Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 13
HÖRÐUR Torfason, talsmaður sam- takanna Raddir fólksins, segist ekki geta fullyrt hvort mótmælin haldi áfram í dag en aðgerðirnar í gær hafi ekki verið skipulagðar. Tilgang- urinn hafi verið að hafa áhrif á stjórnvöld. „Fólk var að bíða eftir þessum degi,“ segir hann. „Fólk er orðið leitt á að vera kurteist og halda ræður [...] Ef stjórnvöld halda þessu striki þá verður allt vitlaust. Það er voðalega einfalt. Mótmælin eru að aukast um allt land,“ segir Hörður og bætir við að fólk sé reitt og það gangi ekki að stjórnvöld kalli mótmælendur skríl. jonpetur@mbl.is „ÉG vil Geir út og alla ríkisstjórnina og alla mafíuna sem er þarna inni. Við gefumst ekki upp,“ sagði Sól- mundur sem tekið hefur þátt í mót- mælunum frá því þau hófust og var enn að er blaðamaður fór um tíu- leytið í gærkvöldi. „Við ætlum að fá þennan óþjóða- lýð í burtu, það dugar ekkert annað. Þetta eru ekki okkar þingmenn,“ sagði Sólmundur og ljóst er að hon- um misbýður verulega sú staða sem nú er komin upp í málum þjóðfélags- ins. „Við gefumst ekki upp“ 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 virt að mestu í byrjun. Fljótlega tóku mótmælendur að dreifa sér umhverf- is húsið og stilltu sér upp við alla inn- ganga og létu í sér heyra, auk þess sem glerveggir viðbyggingarinnar voru barðir utan flötum lófum og ber- um hnefum. Er mótmælin höfðu staðið hátt á aðra klukkustund fór spennan vaxandi og í Alþingisgarð- inum urðu stympingar milli mótmæl- enda, sem köstuðu súrmjólk og eggj- um, og óeirðalögreglumanna, sem beittu ítrekað piparúða. Eins virtist hætta á að skærist í odda er lögreglu tókst að koma hópi fólks sem var í Al- þingishúsinu út um framdyr viðbygg- ingarinnar um sjöleytið. Skömmu síðar kveiktu mótmæl- endur í bálkesti framan við viðbygg- inguna sem logaði fram á nótt. Eggjum, snjóboltum og hveiti var vissulega kastað oftar um daginn og báru lögregumenn þess margir skýr merki að hafa fengið yfir sig slíkar sendingar. Og þó að spennan í sam- skiptum mótmælenda og lögreglu virtist oft ætla að magnast upp vildu aðrir bara ræða málin. „Þetta eru þvílíkir glæpamenn. Fjármálaeftir- litið, Seðlabankinn og þeir allir sam- an,“ sagði eldri kona vopnuð pönnu og sleif við einn lögreglumannanna og var greinlega heitt í hamsi. Morgunblaðið/Júlíus við Dómkirkjuna þar sem fólk gat leitað sér aðhlynningar. Morgunblaðið/Golli Spenna Það voru ekki allir sáttir er lögregla handtók einn mótmælenda og líkt og sjá má höfðu sumir lögreglumanna fengið yfir sig egg og hveiti. Morgunblaðið/Heiddi Hugað að sárum Lögregla beitti piparúða og töldu sjúkraflutningamenn að um 30 einstaklingar hefðu fengið aðhlynningu vegna þessa. Morgunblaðið/Júlíus Vér mótmælum allir Hann var ekki hár í loftinu þessi ellefu ára drengur sem lögreglumenn leiddu á brott úr mótmælunum um miðjan dag. Morgunblaðið/Ómar Viðbúnir Reynt var að verja glerið, rúða brotnaði þó í þinghúsinu sem og glerdyr á viðbyggingu. Hér hefur mótmælandi verið snúinn niður af lögreglu. Þorgrímur Gestsson Hlaut að koma að þessu Það hlaut að koma að þessu, hvort sem einhver „vildi“ það eða ekki. Og þá fannst mér kasta tólfunum þegar forseti Alþingis sagði í öllum látunum á þá leið að þeir þyrftu ekki að hlusta á einhver mótmæli, þing og ríkisstjórn væri að „sinna sínum störfum“. Betur að svo væri. Ég var við Alþingishúsið frá því fyrir klukkan eitt