Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ENDURSKOÐUÐ þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu í gær- morgun, gerir ráð fyrir því að djúp efnahagslægð sé framundan á næstu tveimur árum. Búist er við því að landsframleiðsla dragist saman um 9,6 prósent á þessu ári og kaupmáttur launa almennings muni minnka um rúmlega 13 pró- sent árinu. Óvissan mikil Forsendur spárinnar eru þó háðar mikilli óvissu, að sögn Þor- steins Þorgeirssonar, yfirmanns efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins. Stærsti einstaki óvissu- þátturinn liggur í því að mikillar óvissu gætir um hvaða áhrif erf- iðleikar í efnahagsmálum um heim allan munu hafa á íslenskan efna- hag. Vandamál á alþjóðamörk- uðum hafa aukist mikið undan- farnar vikur og mánuði og gætir mikillar óvissu um hversu djúp lægðin verður og einnig hvenær hagkerfi víðs vegar í heiminum fari að rétta úr kútnum. Í þjóð- hagsspánni er gert ráð fyrir því að „efnahagslíf heimsins nái hægum bata árið 2010 og þá hægi veru- lega á samdrætti í íslensku efna- hagslífi og innlend eftirspurn taki jafnvel að aukast hægum skrefum á síðari hluta ársins“, eins og orð- rétt segir í spánni. Þetta er meðal þeirra forsendna sem spá um þró- un mála hér á landi byggist á. Gert er ráð fyrir því að mikill viðsnúningur verði á vöruskiptum eftir mikinn halla á þeim undan- farin ár. Sex prósenta afgangur verður af þeim á þessu ári sam- kvæmt spánni sem gerir ráð fyrir um 23 prósenta samdrætti í inn- Morgunblaðið/Ómar Spáin kynnt Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir erfiðu árferði í íslensku efnahagslífi næstu tvö árin. Erfitt samdráttarskeið  Tæplega 10 prósenta samdráttur verður í þjóðarframleiðslu milli ára  26 milljarða niðurskurður í næstu fjárlögum miðað við spá  Mikil óvissa er ríkjandi í efnahagsmálum landsins Citroën C4 Comfort Saloon Citroën Berlingo Citroën C3 SX Citroën Xsara PicassoCitroën Berlingo Van Citroën Berlingo Van Exclusive Multispace Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is ` çÜå C t çäÑÉ m ìÄäáÅ o Éä~íáçåë ðëä~åÇá báåÖ∏åÖì Ä∞ä~ê ëÉã ë¨êÑê‹ðáåÖ~ê `áíêçØå ã‹ä~ ãÉð Farðu á netið og skoðaðu Citroën á notadir.brimborg.is Skoðaðu notaða úrvalsbíla í sýningarsal Citroën, Bíldshöfða 8, í dag. Komdu í kaffi í sýningarsal Citroën, Bíldshöfða 8. kýíìãåçí~ð~å á̀íêçØå kýíìãåçí~ð~å f̀íêçØå kýíìãåçí~ð~å á̀íêçØå kýíìãåçí~ð~å f̀íêçØå kýíìãåçí~ð~å á̀íêçØå kýíìãåçí~ð~å á̀íêçØå 2,0 bensín sjálfskiptur Dráttarbeisli, bakkskynjari Fast númer OO868 Skrd. 08/2006. Ek. 14.000 km. Ásett verð 2.400.000 kr. 2,0 dísil beinskiptur 6 dyra Fast númer UU861 Skrd. 05/2006. Ek. 47.000 km. Ásett verð 1.790.000 kr. Afsláttur 300.000 kr. Tilboðsverð 1.490.000 kr. 1,6 dísil beinskiptur 5 dyra 15” álfelgur, dráttarbeisli Fast númer RA405 Skrd. 07/2007. Ek. 30.000 km. Ásett verð 2.490.000 kr. 1,4 dísil beinskiptur Fast númer OU490 Skrd. 09/2008. Ek. 8.000 km. Ásett verð 2.340.000 kr. Afsláttur 250.000 kr. Tilboðsverð 2.090.000 kr. 1,6 bensín beinskiptur 16” álfelgur, glerþak Fast númer KJ818 Skrd. 09/2006. Ek. 20.000 km. Ásett verð 2.460.000 kr. 1,4 bensín beinskiptur 6 dyra Dráttarbeisli Fast númer OU979 Skrd. 09/2005. Ek. 52.000 km. Ásett verð 1.510.000 kr. Afsláttur 220.000 kr. Tilboðsverð 1.290.000 kr. Citroën Avant Garde Design er svolítið sjálfhverf hönnun. Hún er mjög framúrstefnuleg enda hugsuð fyrir sjálfstætt fólk. Sjáðu Citroën. Spurðu um Fyrirmyndarþjónustu Brimborgar. Í SPÁ efnahagsskrifstofunnar kemur fram að forsendur fyrir aðferðafræði að baki spám um framvindu í efnahagsmálum séu í besta falli óljósar. Í spánni segir meðal annars: „Í þjóð- hagslíkönum eru margvísleg mæld hegðunarsambönd sem þjóðhagsspár eru grundvallaðar á. Þessi sambönd kunna að hafa breyst eða jafnvel rofnað við hrun fjármálakerfisins og óvíst hvenær þau verða virk á ný. Gott er að hafa í huga að hags- pár eru punktaspár og það er ekki spurning hvort þær missi marks heldur hve mikið.“ Af þessu má ráða að fram- vinda efnahagsmála næstu árin er mjög óljós. Dýpt heims- kreppunnar ræður miklu um hvernig helstu stoðum atvinnu- lífsins mun reiða af á næstu ár- um. Spáin dæmd úr leik?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.