Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650k r. Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM - H.E. DV - S.V. Mbl Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 Taken kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Australia kl. 6:30 - 10 B.i. 12 ára Inkheart kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára The day the earth stood still kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30 B.i. 12 ára ÆVINTÝRAMYND AF BESTU GERÐ Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur galdra og ævintýra lifnar við Stærsta BOND-mynd allra tíma! 650k r.6 50kr. 650k r. Skólabekkurinn enskur texti kl. 8 LEYFÐ Refurinn og barnið íslenskur texti kl. 6 LEYFÐ Ástarsöngvar enskur texti kl. 10:15 LEYFÐ Upp komast svik um síðir enskur texti kl. 6 LEYFÐ Krummaskuð númer eitt enskur texti kl. 6 LEYFÐ Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Seven Pounds kl. 8 - 10:30 LEYFÐ Transporter kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára Villtu vinna milljarð kl. 8 - 10:10 B.i.12 ára Sólskinsdrengurinn kl. 6 - 8 LEYFÐ Transporter 3 kl. 10:10 B.i.16 ára Skoppa og Skrítla í bíó kl. 6 LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú HEIMILDAMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI “SJÖ PUND AF BRAVÓ” - E.E., DV “...BESTA MYND FRIÐRIKS ÞÓRS Í LANGANTÍMA“ - S.V., MBL “RAKLEITT Í HJARTASTAД - DÓRI DNA, DV “FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SKILAR HÉR EINU GAGNMERK- ASTA VERKI SÍNU... SÓLSKINS- DRENGUR Á ERINDITIL ALLRA...” - Ó.T.H., RÁS 2 “SÓLSKINSDRENGURINN ER FRÁBÆR HEIMILDARMYND SEM SKIPTIR MÁLI“ - K.G., FBL Fyrir sum verkefni þarftu einfaldlega atvinnumann - S.V. SÝND Í BORGARBÍÓI „HÖRKU HASAR MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI“ HÖRKUSPENNANDI MYND ÚR SMIÐJU LUC BESSON ,,ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND” -VJV -TOPP5.IS/FBL -S.V. - MBL650k r. Skólabekkurinn Frönsk kvikmyndahátíð 16.-29. janúar í Háskólabíói www.af.is Dagskrá og miðasala á www.midi.is Refurinn og barnið Ástarsöngvar Upp komast svik um síðir Krummaskuð númer eitt SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI m. enskum texta m. ísl. textam. enskum texta m. enskum texta www.graenaljosid.is m. enskum texta Í HOLD Tight fara for- eldrar að njósna um sextán ára son sinn, Adam. Þau hafa sann- arlega ástæðu til að hafa áhyggjur af hon- um því eftir sjálfsmorð vinar hefur hegðun Adams orðið æ ein- kennilegri og fjölskylda hans nær litlu sem engu sambandi við hann. Á sama tíma eru tvær konur myrtar á afar hrottafeng- inn hátt. Unglingsstúlka verður fyrir ein- elti eftir að kennari hennar hefur hæðst að henni fyrir framan bekkjarfélaga hennar. Ungur drengur þarf nýtt nýra eigi hann að lifa. Í byrjun virðist fremur fátt tengja þessar sögur saman en undir lokin kemur margt afar óvænt í ljós. Helsti kostur þessarar spennusögu er einmitt hversu haganlega sögurnar smella saman á óvæntan hátt. Samband foreldra og barna er í fyrirrúmi og varpað er fram spurningum um rétt foreldra til að beita öllum brögðum til að komast að því hvað barn þeirra er að aðhafast. Fjallað er um einelti gagnvart börnum og þunglyndi ungmenna af meiri metnaði en algengt er að sjá í spennusögum. Þarna er höfund- inum greinilega nokkuð mikið niðri fyrir og kemur brýnu erindi sínu til skila í köflum sem eru þeir bestu í bókinni. Galli verksins felst í lýsingu á hinum grimma morðingja og samverkakonu hans. Persónuleg áföll geta vissulega breytt einstaklingum í skrímsli en þarna er umbreytingin ekki trúverðug og bein- línis vandræðaleg á köflum. Höfundi tekst hins vegar prýðilega að koma lesendum á óvart með snjallri teng- ingu milli persóna og heldur uppi spennu mestan hluta verksins. Spennusagnafíkl- ar hafa hér fengið bók sem er vel þess virði að lesa. Snjallar tengingar Hold Tight eftir Harlan Coben. Signet Book gefur út. 385 bls. kilja Kolbrún Bergþórsdóttir FORVITNILEGAR BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Plum Spooky – Janet Evanovich 2. The Host – Stephenie Meyer 3. Black Ops – W. E.B. Griffin 4. Scarpetta – Patricia Cornwell 5. The Story of Edgar Sawtelle – David Wroblewski 6. Cross Country – James Patterson 7. Fire and Ice – Julie Garwood 8. The Hour I First Believed – Wally Lamb 9. Eclipse – Richard North Patterson 10. The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society – Mary Ann Shaffer and Annie Barrows. New York Times 1.When Will There be Good News? – Kate Atkinson 2. The Reader – Bernhard Schlink, et al. 3. The Shack – William P. Young 4. The Reader – Bernhard Schlink 5. Friday Nights – Joanna Trollope 6. