Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 44
44 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
Orð dagsins: Því ég segi yður: Héðan í
frá mun ég eigi drekka af ávexti
vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur.
(Lk. 22, 18.)
Alveg getur það ært Víkverja þeg-ar hann fer í netbankann sinn að
sjá þar alls kyns fjárkröfur frá hinum
og þessum sem Víkverji hefur aldrei
undirgengizt. Það stoðar lítt að vilja
ekki greiða, Víkverji getur ekki fjar-
lægt kröfurnar af reikningi sínum og
bankinn segist ekki geta það heldur.
Eina leiðin er að Víkverji hringi í við-
komandi og biðji hann að falla frá
kröfunni. Af hverju? Ekki hringja
þessir kröfuhafar í Víkverja og spyrja
hvort hann vilji borga og þeir megi þá
setja kröfuna á reikninginn hans.
Einni undantekningu frá þessu man
Víkverji eftir í fljótu bragði. Það var
fulltrúi MS-félags Íslands sem hafði
samband og spurði hvort skuldfæra
mætti Víkverja fyrir ákveðinni upp-
hæð.
Víkverji veit að hann getur falið
reikninga í netbankanum. Það breytir
þó ekki því að kröfurnar eru áfram á
lífi og bara tilhugsunin er afskaplega
pirrandi svo Víkverji segi ekki meira.
Víkverji vill geta loka reikningi sínum
með sama hætti og hann getur látið
setja merki við símanúmer sitt og
losnað þar með undan alls kyns
kvabbi.
x x x
Nú er Helgi Daníelsson aftur kom-inn á Skagann. Af því tilefni rifj-
ast upp fyrir Víkverja saga af Helga
og öðru knattspyrnugoði Skaga-
manna, Ríkharði Jónssyni sem nýlega
var útnefndur heiðursborgari Akra-
ness. ÍA átti að spila við lið í Reykja-
vík. Á tilsettum tíma voru aðeins
Helgi og Ríkharður mættir af ÍA-
mönnum og dómarinn taldi einsýnt að
fresta leiknum. En þeir félagar héldu
nú ekki. Þú passar markið og gefur
svo langa bolta fram, þar sem ég sé
um afganginn, sagði Ríkharður. Og
Helgi var til í slaginn. Í hálfleik stóð
5-0 fyrir ÍA.
Þegar kom fram í seinni hálfleik
mundi Ríkharður allt í einu eftir því að
hann hafði lofað að klára að mála íbúð
akkúrat þennan dag. Hann kvaddi því
Helga með þessum orðum. Ég þarf að
skreppa frá og mála íbúð. Þú heldur
markinu hreinu á meðan. Þegar Rík-
harður kom aftur í blálokin var staðan
óbreytt og lokatölurnar urðu 6-0 fyrir
Skagamenn. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 keipa, 4 laska,
7 starfið, 8 ófús, 9 elska,
11 topp, 13 fræull, 14
fugla, 15 móðguð, 17
sterk, 20 skar, 22 erfð,
23 steins, 24 stéttar, 25
vesælla.
Lóðrétt | 1 dugnaður, 2
dulan, 3 ráða við, 4 innsti
hluti dals, 5 ásaka, 6
hagnaður, 10 trjábörk-
ur, 12 vel látin, 13 vín-
stúka, 15 stoppa í, 16 aft-
urkalla, 18 kvendýrum,
19 skordýra, 20 lof, 21
hræðslu.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fyrirmuna, 8 lykil, 9 lindi, 10 ull, 11 gárar, 13
afrek, 15 hvolf, 18 eldur, 21 lof, 22 fulla, 23 angan, 24 af-
rakstur.
Lóðrétt: 2 yrkir, 3 illur, 4 molla, 5 nánar, 6 flog, 7 virk,
12 afl, 14 fól, 15 hæfa, 16 orlof, 17 flaka, 18 efans, 19
duggu, 20 röng.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Á réttri leið.
Norður
♠8542
♥G95
♦KD5
♣G103
Vestur Austur
♠76 ♠DG93
♥2 ♥K43
♦ÁG1087 ♦6432
♣ÁD974 ♣62
Suður
♠ÁK10
♥ÁD10876
♦9
♣K85
Suður spilar 4♥.
Það er erfitt að koma út frá vest-
urhendinni með tóma gaffla og einspil
í trompi, en í ljósi sagna gerði vestur
sér vonir um einspil í laufi hjá makk-
er sínum og lagði niður ♣Á. Glanna-
legt útskot, en byggt á því að austur
hafði stutt tígulsögn vesturs og þar
virtist lítið að hafa. Er útspilið mis-
heppnað?
