Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 ENN deila menn um uppgjör gjaldeyr- isafleiðusamn- inga. Lífeyr- issjóðir hafa tapað á þessum samningum og vilja gera þá upp á hagfelldu gengi til að minnka eigin skaða. Sjávar- útvegurinn hefur einnig tapað fé en þar vilja menn helst fá samninga fellda niður vegna meintra blekk- inga eða í versta falli gera þá upp á gengi sem er þeim sjálfum að skapi líkt og lífeyrissjóðirnir. Þá hefur komið fram að eignarhaldsfélagið Kjalar er með gróða af slíkum samn- ingum en ætlast til þess að uppgjör taki mið af skráðu gengi evru á móti krónu hjá Evrópska seðlabankanum eftir bankahrunið þegar gjaldeyr- ismarkaður hér á landi var óvirkur, en það gengi hefur af öðrum verið kennt við svartan markað. Engum fyrrnefndra aðila virðist hafa dottið í hug að gera samningana upp á við- eigandi opinberu gengi miðað við leikreglurnar sem gilda samkvæmt almennum skilmálum. Viðskiptavinir bankanna skrifuðu undir skilmála áður en viðskipti af þessu tagi gátu hafist. Í skilmálum Glitnis og Landsbankans kemur fram að ákvæði Almennra skilmála fyrir framvirk gjaldmiðlaviðskipti gilda einnig um öll markaðsviðskipti eftir því sem við á (útg. Samband ís- lenskra viðskiptabanka og Samband íslenskra sparisjóða, 1. útgáfa, febr- úar 1998). Í þessum skilmálum kem- ur fram að við gjaldþrot samnings- aðila gjaldfalla allir samningar milli samningsaðila um framvirk gjald- miðlaviðskipti án sérstakrar tilkynn- ingar þar um (grein 3.4). Útreikn- ingur á hagnaði og tapi skal byggður á markaðsskilyrðum tveimur banka- dögum fyrir samningsslitadaginn (grein 4.2). Sennilega munu lögspek- ingar deila um það næstu áratugina hvenær eiginlegt gjaldþrot bank- anna átti sér stað en málefnalegt virðist að miða samningsslitadaginn við yfirtöku FME á stjórnun bank- anna, þ.e. 7. október 2008. Tveimur bankadögum áður, eða 3. október, skráði Seðlabanki Íslands miðgengi evru 156,09 krónur og geng- isvísitalan var skráð í 206,72 stigum. Þess má geta að Seðlabanki Evrópu skráði gengi evru 156,13 krónur sama dag svo ekkert svigrúm er í reynd til ágreinings um gengi ef miðað er við þennan dag. Í tilfelli Glitnis og Landsbankans liggur því beint við að notast við opinbera gengisskráningu Seðlabanka Ís- lands hinn 3. október 2008 við upp- gjör útistandi afleiðusamninga um gjaldeyrisviðskipti. Í tilfelli Kaup- þings flækjast reyndar málin. Gagn- stætt hinum bönkunum tveimur vísa markaðsskilmálar Kaupþings ekki í ofangreinda skilmála. En þótt þetta tiltekna ákvæði vanti í skilmálum Kaupþings má teljast líklegt að dómstólar myndu láta eitt yfir alla ganga ef málið kæmi til þeirra kasta. Uppgjör gjald- eyrisafleiðu- samninga Ingvar Arnarson, er hagfræðingur og fyrrverandi gjaldeyrisafleiðu- víxlari hjá Landsbankanum. Þegar við horfum á bankahrunið, kreppuna og verðbólguna í heild er verðtrygging og hækkun lána ekki orsök heldur afleiðing. Grunnurinn er spillt og illa und- irbúin einkavæðing. Síðan kemur græðgi, ófaglegur og ósvífinn rekstur bankanna svo og spilling og siðleysi, bæði þar og annars stað- ar. Þá skortur á lögum og reglum frá Alþingi um rekstur banka... ’HVERGI í heiminum munþekkjast verðtrygging lána –nema á Íslandi. Þetta óvenju-lega fyrirbæri hefur í áratugihækkað höfuðstól og afborg-anir lána, þ.m.t. íbúðarlána,gert lántakendum erfitt aðskipuleggja fjármál