Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SNORRI Ásmundsson myndlistarmaður hefur tilkynnt framboð til formanns Sjálfstæðisflokks- ins á komandi landsþingi flokksins sem hefst 29. janúar næstkomandi. „Það er rétt. Ég skráði mig í flokkinn árið 2002 og ætlaði þá á móti Birni Bjarnasyni í borgarstjórnarkosningunum. Það var hins veg- ar ekkert hlustað á mig og ég datt á „dular- fullan“ hátt úr flokknum, fannst ekki á skrá. Ég tek því þannig að ég hafi verið rekinn. Ég stofn- aði þá Vinstri hægri snú.“ Snorri skráði sig á nýjan leik í flokkinn fyrir viku og segir upplitið allt annað á flokks- mönnum nú. „Ég vil nánast ganga svo langt að segja að mér hafi verið tekið fagnandi. Margir sjálfstæðismenn eru mjög forvitnir og greini- lega orðnir hundleiðir á Geir. Það eru breyt- ingar í lofti, ég er mun velkomnari nú en fyrir nokkrum árum.“ Snorri segist ekki gera sér almennilega grein fyrir því á þessari stundu hvernig þetta muni fara allt saman. „En eitt er víst að ýmislegt getur gerst á svona tímum. Ég lít á það sem skyldu mína að láta reyna á þetta. Undirrótin er sú auðvitað að manni er hreinlega ofboðið og maður vill koma skikki á hlutina. Segjum að ég verði forsætis- ráðherra, þá yrði það t.a.m. mitt fyrsta verk að ráða Robert Wade sem fjármálaráðherra …“ Snorri kemur Sjálfstæðisflokknum til bjargar  Nýjasta breiðskífa Benna Hemm Hemm, Murta St. Calunga, kemur út í Japan 21. janúar. Út- gáfufyrirtækið Afterhours gefur plötuna út í samstarfi við íslenska útgáfufyrirtækið Kimi Records. Að því er segir í fréttatilkynn- ingu hefur mikil vinna verið lögð í textaþýðingar og greinargóðar skýringar sem fylgja með hljóm- plötunni. Þar fari ekki á milli mála að í Norður-Atlantshafi fari fram hvalveiðar, allt sé í sómanum í Afg- anistan og allt sé auðvelt í Ísrael, svo ekki sé talað um ævintýri Jör- undar hundadagakonungs. Einnig er japönskum áheyrendum gefinn kostur á að kynnast murtunni, sem lendir fyrir misskilning í slagtogi við draug frá El Paso. Þá segir ennfremur í tilkynningu að Kimi Records sem stendur að út- gáfunni með Afterhours stígi með þessu sitt fyrsta skref út á alþjóð- legan hljómplötumarkað. Plata Benna Hemm Hemm til Japans  Tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Kira Kira, er á faraldsfæti um þessar mundir, en tónleikaferð hennar um Evrópu hófst hinn 14. janúar. Ferðalagið stendur til 7. febrúar og mun Krist- ín spila á hvorki fleiri né færri en tuttugu og einum tónleikum á þeim tíma, sem gerir næstum eina tón- leika á dag að meðaltali. Þau lönd sem Kristín mun heiðra með nær- veru sinni eru Þýskaland, Austur- ríki, Sviss, Ítalía, Frakkland, Belgía, Holland og Danmörk. Í sumar sendi Kristín frá sér plöt- una Our Map to the Monster Olympics og kom hún út samtímis í Japan og á Íslandi, en fyrsta upplag plötunnar seldist upp á skömmum tíma í Japan. Í haust fór hún svo í tónleikaferð og spilaði í Kína, Jap- an, Rússlandi og Finnlandi. Áhugasamir geta lesið blogg Kristínar frá Evróputúrnum á My- space-síðu hennar. Kira Kira spilar í fjöl- mörgum Evrópulöndum Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA leggst rosalega vel í mig og það er mjög spennandi að fá að vinna með svona leikstjóra,“ segir Helgi Björnsson, en eins og greint var frá í gær fer hann með hlutverk í nýjustu stórmynd finnsk/bandaríska leikstjórans Rennys Harlins, Mann- erheim. „Ég leik listaverkasala á frönsku rívíerunni. Þetta er að vísu ekkert svakalega stórt hlutverk, en ég verð allavega í einum eða tveimur senum og fæ nokkrar línur,“ segir Helgi sem talar ensku í myndinni, en þarf þó að búa til franskan hreim. Þótt hlutverkið sé vissulega gott segist Helgi ekki líta á það sem neitt risastórt tækifæri. „Það er bara gaman að fá að taka þátt í þessu, en maður veit auðvitað ekkert hvað ger- ist, maður kynnist náttúrlega hinum og þessum. En ég lít ekki þannig á það að ég sé að fara að opna ein- hverjar sérstakar dyr.