Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 AÐSÓKN að námskeiðum í menningu, tungu- málum og sjálfsrækt hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands er meiri um þessar mundir en að- sókn í starfstengd námskeið. „Fólk veit ekki alveg hvort vinnuveitandinn er tilbúinn til þess að styrkja það til þátttöku á starfstengd námskeið þannig að skráning í þau hefur farið hægar af stað. Skráningin í menning- artengd námskeið hefur hins vegar verið rosa- lega góð,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- stjóri stofnunarinnar. Áhuginn á námskeiði um pílagrímaleiðina til Santiago de Compostela er til dæmis svo mikill að bjóða þurfti upp á aukanámskeið. „Kennslu- salurinn, sem tekur 90 manns, fylltist strax og aukanámskeiðið er einnig að fyllast,“ greinir Thelma frá. Starfstengdum námskeiðum Endurmennt- unar Háskóla Íslands hefur að hluta til verið breytt vegna kreppunnar. Nú er til dæmis boðið upp á námskeið í vinnusálfræði í þrengingum auk námskeiðs um breyttar forsendur í starfs- mannamálum fyrirtækja, að sögn Thelmu sem vonar að ekki þurfi að aflýsa námskeiðum nú eins og gera þurfti í haust. „Við þurftum að af- lýsa nokkrum námskeiðum fyrir áramót, sér- staklega í október. Bankarnir voru búnir að ráð- gera að senda stóra hópa á námskeið hjá okkur en hættu við. Það voru líka allir hálfdofnir.“ ingibjorg@mbl.is Færri á starfstengdu námskeiðin  Fólk óvisst um hvort vinnuveitendur styrkja þátttöku á starfstengd námskeið hjá Endurmennt- un Háskóla Íslands  Aflýsa þurfti námskeiðum fyrir áramót  Áhugi á menningu og sjálfsrækt Í HNOTSKURN »Markmið Endurmennt-unar HÍ er að veita há- skólamenntuðu fólki og al- menningi fjölbreytt tækifæri til sí- og endur- menntunar. »Starfsemi stofnunar-innar nær einnig til op- inberra stofnana, félaga- samtaka og einkafyrirtækja. »Alls eru á annað hundr-að námskeið af margvís- legum toga í boði hjá End- urmenntun HÍ, bæði almenn námskeið og námskeið á há- skólastigi. Stéttarfélög veita styrki til námskeiða. Morgunblaðið/Kristinn Áhugasamir nemendur Einar Kárason fjallar um Sturlungu á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is FORSVARSMENN íþróttafélags- ins Fram vita ekki á þessari stundu hvort borgin getur staðið við samn- inga um kaup á aðstöðu þeirra í Safamýri og uppbyggingu félagsins í Úlfarsárdal. Samkvæmt samningi íþróttafélagsins og Reykjavíkur- borgar ætlaði borgin að setja hátt í 500 milljónir í uppbygginguna á þessu ári, segir Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri Fram. „Við reiknum með að samning- urinn sé enn í gildi. Það hefur eng- inn sagt okkur annað,“ segir hann. „Margt bendir þó til þess að við fáum ekki það fjármagn sem við áttum að fá.“ Fundum margfrestað Fundi félagsins með borginni hefur verið margfrestað þar sem borgin hefur ekki enn fengið fram- kvæmdalán svo standa megi við áætlanir. Fulltrúar borgarinnar frá ÍTR funduðu með forsvarsmönn- unum í gær. Kristinn segir enn stefnt á fram- kvæmdir á nýja Fram-svæðinu á árinu, þó óljóst sé hve mikið. „Það skiptir máli að koma upp almennilegri íþróttastarfsemi í Úlf- arsárdalnum en hvað hægt verður að gera ræðst af fjármagninu.