Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 17
Daglegt líf 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Eftir Andrés Skúlason Frá því fjármálakreppangekk í garð hefur um-ræðan gagnvart lands-byggðinni tekið umtals- verðum stakkaskiptum og ekki laust við nú um stundir að það gæti talsvert meiri jákvæðni almennt gagnvart smærri byggðarlögum en áður. Í dag gerir þjóðin sér grein fyrir mikilvægi sjávarbyggðanna þegar þrengir að og þar finna íbú- arnir kannski til meira öryggis en annars staðar á byggðu bóli. Djúpivogur er ein þeirra sjávar- byggða sem hafa þurft að glíma við tímabundna erfiðleika í gegnum ár- in eins og mörg önnur smærri sam- félög, en þrátt fyrir mótbyr á stundum hefur þó alltaf ríkt mikill kraftur, bjartsýni og vilji meðal heimamanna að leita lausna hverju sinni og íbúar því ávallt verið reiðu- búnir að takast á við nýjar áskor- anir. Fjölgunin mest á Djúpavogi Það er eitthvað óútskýranlegt að- dráttarafl við Djúpavog sem hefur gert það að verkum að þéttbýlis- kjarninn hefur staðist vel tímans tönn og fólkið með. Samkvæmt töl- um frá Hagstofunni fækkaði fólki í þéttbýlinu á Djúpavogi um 5,9% frá árinu 1997-2007, en það má segja að þau ár séu að stórum hluta tíma- bilið þegar hið meinta góðæri átti sér stað hér á landi og sogkraft- urinn á þenslusvæðin var í hámarki. Á sama árabili fækkaði reyndar mun meira í flestum í öðrum þétt- býliskjörnum á landinu af sambæri- legri stærð og Djúpivogur. Fækkun íbúa í dreifbýli í Djúpavogshreppi varð hinsvegar hlutfallslega mun meiri en í þéttbýlinu og skýrir það um 12% fækkun í sveitarfélaginu öllu á fyrrgreindu tímabili. Á árinu 2008 fjölgaði hinsvegar mest á Djúpavogi af öllum sveitarfélögum á Austurlandi, en umtalsverð fækk- un varð á flestum öðrum svæðum í fjórðungnum á síðasta ári. Á árunum 2006-2008 hafa orðið mjög jákvæð umskipti á Djúpavogi, en á þessum síðustu árum hefur umtalsverður fjöldi af ungu fjöl- skyldufólki fest ráð sitt og hefur jafnhliða fjárfest í íbúðarhúsnæði á staðnum og þá hafa nýbyggingar á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi einnig litið dagsins ljós eftir nokkur mög- ur ár í þeim efnum. Eftirspurn hef- ur því verið umtalsverð á síðustu árum eftir íbúðarhúsnæði og hefur sveitarfélagið m.a. selt margar íbúðir til bæði einstaklinga og ekki síður til ungs fjölskyldufólks. Í flestum tilvikum er því þannig farið með það unga fólk sem hefur flust á staðinn, að annar eða báðir aðilar eiga rætur til Djúpavogs, þannig að endurheimtur verða að teljast góð- ar í þeim efnum. Í nær öllum tilvikum er hér einn- ig um að ræða, að unga fólkið hefur verið að mennta sig og kemur heim aftur og kýs að nýta menntun sína í heimabænum. Í dag eru nær allar íbúðir í þétt- býlinu setnar og þrátt fyrir al- menna niðursveiflu í þjóðfélaginu og krepputal, ríkir hinsvegar al- menn bjartsýni á Djúpavogi og ekki síst meðal hinna ungu íbúa sveitar- félagsins. Leikskólinn nær fullur Einn af jákvæðum fylgifiskum aukinnar íhlutunar yngra fjöl- skyldufólks í bænum eru barn- eignir, en frá og með árinu 2006 hefur barneignum fjölgað mikið á svæðinu og virðist ekkert lát á nema síður sé. Á árinu 2008 litu 11 nýir Djúpa- vogsbúar dagsins ljós og það sem af er árinu 2009 segja nokkuð áreið- anlegar heimildir að a.m.k. 8 ungar konur eigi von á sér og er árið þó aðeins rétt að byrja, þannig að enn er nógur tími til að bæta um betur. Nú er svo komið að nýi leikskólinn á Djúpavogi sem sumir töldu of stóran þegar ráðist var í byggingu hans fyrir fáeinum árum, er nú um stundir nær fullbókaður. Í leikskól- anum er boðið upp á fulla vist fyrir börn frá 1 árs og aðlögun þegar þau ná 11 mánaða aldri. Á hverjum laugardegi eru leikja- tímar í Íþróttamiðstöðinni á Djúpa- vogi þar sem foreldrar mæta og leika við börnin og er engin gjald- taka fyrir þessa tíma. Leikja- tímarnir eru mjög vel sóttir enda er þessi skemmtilega samverustund auðvitað líka nýtt vel af foreldrum til að hittast og bera saman bækur sínar, svo er oft farið í sundlaugina eftir tíma þar sem er frábær að- staða fyrir alla aldurshópa. Í sund- laugina fá allir 16 ára og yngri með lögheimili í Djúpavogshreppi