“ Gröf Hitlers Það er annars meira en nóg að gera hjá Helga um þessar mundir því auk Mannerheim leikur hann í einni íranskri og einni ungverskri mynd á næstunni. Sú íranska heitir Hitler’s Grave og fjallar um ungan sveitastrák. „Afi hans hvíslar því að honum á dánarbeðnum að hann verði að fara til Berlínar að leita að gröf Hitlers. Hann gerir það, og fer að spyrja til vegar í Berlín þar sem fólk verður mjög hissa, enda gröf Hitlers ekki til svo vitað sé,“ segir Helgi, en leikstjóri myndarinnar heitir Da- ryush Shokof. „Hann er mjög góður vinur Roberts DeNiros, og þeir vinna meðal annars að Tribeca- kvikmyndahátíðinni. Svo fer mjög frægur ítalskur leikari með aðal- hlutverkið, hann heitir Adriano Gi- annini og lék m.a. á móti Madonnu í Swept Away.“ Hitler’s Grave verður tekin í Berlín í apríl og fer Helgi með hlutverk lögreglustjóra í henni. Spilar á þorrablóti Ungverska myndin heitir Slave og er í dramatískari kantinum. „Hún fjallar um konu með fortíð sem giftist ríkum viðskiptamanni. Þegar þau skilja reynir hún að taka börnin með sér, en hann notar afl sitt til að rústa lífi hennar með sínum meðulum,“ segir Helgi sem fer með hlutverk veitingamanns í myndinni, en tökur hefjast strax í næstu viku. Aðspurður segir Helgi að það sé hreinlega tilviljun hversu mikið sé að gera hjá honum í leiklistinni um þessar mundir. „Þetta er nú bara til- fallandi. Lífið sér um mann; ef maður hefur ekki of miklar áhyggjur af því þá kemur alltaf eitthvað á snærið,“ segir Helgi sem býr í Berlín þar sem hann rekur hið fornfræga Admi- ralspalast-leikhús. Ekki er hægt að sleppa Helga án þess að spyrja hann hvað sé að frétta af hljómsveitinni hans, SSSól. „Ég er nú einmitt að koma heim um helgina til að spila á þorrablóti og í afmæl- isveislu. Það er fínt að nota tækifær- ið, það borgar kostnaðinn við heim- komuna. Þá getur maður skotist heim og hitt fjölskylduna og svona.“ Helgi í þremur stórmyndum  Helgi Björns leikur í finnskri, ungverskri og íranskri mynd á næstu mánuðum  Leikur fyrir góðan vin Roberts DeNiros  Hefur þó tíma til að sinna SSSól Morgunblaðið/Ómar Að slá í gegn? Helgi Björnsson hefur nóg að gera, en hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Vilborgu Halldórsdóttur. Adriano Giannini Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞORLEIFUR flutti með fjölskyldu sinni til Stafangurs í Noregi stuttu fyrir jól. Hann er rétt liðlega átján ára og hefur getið sér nokkuð góðs orðs fyrir munnhörpu- leik. Gítarleikurinn steinliggur þá einnig fyrir honum. Þorleifur hugðist sækja sér frekari menntun í gítar- leik úti í Noregi en sú umsókn endaði með því að hann var ráðinn sem kennari við skólann! Skólinn kallast Fagervik Musikskole og er í eigu hljóðfærabúðakeðjunnar 4Sound, sem er ansi um- svifamikil í Evrópu og víðar reyndar. „Ég sótti um í tveimur skólum, komst inn í einn þeirra en ákvað að tékka líka á Fagervik,“ útskýrir Þor- leifur símleiðis frá Noregi. „Ég tók smá blúsdjamm með kennaranum og hann lýsti því yfir að ég væri eiginlega of góður. Hann náði í annan kennara sem varð alveg heillaður líka. Þeir bentu mér eindregið á að tala við eigandann því að það vantaði kennara. Hann tók ljúfmannlega á móti mér. Ég kenni á kvöldin og notast við ensku, enda ný- kominn út. Og reyndar er þetta í fyrsta skipti sem ég fer út fyrir landsteinana. Eigandinn er svo að hjálpa mér að komast í nám í djassgítarleik hjá einkakenn- ara.“ Þorleifur segir eðlilega engan veginn hafa átt von á þessu. „Nú er ég að vinna að því að koma mér í band og er farinn að djamma með fólki í miðbænum. Svo á ég ábyggilega eftir að kynnast einhverjum í skólanum. Þetta lítur allt saman vel út!“ „Þú ert bara allt of góður" Morgunblaðið/Einar Falur Þorleifur Tekur norsku músíksenuna með trompi ... ábyggilega. Þorleifur Gaukur Davíðsson ætlaði að læra gítarleik úti í Noregi en var þess í stað skipaður kennari Helgi hefur leikið í fjölda kvik- mynda á síðustu 25 árum. Á meðal þeirra helstu eru At- ómstöðin (1984), Skytturnar (1987), Foxtrot (1988), Sódóma Reykjavík (1992), Ungfrúin góða og húsið (1999), Óska- börn þjóðarinnar (2000), Villi- ljós (2001), No Such Thing (2001), Strákarnir okkar (2005), Beowulf & Grendel (2005), Köld slóð (2006) og Reykjavík Whale Watching Massacre (2009). Flottur ferill Ofboðið Geymir þessi maður lausnina á kröggum Sjálfstæðisflokksins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.