sín. Á tím-um mikillar verðbólgu getur hún stórhækkað höfuðstól og afborganir af lánum – og oftast gerist það þegar vörur hækka, t.d. vegna gengisbreytinga og er- lendra hækkana og lántakendur eiga fyrir vikið enn erfiðara með að standa í skilum. Gott eða vont? Fróða menn greinir á um hvort verðtryggingar séu af hinu góða eða illa. Sumir færa rök fyrir því að langtímalán með verðtryggingu séu lántakanda hagstæðari en óverðtryggð – að við neytendur finn- um aðeins fyrir verðtryggingunni þegar verðbólga rýkur upp. Þess á milli séu verðtryggð lán hagstæð- ari því að þau sé hægt að bjóða á lægri vöxtum ein- mitt vegna þess að þau hafi þann öryggisventil inn- byggðan sem verðtryggingin er. Undirritaður tekur ekki afstöðu til þess hér hvort sé betra verðtryggt lán eða óverðtryggt. En ljóst er þegar það ástand ríkir sem nú er, að grípa verður til neyðarráðstafana. Og það þolir enga bið – hvorki fyrir fyrirtækin né heimilin. En hvað er til ráða? Ljóst er að hægt er að veita greiðslufrest á verð- bótaþætti hverrar greiðslu. Greiðslufrestur er hins- vegar ekki gjöf heldur lán, jafnvel verðtryggt – og fyrr eða síðar kemur að skuldadögunum. Annar möguleiki er að skipta verðbótaþættinum jafnt á milli lántakanda og lánveitanda og segja málið afgreitt. Þetta þýðir að greiðandinn sleppur við hálfan verðbótaþáttinn og viðkomandi lána- stofnun verður að sætta sig við að fá ekki nema hálfar verðbætur af viðkomandi greiðslu. Núver- andi kreppa er að stórum hluta sprottin af gáleysi og græðgi bankanna. Hættan á að missa hluta verð- tryggingarinnar ætti að verða þeim hvati til að fara varlegar í framtíðinni. Ef þetta fyrirkomulag verður tekið upp þyrfti að búa til um það opinbera, fasta og sjálfvirka vinnu- reglu, til þess að ekki þyrfti að eyða vikum eða mánuðum í að ræða vandann í hvert skipti, meðan þúsundir fólks velkjast í vafa – og kvíða – um hvernig fjármál þeirra fari. Jafnframt hefur það þá lengri tíma til að gera ráðstafanir áður en að af- borgun kemur – t.d. skuldbreyta eða selja eignir. Þetta fyrirkomulag tæki gildi sjálfkrafa í hvert sinn sem verðbótaþáttur greiðslu fer yfir t.d. 10%. Hugsanlegt væri einnig trappa eftirgjöf verðbót- anna niður í hlutfalli við verðbólguna. Ef lög verða sett um verðtryggingar af fast- eignalánum þarf jafnframt að setja eftirfarandi í þau – eða önnur lög – til að gefa fólki sem mest svig- rúm til að leita hagstæðustu lausna á fjármálum sínum: 1. Lánastofnunum verði óheimilt að taka nokkurt upphafsgjald eða þóknun fyrir skuldbreytingar fasteignalána eða ný fasteignalán. 2. Ríkissjóður hætti, t.d. í tvö ár, að innheimta öll stimpilgjöld af fasteignakaupum og lánum þeim tengdum. Jafnframt endurgreiði ríkissjóður slík gjöld, greidd eftir 1. október 2008, svo allir sem gert hafa og gera „kreppuráðstafanir“ sitji við sama borð. Stimpilgjöld af fasteignaviðskiptum er ekki stór tekjuliður hjá ríkissjóði nú, því fasteignasala hefur nær stöðvast. Niðurfelling gjaldanna tímabundið gæti hinsvegar ýtt við markaðnum. Það myndi ýta við markaðnum og hjálpa fólki að „hreyfa sig“ – t.d. skipta yfir í minni eign. Hér hefur verið farið yfir hvernig létta megi fólki verðbólgubyrðina. En fleiri aðferðir eru til. Annars vegar má t.d. endurmeta útreikninga neysluvísitölu – sem ræður hækkun verðtryggðra lána þ.e.a.s. hvað fer í vísitöluna og með hvaða vægi. Hins