Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Fjöldi mannstók sérmótmæla- stöðu fyrir utan Alþingi í gær til að láta í ljósi and- stöðu við stjórnvöld. Síðdegis fækkaði í hópnum, en í gær- kvöldi fjölgaði á ný og stóðu mótmælin enn þegar Morgun- blaðið fór í prentun. Þátttak- endur í þessum mótmælum voru á öllum aldri og virtust koma úr öllum hópum þjóð- félagsins. Krafa fólksins beindist gegn stjórnvöldum. Mótmælendur krefjast þess að þau fari frá. Mótmæli á borð við þessi eiga sér vart fordæmi hér á landi og stjórnvöld geta ekki leitt þau hjá sér. Íslenskir ráða- menn verða að bregðast við, ræða við umbjóðendur sína og átta sig á því að fólki er nóg boðið. Andrúmsloftið við Al- þingi í gær sýnir að fólk vill ekki að stjórnmál og viðskipta- líf haldi áfram á Íslandi eins og ekkert hafi í skorist og því finnst það ekki hafa aðrar leið- ir til að koma því á framfæri. Ekki eykur ánægjuna að á hverjum degi koma fram nýjar upplýsingar um það með hvaða hætti kaupin gengu fyr- ir sig bak við tjöldin áður en bankarnir hrundu. Ríkisstjórnin þarf að koma áformum sínum og fyrirætlunum til skila með skýrari hætti en hingað til hefur verið gert. Mótmælin í gær fóru að mestu leyti friðsamlega fram, en þó kom til ryskinga þegar lögregla notaði piparúða og kylfur til að rýma Alþingis- garðinn. Það má hins vegar segja bæði lögreglu og mót- mælendum til hróss að stilling hélst og ekki varð meira úr þessu atviki. Það er mikilvægt að mót- mælin fari ekki í farveg eyði- leggingar og ofbeldis, ekki síst fyrir málstað mótmælenda. Í 36. grein stjórnarskrárinnar segir: „Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.“ Rétturinn til að mótmæla er líka tryggður í stjórnar- skránni. Þann rétt þurfa yfir- völd að verja og mótmælendur þurfa að virða sínar skyldur gagnvart stjórnarskránni. Annars er hætt við því að mót- mælin bæði missi marks og glati aðdráttarafli sínu í aug- um þeirra, sem vilja koma kröfum sínum á framfæri við stjórnvöld með friðsamlegum hætti. Stjórnvöld geta ekki leitt mótmæli almennings hjá sér} Andóf við Alþingi Þ að var nokkuð sérstakt að hugsa til þess í gær að á sömu stundu og þorri jarðarbúa fagnaði embætt- istöku Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna, skyldu nokkur þúsund íslensk hjörtu berjast ótt og títt fyrir utan Alþingi Íslendinga í fjöldamótmælum sem eiga sér fá fordæmi. Hjörtu stjórnarþingmanna hafa ábyggilega barist af sama offorsi innan- dyra þar sem þeir sátu í skjóli óeirðalögreglu og reyndu í firringu sinni að tala fyrir frum- vörpum sem gátu vel beðið. Það er erfitt að vera trúr sannfæringu sinni þegar maður er einn um þá sannfæringu. En að styðja málstað sem maður getur ekki með nokkru móti verið trúr í hjarta sínu er sýnu verra og í þeim til- vikum hlýtur hjartað að mótmæla. Þá verða menn sveittir á efri vörinni og hreyta út úr sér viðteknum sannindum á borð við þau að hver og einn hafi rétt til að mótmæla. Efast einhver um það?! Það er engin ástæða til að kalla það fólk sem safnaðist saman fyrir utan Alþingishúsið í gærdag skríl. Þegar end- urreisn og endurlausn lýðveldisins er um garð gengin er ég hræddur um að þjóðin verði sammála um að skríllinn hafi ekki verið þeir sem börðu potta og pönnur fyrir utan Alþingi, heldur þeir sem báru ábyrgð á rekstri fjármála- fyrirtækjanna en iðruðust ekki þegar þjóðfélagið hrundi. Skríllinn verður þá í huga þjóðarinnar þeir embættismenn sem ákváðu að sitja sem fastast eftir að ljóst var að þeir höfðu sofið á verðinum, gerst sekir um embættisglöp eða einfaldlega reynst vanhæfir. Skríllinn verður þeir sem sátu heima þegar aðrir gengu niður á Austurvöll til að mótmæla eða þeir sem þögðu þunnu hljóði þegar aðrir létu í sér heyra á almennum vett- vangi. Skríllinn verður þó fyrst og fremst þeir kjörnu fulltrúar sem ekki vildu horfast í augu