“ Ástandið sé skelfilegt fyrir upp- bygginguna hjá félaginu. „Vandinn er mikill. Við erum að flytja starf- semina út úr Grafarholtinu,“ segir Kristinn. Fótboltinn sé nú stund- aður í Egilshöll í Grafarvogi og eldri krakkarnir iðki íþróttir sínar í Safamýrinni. Gert hafði verið ráð fyrir því, samkvæmt heimasíðu Fram, að íþróttasalurinn yrði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs og fjölnota mannvirkið fullbúið seinni hluta ársins. Íþróttahúsið á einnig að nýta fyrir óbyggðan skóla í Úlfars- fellinu. Ekki náðist í Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR. Óvissa um Úlfarsárdal  Framarar bíða og sjá hvort Reykjavíkurborg stendur við gerða samninga  Þurfa að flytja íþróttaiðkun barnanna úr Grafarholti í Grafarvog og Safamýri Í HNOTSKURN »Stefnt er á að íþrótta-húsið verði 60-90% stærra en það í Safamýri. »Fram-svæðið nýja, semfer undir íþróttamann- virki, átta grasvelli og fleira, er um 100 þúsund fm auk þess sem gert er ráð fyrir 10 þúsund fm til við- bótar undir bílastæði og annað. »Aðstaða félagsins í Safa-mýri er um 44.000 fm samkvæmt heimasíðu félags- ins. HÓPURINN sem stendur að rett- laeti.is, eigendur í peningamark- aðssjóðum Landsbankans, er vongóður um að fá tap sitt á sjóðunum bætt. Eigendurnir töp- uðu þriðjungi sparnaðar síns. Ómar Sigurðsson, sem tapaði 20 milljónum af ára- tuga sparnaði sínum, segir að sjá megi í þeim upplýsingum sem hóp- urinn hefur safnað að ekki var allt með felldu við þær aðferðir sem bankinn beitti við að fá fólk til að leggja sparnað sinn í peninga- markaðssjóði dótturfélagsins. Fjármálaeftirlitið skoðar nú sjóðina og segir Ómar að hann geti ekki ímyndað sér annað en málið endi á borði ríkissaksókn- ara. „Hafi bankinn gerst brotlegur við lög er hann bótaskyldur gagn- vart okkur.“ Þá sé spurt hver eigi að bæta tjónið. „Við lítum svo á að eftirlits- skylda ríkisins hafi brugðist í þessu máli. Það ber því ábyrgð.“ Þá bendir Ómar á að á fundi hóps- ins með bankastjórn Landsbank- ans hafi komið fram að bankinn hygðist skoða mál hvers við- skiptavinar sem telji að hann hafi verið ginntur til viðskiptanna. Hann hvetur því þá sem vilja bæt- ur að mæta á fund sem hópurinn stendur fyrir í sal 1 í Laugardals- höllinni fimmtudaginn 22. janúar klukkan 20. Hópurinn hafi ráðið lögmanninn Hilmar Gunnlaugsson. Hann fari yfir mál hvers og eins og herji svo á bankann. gag@mbl.is Vongóður um að fá tjónið bætt Ómar Sigurðsson VINNUHÓPAR heilbrigðisstarfs- fólks, sem unnið hafa að því að út- færa breytingar á heilbrigðisstofn- unum landsins að beiðni heilbrigðisráðherra, skiluðu ráð- herra áfangaskýrslum sínum sl. mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá að- stoðarmanni ráðherra munu menn nú taka sér tvo til þrjá daga til þess að vinna úr hugmyndunum og full- móta næstu skref. Alls voru þrír til fimm menn í hverjum vinnuhópi í hverju heilbrigðisumdæmi, að Aust- urlandi undanskildu, en heilbrigð- isumdæmi landsins eru sex talsins. silja@mbl.is Hafa skilað frumtillögum BÚIÐ er að fjarlægja húsið að Lækjargötu 2 sem brann vorið 2007 og verið að vinna að fornleifa- uppgrefti á svæðinu. Að sögn Óskars Bergs- sonar, formanns framkvæmdaráðs Reykjavíkur- borgar, er stefnt að því að byrja framkvæmdir á reitnum fljótlega á þessu ári. Aðspurður segir hann ráðgert að verja 560 milljónum króna í uppbygginguna, en það sé háð því að borgin fái lánsfé á viðunandi kjörum. Fornleifauppgröftur á Lækjargötureitnum sem brann Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.