Nei, vestur er á réttri leið, en hann
má ekki spila smáu laufi í öðrum slag.
Ef hann gerir það kemst sagnhafi inn
í borð til að svína í trompinu og tekur
ellefu slagi. Vörnin sem bítur er að
spila laufdrottningu næst til að halda
sagnhafa á heimavígstöðvum. Suður
spilar væntanlega tígli, en vestur
hoppar upp með ásinn og gefur
makker sínum laufstungu. Austur
kemst svo skaðlaust út á ♠D og fær
annan slag á trompkóng.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Kjaftasögur um eða frá vini
skemmta þér í dag. Leyndarmálið á bak
við velgengni þína er að þú gerir alltaf
þitt besta.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Misskilningur og tafir hafa sett svip
sinn á líf þitt að undanförnu. Taktu þér
tak, annars áttu á hættu að verða um-
svifalaust dæmdur amlóði.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Óvænt atvinnutilboð eða aðferð-
ir til þess að auka tekjur þínar gætu bor-
ist þér í dag. Sérstaklega er hyggilegt að
velta fyrir sér þeim mistökum sem hafa
orðið.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Allt virðist ganga þér í haginn og
sjálfsagt að njóta þess. Haltu þínu striki
og þá munu draumar þínir rætast. Talaðu
ljóst þegar þú segir öðrum skoðanir þín-
ar.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Mundu að deila velgengni þinni með
þeim sem standa þér næst. Fólk dáist að
því af hve miklum þokka þú kemur fram
við annað fólk.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er hætt við að einhver valdi
þér vonbrigðum í dag. Haltu því ótrauður
áfram og fylgdu málinu allt til enda.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú ert að glíma við verkefni sem
krefst mikils af þér. Innst inni leiðist þér
fyrirsjáanleg rútínan og þú leitar eftir
spennu og einhverju óvenjulegu frá heim-
inum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Taktu það rólega. En hafðu
andvara á þér, því fyrr en varir geturðu
þurft að hafa fyrir hlutunum aftur.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert að velja fólk til að
hjálpa þér með verkefni. Ef menn taka
þig ekki eins og þú ert er það þeirra
vandamál.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þær áköfu samræður sem þú
átt við ástvin eiga eftir að koma þér úr
jafnvægi. Athygli vinnufélaganna beinist
að þér svo notaðu tækifærið þér í hag.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú getur lært heilmargt um
sjálfa/n þig af samræðum þínum við aðra í
dag. Leyfðu þeim að flæða, þótt ekki sé
það allt jafnskemmtilegt, sem þú upplifir.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú hefur heilbrigðan metnað til að
komast áfram og átt að leyfa honum að
leiða þig. Gættu þess að ofmetnast ekki
þegar allir vilja hrósa þér fyrir árangur
þinn í starfi.
Stjörnuspá
9. janúar 1964
Tunnuverksmiðjan á Siglu-
firði brann til ösku og fjörutíu
manns misstu atvinnu sína.
Tjónið nam milljónum króna.
9. janúar 1986
Tilkynnt var að Hafliði Hall-
grímsson hlyti tónskáldaverð-
laun Norðurlandaráðs fyrir
verkið Poemi.
9. janúar 2006
Íslendingar urðu 300.000, að
mati Hagstofu Íslands. Íbúa-
fjöldinn náði 100.000 árið 1925
og 200.000 árið 1967.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Jónína Magn-
úsdóttir, hús-
móðir og sauma-
kona, er níræð í
dag, 9. janúar.
Jónína býður
ættingjum og
vinum til kaffi-
samsætis í safn-
aðarheimili
Laugarneskirkju laugardaginn 10.
janúar frá kl. 15 til 19.
90 ára
ÓTTAR ætlar að fagna afmælinu með því að halda
frekar fjölmenna veislu heima hjá sér. Aðspurður
segir hann eftirminnilegasta afmælisdaginn vera
þegar hann varð 21 árs. Hann átti afmæli á sunnu-
degi en daginn áður útskrifaðist hann úr mennta-
skóla og hélt útskriftarveislu. „Þetta var í raun
sameiginleg veisla og hún var nokkuð skrautleg,“
segir Óttar og vill ekki lýsa henni nánar en bætir
þó því við að vinir hans tali enn um veisluna.
Óttar er nemi í iðnaðarverkfræði við Háskóla
Íslands en í sumar stefnir hann þó að því að halda
á heimaslóðir til Bolungarvíkur en þar býr fjöl-
skylda hans. Auk þess að vinna stefnir hann að því að sinna áhuga-
málum sínum sem eru fótbolti og golf. Óttar æfir með BÍ/Bolungarvík
en síðasta sumar fór liðið úr 3. deild og upp í 2. „Það var ótrúlega mik-
il stemning og áhugi fólks á fótbolta vex þegar árangurinn er góður.
