Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009
getað hugsað mér betri tengda-
pabba né afa fyrir börnin mín. Ég
þakka þér fyrir það og þann tíma
sem við áttum saman, það var gam-
an að kynnast þér. Við Axel og börn-
in söknum þín sárlega, en þú skilur
eftir svo margar góðar minningar
sem við munum halda í heiðri. Elsku
tengdapabbi, hvíldu í friði.
Berglind Kristinsdóttir.
Elsku afi, mikið söknum við þín.
Þú varst afinn okkar sem varst alltaf
að hlaupa eða úti í náttúrunni.
Við eigum margar góðar minning-
ar um þig og munum geyma þær í
hjarta okkar. Sumarið 2007 þegar
við fórum með ykkur ömmu norður í
bústað í viku og keyrðum Kjöl aðra
leiðina og Sprengisand hina það var
mjög skemmtileg ferð. Einnig allar
ferðirnar í bústaðinn þinn í Úthlíð,
þar var mikið brallað og byggt sam-
an og kíkt í minkagildrurnar þínar.
Nú ætlum við að reyna að veiða
minkinn fyrir þig svo fuglarnir þínir
komist á kreik.
Fel þú, Guð, í faðminn þinn,
fúslega hann afa minn.
Ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu hann af öllu hjarta.
Leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
(L.E.K.)
Elsku afi, takk fyrir allt.
Þínir afastrákar,
Sveinn Andri og Birgir Þór.
Í örfáum orðum langar okkur að
minnast bróður okkar. Hann kenndi
sér meins sl. haust og var allur þann
12. jan. sl. Hann lést á einum feg-
ursta degi vetrarins og við vitum
hvað hann hugsaði þann dag, að nú
væri gaman að fara í fjallgöngu en
áður en dagur rann var hann látinn.
Birgir var mikið náttúrubarn, allt-
af glaður og lifði lífinu lifandi, hafði
yndi af barnabörnum og öllu því sem
fjölskyldan tók sér fyrir hendur.
Hann var 9 sumur í sveit á
Smyrlabjörgum í Suðursveit og þar
leið Birgi vel, þær voru endalausar
sögurnar sem við systurnar hlust-
uðum á þegar hann kom úr sveitinni
á haustin.
Mörgum stundum eyddu þau
Stenna og Biggi í sumarbústað sín-
um, sem þau byggðu frá grunni,
bjuggu í tjaldi fyrir austan þegar
þau unnu í bústaðnum. Birgir og
Steinunn voru mjög samrýnd hjón
og í bústaðnum kom fjölskyldan oft
saman, Birgir gjarnan við grillið og
svo var setið á pallinum og horft yfir
fallega sveit, þetta voru yndislegar
stundir.
Við systurnar þökkum bróður
okkar samfylgdina sem einkenndist
af heiðarleika og væntumþykju. Það
er mikill söknuður að manni eins og
honum.
Guð blessi hann og veiti eftirlif-
andi ættingjum styrk.
Edda og Kristín.
Birgir var mikil fyrirmynd okkar,
vina Axels sonar hans. Ég man aldr-
ei eftir honum öðruvísi en útiteknum
og hressum, annaðhvort á leiðinni í
einhvers konar útivist og hreyfingu
eða að koma af fjalli. Alltaf í góðu
formi og miklaði ekkert fyrir sér.
Síðast þegar við fjölskyldan hittum
hann, vorum við í kvöldgöngu á Esj-
unni síðastliðið sumar. Birgir að
koma skokkandi niður, eins og alltaf
útitekinn og kátur og við á leiðinni
upp. Við sögðum strákunum okkar
frá því hver hann væri þessi spræki
maður og þeir muna vel eftir honum,
þrátt fyrir aðeins þennan eina fund.
„Eftirminnilegur“ er orð sem lýs-
ir Birgi vel. Hann var öðruvísi en
flestir, duglegri, harðari af sér,
hlýrri og meira lifandi. Það er ein-
staklega óréttlátt þegar svona mað-
ur er tekinn alltof fljótt, en hann lifði
lífinu lifandi og framkvæmdi meira
en margur annar. Það veit enginn
hversu miklum tíma honum er út-
hlutað hér á jörðu, og þess vegna er
svo mikilvægt að nota vel þann tíma
sem við höfum. Það vitum við að
Birgir gerði.
