Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Mótmæli við Alþingishúsið „Það er verið að sýna samstöðu hér. Við hér fyrir norðan getum ekki farið niður á Austurvöll eða Alþingi, þannig að við ákváðum að fara niður á okkar Ráðhústorg og sýna samstöðu með þeim sem eru að berjast fyrir sunnan,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, einn mótmælenda, í samtali við mbl.is. Um 60 manns söfnuðust saman á torginu og þar var kveikt í litlum bálkesti auk þess sem mótmælend- urnir notuðu ýmsa hluti til að fram- kalla hávaða. Valgerður sagði þá ákvörðun hafa verið tekna um áttaleytið í gær- kvöldi að sýna mótmælunum í Reykjavík samstöðu. „Það er hugur í fólki, en engin læti.“ Samstöðumótmæli á Akureyri Eftir Unu Sighvatsdóttur og Önnu Sigríði Einarsdóttur VANHÆF ríkisstjórn! Vanhæf rík- isstjórn! Þeir voru ekki í vafa um hvaða skilaboð þeir vildu senda ríkis- stjórninni mótmælendurnir sem söfnuðust saman við Alþingishúsið í gær. Taktfastur trommusláttur, blístrur, flautur ásamt öllum þeim skarkala sem kalla má fram með því að slá í potta, pönnur, ruslatunnulok og raunar hvað annað sem fram- kallað getur hávaða. Og svo slag- orðið: Vanhæf ríkisstjórn! sem fólk á öllum aldri og úr ýmsum stéttum hrópaði meðan á mótmælastöðunni við þinghúsið stóð. Það skyldi enginn halda að mót- mæli almennings á Íslandi hafi logn- ast út af með áramótunum. A.m.k var enga uppgjöf að sjá á þátttakendum í mótmælunum sem hófust með fyrsta þingfundi ársins um eittleytið í gær og stóðu enn yfir er blaðið fór í prentun. Talið er að á annað þúsund hafi safn- ast saman við Alþingishúsið þegar mest var í gærdag og er leið á kvöldið voru þar 5-6 þúsund manns. Breitt aldursbil Enginn einn leiddi mótmælin, eða skipaði sér í fylkingarbrjóst en samt var greinilegur samhljómur meðal mótmælenda enda var krafan skýr: Afsögn ríkisstjórnarinnar. Ásetning- urinn var líka skýr: Hávaði. Fyrsti þingfundur ársins 2009 fékk ekki að ganga ótruflaður fyrir sig og engin leið var fyrir þá sem fyrir innan sátu að leiða hjá sér raddir fólksins sem fyrir utan stóð. En þó þinghaldi lyki hreyfðu mótmælendur sig hvergi. Vissulega þynntist hópurinn út er líða tók á daginn og stóð yngra fólkið vaktina fastar en þeir sem eldri voru, þó það hafi vakið athygli blaðamanna hve breitt aldursbilið var. Staðfesta unga fólksins vakti líka aðdáun sumra af eldri kynslóðinni. „Hvað þessir krakkar eru duglegir,“ sagði eldri kona sem búin var að taka þátt í mótmælunum stóran hluta dags. „Maður fær bara gæsahúð af hrifn- ingu. Það eru þessir krakkar sem koma til með að taka við landinu.“ Er kvölda tók fjölgaði mótmæl- endum að nýju og fjölgaði þá í hópi þeirra sem eldri voru. Pelsklæddar konur, foreldrar með börn, fólk á miðjum aldri og eldra. Líkt og um daginn voru sumir með potta, pönn- ur, flautur, blístrur og hrossabresti. Þokulúðrar voru þeyttir, kínverjar sprengdir – allt bættist þetta við taktfastan trommusláttinn sem óm- aði um nágrennið. Aðrir stóðu hjá en sýndu þögla samstöðu. Þuríður Einarsdóttir var ein þeirra sem létu óánægju sína í ljós með því að berja með skeið í pott. Hún hafði tekið þátt í mótmælunum stóran hluta dags og var aftur mætt á svæðið um kvöldið. „Það þarf að skipta um ríkisstjórn og skipta um leið um í öllum flokkum. Við þurfum nýtt lýðveldi,“ sagði Þuríður og kvað þessi mótmæli vera ansi sérstök. „Maður vill ekki fara.“ Friðsamlegt að mestu Mótmælin fóru friðsamlega fram að mestu leyti þrátt fyrir lætin. Lög- regla var fjölmenn og við öllu búin. Borði hafði verið strengdur umhverf- is húsið í upphafi en hann fékk fljótt að fjúka, þótt afmarkað svæði væri „Þurfum nýtt lýðveldi“  Mótmælendur á öllum aldri blésu í flautur og slógu í potta og pönnur  Samstaða meðal þeirra sem voru við Alþingishúsið um að ríkisstjórnin eigi að víkja  Bál kveikt við viðbygginguna Morgunblaðið/Kristinn Bílageymslan Mótmælendur vöktuðu bílageymsluhúsið að utan og lögregla að innan og glumdi í þegar flugeldar voru sprengdir við innganginn. Morgunblaðið/Golli Taktfast Þeir unnu sér aldrei hvíldar drengirnir sem sáu um trommuslátt- inn. Jafnvel á ferðalögum þeirra umhverfis húsið var tromman sleginn. Morgunblaðið/Golli Í vörn Lögregla notaði skildi til að stugga við mótmælendum og loka betur af þeim svæðum sem hún vildi ekki veita fólki aðgang að. Gas, gas Piparúðanum var beitt er kom til stimpinga milli mótmælenda og óeirðalögreglumanna. Komið var upp aðstöðu Morgunblaðið/Kristinn Bálköstur Undir kvöldið kveiktu mótmælendur bálköst sem fékk að loga í friði þó að lögregla reyndi að hindra að meiri eldmatur bærist á brennuna. Mótmælendum tókst engu að síður að finna trébretti og spýtur á eldinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.