vegar má hætta að miða verðtryggingu fasteignalána við neysluvísitölu en taka í staðinn upp sérstaka lána- vísitölu sem bundin er við að hækka aldrei meira en sem nemur hækkun launavísitölu á hverjum tíma. Enn einn möguleiki er í gegnum skattakerfið. Þar má breyta reglum um vaxtabætur þannig að stærri hluti greiddra vaxtabóta – og þar með verð- tryggingar – komi til frádráttar hjá hinum efna- minni við álagningu skatta. Að lokum Þegar við horfum á bankahrunið, kreppuna og verðbólguna í heild er verðtrygging og hækkun lána ekki orsök heldur afleiðing. Grunnurinn er spillt og illa undirbúin einkavæðing. Síðan kemur græðgi, ófaglegur og ósvífinn rekstur bankanna svo og spilling og siðleysi, bæði þar og annars staðar. Þá skortur á lögum og reglum frá Alþingi um rekst- ur banka svo og skortur á eftirliti af hendi Fjár- málaeftirlitsins, ráðherra og e.t.v. Seðlabanka. Efst trónar svo Evrópusambandið (ESB) sem nýverið vann gegn okkur þegar við vorum hjálpar þurfi. Ekki hjálpar að sífellt fleira bendir nú til þess að ráðamenn hafi vitað af yfirvofandi kreppu í nokkur ár, nú síðast benti Jón Örn Guðmundsson bloggari og varamaður í stjórn Seðlabankans á skýrslu Jo- seph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, til Seðlabankans frá árinu 2001, þar sem varað mun við flestu sem nú er komið fram. Skýrsluna, segir hann, má sjá á vef Seðlabankans. Er nema eðlilegt að þjóðin sé reið – mjög reið? Baldur Ágústsson, fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004. Verðtrygginguna verður að endurskoða LÍKLEGT er að ársins 2008 verði lengi minnst fyrir það að þá lagðist á þjóðir heims manngerð kreppa sem afleiðing falls frjálshyggjunnar. Hér áður fyrr var sagt að kreppan væri eins og vindurinn, það vissi enginn hvaðan hún kæmi og hvert hún færi. Á Íslandi er ljóst af hverju kreppan kom. Kreppan kom vegna þess að sú stefna sem haldin var í sjáv- arútvegs- og fjármálum þjóðarinnar var röng og hlaut að enda með hruni. Þau sem fylgdu stefnu stjórnvalda og öpuðu eftir háttum frjálshyggjunnar standa nú sum uppi slypp og snauð og í öngum sínum með brostnar vonir um skyndigróða. Mörg voru þau, sem betur fer, sem létu sér fátt um fiskveiðikvóta, peningasjóði, hlutabréf og útrás finnast. Þenslan og hið svokallaða góðæri komu aldrei í sum hús, landshluta eða byggðarlög. Þannig fór hún hjá okkur hér í byggðunum undir Snæfellsjökli á Hellissandi og í Rifi. Straumarnir frá Jöklinum hafa sjálfsagt verið sem jafnan áður á vakt yfir okkur og verndað fyrir þessum hremmingum. Fiskveiðikvótaeigendur hér hafa ekki selt kvótann sem þeim var úthlutað. Þeir hafa litið svo á að þeir peningar sem fyrir hann fengjust væru ekki betur settir í hlutabréfum, húseignum í Reykjavík eða á Spáni. Ef til vill hafa þeir litið svo á að íbúar byggðanna hér ættu einhvern rétt á aflaheimildunum með þeim. Hver sem ástæðan var hafa fiskveiði- heimildirnar ekki verið seldar burtu. Kvótaeigendur hafa heldur bætt við sig afla- heimildum, sumir nokkuð vel. Í Rifi eru nú þrjár vel tæknivæddar fiskverk- unarstöðvar, fiskmarkaður og fleiri þjónustufyrirtæki. Þaðan er gerður út glæsilegur fiskveiðifloti. Fyrir rúmum áratug hófst umræða um ágæti þess vatns sem bullaði upp und- an hraunjöðrum við rætur undirhliða Snæfellsjökuls. Út um víða veröld væri skortur á vatni. Reisa skyldi verksmiðju til að tappa