Við sendum Axeli og allri fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúðar-
kveðjur, Birgir var einstakur og
verður alltaf ein af okkar fyrirmynd-
um.
Guðjón, Vala og synir, Brasilíu.
Vinur okkar Birgir Axelsson hef-
ur nú lagt upp í sína síðustu ferð,
eftir skammvinn en erfið veikindi.
Hann barðist hetjulega og kvaddi
með reisn. Hann var drengur góður,
lundin létt og traustur vinur. Upp-
haf nærri fimmtíu ára vináttu hófst
þannig að við kynntumst Bigga og
Stennu gegnum vina- og frændfólk,
ásamt fleira góðu fólki. Við konurn-
ar stofnuðum saumaklúbb sem varð
fljótlega að hjónaklúbbi. Þar ríkti
gleðin, þrátt fyrir að húsakynnin
væru oft þröng á þessum árum, góð-
ar veitingar, söngur og gítarspil í
hávegum haft. Einnig var farið í
ferðalög, tjaldað og landið skoðað.
Árin liðu og seinna varð það frí-
múrarareglan sem batt þrjá reglu-
bræður sterkum böndum. Þá tóku
við systrakvöld, sumarbústaðaferðir
og ógleymanleg samvera. Auðvitað
var lífið ekki alltaf ein skemmtun á
þessum árum. Fólk var að koma yfir
sig húsnæði og Biggi, eins og fleiri,
vann tvöfalda vinnu í mörg ár. Öllu
skyldi fórnað til að búa fjölskyldunni
gott heimili.
Drengirnir þeirra þrír, Einar,
Bjartmar og Axel, uxu úr grasi og
voru gleðigjafar foreldra sinna, og
seinna prýddu góðar tengdadætur
og elskuleg barnabörn hópinn. Biggi
og Stenna voru ung að árum þegar
þau létu þann draum rætast að eign-
ast sumarbústað. Voru þau með
þeim fyrstu, sem reistu bústað í
landi Úthlíðar í Biskupstungum.
Með mikilli elju og dugnaði byggði
þau glæsilegt hús, að mestu fyrir
eigin rammleik, þar áttu þau sinn
griðastað og þar var hann kóngur í
ríki sínu. Hann var mikill útivist-
armaður, fjallgöngumaður, lang-
hlaupari, náttúruunnandi og veiði-
maður. Biggi hafði klifið öll fjöll í
nágrenni sumarbústaðarins og mörg
fleiri bæði hérlendis og erlendis.
Hann gekk til rjúpna á haustin og
lagði náttúrulegar gildrur fyrir
mink, svo eitthvað sé talið. Hann
hafði komið sér upp dálitlu náttúru-
gripasafni á heimilinu í Hraunbæn-
um, þar sem egg, steinar og aðrar
gjafir náttúrunnar fylltu hillur og
skápa.
Sæll er sá maður sem tekur á
móti því sem Guð gefur honum hlut-
deild í. Þannig kunni vinur okkar að
meta það sem máli skiptir og greina
hismið frá kjarnanum. Nú er komið
að leiðarlokum, skarð er fyrir skildi,
Biggi er sá fyrsti úr gamla vina-
hópnum sem kveður. Hópurinn lítur
til baka með söknuði og þakklæti
fyrir vináttuna og allar góðu stund-
irnar. Við biðjum góðan Guð að
styrkja elsku Stennu okkar og fjöl-
skylduna. Við kveðjum vin okkar
með virðingu og þökk og þessum
orðum: Töfrandi fegurð fjallanna
kallar mann til fjallgöngu og gleður
hjartað.
Ragna og Guðmar.
Við Birgir kynntumst gegnum
eiginkonur okkar, sem voru æsku-
vinkonur, og þróuðust kynni okkar
fljótlega upp í vináttu sem hefur
enst í hálfa öld og aldrei borið
skugga á.
