Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 ÞJÁLFURUM tveggja mjaldra í sædýrasafn- inu í borginni Harbin í Norðaustur-Kína hefur tekist vel með tamninguna og geta þeir fengið hvalina til að leika hinar ótrú- legustu listir. Hér hafa mjaldrarnir myndað hjarta og reka síðan þjálfurum sínum remb- ingskoss. Mjaldurinn er tannhvalur, tarf- urinn getur orðið 5,5 m langur en kýrin rúmir fjórir. Hér við land sést hann aðeins sem flækingur. AP Kossaflens í kafinu Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is STANISLAV Markelov, rússneskur lögfræð- ingur og baráttumaður fyrir mannréttindum, var myrtur í Moskvu í fyrradag. Ung blaða- kona, sem var með honum í för, varð einnig fyrir skot- um og lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld. Markelov hefur á síðustu árum komið upp um fjölda grimmdarverka og mannréttindabrota rúss- neskra hermanna í Tétsníu. Vitni bera, að morðing- inn, grímuklæddur maður, hafði beðið Markelovs og blaðakonunnar, Anastasíu Baburova, er þau komu út af blaðamannafundi en á honum mótmælti Markelov því, að Júrí Búdanov, rússneskum liðsforingja, sem hafði verið dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að kyrkja Khedu Kúngajevu 18 ára, tétsneska stúlku, skyldi hafa verið sleppt áður en fullnustu dómsins var lokið. Ætlaði Markelov að áfrýja þeirri ákvörðun. Föður stúlkunnar hótað Hafa baráttumenn fyrir mannréttindum í Tétsníu og raunar einnig fulltrúar stjórnvalda þar, sem sitja í skjóli Rússa, mótmælt því, að Búdanov skyldi sleppt en faðir stúlkunnar segir, að sér hafi borist nafnlausar líflátshót- anir. Rússneskir saksóknarar sögðu í gær, að verið væri að kanna hvort Markelov hefði ver- ið myrtur vegna starfa sinna í þágu mannrétt- inda en blaðakonan, Babúrova, hefur skrifað margar greinar um vaxandi kynþáttahyggju og öfgafulla þjóðernisstefnu í Rússlandi fyrir dagblaðið Novaja Gazeta. Við það starfaði einnig blaðakonan Anna Politkovskaja, sem var myrt 2006. Ekki minna mál en morðið á Önnu Politkovskaju Ljúdmíla Alexejeva, forsvarsmaður Hels- inki-samtakanna í Moskvu, sagði, að morðið á Markelov hefði ekki minni pólitíska þýðingu en morðið á Politkovskaju og mannréttinda- samtök í Rússlandi og utan þess hafa skorað á rússnesk yfirvöld að beita sér fyrir heiðarlegri rannsókn. Hafa bandarísku mannréttinda- samtökin Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, skorað á Evrópusambandið að þrýsta á rússnesk stjórnvöld í þessu máli. Ljúdmíla Alexejeva hjá Helsinki-samtök- unum sagði, að morðið á Markelov væri mikil „skömm fyrir Rússa“ en málið gegn Búdanov var á sínum tíma sagt prófsteinn á það hvort yfirvöld kærðu sig um að refsa fyrir mann- réttindabrot í Tétsníu. Hann var hins vegar strax hafinn til skýjanna af öfgafullum þjóð- ernissinnum, sem kröfðust þess, að honum yrði sleppt, og nú hefur það verið gert. „Skömm fyrir Rússa“ Kunnur lögfræðingur og baráttumaður fyrir mannréttindum og ung blaðakona myrt eftir blaðamannafund í Moskvu Í HNOTSKURN » Margir hafa áhyggjur af og hafaorðið fyrir vonbrigðum með lýðræð- isþróunina í Rússlandi og oft virðist sem dómstólarnir séu verkfæri í höndum stjórnvalda. » Varla er hægt að tala lengur umóháða fjölmiðla í Rússlandi og marg- ir blaðamenn hafa verið myrtir vegna skrifa sinna. Frá því Vladímír Pútín komst til valda árið 2000 hafa 22 blaða- menn fallið í valinn. Stanislav Markelov Barack Hussein Obama sver eið sem forseti Bandaríkjanna Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BARACK Obama hvatti í gær Bandaríkjamenn til að horfast í augu við efnahagskreppu sem græðgi hefði valdið en einnig „þau sameigin- legu mistök okkar að taka ekki erf- iðar ákvarðanir“. Obama hét því að grípa strax til „djarfra og snöggra“ aðgerða til að endurreisa efnahaginn og skapa ný störf með opinberum framkvæmdum til að styrkja innviði