þessu vatni á flöskur og selja það útlendingum. Góðæri, útrás, einkavæðing, allt gekk þetta yfir en engin kom vatnsverksmiðjan. Svo varð góðærið allt í einu að kreppu, útrásin gufaði upp og einkavæddu bankarnir voru yfirteknir af ríkissjóði. Á sama tíma fór í gang bygg- ing á vatnsverksmiðju í Rifi. Síðan hefur verið unnið þar af krafti við uppslátt og steypu á öflugum sökklum og rétt fyrir jólin kom sigling í Rif með allt efni í verk- smiðjuhúsið. Á fyrstu teikningum eða hugmyndum að hafnargerð í Rifi sem settar voru á blað fyrir sextíu og fimm árum var gert ráð fyrir því að umgjörð hafnarinnar yrði garðar eftir rifinu út á Tösku og annar frá Melnesi í átt að Tösku. Fyrir þann fiskiskipaflota sem gerir út frá höfninni er núverandi hafnarmannvirki ófullnægj- andi. Þörf er á auknu rými, stækkun. Í aðdraganda útrásarhrunsins og í upphafi þess, þ.e. í upphafi kreppu, er allt komið á fullt með að gera sextíu og fimm ára hugmynd og draum um hafnargerð í Rifi að veruleika. Þegar þessar línur komast á prent er líklegt að lokið verði við garðinn eftir rifinu út að Tösku og sá frá Mel- nesinu langt kominn. Með þessari umgjörð býður hafnarsvæðið í Rifi upp á mörg tækifæri. Þetta er að gerast hér þrátt fyrir kreppu. Ekki vekja allir viðburðir hér ánægju. Stór hluti af einum síldarstofninum á fiskimiðunum við Ísland hefur á undanförnum árum haldið sig á miðunum við Snæfellsnes. Sökum þess að við búum við „hagkvæmasta og besta fiskveiðistjórn- unarkerfi í heimi“ hafa heimildir til að veiða færst til fárra og samkvæmt kerfinu telst það mjög hagkvæmt. Síldin hefur tekið kerfið til fyrirmyndar og þjappað sér saman. Í staðinn fyrir að vera út af Austfjörðum í Jökuldýpi eða Kolluál er hún í þykkum torfum inni á Grundarfirði inn undir og innan við Stykkishólm og þegar hún er komin þar, því þá ekki inn á Hvammsfjörð? Við vorum til sem fórum að efast um ágæti sovétkerfisins þegar Rússar skip- uðu Ungverjum að byggja stálbræðslur og fytja til þeirra járngrýti frá Úral- fjöllum. Þeir fáu sem varðveita síldveiðiheimildirnar hafa komið sér fyrir á Aust- fjörðum og byggt þar upp vinnslustöðvar. Þeir hafa komið sér í stöðu Ungverja undir Sovét. Skip þeirra þurfa að veiða síldina inn um Breiðafjörð. Að þeirra mati er hagkvæmt að nýta þessi fullkomnu og dýru atvinnutæki síldveiðskipin og áhafnir einn dag í viku til að veiða. Sex daga vikunnar eru þessi dýru atvinnutæki á siglingu austur með aflann eða að austan á miðin. Olíueyðslan eykur ef til vill líka hagkvæmnina. Sú fiskveiðistjórn sem byggir sig upp á þennan hátt stefnir að hruni – kreppu. Sigling drekkhlaðinna síldveiðiskipa á austurleið skammt framan við fjöruborðið hér við norðanvert Snæfellsnes af veiðislóðinni hér inni á Breiða- firði vekur ekki gleði svo sem eðlilegt væri. Áramótaspjall undan Jökli Skúli Alexandersson er fv. alþingismaður. ÞEGAR bankarnir hrundu hefði strax átt að stofna þjóðstjórn því neyðarástandið varðaði alla þjóðina en það var þjóðin sem upphaflega kaus mennina sem sitja á þingi. Síðan um leið og neyðarlög höfðu verið sett á, átti að setja lög um að ná glæpamönnunum því spill- ingin í bönkunum var því miður lögleg. Það átti að loka þá inni eða senda þá í meðferð við græðgi. Því eins og Gunnar Dal skáld komst svo vel að orði í við- tali í sjónvarpinu: um leið og menn verða of ríkir hætta þeir að stjórna