og fram yfir fimm og get borið um að mótmæl- endur hegðuðu sér eins vel og hægt er … Meira: hallormur.blog.is Gísli Sváfnisson Upp með lýðræðið Ráðherrarnir verða nú að gera sér grein fyrir því að það næst enginn sáttmáli á milli þjóðar og valdsins í landinu nema að leysa ,,gömlu stjórn- ina“ upp og boða til kosninga. Stjórnin verður að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa þeirri leið sem farin verður til þess að byggja brýrnar til baka og hvenær hver ,,brúarsmíði“ hefst og hvenær stefnt er að „brúarvígslunni“ þannig að lýðræði virki fyrir þjóðina. Meira: grandvar.blog.is Þór Þórunnarson Við stóðum saman Þið létuð finna fyrir ykkur í dag og í dag er ég stoltur yfir því að vera Íslendingur - það hef ég ekki verið lengi. Við getum það! - Við getum komið þessari rík- isstjórn frá. Við getum komið höndum yfir fjárglæframenn og endurheimt virð- ingu úti í heimi. Við stóðum saman í dag. Við gáfumst ekki upp. Áfram svona - við getum það! Meira: toro.blog.is Sigrún Jónsdóttir Gargandi skríll! Það virðist líka allt hafa verið á suðu- punkti innan hússins, sem mótmælt er við í dag. „Hann stendur hér og gargar, eins og hann sé að tala á útifundi,“ sagði Geir Hilmar Haarde forsætisráð- herra um Ögmund Jónasson alþing- ismann úr ræðupúlti Alþingis í dag. Þetta er semsagt álit forsætisráðherra á útifundarmótmælendum. „Gargandi skríll!“ Meira: amman.blog.is María Kristjánsdóttir Aum er sú stjórn Aum er sú stjórn og stórar eru þær skammir sem hún veit upp á sig - er tel- ur sig þurfa að verjast með óeirða- lögreglu og piparúða - fólki sem slær trommur, potta og létt á glugga. Glæsilegir þeir menn sem telja sig berjast fyrir frelsi, jafnrétti og bræðra- lagi og senda lögguna á bræður sína! Meira: mariakr.blog.is Baldvin Jónsson Gáttaður á ráðherra Ég var alveg gáttaður gjörsamlega að heyra tilsvör forsætisráðherra á þingi í dag. Hann er hreinlega móðgaður bara yfir því að þing fái ekki að starfa í friði?? Í friði fyrir hverjum?!? Geir lýsir því drjúgur yfir, fullur af hroka og jólasteik, að vantrauststillaga hafi verið felld á þingi og að ríkisstjórnin starfi í umboði þingsins. Hvaða heilhveitis bull er þetta Geir?? Meira: baldvinj.blog.is Sigurbjörg Eiríksdóttir Hvað hugsa þeir? Ég hef nú haft trú á að við ættum hugs- andi stjórnmálamenn. En ég er farin að efast. Vita þeir ekki að fyrir hvern einn af þessum mótmælendum sitja hundr- uðheima? Vita þeir ekki um reiðina sem undir kraumar? Hvað vita þeir? Hvað hugsa þeir? Hrista höfuð og hugsa: Hvernig kemst ég í bílinn minn fína í bíla- húsinu og heim! Meira: heidarbaer.blog.is BLOG.IS 20. janúar BENJAMÍN var einn þeirra sem börðu trommuhúðirnar af miklum móð. „Ég má ekki hætta, þú verður að tala við mig svona,“ sagði hann og sló taktinn. Hann er ekki sáttur við ríkis- stjórnina. „Stjórnvöld eru búin að klúðra málum alveg ótrúlega. Þetta eru atvinnupólitíkusar sem eru bara að halda sér og sínum flokki við völd,“ sagði Benjamín. Þeir félagar ætluðu heldur ekki að gefast upp, húðirnar skyldu barðar áfram. „Við hættum ekki nema löggan handtaki okkar. Við treystum því bara að einhver gefi okkur eitthvað að borða og drekka og þá getum við haldið áfram.“ Morgunblaðið/Kristinn „Þetta eru at- vinnupólitíkusar“ „Fólk var að bíða eftir þessum degi“ Morgunblaðið/Ómar Fjölmörg myndskeið um mótmælin við Alþingi. mbl.is | Sjónvarp Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.