dags í vinnu.
Þannig var stundum með eigend-
ur og starfsmenn hjá þessum
gömlu heildverslunum í Reykjavík
og var slíkri háttsemi lengi vel
sýnd mikil þolinmæði, bæði af
stjórnendum og fjölskyldum.
Meiri agi var þó á fjölskyldu-
mönnum en einstaklingum. Jónas
var einstæðingur og er mér ekki
kunnugt um, að hann hafi nokk-
urn tíma verið í sambúð. Þannig
veröld getur verið erfið og vissu-
lega komu tímar þegar það mátti
merkja hjá Jónasi vini mínum. En
fyrir um það bil 30 árum síðan tók
Jónas sig til og setti punkt fyrir
aftan það tímabil, hafði ekkert
sérstaklega hátt um það, gerði
þetta bara ganske pent og með
miklum bravör.
Jónas var barngóður, kurteis,
tillitssamur gagnvart samferðar-
fólki og hjálpfús. Þegar við unnum
saman á sumrin á byggingarvö-
rulagernum hjá H.Ben á Suður-
landsbrautinni var til siðs að rölta
upp Hallarmúlann í Múlakaffi
tvisvar á dag í kaffi. Það var heil-
mikið uppeldi fólgið í því fyrir
unglingsdreng að fá að eiga menn
eins og Jónas og fleiri karaktera
að vinum og félögum á þessum ár-
um og hlusta á þá fara yfir mál
líðandi stundar.
Guð blessi minningu Jónasar
Jónssonar.
Kristinn Björnsson.
Meira: mbl.is/minningar
V i n n i n g a s k r á
36. útdráttur 8. janúar 2009
Harley Davidson FatBoy
+ 3.200.000 kr. (tvöfaldur)
3 8 0 8 6
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
3 7 0 8 8 4 5 0 0 2 5 4 5 2 9 6 5 8 2 7
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
9358 14639 37949 55144 71864 77563
12353 23830 41294 64136 77509 78583
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
4 6 8 1 0 9 2 3 2 0 2 1 7 3 2 5 1 2 4 3 9 8 9 5 0 5 9 4 6 5 0 6 4 7 2 1 7 1
8 0 7 1 1 2 0 6 2 0 6 5 9 3 3 4 1 5 4 4 0 9 2 5 0 8 1 1 6 5 1 8 4 7 2 3 4 9
1 0 7 6 1 1 9 4 3 2 1 3 9 7 3 4 1 3 7 4 4 3 1 7 5 3 0 9 7 6 5 2 1 8 7 3 2 0 0
1 2 4 5 1 3 9 3 3 2 2 0 3 2 3 4 5 2 4 4 4 5 9 2 5 3 2 5 4 6 6 4 2 4 7 3 2 6 2
3 0 6 1 1 4 8 0 9 2 2 7 5 3 3 6 1 3 2 4 6 0 3 7 5 4 2 3 8 6 6 5 9 9 7 3 3 5 4
3 9 9 4 1 4 8 2 6 2 3 6 4 7 3 6 2 5 4 4 6 0 6 2 5 5 6 5 6 6 6 8 0 5 7 3 7 6 5
4 2 4 1 1 5 3 6 3 2 5 5 1 2 3 6 2 7 4 4 8 4 6 6 5 5 7 2 8 6 8 0 1 4 7 5 1 6 5
5 0 6 9 1 7 5 6 7 2 6 0 5 8 3 6 4 2 3 4 8 5 2 3 5 8 0 9 4 6 8 3 8 5 7 6 3 2 1
6 5 5 7 1 7 8 4 0 2 7 2 9 1 3 7 4 5 3 4 9 0 2 7 6 0 0 9 9 6 8 6 0 0 7 8 7 3 4
8 1 7 1 1 8 0 7 2 2 7 3 3 1 4 0 0 0 7 4 9 4 8 1 6 0 9 2 7 7 0 9 8 6
8 4 6 3 1 9 0 5 0 2 8 7 0 5 4 2 2 2 2 4 9 6 5 8 6 1 2 5 2 7 1 1 2 9
8 6 9 4 1 9 0 6 6 3 0 4 5 4 4 2 3 7 5 5 0 1 3 9 6 2 8 1 4 7 1 6 3 3
1 0 3 7 4 1 9 8 3 3 3 1 3 4 5 4 2 8 9 0 5 0 2 0 3 6 4 9 3 8 7 1 9 9 7
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