ókeypis aðgang. Samantekin ráð? Síðasta laugardag hittist hluti foreldra barna sem fæddust á síð- asta ári í leikjatímanum, sem og mættu óléttar sömuleiðis þ.e. aðrar en þær sem eru þegar komnar með annan fótinn á fæðingardeildina. Er spurt var af hverju þetta unga fólk hefur kosið að flytja aftur á Djúpavog var það samdóma álit að Djúpivogur sé einstaklega barn- vænt samfélag og uppeldisaðstæður í alla staði mjög góðar. Atvinnu- ástand hefur líka verið gott og flestir getað fengið góða vinnu við sitt hæfi. Þá sé þjónusta einnig almennt í góðu meðallagi í bænum og félags- og menningarlíf í fínu standi. Síðast en ekki síst er náttúrufegurðin mik- il á Djúpavogi og svo eru frábær útivistarsvæði í göngufæri við þétt- býlið. En af hverju þessi kraftur í barn- eignum á Djúpavogi, eru þetta sam- antekin ráð? Nei, það telja viðmæl- endur úr hópnum ekki, hinsvegar megi kannski segja að það sé ákveðin samstaða um að fjölga í samfélaginu og svo séu þau bara öll mikið fyrir börn og vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins í þess- um efnum. Kraftur í unga fólkinu Í litlu bæjarfélagi eins og Djúpa- vogi þykir það eðli málsins sam- kvæmt mjög jákvætt fyrir sveitar- félagið að það skuli vera jafn mikill kraftur í unga fólkinu og raun ber vitni. Aðspurður segir Björn Haf- þór Guðmundsson sveitarstjóri, í ljósi þess hve mikið af ungu fjöl- skyldufólki hefur flust inn á svæðið á allra síðustu árum, telja að það sýni fyrst og fremst trú þessa hóps á samfélagið sem það vill búa í. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur á síðustu árum haft það efst á stefnuskrá sinni að styðja við og byggja upp öflugt og fjölskyldu- vænt umhverfi með áherslu á vist- væn og vinaleg gildi og er sífellt verið að vinna að því hvernig megi með sem bestum hætti koma til móts við unga fólkið eins og aðra í samfélaginu. Allar stærstu fjárfestingar í sveitarfélaginu á síðustu árum hafa miðað að því að bæta umhverfi þessa hóps og er ekki annað að sjá en að það hafi með ótvíræðum og jákvæðum hætti skilað sér inn í samfélagið. Frá árinu 2001 hefur m.a. verið byggt upp einsetið skóla- umhverfi, þá hefur verið tekin í noktun glæsileg sundlaug, spark- völlur og leiksvæði og síðast en ekki síst nýr leikskóli. Nýtt íþrótta- hús var byggt árið 1994. Þá hefur sveitarfélagið staðið þétt við bakið á öflugu íþróttastarfi í bænum svo og tónlistarlífi. Má þar nefna að Djúpavogshreppur rekur tónlistarskóla og þar að auki hefur sveitarfélagið nú á að skipa sér- menntuðum tónlistarkennara fyrir leikskólabörn og hefur það mælst afar vel fyrir. Þá er félagsmiðstöð unglinga vel virk í bænum og hefur ungt lista- fólk á Djúpavogi getið sér gott orð og hið sama má segja um afrek á sviði íþrótta. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Mörg börn Það er líf og fjör í barnabænum Djúpavogi. Foreldrar hittast í leik við börnin í íþróttamiðstöðinni á hverjum laugardegi. Ófrísku konurnar mæta líka. Barnabærinn Djúpivogur Íbúum á Djúpavogi fjölg- aði mest af öllum sveitar- félögum á Austurlandi á síðasta ári enda virðist barneignaræði hafa grip- ið unga fólkið á staðnum. Ellefu börn komu í heim- inn á síðasta ári og áreið- anlegar heimildir herma að a.m.k. átta hafi staðfest komu sína á þessu ári. Barnalán Ágústa Arnar- dóttir og Andrea Kissné Révfalvi með ungabörn- in allt um kring. Djúpivogur er barnvænt sam- félag og upp- eldisaðstæður mjög góðar. Tvíburar Berglind Elva Gunnlaugsdóttir og Nanna Ósk Jóns- dóttir, Nanna gengur með tvíbura. Jóna Guðmundsdóttir helduráfram limruleik sínum á Moggablogginu á nýju ári. Eftir ræðu forsetans og forsætisráðherrans orti hún: Tími flottheita og framfara var fjármálabullinu samfara. Nú kemur ár með trega og tár og tímabil efnahagshamfara. Í ritdómi Jóns Ólafssonar um forsetabók Guðjóns Friðrikssonar sagði að ást Guðjóns til forsetans væri rauðu þráðurinn í bókinni. Már Högnason bloggvera orti á Moggablogginu: Hingað leitar hugurinn hjartað á sér leyndan stað; Guðjón elskar Ólaf sinn: Ætli Dorrit viti það? VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af limruleik og forseta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.