Fólk stoppaði mig út á götu og spjallaði við mig um þetta,“ segir
hann. Sökum þess hve mikið var að gera í fótboltanum síðasta sumar
náði Óttar ekki að æfa sig jafnmikið í golfi og hann vildi. „Ég er að
vona að við spilum lítið fótbolta um helgar næsta sumar og þá verð ég
grimmur á ZZZZ,“ segir hann. ylfa@mbl.is
Óttar Kristinn Bjarnason nemi 25 ára
Stemning fylgir árangri
Selfoss Sara Mist fæddist
10. desember kl. 24. Hún
vó 16 merkur og var 53
sm löng. Foreldrar henn-
ar eru Elísa Einarsdóttir
og Sigurður Einar Ein-
arsson.
Noregur Anna fæddist í
Odda 27. ágúst kl. 7.35.
Hún vó 3.280 g og var
51 sm löng. Foreldrar
hennar eru Bergey Óla-
dottir og Eirik M. Oppe-
dal.
Sudoku
Frumstig
1 9 4
2 8 6 3 5
7 3 6
5 9 2 1
4 2
4 1 5 9
3 9 5
4 8 6 3 7
2 7 1
9 8 2
9 1 5
7 4 2 1 9
5 6 1
2 6 5 3
6 5 7
3 6 2 4 8
9 1 5
1 7 6
4 8
2 3 8 1
9 2 1 3 5
2 9
7 5 6 8
1 3
3 6 2 7 9
1 2 5 9
3 2
8 6 9 1 3 5 4 2 7
5 4 2 8 7 6 9 1 3
7 3 1 9 4 2 6 8 5
1 2 5 3 6 4 8 7 9
9 7 6 5 8 1 3 4 2
4 8 3 2 9 7 5 6 1
2 1 8 4 5 9 7 3 6
6 5 4 7 1 3 2 9 8
3 9 7 6 2 8 1 5 4
3 1 9 7 2 5 6 4 8
5 4 6 1 9 8 7 2 3
7 2 8 3 6 4 1 9 5
4 9 1 8 5 6 3 7 2
2 5 3 9 7 1 8 6 4
6 8 7 2 4 3 5 1 9
9 3 4 6 8 7 2 5 1
8 6 5 4 1 2 9 3 7
1 7 2 5 3 9 4 8 6
5 2 1 9 3 4 8 7 6
9 6 7 8 1 2 5 4 3
8 3 4 6 7 5 2 1 9
1 5 9 4 6 3 7 2 8
3 7 2 1 9 8 4 6 5
4 8 6 5 2 7 3 9 1
6 4 3 2 5 1 9 8 7
7 1 8 3 4 9 6 5 2
2 9 5 7 8 6 1 3 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 9. janúar,
9. dagur ársins 2009
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8.
Be3 Be7 9. Dd2 h5 10. 0-0-0 Rbd7 11.
h3 Dc7 12. Bd3 h4 13. f4 b5 14. Hhe1
0-0 15. g4 hxg3 16. Hg1 exf4 17. Bxf4
Re5 18. Rd4 Dc5 19. Be3 b4 20. Ra4
Da5 21. b3 Bd7 22. Kb1 Rxd3 23.
cxd3 Rh5 24. De2 g6 25. Hdf1 Bxa4
26. bxa4 Dxa4 27. Rb3 Db5.
Staðan kom upp á öflugu móti sem
lauk fyrir skemmstu í Pamplona á
Spáni. Ítalska undrabarnið Fabiano
Caruana (2.640) hafði hvítt gegn
spænska stórmeistaranum Francisco
Vallejo-Pons (2.664). 28. Hf5! gxf5
29. Rd4! De5 30. Rc6 Rf4 31. Bxf4
Dxf4 32. Rxe7+ Kh7 33. Rxf5 Kg6
34. Re7+ Kh7 35. Rf5 Kg6 36. Hf1
Dg5 37. h4 Df6 38. Dg4+ Kh7 39.
Dh5+ Kg8 40. Rh6+ og svartur gafst
upp.
Hvítur á leik.
Nikulás Tumi og bræðurir Hlyn-
ur og Páll Bjarnasynir voru með
tombólu við Hamraborg í Kópavogi
í desember og söfnuðu 6.010 kr. og
einni evru. Þeir færðu Rauða kross-
inum ágóðann.
Hlutavelta
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is