Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is B ölsýnin í efnahagsmálum fer vaxandi. Þær aðgerðir, sem gripið var til fyrir áramót í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar, hafa ekki dugað til þess að koma kyrrð á efnahagslíf heimsins og nú á að spýta meira fé inn í það. Hver björgunar- leiðangurinn rekur annan. Í vikunni fékk Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fjárheimildir til nýs efnahagshvata. Björgunaraðgerðir George Bush, forvera hans, komu ef til vill í veg fyrir hrun, en virkuðu þó ekki eins og vonast var til. Það sama er upp á teningnum á Bretlandi þar sem ríkisstjórnin hyggst nú snarauka kreppuútgjöldin. Bretar þykja standa svo tæpt hagfræðingurinn Willem Buiter telur að Bretland gæti orðið annað Ísland og talað er um Reykjavík við Thamesá. Samdráttur í þjóðarframleiðslu Á hinni árlegu efnahagsmálaráðstefnu í Davos í Sviss í vikunni fór ekkert á milli mála. „Við megum ekki vanmeta verkefnin og hætturnar sem blasa við heiminum árið 2009,“ sagði Stephen Roach, for- ustumaður Morgan Stanley, í umræðum um horfur í efnahagsmálum í Davos. „Þetta verður sennilega fyrsta árið frá heimsstyrjöldinni síðari sem þjóð- arframleiðsla mun í raun skreppa saman.“ Ekki eru spárnar frá hinum ýmsu alþjóðastofn- unum bjartar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur tvöfaldað mat sitt á heildartapi banka í heiminum og Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, telur hættu vera á því að fjörutíu milljónir manna missi vinnuna í heiminum á þessu ári. Eftir því sem fjármálamarkaðir veikjast meira verður krafan um að ríkið komi til bjargar hávær- ari. Ríkið hefur hins vegar engar töfralausnir og getur ekkert gert án skuldsetningar. Skuldirnar eru ríkisvæddar, en það kemur ekki í veg fyrir að á endanum komi að skuldadögunum og þá vaknar spurningin hvort ríki geti orðið gjaldþrota. Ísland er ítrekað nefnt sem dæmi um land, sem rambar á barmi gjaldþrots. Sama er að segja um ýmis ríki Austur-Evrópu og hafa nokkur þeirra þurft að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Aust- ur-Evrópubankans. En það ríkir ekki bara neyðarástand á jaðrinum. Alvarlegur samdráttur er á Evrusvæðinu og nokk- ur ríki, sem eru með evru, standa nú svo tæpt að þeirra eina haldreipi er skjólið af hinni sameig- inlegu mynt. Fjárlagahallinn á Ítalíu eru sá þriðji hæsti í heiminum, 106% af þjóðarframleiðslu. Þegar ríki lenda í peningavandræðum eru þau fjármögnuð með útboði á ríkisskuldabréfum. En hvað gerist ef ríkisskuldabréfin seljast ekki? Þá er eina ráðið að bjóða hærri vexti. Í þeim efnum standa Þjóðverjar vel. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki sloppið við samdráttinn geta þeir gefið út skulda- bréf með lágum vöxtum og komið þeim í verð. Spánverjar, Ítalir, Írar og Grikkir eru hins vegar í mun lakari stöðu og þurfa að bjóða miklu hærri vexti til þess að einhver kaupi skuldabréfin, sem þeir gefa út. Þeir eiga líka erfitt með að ná í lausafé með skuldabréfaútgáfu vegna þess að ríki á borð við Þýskaland ryksuga alla lausa peninga af mark- aðnum. Ekkert er eftir handa litlu ríkjunum. Tillaga um evruskuldabréf Jean-Claude Juncker, forsætis- og fjár- málaráðherra Lúxemborgar, lagði til að þessi vandi yrði leystur með því að öll evruríkin sextán gæfu út sameiginleg skuldabréf. Samstaðan var ekki meiri en svo að því var hafnað. Mest var andstaðan í Berl- ín, sem ekki ætti að koma á óvart, því að þá hefðu Þjóðverjar þurft að borga hærri vexti en af skulda- bréfunum, sem þeir gefa út sjálfir. Sagt var að slíkt yrði ávísun á skuldasöfnun á kostnað annarra. Ríki á borð við Grikkland eru hins vegar lent í vítahring. Eina leiðin til að fjármagna hina háu vexti af skuldabréfunum eru nýjar lántökur, en þær leiða til versnandi lánshæfismats og hverri skuldabréfaútgáfu fylgja hærri vextir. Sumir segja að þetta sé prófsteinn á samstarfið um evruna. Í eina tíð hefðu ríki í sömu stöðu og Grikkir, Ítalir, Spánverjar og Írar fellt gengið og reynt að hjálpa þannig útflutningsgreinum. Aðildin að evrunni kemur í veg fyrir það. Komist Grikkir hins vegar í greiðsluþrot veitir evran ákveðna vernd. Það hefði áhrif á gengi evr- unnar, en þar sem gríska hagkerfið er svo lítill hluti af heildinni yrðu þau lítil. Því er einnig haldið fram að aðildin að evrunni komi í veg fyrir að fjárhags- örðugleikar gríska ríkisins leiði til allsherj- arkreppu. Hin hliðin á þessu máli er sú hvort það sé hlutverk ríkjanna á evrusvæðinu að veita hvert öðru vörn gegn gjaldþroti. Hvort evran eigi að vera varn- arbandalag í efnahagsmálum líkt og Atlantshafs- bandalagið á öryggissviðinu. Aðildinni fylgja ákveðin skilyrði um aðhald í fjármálum. Hvað gerist þegar eitt ríki kemst upp með að uppfylla þau ekki? Hvaða ástæðu hafa hin ríkin þá til að sýna samviskusemi og aðhald? Ef hins vegar ríkin færu öll að svindla á skuldbindingum sínum yrði líklega brátt um evruna. Þau ríki sem ekki njóta evruskjóls þurfa hins vegar að glíma við vandann á eigin spýtur. Íslenska ríkið var komið vel á veg með að greiða niður skuld- ir sínar þegar kreppan skall á, en flest ríki greiða niður skuldir sínar með því að efna til nýrra skulda með stöðugt hærri vöxtum. Ef koma á í veg fyrir að skuldirnar verði á endanum að hengingaról. Ef skynsamlega er haldið á málum eru skuldir greidd- ar niður í góðæri og efnt til þeirra í hallæri. Í lang- varandi kreppu er hins vegar ekki um mörg ráð að ræða. Annars vegar er hægt að hækka skatta, hins vegar prenta peninga. