Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 31
brúðkaupið þeirra Höllu og Didda í Vallhólmann og voru saman að spjalla og skoða gjafir þeirra. Hún var svo stolt af börnum þeirra Jóns og maður fann virkilega hvað þau öll voru henni mikils virði. Alltaf þegar maður hitti Auði var hún glæsileg að sjá og kát og þessi rosa- legi vilji sem maður fann svo mikið fyrir. Barðist hún hetjulega við sjúkdóminn og ekki varð maður mikið var við veikindin hennar því hún leit alltaf glæsilega út og kvart- aði aldrei, hún bar sig alltaf svo vel alveg til síðustu stundar. Því segj- um við að hún Auður var „stór“ kona. Megi góður Guð gefa að nú sé öll- um þrautum hennar Auðar lokið og gleðin ein ríki þar sem hún er nú. Elsku Diddi minn, Margrét, Jón, Kristmundur eldri og aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð yfir svo miklum missi. Megi guð veita ykkur styrk í sorginni. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Halldóra Jóna Sölvadóttir og Guðbjörg Sveinfríður Sveinbjörnsdóttir. Það var stór hópur sem mætti í Kennaraskóla Íslands haustið 1969, en það var í síðasta sinn sem ný- nemar voru innritaðir í „Gamla Kennó“. Bekkjardeildirnar voru hvorki færri eða fleiri en níu og í hverri deild á milli tuttugu og þrjátíu nem- endur. Okkar bekkur var H-bekkur. Við komum alls staðar að af landinu og fáir þekktust áður en við lögðum upp í fjögurra ára leiðangur saman. Auður Kristmundsdóttir var ein af þessum hópi. Lagleg ung kona með stór augu og sítt hár. Hún féll vel inn í þennan hóp, sem var frekar sundurleitur, alla vega til að byrja með. Við kynntumst fljótt og eignuð- umst vini innan hópsins, misjafn- lega nána, eins og gengur. Fljótt kom í ljós að hin hægláta Auður lét ekkert eiga inni hjá sér. Ekki er grunlaust um að margir bekkjarfélagarnir muni skjót og hnyttin tilsvör Auðar við ýmsum uppákomum í bekknum. Það var alltaf gaman að vera með Auði, opin, hress og skemmtileg í vinahópnum. Við eigum öll eftir að minnast þeirrar góðu samveru- stundar þegar við hittumst í maí á síðasta ári. Þá var Auður veik og í erfiðri meðferð, en mætti til að hitta okk- ur, tilhöfð og flott, brosandi og hress, hrókur alls fagnaðar. Aðdáun okkar á þessari kraftmiklu og dug- legu konu náði hámarki þetta kvöld. Við minnumst kærrar bekkjar- systur okkar með virðingu og þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Fjölskyldu Auðar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. bekkjarfélaga úr H-bekkn- um í KÍ, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir. Á leið okkar í gegnum lífið söfn- um við minningaperlum. Auður Kristmundsdóttir er ein af þessum perlum sem við munum varðveita í minningunni. Hún var alin upp við gamla Lauf- ásveginn og í Laugarásnum í Reykjavík, og eftir hefðbundna skólagöngu settist hún í Kennara- skólann þaðan sem hún útskrifaðist árið 1973. Næstu árin kenndi hún síðan við Fellaskóla í Reykjavík og síðar við Varmárskóla í Mosfells- sveit. Árið 1977 fluttu Auður og Magn- ús G. Kjartansson, fyrri maður hennar, í Mosfellssveitina, þegar sveitin var lítið og notalegt sam- félag sundurskorið af fellum, örfoka melum og þjóðvegakerfinu. Í litlu byggðarlagi reyndi oft meira á sam- heldni íbúanna en í stóru, og öflugt og gott félagslíf skipti sköpum um líðan manna í slíku samfélagi. Auð- ur átti sinn þátt í að auðga mann- lífið í sveitinni með störfum sínum fyrir Kvenfélag Lágafellssóknar þar sem hún sat í stjórn, og var formað- ur félagsins um skeið. Eftir fráfall Magnúsar flutti hún „suður“ til Reykjavíkur og sneri sér þá að rekstri ferðaþjónustufyrir- tækis sem hún rak ásamt seinni manni sínum, Jóni Knútssyni. Kynni okkar Auðar hófust árið 1981, þegar ég réðst til starfa í Mos- fellssveitinni og hún hafði umsjón með skólasafni Varmárskóla auk þess að kenna við skólann. Fljótlega hófst samvinna okkar, sem leiddi til einlægrar vináttu við hana og fjöl- skyldu hennar. Vináttu sem dafnaði jafnt í stormi og stillum. Auður var atkvæðamikil kona. Dagfarslega var hún ljúf í viðmóti, viðkvæm og blíð, og fyrir vikið leið manni vel í návist hennar. Um leið var hún föst fyrir, hörkudugleg og fylgin sér. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hana að vini, fengið að starfa með henni að góðum mál- efnum og njóta samvista við hana. Sú sára staðreynd að upp úr vináttu okkar slitnaði síðustu árin sem hún lifði fær í engu spillt þeim hlýju til- finningum sem fylgja minningunum um Auði og munu lifa með mér alla tíð. Kæra vinkona, það er ekki langt þetta korter sem við köllum líf. Jón Sævar Baldvinsson. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Atvinnuauglýsingar Sölufólk velkomið Miðlun viðskiptatengsl býður gott sölufólk vel- komið. Skemmtilegar úthringingar fyrir traust íslensk fyrirtæki. Kvöld og helgar. Vinna að vild í boði. Reynsla er kostur. Hafið samband: andri@midlun.is, s.580 8030. Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Eftirtaldir lausafjármunir verða seldir nauðungarsölu fimmtu- daginn 29. janúar nk. kl. 11:00 að Efstubraut 2 á Blönduósi í Austur-Húnavatnssýslu: Snyrtilína 8 stæði með ljósum, vinnuborð úr ryðfríu stáli með rúlluheftum og rennu, borð með rúllukeflum úr ryðfríu stáli, borð með kari, lyftari JL nr. 3423Yale 1997 2,50 tonn, færiband (stigaband), Baader 189 flökunarvél ný yfirfarin ásamt hnífum, Baader 421 Hau- savél, Baader 51 roðflettivél 1978 nr. 10-4943-0051, færiband (reima- band), Ishilda tölvuvog lítil, tölvuvog frá Marel serialnr. A031125 gaff- lavog, stálvaskur á hjólum 120 x 60 cm, stálvaskur með tveimur hólfum ásamt borði. Blönduós 20. janúar 2009 Sýslumaðurinn á Blönduósi, Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Breiðamörk 23, fnr. 221-0112, Hveragerði, þingl. eig. Gísli Kristbjörn Björnsson, Þorkell Guðjónsson og Ágúst Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 26. janúar 2009 kl. 10:05. Breiðamörk 23, fnr. 221-0114, Hveragerði, þingl. eig. Gísli Kristbjörn Björnsson, Þorkell Guðjónsson og Ágúst Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 26. janúar 2009 kl. 10:10. Breiðamörk 23, fnr. 227-1870, Hveragerði, þingl. eig. Gísli Kristbjörn Björnsson, Þorkell Guðjónsson og Ágúst Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 26. janúar 2009 kl. 10:00. Gljúfurárholt land-10, fnr. 199504, Ölfus, þingl. eig. Gljúfurbyggð ehf., gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Ölfus, mánudaginn 26. janúar 2009 kl. 10:55. Gljúfurárholt land-2, fnr. 199479, Ölfus, þingl. eig. Gljúfurbyggð ehf., gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Ölfus, mánudaginn 26. janúar 2009 kl. 10:45. Gljúfurárholt land-9, fnr. 199503, Ölfus, þingl. eig. Gljúfurbyggð ehf., gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Ölfus, mánudaginn 26. janúar 2009 kl. 10:50. Holtagljúfur 2, fnr. 201615, Ölfus, þingl. eig. Gljúfurbyggð ehf., gerðarbeiðendur Kaupþing banki hf. og Sveitarfélagið Ölfus, mánudaginn 26. janúar 2009 kl. 10:40. Klettagljúfur 8, fnr. 229-8855, Ölfus, þingl. eig. Gljúfurbyggð ehf., gerðarbeiðendur Lá, lögfræðiþjónusta ehf., Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. og Sveitarfélagið Ölfus, mánudaginn 26. janúar 2009 kl. 10:30. Úthlíð 2, Mosar 204988, fnr. 204988, Bláskógabyggð, þingl. eig. Holta- byggð ehf., gerðarbeiðendur Byko hf. og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., mánudaginn 26. janúar 2009 kl. 11:50. Sýslumaðurinn á Selfossi, 20. janúar 2009. Ólafur Helgi Kjartansson. Félagslíf  HELGAFELL 6009012119 l V/V I.O.O.F. 9  189012181/2 I.O.O.F. 7.  