við almenning í landinu, viðurkenna mistök sín með því að stíga niður og taka þátt í uppbygg- ingu íslenska lýðveldisins frá grunni. En ef svo ótrúlega vill til að annálar framtíðarinnar verði skrifaðir af því fólki sem læsti sig inni á Alþingi í dag og að þjóðin sem stóð fyrir utan verði í sögbókunum úthrópuð sem skríll, þá skal ég einnig gangast stoltur við þeirri nafnbót. Það er þyngra en tárum taki, ástandið í landinu og ég er ábyggilega ekki einn um að hrista höfuðið í algjörri undrun og vonleysi yfir þeim spillingarfréttum sem okkur berast á hverjum degi. Ég viðurkenni fúslega að ég skil ekki margt af því sem þar kemur fram en verra er að skilja að í þessu pínulitla landi hafi menn verið svo ófor- skammaðir að leggja þjóðina sjálfa að veði. Sumir þeirra eru meira að segja svo gersneyddir sómatilfinningunni að þeim finnst eðlilegt að almenningur í landinu taki á sig enn þyngri byrðar svo þeir geti haldið áfram að spila sinn sið- lausa leik. Þegar sýslumaður á Suðurlandi ákveður svo upp á sitt eindæmi að leggjast í handtökur á mörg hundr- uð einstaklingum vegna fjárnámsbeiðna, verður manni orða vant en um leið hugsað til Jóns Hreggviðssonar sem hefur ábyggilega hrist hausinn í undrun og vonleysi þegar hann sagði: „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra rétt- læti“. hoskuldur@mbl.is Höskuldur Ólafsson Pistill Skríllinn er þeir FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á kvörðun sýslumannsins á Selfossi um að gefa út handtökuskipun á hend- ur 370 einstaklingum, sem ekki hafa skilað sér í fjárnám hjá embætti hans, vakti hörð viðbrögð meðal almennings. Svo hörð viðbrögð að dómsmálaráðherra sá ekki annað í stöðunni en að beina þeim tilmælum til hans að draga úr hörk- unni. Sýslumaðurinn sagðist í kjölfar- ið ætla að endurskoða vinnubrögð sín. Varla er hægt að setja út á það að sýslumaður reyni að innheimta þau gjöld sem honum ber samkvæmt lög- um. Yfirlýsing Ólafs Helga Kjartans- sonar um að hann ætli að hundelta skuldara var hins vegar óviðeigandi og illa tímasett í ljósi aðstæðna í þjóð- félaginu. Það viðurkenndi hann sjálfur og það er haft eftir honum í tilkynn- ingu frá dómsmálaráðuneytinu. Yfirlýsingin var fyrst og fremst hvatning til skuldara að ganga frá sín- um málum og hefur þessi leið verið farin áður. Dómsmálaráðherra hugn- ast ekki þessi aðferð og í tilkynningu sinni segist hann telja það óskyn- samlegt af sýslumanni að kynna ákvörðun sína með slíkum hætti. Það þýðir þó ekki að skuldarar á Suðurlandi séu lausir allra mála. Þeir fá einfaldlega ekki lengur tilkynningu í blöðunum. Fjörutíu „handteknir“ á mánuði Það er ekki óvanalegt að lögregla „handtaki“ þá sem ekki svara ítrek- uðum kvaðningum sýslumanna. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur raunar mánaðarlegan kvóta hjá lög- reglu höfuðborgarsvæðisins. Þangað má hann senda fjörutíu mál á mánuði. Kvótinn er nær undantekningarlaust fullnýttur. Það þýðir að 480 ein- staklingar eru færðir til sýslumanns- ins árlega af lögreglu. Ríkisstjórnin hefur gefið út tilmæli um að skuldurum verði veitt meira svigrúm en verið hefur. Þau tilmæli eiga hins vegar ekki við um sýslu- menn heldur kröfuhafana. Þeir hafa öll ráð á hendi, s.s. að semja við skuld- arann, seinka innheimtunni eða fresta. „Það væri sérkennilegt ef við færum að seinka málum hjá okkur. Við höfum þá lagaskyldu að afgreiða þær beiðnir sem okkur berast og við verðum að gera það fljótt og vel, líkt og lögin segja okkur,“ segir Rúnar Guðjóns- son, sýslumaður í Reykjavík. Stærsti einstaki kröfuhafinn hjá sýslumanninum í Reykjavík er toll- stjórinn í Reykjavík. Snorri Olsen, tollstjóri, segir að þau skilaboð hafi verið send út til allra innheimtu- manna, að sýna meiri sveigjanleika. Og hann segist geta fullyrt að farið hafi verið eftir því. Þrátt fyrir það eru