Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 FRUMMATSSKÝRSLU vegna mats á umhverfisáhrifum vegna Halls- vegar, Úlfarsfellsvegar og mis- lægra gatnamóta við Vesturlands- veg er nú lokið. Kynning á frummatsskýrslunni og réttur til að skila inn athugasemdum er frá 20. janúar til 4. mars nk. Athugasemdir eða ábendingar skal senda inn skriflega til Skipulagsstofnunar. Frummatsskýrsla um áhrif Hallsvegar TRÚNAÐARMANNARÁÐ SFR (Stéttarfélags í almannaþjónustu) mótmælir harðlega niðurskurði hjá opinberum stofnunum og fyr- irtækjum. Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Tilefni ályktunarinnar eru fyrirhugaðar uppsagnir 20-30 starfsmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands. Ráðið krefst þess að stjórn- völd endurskoði stefnu sína, sporni gegn atvinnuleysi og tryggi innviði samfélagsisns í stað þess að auka skerðingar og atvinnuleysi. Mótmæla uppsögnum hjá Gæslunni Morgunblaðið/ÞÖK Björgun Starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands sóttu björgunarsveitarmenn í flutningaskipið Wilson Muuga sem strandaði í Sandgerði undir lok árs 2006. SEX umsóknir bárust um starf prests í Laufási við Eyjafjörð. Séra Pétur Þórarinsson lést 2007 og síðan hefur séra Gylfi Jónsson, héraðs- prestur í Þingeyjarprófastsdæmi, þjónað í Laufásprestakalli. Þeir sem sækja um starfið eru séra Bolli Pétur Bollason, prestur í Selja- kirkju í Reykjavík, séra Hildur Inga Rúnarsdóttir, sem þjónaði síðast á Skinnastað, og guðfræðingarnir Sól- veig Jónsdóttir, Stefán Karlsson, Sveinbjörn Dagnýjarson og Ævar Kjartansson. Þess má geta að Bolli Pétur er sonur séra Bolla Gústavs- sonar, prests í Laufási árum saman og síðar vígslubiskups á Hólum. Embættið verður veitt frá 1. maí næstkomandi. Valnefnd velur sókn- arprest. Hún er skipuð prófasti Þing- eyjarprófastsdæmis, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, og níu fulltrúum prestakalls. Biskup Íslands skipar þann í emb- ættið til fimm ára sem valnefnd hefur náð samstöðu um. skapti@mbl.is Sex vilja þjóna sem prestar í Laufási Fjórir karlar og tvær konur sækja um SÉRA Ásta Ingi- björg Péturs- dóttir var sett inn í embætti sóknar- prests Bíldudals- og Tálknar- fjarðarpresta kalls, sl. sunnu- dag af sr. Agnesi M. Sigurðardótt- ur, prófasti Vest- fjarðaprófastdæmis. Innsetningin fór fram í Bíldudalskirkju og var eftir á boðið til kaffisamsætis Sr. Ásta Ingibjörg nam guðfræði í Háskóla Íslands og lauk prófi árið 2007. Hún var í starfsþjálfun í dóm- kirkjunni hjá sr. Hjálmari Jónssyni og í Grafarvogskirkju hjá sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur. Nýr sóknarprestur vígður í Bíldudal Ásta Ingibjörg Pétursdóttir Á MORGUN, fimmtudag, kl. 20 er boðað til fundar í Laugardalshöll af samtökunum Réttlæti.is sem berj- ast fyrir réttlátu uppgjöri á Pen- ingabréfum Landsbankans. Á fundinum fer Hilmar Gunn- laugsson hrl. yfir stöðuna, en hann hefur tekið að sér málsókn fyrir hönd Réttlæti.is á hendur Lands- vaka, dótturfélags Landsbankans sem nú er í eigu NBI. Réttlát uppgjör Í JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar sem stendur út janúar hafa safnast 58 milljónir króna sem renna til aðstoðar innanlands og til vatnsverkefna í Eþíópíu, Mósam- bík, Malaví og Úganda. Sambærileg tala fyrir 2007 er 40 milljónir króna. Umsóknum um aðstoð hefur fjölgað um 70% á síðustu mánuðum, samkvæmt fréttatilkynningu. 58 milljónir söfn- uðust í jólasöfnun Kynntu þér úrræðin Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig. Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 44 53 9 01 /0 9 Fjármálaráðgjöf fyrir þig • Heimilisbókhald • Stöðumat • Netdreifing/útgjaldadreifing • Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Sparnaðarleiðir • Lífeyris- og tryggingamál Í DAG, miðvikudag, hefst á ný mat- arúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Ís- lands kl. 15 til 17 í Eskihlíð 2-4 í Reykjavík. Tekið er á móti gjöfum, matvælum og fatnaði alla miðviku- daga kl. 13 til 17 á sama stað. Matarúthlutun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.