samfélagsins. Hann sagði gildi eins og heiðarleika og vinnusemi, hug- rekki og sanngirni, umburðarlyndi og forvitni, tryggð og ættjarðarást vera gömul en þau væru sönn og hefðu verið undirstaða framfara í allri sögu þjóðarinnar. „Við þurfum að hverfa aftur til þessara sanninda. Við þurfum nýtt skeið ábyrgðarkenndar – að sérhver Bandaríkjamaður viðurkenni að hann eigi skyldur að rækja við sjálf- an sig, þjóð sína og heiminn, skyldur sem við sættum okkur ekki við með semingi heldur tökum á okkur með ánægju, í þeirri staðföstu trú að ekk- ert veiti jafnmikla andlega full- nægju, ekkert geri jafnmikið fyrir skapgerðina og að okkur sé öllum fengið erfitt verkefni.“ Um utanríkis- og varnarmál sagði Obama að þjóðin ætti í stríði við „víð- tækt net ofbeldis og haturs“ en Bandaríkin myndu að lokum sigra hryðjuverkamennina. Hann vísaði því hins vegar á bug að velja yrði milli „öryggis okkar og hugsjóna“, forfeður þjóðarinnar hefðu ákveðið að tryggja mannréttindi í stjórnar- skránni og þeim mætti ekki fórna eftir hentugleikum. Hann bætti við að hann vildi við þetta tækifæri segja öllum þjóðum og ríkisstjórnum, „frá glæstustu höfuðborgum til litla þorpsins þar sem faðir minn fæddist, að Bandaríkjamenn eru vinir sér- hverrar þjóðar og sérhvers karls, konu og barns sem leitar að framtíð friðar og virðuleika og við erum reiðubúin að taka á ný forystuna“. Ekki eingöngu skriðdrekar og eldflaugar Forsetinn sagði að hafinn yrði brottflutningur herja frá Írak en ekki með neinu ábyrgðarleysi og lögð yrði áhersla á að koma á friði í Afganistan. Hann minnti á að fyrri kynslóðir hefðu sigrað fasima og kommúnisma, ekki einvörðungu með eldflaugum og skriðdrekum heldur traustum bandalögum og staðfestu sem ekki hefði brugðist. „Þær skildu að afl okkar getur ekki eitt út af fyrir sig varið okkur og það veitir okkur ekki leyfi til að gera allt sem okkur þóknast. Þær vissu að afl okkar vex ef notum það varlega og öryggi okkar byggist á réttlæti málstaðarins, þunganum sem for- dæmi okkar felur í sér, auðmýktinni og aganum sem gerir okkur hóf- stillt.“ Forsetinn fjallaði um efnahags- vandann. „Fólk hefur misst húsin sín, störf hafa tapast, fyrirtækjum verið lokað. Heilbrigðiskerfið okkar er of dýrt, skólarnir okkar bregðast of mörgum og á hverjum degi sjáum við frekari vísbendingar um það hvernig orkunotkun okkar eflir fjendur okkar og ógnar plánetunni.“ Staðnaðar og úreltar stjórnmáladeilur fortíðar Framkvæmdamenn og þeir sem hefðu tekið áhættu hefðu leitt Bandaríkjamenn „um langan og hrjóstrugan stíg til hagsældar og frelsis“. Hann sagði að nú yrði haldið áfram á þeirri braut og geta þjóð- arinnar væri í engu minni en fyrr. „Við verðum að byrja núna í dag, verðum að taka okkur tak, hrista upp í okkur sjálfum og byrja að end- urskapa Bandaríkin.“ Staðnaðar stjórnmáladeilur fortíðarinnar sem hefðu heltekið menn dygðu ekki lengur. „Við spyrjum ekki lengur hvort ríkisvaldið sé of mikið eða lítið held- ur spyrjum við hvort það virki – hvort það hjálpi fjölskyldum að finna sér vinnu með viðunandi launum, umönnun sem þær ráði við að borga, tryggi þeim sæmandi elli þegar starfsævinni er lokið.“ Hann sagði einnig að ekki væri spurt hvort markaðsskipulagið væri gott eða slæmt. Ekkert jafnaðist á við það til að framleiða auð og breiða út frelsi „en kreppan hefur minnt okkur á að séu ekki hafðar á því góðar gætur getur markaðsskipulagið orðið hömlulaust – að þjóð getur ekki til lengdar notið hagsældar ef aðeins hinum ríku er hampað“. „Afl okkar vex ef við notum þa  Obama sagði að þjóðin yrði að hverfa aftur til gamalla gilda  Ekki mætti fórna mannréttindum á altari öryggisins  Gæta yrði þess að markaðsskipulagið yrði ekki hömlulaust Eiður Barack Obama sver eið sem 44. forsetinn. Forseti hæstaréttar, John Roberts,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.