fulltrúar frá toll- stjóranum hjá sýslumanni á hverjum degi að taka á móti fólki, semja um greiðslur eða gera fjárnám. Fjárnámið er lokapunktur á innheimtuferlinu. Óttast að fjárnámum fjölgi Á síðasta ári var skráð 18.541 fjár- námsbeiðni hjá sýslumanninum í Reykjavík. Það var nokkru færra en árið 2007, en þá voru 19.758 beiðnir skráðar. Það tekur ætíð einhverja mánuði fyrir einstaklinga að komast í þá stöðu að gert sé fjárnám hjá þeim. Rúnar segist renna blint í sjóinn á nýju ári en óttast að fjárnámum muni fjölga. Því til stuðnings segir Snorri að hjá tollstjóranum gangi verr að innheimta staðgreiðslu á virðisaukaskatti en á sama tíma fyrir ári. Morgunblaðið/Ómar Sýslumaður Talsvert er um að menn mæti ekki til fyrirtöku vegna fjár- náms. Komið getur til þess að kallað er á lögreglu sem sækir viðkomandi. Ekki sýslumanna að gefa skuldurum frest Hvað er fjárnám? Aðför til fullnustu kröfu um greiðslu peninga. Hver krefst fjárnáms? Kröfuhafi getur krafist fjárnáms hjá skuldara ef krafa er í því formi að hún teljist aðfararheim- ild. Aðfararheimildir eru m.a. dómar og úrskurðir dómstóla, skuldabréf með beinni aðfarar- heimild, víxlar, skattakröfur, dóm- sáttir og úrskurðir yfirvalda. Hvernig fer fjárnám fram? Skuldaranum er kynnt fjárnáms- beiðnin og meðfylgjandi gögn. Hafi hann ekkert við kröfuna að athuga er skorað á hann að greiða hana. Verði hann ekki við því er skorað á hann að benda á eignir sínar sem nægja til að tryggja kröfuna. Eigi hann engar eignir eða ekki nægilegar eignir til að tryggja kröfuna lýkur fyrir- tökunni með árangurslausu fjár- námi. Og hvað gerist þá? Kröfuhafi fær heimild til að óska eftir gjaldþrotaskiptum hjá skuld- aranum. Heimildin gildir í þrjár mánuði. Nafn skuldara fer einnig á vanskilaskrá. Heimild: syslumenn.is S&S Augu heimsinsbeindust í gær að Barack Hussein Obama þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkj- anna. Ræðu Obama hafði ver- ið beðið með mikilli eftirvænt- ingu og hann flutti hana af öryggi og sannfæringu. Obama þakkaði George W. Bush fyrir framlag sitt, en ræða hans var í raun hörð ádeila á stjórnartíð forverans. Obama sagði að nú væri runn- inn upp tími ábyrgðar og það heyrði fortíðinni til að standa á hliðarlínunni, vernda þrönga hagsmuni og fresta ákvörðunum. Obama dró upp dökka mynd af ástandinu, en endur- ómaði orð Johns F. Kennedys á sínum tíma þegar hann sagði að Bandaríkjamenn ættu að leggja sitt af mörkum til þess að efla land sitt. Hann boðaði í raun nýja tíma með því að vísa til gamalla gilda. Obama nýtur nú mikils stuðn- ings, en það á eftir að koma í ljós hvort sannfæringar- máttur hans dugar til að kalla fram breytt hugarfar hjá bandarískum almenningi. Obama opnaði líka faðminn gagnvart umheiminum og sagði að Banda- ríkjamenn væru „vinir sérhverrar þjóðar og sér- hvers karls, konu og barns sem leitar að framtíð friðar og virðuleika og við er- um reiðubúin að taka á ný for- ustuna“. En Bandaríkin ættu einnig í höggi við „víðtækt net ofbeldis og haturs“ og í þeirri viðureign myndu Bandaríkja- menn sigra að lokum. Valdaskiptin í Bandaríkj- unum boða breytta tíma, þótt hæpið sé að búast við of miklu of fljótt. Það er hins vegar hughreystandi að heyra Obama segja að beita eigi hervaldi af fyrirhyggju og leita samráðs við bandamenn. Í raun er gott til þess að vita að ekki mun lengur ríkja í Hvíta húsinu tilhneiging til að skipta heiminum í svart og hvítt, heldur sé kominn til valda maður, sem veit að það eru mörg tilbrigði við grátt og áttar sig á margræðni hlut- anna. Ræður eru til lítils nytsam- legar nema verkin fylgi. Obama hefur búið sig vel und- ir að taka við völdum. Í gær sagði hann réttu hlutina. Nú er kominn tími til að hann láti verkin tala. Obama talaði af ör- yggi og sannfæringu}Nýr tónn frá Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.