1891217½  Þb. I.O.O.F. 181891218MTW.Þb. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. HELGAFELL 6009012119 lll Smáauglýsingar 569 1100 Fatnaður Allar fatabreytingar Fljót og góð afgreiðsla Skraddarinn á Horninu Árni Gærdbo, klæðskerameistari Lindargötu 38 S. 552 5540 og 861 4380. FATABREYTINGAR Heilsa Frelsi frá streitu og kvíða hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, vidar@theta.is, www.theta.is Heimilistæki Hornbaðkar með nuddi til sölu. Hornbaðkar 1,35x1,35 með nuddi til sölu, í góðu lagi og lítur þokkalega út. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 894 3701 Amerískur ísskápur til sölu. GE tvöfaldur hvítur með frystihólfi, klakavél og köldu vatni. Mjög vel með farinn og lítur vel út. Gott staðgreiðsluverð. Upplýsingar í síma 894 3701. Húsnæði í boði Tveggja herbergja íbúð með húsgögnum og húsbúnaði til leigu í 105 Rvk. Leiga 90 þúsund með hita, rafmagni og fl. Sími 692 9267. Breiðholt - Bakkasel - til leigu 3 herbergja 92 fm kj. í raðhúsi. Laus 1. feb. Leigan er 105 þús. + rafmagn á mánuði. Uppl. í s. 691-4242. Björt - nýmáluð - 3ja herb. - suður- svalir, nýmáluð, nýtt eldh. m/uppþvv., íssk., örbylgjuofni og annar eldh.bún- aður getur fylgt. Íb. nýtist sem 2 stór svefnherb. og stofa. Kr. 120.000 á mán. Hiti + húsfélag innif. Þvottavél fylgir. Uppl. Vilborg s. 849-3069. Atvinnuhúsnæði Vörulager og skrifstofur Til leigu eitt eða fleiri skrifstofu- herbergi ásamt vörulager með inn- keyrsludyrum í 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 896 9629. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Upledger höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð 1. áfanginn í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð verður haldinn í Reykjavík 7.-10. febrúar 2009. Uppl. og skráning á www.upledger.is eða í s: 466-3090. Til sölu Frímerkjasafn til sölu Kóngsríkið! Afsláttur frá verðlista(fa- cit)ca.70%. Upplýsingar í síma 5448181 eða 5572574. Verslun Rýmingarsala, 50-90% afsláttur Dekurbúðin Rýmingarsala, 50-90% afsláttur, Dekurbúðin Laugavegi 67, gegnt GK. Afsláttur af sloppum, koddum, sæng- um, handklæðum og fl. Komdu og gerðu frábær kaup. Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Málningarvinna Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. Tilboð eða tímavinna. Lítið Mál ehf. S. 896-5758. Ýmislegt Útsala Útsala Síðustu dagar Meyjarnar, Austurveri sími 553 3305 NÝKOMIÐ OG ROSALEGA FALLEGT Teg. 42026 - vel fylltur, stækkar um númer í BC skálum á kr. 3.850,- buxur fást í stíl á kr. 1.950,- Teg. 42027 - mjúkur og flottur í C,D,E skálum á kr. 3.850,- sömu buxurnar í stíl á kr. .1950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bátar Óska eftir að kaupa góðan bát Má vera Sómi eða sambærilegur. Einnig kemur til greina góður skemmtibátur. Upplýsingar: omarsig@simnet.is Bílar Peugeot 306 1998 til sölu, ekinn 140 þ. Vel með farinn, gott lakk, þarf að skipta um kúplingu, verð 60 þús. Upplýsingar í síma 822 8324. Bílar óskast Óska eftir nýlegum bíl Óska eftir nýlegum, lítið eknum bíl. Audi A4 árgerð 2003 upp í og stað- greiðsla á milli. Ólafur 660-4027. jobbagunn@hotmail.com Bílaþjónusta Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Húsviðhald Stigahúsateppi Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Sími 533-5800. www.strond.is Eruð þið leið á baðherberginu? Breytum, bætum og flísaleggjum. Upplýsingar í síma 899 9825.  Fleiri minningargreinar um Auð- ur Kristmundsdóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.