1 9 9 1 2 8 9 5 2 2 2 4 1 3 3 3 4 5 4 6 1 8 5 5 1 1 7 1 6 1 7 3 6 7 3 3 0 2
1 5 7 9 1 3 5 6 6 2 2 6 8 0 3 3 4 1 7 4 6 2 8 1 5 1 6 9 0 6 1 9 2 2 7 3 4 2 6
2 1 0 2 1 5 0 9 5 2 3 0 6 8 3 4 3 6 8 4 6 3 7 5 5 2 2 9 3 6 1 9 9 4 7 3 4 4 8
2 4 4 3 1 5 5 0 1 2 3 5 1 0 3 4 4 9 0 4 6 4 5 1 5 3 7 5 9 6 2 1 6 6 7 3 5 5 7
3 2 7 3 1 5 9 5 8 2 3 5 9 1 3 5 0 2 6 4 6 4 9 1 5 3 8 4 3 6 3 5 6 3 7 3 7 1 6
3 2 8 1 1 6 0 2 1 2 3 6 3 5 3 5 8 9 1 4 6 9 1 1 5 4 5 0 0 6 4 1 1 5 7 4 1 9 2
3 3 3 4 1 7 2 7 3 2 4 0 9 9 3 6 0 5 9 4 6 9 3 9 5 4 5 0 6 6 4 2 0 7 7 4 1 9 7
3 3 7 3 1 7 4 5 2 2 4 1 7 9 3 6 1 0 8 4 7 2 2 1 5 4 5 6 6 6 4 3 8 2 7 4 2 7 1
3 9 8 3 1 8 2 4 0 2 4 8 4 2 3 6 2 2 8 4 7 4 3 6 5 4 6 7 1 6 4 7 7 9 7 4 4 1 6
4 0 0 2 1 8 3 7 5 2 5 2 3 1 3 6 2 3 2 4 7 5 1 9 5 5 0 5 7 6 4 8 3 6 7 4 5 1 2
4 7 3 3 1 8 6 8 5 2 5 2 9 6 3 7 0 7 0 4 7 6 3 9 5 5 4 4 3 6 5 6 9 9 7 4 5 4 7
4 8 2 9 1 8 7 1 6 2 5 6 6 2 3 8 0 0 8 4 7 6 6 4 5 5 4 5 0 6 5 9 6 6 7 5 0 3 5
5 6 7 1 1 8 7 1 8 2 5 7 8 2 3 8 2 1 2 4 7 6 7 2 5 5 8 3 3 6 7 3 5 6 7 5 4 9 8
6 4 5 8 1 8 8 9 5 2 5 9 7 3 3 8 4 2 4 4 8 1 2 7 5 6 0 7 6 6 7 4 2 7 7 5 5 3 0
6 8 4 8 1 9 1 2 6 2 6 0 3 8 3 9 2 9 6 4 8 1 5 0 5 6 1 0 3 6 7 8 4 5 7 5 6 1 2
7 1 4 6 1 9 2 3 7 2 6 7 2 9 3 9 8 3 7 4 8 2 3 4 5 6 1 6 8 6 7 8 8 4 7 5 9 6 9
7 2 0 5 1 9 3 5 4 2 6 9 2 1 4 0 0 6 8 4 8 3 8 1 5 6 5 4 0 6 8 1 4 9 7 6 0 7 3
7 5 5 6 1 9 5 0 9 2 7 6 1 2 4 0 1 7 5 4 8 7 9 1 5 6 5 4 7 6 8 2 1 1 7 6 1 3 5
8 0 9 8 1 9 6 2 0 2 7 8 8 9 4 0 4 6 0 4 8 8 6 2 5 6 6 2 0 6 8 2 9 0 7 6 5 6 4
8 2 7 4 1 9 7 5 2 2 7 8 9 9 4 1 0 7 1 4 9 0 3 7 5 6 6 8 0 6 8 4 5 0 7 7 2 6 6
8 8 3 8 1 9 8 0 2 2 8 2 0 0 4 1 3 0 4 4 9 5 0 9 5 6 7 8 9 6 9 1 2 2 7 7 6 0 6
9 0 6 5 1 9 8 6 1 2 8 2 6 8 4 1 3 3 3 4 9 6 0 0 5 7 6 3 9 6 9 3 6 8 7 7 8 8 5
9 2 7 6 1 9 9 7 0 2 8 6 3 8 4 1 6 1 8 4 9 7 0 5 5 7 7 3 1 6 9 7 1 4 7 8 0 4 4
9 3 2 9 1 9 9 7 4 2 8 7 1 2 4 1 9 5 7 4 9 7 2 9 5 8 7 7 1 7 0 3 6 1 7 8 5 0 8
9 4 3 5 2 0 4 4 7 2 9 1 0 6 4 1 9 7 6 4 9 8 2 1 5 9 1 2 6 7 0 3 9 8 7 8 8 2 5
9 8 1 3 2 0 8 5 9 2 9 4 5 2 4 2 5 2 4 4 9 9 0 4 5 9 5 9 8 7 0 4 1 9 7 9 9 7 7
1 0 4 6 4 2 0 9 3 3 2 9 5 7 8 4 2 6 0 7 4 9 9 2 5 5 9 7 4 5 7 1 1 4 5
1 0 7 4 6 2 1 0 4 6 2 9 7 0 6 4 3 6 8 6 5 0 1 5 5 5 9 8 5 3 7 1 6 4 6
1 1 0 8 6 2 1 1 4 3 3 0 6 7 4 4 3 8 8 8 5 0 4 7 8 6 0 4 4 0 7 1 7 7 7
1 1 3 3 0 2 1 4 9 3 3 2 5 8 4 4 5 3 1 3 5 0 5 4 2 6 0 6 4 3 7 2 1 8 5
1 1 5 4 8 2 1 9 5 6 3 2 8 4 6 4 5 5 6 7 5 0 7 5 4 6 1 1 2 6 7 2 1 9 2
1 2 2 7 5 2 2 1 2 3 3 2 9 2 5 4 5 7 7 0 5 0 8 8 9 6 1 4 5 7 7 3 1 6 8
Næstu útdrættir fara fram 15. janúar, 22. janúar & 29. janúar 2009
Heimasíða á Interneti: www.das.is