Birgir hafði marga góða kosti til
að bera. Hann var vinur vina sinna,
traustur og áreiðanlegur, mikill úti-
vistarmaður og náttúruunnandi, ein-
staklega hraustur, þolgóður og vel á
sig kominn líkamlega. Ég ætlaði því
vart að trúa því þegar Birgir vinur
minn hringdi í okkur hjónin síðla
hausts og sagðist hafa greinst með
krabbamein á háu stigi. Það var ekki
nema örstutt síðan hann hafði
þreytt maraþonhlaup á götum
Reykjavíkur og blés vart úr nös
þegar við hittumst fyrir tilviljun á
Lækjargötunni að hlaupi loknu. Þar
gat að líta stæltan mann og það gat
varla hvarflað að neinum að sjúk-
dómur, þótt illvígur væri, gæti lagt
slíkan mann að velli svo snögglega.
Mestan sinn starfsaldur vann
Birgir hjá Áfengisverslun ríkisins,
sem afgreiðslumaður og síðar for-
stöðumaður útsölustaða bæði í
Reykjavík og Keflavík. Til þess var
tekið hversu röskur hann var, ljúfur
í viðmóti og heill í starfi, enda naut
hann fyllsta trausts yfirmanna
sinna. Fjölmargir borgarbúar hafa
gegnum árin verslað við Birgi og
var andlit hans því vel kunnugt ótal
viðskiptavinum hans, þótt þeir
þekktu hann ekki nánar. Mér er enn
í minni þegar Birgir gekk í Frímúr-
araregluna á Íslandi fyrir 35 árum
að margir spurðu mig á fundum
hver hann væri þessi nýi félagi, þeir
könnuðust svo vel við hann en
kæmu honum ekki alveg fyrir sig.
Síðastliðin 15 ár hef ég starfað
mikið erlendis en á þeim tíma urðu
samfundir okkar því miður strjálli.
Það var okkur hjónum því mikil
ánægja þegar Birgir og Stenna
komu í heimsókn til okkar í Nami-
bíu haustið 1996. Við nutum sam-
verunnar til fullnustu, ferðuðumst
um þvera og endilanga Namibíu,
sáum ljón og fíla, gíraffa og sebra-
dýr ásamt ótalmörgum dýrategund-
um í Etosha-þjóðgarðinum; strúta
og antilópur í Kalahari-eyðimörk-
inni, allt í sínu eðlilega umhverfi.
Við skoðuðum mörg undur í náttúru
landsins, m.a. stærstu selalátur í
heimi á norðvesturströnd landsins,
gistum í eyðimerkurtjaldbúðum og
skoðuðum stærstu sandöldu í heimi,
svo eitthvað sé nefnt. Ferð sem
þessi og ómældar ánægjustundir
gegnum árin með þessum yndislega
samstilltu vinahjónum okkar,
gleymast ekki frekar en minningin
um góðan dreng sem við kveðjum í
dag. Blessuð sé minning hans.
Kæra Stenna, við Lóla vottum
þér, drengjunum ykkar þremur
ásamt fjölskyldum, innilegustu sam-
úð okkar.
Grétar H. Óskarsson.
Kær vinur og félagi, Birgir Ax-
elsson, er fallinn frá, langt fyrir ald-
ur fram. Við kynntumst honum þeg-
ar þau hjónin Stenna og Biggi reistu
sumarhúsið sitt 1980 í Úthlíð við
Skyggnisveg, sama ár og við. Eftir
það varð til kær vinskapur sem hef-
ur verið okkur ómetanlegur á næst-
um síðustu þremur áratugum. Við
fylgdumst hvort með öðru. Dreng-
irnir þeirra uxu úr grasi, kvæntust
og barnabörnin bættust við.
Biggi var mjög skemmtilegur
maður, mikið náttúrubarn eins og
allir vita sem hann þekktu. Mikill
hlaupa- og göngugarpur og skytta
svo eitthvað sé nefnt. Hann gekk
ekki bara á Bjarnarfellið og til baka
eins og okkur hinum finnst nóg,
heldur yfir og aftur til baka og svo
kannski á Miðfellið í bakaleiðinni.