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 7. The White Tiger – Aravind Adiga 8. The Bodies Left Behind – Jeffery Deaver 9. Remember Me? – Sophie Kinsella 10. Revolutionary Road – Richard Yates Waterstone’s 1. New Moon – Stephenie Meyer 2. Change of Heart – Jodi Picoult 3. The Pagan Stone – Nora Roberts 4. Twilight – Stephenie Meyer 5. The Enchantress of Florence – Salman Rushdie 6. Eclipse – Stephenie Meyer 7. Front – Patricia Cornwell 8. Honour – Thyself Danielle Steel 9. A Partisan’s Daughter – Louis De Bernieres 10. The Bourne Betrayal – Eric Van Lustbader Eymundsson Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is ÁRATUGUM eftir dauða sinn í Auschwitz er Irene Némirovsky orðin hluti af bókmenntasögu 20. aldar. Bækur hennar hafa verið endurútgefnar víða um heim og fengið mikla athygli og lof. Némirovsky, sem var rússneskur gyðingur en bjó í Frakklandi, skrifaði á frönsku. Hún var þekktur höfundur í Frakklandi á sinni tíð en nafn hennar varð heims- frægt eftir að óbirt handrit að skáldsögu hennar, Suite Francaise, kom í leitirnar áratugum eftir dauða hennar og var gefið út á bók sem varð met- sölubók árið 2004. Suite Francaise hefur síðan verið þýdd á 38 tungumál og hefur selst í 2,5 milljónum eintaka. Verkinu hefur verið líkt við Stríð og frið Tolstoys en þar lýsir Némirovsky lífi fólks í Frakk- landi undir hernámi nasista á gríðarlega áhrifamik- inn hátt. Némirovsky ætlaði sér að skrifa fimm binda verk en tókst einungis að ljúka tveimur bind- um. Af dagbókarbrotum hennar má ráða að meðan hún skrifaði hafði hún sterklega á tilfinningunni að hún myndi ekki lifa nógu lengi til að ljúka verkinu. Örlagaríkt ferðalag Némirovsky var unglingsstúlka árið 1917 þegar rússneska byltingin braust út og hún flúði með auð- ugum foreldrum sínum til Frakklands. Hún var tuttugu og sex ára þegar fyrsta bók hennar, Daniel Golder, kom út. Némirovsky giftist bankamanni, eignaðist tvær dætur og bjó við góð efni. Þegar Þjóðverjar réðust inn i Frakkland árið 1940 hóf Némirovsky að skrifa Suite Francaise. Árið 1942 var hún handtekin. „Ég er að fara í ferðalag,“ sagði hún við dætur sínar. Némirovsky var flutt til Ausch- witz og lést þar mánuði síðar, 39 ára gömul. Eigin- maður hennar var handtekinn skömmu eftir lát hennar og dó í gasklefanum. Dóttir Némirovsky, Denise, geymdi óbirt handrit móður sinnar sem hún taldi vera endurminningar hennar og treysti sér ekki til að lesa þær minningar. Það var ekki fyrr en hálfri öld seinna sem hún las það sem þar stóð og komst að því að um var að ræða skáldsagnahandrit. Útgáfa handritsins vakti heims- athygli. Verk Némirovsky eru nú endurútgefin víða um heim. Nýlega komu tvær bækur Némirovsky út í enskri þýðingu, All Our Wordly Goods og The Courilof Affair. Sú fyrri var fyrst gefin út árið 1947 í Frakklandi, tveimur árum eftir dauða Némirovsky og gerist á árunum 1911 til 1940 og lýsir örlögum fólks í skugga tveggja heimsstyrjalda. Sú seinni kom fyrst út í Frakklandi árið 1933 og fjallar um Rússann Léon M sem fær það verkefni árið 1903 að ráða af dögum rússneskan stjórnmálamann. Báðar bækurnar eru skrifaðar af miklu öryggi og djúpum skilningi á sálar- lífi einstaklinga og því hvernig þeir bregðast við undir tilfinningaálagi. Gagnrýnendur eru gríðarlega hrifnir af verkum Némirovsky og hafa haft á orði að ekki verði hægt að skrifa bókmenntasögu 20. aldar af sæmilegu viti án þess að nefna nafn hennar. Irene Némirovsky er nýtt nafn í bókmenntasögunni Stjarna eftir dauðann Némirovsky Dó í Auschwitz en er nú heimsfræg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.