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur peningamagn í umferð aukist um 50% á und- anförnum mánuðum. Síðarnefnda leiðin er hins vegar aðeins fær ef skuldirnar eru innlendar, hún hefur engin áhrif á erlendar skuldir. Í samdrættinum hlaðast skuldirnar upp. Aðgerð- irnar til að draga úr áhrifum kreppunnar nú gætu hæglega orðið eldsmatur fyrir þá næstu því að ein- hvern tímann hlýtur að koma að skuldadögunum. Þjóðir í hættu á þroti  Efnahagsspár fyrir 2009 eru dökkar  Ríki heims bjarga sér með lánum en það kemur að skuldadögunum  Evran veitir aðþrengdum ríkjum skjól, en þolir hún álagið? Hjálp! Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, var í haust lof- aður fyrir útsjónarsemi í efnahagsaðgerðum. Nú eru Bretar aftur á byrjunarreit og hitnar undir Brown. Reuters  Í skýrslu bandarísku hagfræðing- anna Carmens Reinharts og Ken- neths Rogoffs um fjármálakreppur á undanförnum árum kemur fram að ríkisgjaldþrot eru síður en svo fátíð. Í Frakklandi gerðist það átta sinnum á milli 1500 og 1800 að ríkið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Á nítjándu öld varð Spánn sjö sinnum gjaldþrota. Ríkið hefur verið sérlega lagið við að komast undan skuldbind- ingum þegar neyðin kallar. Lausn- irnar eru hins vegar ávallt á kostn- að banka, fyrirtækja og á endanum almennings. Í aldanna rás hafa að- ferðirnar verið misjafnlega grimmilegar. Í Frakklandi eftir byltinguna voru eignir kirkjunnar gerðar upptækar og kirkjunnar menn gerðir höfðinu styttri. Svo blóðugra aðgerða er vonandi ekki að vænta á okkar tímum. Gjaldþrota ríki og byrð- unum hlaðið á almenning  Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, var einn fárra, sem ekki voru bugaðir af bölsýni á fundinum í Da- vos í Sviss í vikunni sem leið. Hann fullyrti að Kínverjum myndi takast að komast hjá samdrætti. „Við er- um fullir bjartsýni,“ sagði hann. Kínverjar hyggjast veita miklu fé til uppbyggingar vegna samdrátt- arins í heiminum og staðhæfði Wen að þeim myndi takast að ná átta prósenta hagvexti á þessu ári eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Á næstu tveimur árum hyggjast Kín- verjar dæla sem samsvarar 16% af þjóðarframleiðslu út í hagkerfið til uppbyggingar. Leiðtogi Kína lét bölsýni ekki slá sig út af laginu  Samdráttarmerki voru augljós á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss, sem haldin hefur verið árlega frá 1971. Auður veitir aðgang og að þessu sinni voru auðmenn fáliðaðri en áður, en stjórnmálamenn þeim mun meira áberandi. Stjörnur á borð við Angelinu Jolie, Sharon Stone og Bono hafa einnig haft sig í frammi á Davos, en nú létu þær ekki sjá sig. Þá hafði eftirspurn á þyrluleigum dregist verulega sam- an og veislur voru öllu látlausari en var á tímum góðærisins. Færri auðmenn á efna- hagsfundinum í Davos Ég biðst forláts á að trufla þennan málfund, en ég held að við ættum að hverfa af vettvangi og koma okkur að störfum. Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur leiddist þófið á blaðamannafundi forseta á Bessastöðum og hélt á brott með Stein- grími J. Sigfússyni. Það var ekkert eitt atvik sem fyllti mæl- inn. Þetta var búið að gerjast innra með mér lengi og ég hef oft velt þessu fyrir mér. Björgvin G. Sigurðsson, fráfar- andi viðskiptaráðherra, um af- sögn sína. Þótt hann fái hálft prik fyrir að höggva á hnútinn þá er það gert kannski nokkr- um klukkutímum áður en ríkisstjórnin fer frá hvort eð er. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, inntur eftir viðbrögðum við af- sögn Björgvins G. Sigurðssonar við- skiptaráðherra. Sá sem hefur verið að henda eggj- um í Alþingishúsið undanfarið lítur þannig á málið að hann sé þátttakandi í pólitískri hreyfingu. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur telur matvælakastið fá nýja merkingu í því andrúmslofti sem ríkt hef- ur. Sú sem hélt þessu saman var formað- urinn, Ingibjörg Sólrún, en það var áberandi að í hvert sinn sem hún var fjarverandi varð mikill órói í þing- flokknum og annars staðar í flokknum. Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir að upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar slitnaði. Sú kenning hefur verið sett fram af ýmsum að forsætisráðherra hafi þing- rofsréttinn einn og sér. Þetta er mis- skilningur á íslenskri stjórnskipun. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.’ Ummæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.