Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „Í STAÐ þess átakafarvegs sem endur- skipulagning og lokun heilbrigð- isstofnana hefur verið sett í legg- ur borgarstjórn til að stefnt verði að gerð heild- stæðrar og áfangaskiptrar áætlunar um flutning verkefna sem lúta að málefnum fatlaðra, aldr- aðra, heilsugæslu og rekstri heil- brigðisstofnana frá ríki til sveitar- félaga,“ sagði m.a. í tillögunni sem Dagur mælti fyrir. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is RÓTTÆK efling sveitarstjórnar- stigsins var inntak tillögu sem borg- arfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram á borgarstjórnarfundi í gær. Tillagan hljóðaði upp á að borgar- stjórn beitti sér fyrir áfangaskiptri áætlun um flutning mun fleiri verk- efna frá ríki til sveitarfélaga en nú eru áform um. Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarstjóri mælti fyrir frávísunartillögu meirihluta borg- arstjórnar og var hún samþykkt að viðhöfðu nafnakalli. Dagur B. Eggertsson mælti fyrir tillögunni en í henni sagði m.a.: „Borgarstjórn samþykkir að stefna að því að öll nærþjónusta hins opinbera skuli vera samþætt og á einni hendi. Í því skyni beri að flýta flutningi verkefna frá ríki til sveitar- félaga og skilgreina heildstæð þjón- ustusvæði um land allt þar sem sam- einuð sveitarfélög eða samstarf sveitarfélaga á viðkomandi svæði annist framkvæmd og rekstur þjón- ustunnar.“ Hanna Birna borgarstjóri sagði áður en gengið var til atkvæða- greiðslu að enginn ágreiningur væri um þá efnislegu áherslu sem í tillög- unni fælist. „Það eru allir sammála um það á vettvangi borgarstjórnar Reykjavík- ur að færa nærþjónustu frá ríki til sveitarfélaga. Hins vegar teljum við að sú málsmeðferð sem hér er lögð til sé ekki í samræmi við þær ákvarð- anir sem hafa verið teknar hér eða teknar sameiginlega á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við leggjum til að tillögunni sé vísað frá þar sem hluti þeirra ákvarðana sem þar eru nefndar hefur þegar verið tekinn eða er í mjög ákveðnum farvegi,“ sagði Hanna Birna. Vilja efla sveitarstjórnarstigið Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar um verkefnaflutning frá ríkinu var felld Morgunblaðið/Brynjar Gauti Borgarstjórn Svandís Svavarsdóttir taldi tillögu Samfylkingarinnar í borg- arstjórn vera til marks um að ríkisstjórnarflokkarnir töluðu ekki saman. HÁSKÓLASJÓÐUR Eimskipa- félags Íslands rýrnaði um 1,1 millj- arð frá 30. september til 31. des- ember. Þetta kemur fram í greinargerð, sem fráfarandi stjórn sjóðsins sendi frá sér í gær. Eignir sjóðsins voru rúmir 3,3 milljarðar en voru rúmir 2,2 millj- arðar í árslok. Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands er sam- kvæmt stofnskrá skipuð formanni og varaformanni bankaráðs Landsbanka Íslands og banka- stjóra sama banka. Sátu þeir Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson og Halldór J. Krist- jánsson í stjórn sjóðsins en vegna breytinga á eignarhaldi og yf- irstjórn bankans í október á síð- asta ári hafa þeir nú látið af störf- um sem stjórnarmenn í sjóðnum. 143 milljóna styrkir Í greinargerðinni segir að á starfstíma stjórnarinnar hafi verð- mæti eigna sjóðsins vaxið úr um 1,2 milljörðum króna í rúma 2,2 milljarða króna. Á sama tíma hafi sjóðurinn greitt rannsóknarstyrki að fjárhæð 143 milljónir króna og styrkt byggingu Háskólatorgs fyr- ir 500 milljónir króna eða samtals um 645 milljónir króna. Í kjölfar kaupa nýrra kjölfestu- fjárfesta á ráðandi hlut í Eim- skipafélagi Íslands þann 19. sept- ember 2003 voru gerðar breytingar á markmiðum, tilgangi og stjórn Háskólasjóðs Eimskipa- félags Íslands. Markmið sjóðsins varð að styrkja stúdenta í rann- sóknatengdu framhaldsnámi sem stundað er í Háskóla Íslands. Langtíma fjárfestingarstefna hefur haldist óbreytt frá und- irritun samnings, 40% í innlendum skuldabréfum, 30% í innlendum hlutabréfum og 30% í erlendum hlutabréfum. Morgunblaðið/Kristinn Háskólinn Háskólasjóðurinn styrkti byggingu Háskólatorgsins. Rýrnaði um rúman milljarð „ÖLL mótmæli í lýðræðisríki eru eðlileg. En þau mega ekki ganga það langt að þau fari að snúast upp í andhverfu sína. Þetta var mjög sérstakur dagur og skrítið að al- þingismönnum hafi allt að því verið haldið í herkví inni í þinghúsinu,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra á mbl.is í gærkvöldi. Hún sagði jafn- framt að nú væri ekki rétti tíminn til að boða til kosninga, líkt og mót- mælendur kröfðust. „Ríkisstjórnin verður að halda kúrs og standa í lappirnar, en það þýðir ekki að það verði ekki breytingar. Það er eðli- leg krafa að það verði einhverjar breytingar og það er eitthvað sem menn hljóta alltaf að líta til.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra vildi ekki tjá sig í gærkvöldi. „Þingmenn í herkví“ MEÐAN fjöldi fólks safnaðist saman við þinghúsið í gær til að mótmæla voru nokkrir drengir komnir saman skammt frá en í allt öðrum tilgangi. Fót- bolti átti hug þeirra allan en strákarnir eru í 6-X og 6-M í MR. Þeir létu kuldann ekki á sig fá þar sem þeir hlupu um ísi lagða Tjörnina. Morgunblaðið/Ómar Áhyggjulausir íþróttamenn „ÉG geri engar athugasemdir við mótmæli. Við þessar aðstæður sem við erum að berjast við, Ís- lendingar allir, þá er við því að búast að í tengslum við hinn pólitíska vettvang láti fólk í sér heyra. Hins vegar er alveg ljóst að þetta hefur farið úr böndum þeg- ar þinghúsið er grýtt og unnar eru skemmdir á Alþingisgarðinum, þess- ari fallegu gróðurperlu í hjarta borg- arinnar. Þannig að ég er mjög ósátt- ur við það,“ sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Aðspurður sagðist hann ekki eiga von á öðru en að þingstarfið myndi halda áfram í dag eins og ráð væri fyrir gert. „Við erum að vinna í þjóð- arþágu og okkur ber skylda til þess að vinna að þeim málum sem eru brýnust.“ Spurður hvort óskað verði eftir auknum viðbúnaði við þingið sagðist Sturla ekki reikna með því. silja@mbl.is „Geri ekki athuga- semdir við mótmæli“ Forseti þingsins telur mótmælin þó hafa farið úr böndum Í HNOTSKURN »Þingfundur hefst í dag kl.13.30. »Meðal þess sem er á dag-skrá í dag er umræða um störf þingsins, eins og venjan er í upphafi þingfunda. »Einnig verða umræður utan dagskrár um stöðu atvinnumála. Sturla Böðvarsson Úr átaka- farveginum Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.