Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 9
flutningi á vörum og þjónustu. Verðmæti útflutnings verði því umtalsvert meira en verðmæti inn- flutnings. Því er spáð að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð á þessu ári um 12,3 prósent af landsframleiðslu, eða sem nemur um 187 milljörðum króna, og á næsta ári verði afkom- an neikvæð um 10,1 prósent. Það nemur um 155 milljörðum. Sam- kvæmt því munu útgjöld ríkissjóðs dragast saman um 26 milljarða við fjárlagagerð næsta árs. Til saman- burðar var skorið niður um 45 milljarða á þessu ári. Niðurskurð- urinn fyrir þetta ár var að mestu bundinn við að slá af ný verkefni, auk hagræðingaraðgerða við yf- irstjórn stofnana. Á næsta ári mun niðurskurðurinn því verða sárs- aukafyllri en nú, þar sem hann mun beinast í meira mæli að verk- efnum og störfum sem hafa verið lengi á fjárlögum. Því er spáð að atvinnuleysi verði um tíu prósent í byrjun næsta árs en muni minnka hægt og bítandi eftir því sem líður á árið. Sú spá er að mestu í takt við það sem komið hefur fram í skýrslum Al- þýðusambands Íslands, Vinnu- málastofnunar og Seðlabanka Ís- lands um horfur á vinnumarkaði. Stýrivextir Seðlabankans, sem nú eru þeir hæstu í heimi meðal ríkja með þróaða fjármálamarkaði, 18 prósent, munu lækka hratt seinni part þessa árs samkvæmt spánni. Í lok ársins verða þeir um sjö prósent en meðaltalsverðbólga þess árs verði um 13 prósent.                ! " # $ ! " # % %     ! ""           &   &      ' % % Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Eitt meg- inmarkmið stjórn- valda eftir banka- hrunið er að endur- heimta stöðug- leika eftir bankahrunið og langt skeið ójafnvægis í hagkerfinu. Í spá efnahagsskrifstofunnar, þar sem efnahagshorfur eru til umræðu, segir að uppsveifla síðustu ára hafi verið „megn- uð“ af peningastjórn Seðla- banka Íslands og sveiflujafn- andi áhrif opinberra fjármála hafi ekki tekist að sporna gegn gríðarlegu þensluskeiði. „Háir stýrivextir löðuðu til landsins erlent lánsfjármagn sem lækkaði fjármagns- kostnað, hækkaði gengi krón- unnar og jók eftirspurn í hag- kerfinu og kaupmátt lands- manna erlendis,“ eins og orðrétt segir í umfjöllun efna- hagsskrifstofunnar. Mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum MIKLU skiptir fyrir verðmæta- sköpun íslensks efnahagslífs á næstu tveimur árum að greiðlega gangi að selja á erlendum mörk- uðum vörur sem framleiddar eru hér. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu ríkir mikil óvissa um horfur á hrávörumörkuðum í heiminum. Þar á meðal mörkuðum með sjávarafurðir og ál, sem eru þær útflutningsafurðir sem skipta höfuðmáli fyrir Ísland. Þó ál- framleiðslan sé í höndum erlendra fyrirtækja að nánast öllu leyti eru orkusölusamningar til álvera tengd- ir söluverði á áli. Álverð hefur lækk- að hratt frá því á sumarmánuðum. Staðgreiðsluverðið hefur lækkað úr meira en 3.000 dollurum á tonnið í júlí í fyrra, niður í rúmlega 1.400 dollara nú. Þá hefur sala á fiski á mörkuðum erlendis einnig gengið treglega vegna mikillar niðursveiflu á mörkuðum. Mikil birgðasöfnun á sjávarafurðum, bæði hér á landi og erlendis, gæti reynst atvinnulífinu dýrkeypt ef hún verður til lengri tíma. Hún hefur verið viðvarandi undanfarna þrjá mánuði og er nú svo komið að allar frystigeymslur landsins eru fullar, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Betri staða á hrávöru- mörkuðum atvinnu- lífinu mikilvæg Lægð á mörkuðunum skaðar efnahaginn „VIÐ höfum orðið varir við að neytendur hafi lent í erf- iðleikum með raftæki sem hafa bilað, þar sem innlendur söluaðili hefur farið í þrot og nýr rekstraraðili hyggst ekki taka ábyrgð á vör- unum. Þá sitja neytendur eftir með sárt ennið þar sem tveggja ára neytendaábyrgð, sem kveðið er á um lögum samkvæmt, er rof- in. Við höfum ákveðið að bregðast við þessu með þeim hætti að við tökum fulla neytendaábyrgð á þeim vörum sem við erum um- boðsmenn fyrir,“ segir Erling Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Sense ehf. sem er eitt sex dótturfyrir- tækja Nýherja. Meðal þeirra merkja sem Sense er umboðsaðili fyrir eru Canon, Sony og Bose. Að sögn Erlings geta neytendur snúið sér til Sense sem staðsett er í Hlíðarsmára, til þjónustuvers Sense í síma: 585-3800, Sony Cent- er í Kringlunni eða Nýherja í Borgartúni. Bendir hann á að neytendur þurfi auk bilaða tæk- isins að hafa með sér sölukvittun. Taka yfir ábyrgðina Erling Ásgeirsson Útsalan hefst í dag kl. 10 Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA Fjármálaráðgjöf fyrir þig Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings. m bl 10 82 18 0 www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Myndakvöld FÍ Miðvikudagur 21. febrúar kl. 20:00 - FÍ salnum Mörkinni 6 Ína D. Gísladóttir formaður Ferðafélags Fjarðamanna sýnir myndir að austan og Pétur Þorleifsson sýnir myndir frá Vestmannaeyjum. Aðgangur kr. 600, kaffi og meðlæti innifalið, allir velkomnir. Fjallakvöld FÍ Fimmtudagur 22. febrúar kl. 20:00 Ferðafélagar, fjallafólk og útivistaráhugamenn hittast og spjalla um ferðir, leiðir, búnað, myndir, bækur og fleira er tengist ferðamennsku. Sérfræðingar og reynslumiklir ferðamenn mæta til skrafs og ráðagerða. Kaffi og fjallakakó á könnunni, allir velkomnir. Ferðaáætlun FÍ 2009 kemur út 23. janúar Skráðu þig inn - drífðu þig út AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.