Þetta lýsir því vel hversu vel á sig
kominn hann var. Við áttum svo
margar góðar stundir í sumarbú-
stöðunum okkar sem við erum
þakklát fyrir.
Alltaf var gaman að hitta Bigga.
Hann var gamansamur og hafði
ákveðnar skoðanir á öllu. Við mun-
um sakna þessara samverustunda.
Svo kom reiðarslagið. Hann greind-
ist með illvígan sjúkdóm sem dró
hann til dauða á þremur mánuðum.
Við kveðjum þig vinur með miklum
söknuði og biðjum góðan guð að
styrkja Stennu, syni, tengdadætur
og afabörnin í þeirra miklu sorg en
missirinn er sárastur fyrir þau.
Ásmundur og Guðbjörg.
Við kveðjum í dag góðan dreng og
traustan vin. Við kynntumst Birgi
þegar við byggðum okkur bústað
austur í Úthlíð í Biskupstungum
fyrir 30 árum. Og margar góðar
minningar eigum við frá þeim tíma
um góðar stundir sem við áttum
með þeim hjónum. Ekki datt okkur í
hug að hann myndi kveðja svona
snögglega. Hann var rétt að byrja
að njóta þess að vera hættur að
vinna.
Hann var mikill útivistar- og
göngugarpur og ætlaði sér eflaust
að klífa nokkur fjöll en er nú eflaust
að klífa sinn hæsta tind. Við eigum
eftir að sakna hans og við sendum
Steinunni og allri fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur. Megi hinn
hæsti styrkja þau og styðja,
Nína og Jón.
Fleiri minningargreinar um Birgi
Axelsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug,
vináttu og samúð við andlát og útför móður
minnar, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og
mágkonu,
HÓLMFRÍÐAR HELGADÓTTUR,
Auðbrekku,
Hörgárbyggð.
Sérstakar þakkir sendum við Friðriki Yngvasyni
yfirlækni og öllu starfsfólki á lyflækningadeild
Sjúkrahússins á Akureyri.
Guð geymi ykkur öll.
Bernharð Arnarson, Þórdís Þórisdóttir,
Bergvin Þórir Bernharðsson, Anna Ágústa Bernharðsdóttir,
Ísak Óli Bernharðsson, Karin Thelma Bernharðsdóttir,
Sigríður Ketilsdóttir, Helgi Sigurjónsson,
Smári Helgason, Anna Jóhannesdóttir,
Ketill Helgason, Anna Gunnbjörnsdóttir,
Sigurjón Helgason, Sólrún Sveinbergsdóttir,
Níels Helgason, Sveinbjörg Helgadóttir,
Jónína S. Helgadóttir, Kristján Gunnþórsson,
Guðjón Þór Helgason, Erla Halls,
Regína Helgadóttir,
Gunnhildur Helgadóttir
og fjölskyldur.
✝
Hjartans eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON,
Selvogsgötu 6,
Hafnarfirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans aðfaranótt laugardagsins
17. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Nanna Hálfdánardóttir.
✝
Ástkær faðir okkar,
SIGURJÓN HÓLM SIGURJÓNSSON
fv. pípulagningarmeistari,
síðast til heimilis á Skjólbraut 1A,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
15. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
23. janúar kl. 13.00.
Viðar og Gunnhildur Sigurjónsbörn,
tengdabörn, afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
✝
Elskuleg frænka mín,
SÓLVEIG GEIRSDÓTTIR
frá Sléttabóli,
lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum laugar-
daginn 17. janúar.
Útför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu
laugardaginn 24. janúar kl. 14.00.
Guðríður Erla Halldórsdóttir.
✝
Sonur minn,
HAFLIÐI JÓNSSON,
Höfðavegi 32,
Húsavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Hvammi, Húsavík
laugardaginn 18. janúar og verður jarðsunginn í
kyrrþey frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 24. janúar
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Sigurðsson frá Arnarvatni.
✝
Faðir minn og tengdafaðir,
GUÐMUNDUR HJARTARSON,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði fimmtudaginn
15. janúar.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 26. janúar kl. 13.00.
Hjörtur Guðmundsson, Auður Sigurbjörnsdóttir.