lífi sínu, peningarnir byrja að stjórna þeim. Þessir menn sem skuldsettu þjóðina vissu alveg hvað þeir voru að gera. Með öllum tiltækum ráðum hefði átt að reyna að ná aftur pening- unum sem þeir stálu af þjóðinni og borga almenningi það sem hann hafði tapað. Það er dapurlegt að ungur maður skiyldi vera fangelsaður fyrir það eitt að mótmæla en svo ganga lausir forhertir glæpamenn sem búnir eru að fremja ljótan glæp við 300 þúsund manns. Já, ljótan glæp, því mjög margir eru búnir að missa allt sitt og fleiri eiga eftir að missa mikið. Margir hafa mótmælt á Austurvelli síðan hrunið varð í október og krafist þess að ábyrgðaraðilar á gjaldþroti þjóðarinnar segi af sér eins og ríkisstjórnin, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri. Loksins er almenningur vaknaður af deyfðardvala und- angenginna ára og lætur í sér heyra. En það er ekki hlustað á þjóðina, ráðamenn sitja sem fastast en á fáum stöðum í heiminum kæmust stjórnvöld upp með slíkt. Þessir ráðamenn ætla enn einu sinni að hunsa raddir fólksins í landinu og bíða eftir að fólk verði svo dofið vegna at- vinnuleysis og gjaldþrots að það geti ekkert gert. En fólk má ekki gef- ast upp, það verður að halda áfram að mótmæla og ef það ekki dugar, þá hreinlega að gera byltingu. Í nýlegu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2009 eru áherslurnar á niðurskurð óhugnanlegar. Eins og ávallt bitnar þetta mest á þeim sem síst skyldi í þjóðfélaginu. Skera á niður enn eina ferðina í heilbrigðiskerfinu. Auðvitað þarf að gera eitthvað til að ná upp í skuldir þjóðarbúsins en áherslurnar eru rangar. Vinstri grænir komu með mannlegri tillögur: Hætta við niðurskurð í heilbrigðis- og menntakerfinu. Til fjáröflunar: Hækka skatta á há- tekjufólk og hækka fjármagnstekjuskatt. Nokkrar leiðir til sparnaðar: Leggja niður Varnarmálastofnun, hætta við þáttöku í heimssýningu í Kína, breyta fyrirkomulagi á dagpeningagreiðslum til þingmanna, ráða- manna og embættismanna. Frekari sparnað í yfirstjórn ráðuneyta og opinberra stofnana. En hér er lauslega gripið niður í tillögur Vinstri grænna. Að lokum, Ísland er auðugt land hvað varðar náttúru og mannauð. Við eigum vel menntað ungt fólk og náttúra Íslands er einstök og ómenguð. Það má ekki selja landið undir álver og virkjanir heldur á að nýta auð- lindirnar á annan hátt. Á Íslandi er fullt af hugmyndaauðugu fólki sem mætti hvetja áfram með stuðningi stjórnvalda. Það verður að stokka hagkerfið upp á Íslandi og breyta stjórnkerfinu algjörlega. Það verður að kjósa fólk sem er heiðarlegt og sjálfu sér sam- kvæmt, sem vinnur af einlægni og af sinni sannfæringu fyrir þjóðina. Ekki þetta eiginhagsmunapot, þessi valdníðsla og hroki. Það verður að fá leiðtoga sem kann að stýra þjóðinni í réttan farveg og sá leiðtogi verður að leggja áherslu á jafnræði, umburðarlyndi og kærleika. Við verðum að vera bjartsýn og snúa bökum saman, gefast ekki upp og ekki láta stjórnvöld svæfa okkur með svo flóknum útskýringum um kreppuna og þjóðfélagsmál að venjulegt fólk skilur ekki hvað verið er að tala um. Höldum áfram að mótmæla og sýnum hörku ef á þarf að halda til að ná fram rétti okkar sem Íslendingar í lýðræðisríki. Við viljum nýtt Ísland og mannlegra þjóðfélag á Íslandi! Íslenska þjóð, nú er tækifærið Gunnur Inga Einarsdóttir er nemi í Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.