Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 16
16 Viðtal
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
A
uður Bjarnadóttir seg-
ist líta á sig sem eilíf-
an nemanda í þeirri
miklu list að lifa lífinu
skapandi. Þessi fyrr-
verandi ballerína og núverandi
jógakennari hefur skemmtilegt
viðhorf til lífsins sem allir geta
lært eitthvað af. Síðustu ár hefur
hún kennt jóga í jógasetrinu Lót-
us-jóga, sem hún stofnaði ásamt
Ástu Arnardóttur árið 2002. Hún
kennir Kundalini-jóga og með-
göngujóga og svo fara margar ný-
bakaðar mæður til hennar í
mömmujóga með börnin.
Hún hefur stundað jóga síðan
1992 en hellti sér ekki út í það
fyrr en sex árum síðar þegar hún
flutti til Seattle í Bandaríkjunum.
Hún fékk hins vegar fyrst áhuga á
jóga þegar hún var í Íslenska
dansflokknum. „Einn leikstjórinn
talaði mikið um hvað jóga væri
frábært. Ég var þarna í kringum
þrítugt og að mörgu leyti
búin að ganga fram af
líkamanum í ballett-
inum og þörfin fyrir
að finna eitthvert
jafnvægi var til stað-
ar,“ segir Auður. Hún
útskýrir að hún hafi
þarna verið búin
að dansa lengi og
skilgreint sjálfa
sig mikið út frá
dansinsum.
„Ég fór
smám
saman út
í jógað og
í Bandaríkj-
unum skoðaði
ég margs konar
jóga. Fyrst varð jógað hluti af
lífinu en svo varð það lífsleiðin.
Jógað hefur áhrif á lífsstílinn og
hvernig maður hugsar.“
Umgjörðin og innihaldið
Auði er tamt að tala um einingu
sálar og líkama og segir jógað
hafa haft góð áhrif á líf sitt. „Jóga
er mannrækt og gengur út á það
að maður beri ábyrgð á sinni líð-
an og sínu lífi. Það er nauðsyn-
legt að skoða hugann, hugs-
anamynstrið og viðhorfið hverju
sinni. Ég er búin að vera í
sjálfsskoðun í nokkuð mörg ár
og er ekkert að fara að hætta
því. Með jóganu upplifi ég til-
finningalegt jafnvægi, ég finn
tilfinningarnar en stjórnast
ekki af þeim eins og ég gerði,“
segir Auður og minnir á að
jóga þýði eining, sameining og
jafnvægi. „Jógað tengist líka
sjálfsvirðingu. Hún dýpkar en það
hefur áhrif á hvernig maður með-
höndlar sjálfan sig,“ segir hún og
minnist þess hvernig hún áður
keyrði sig áfram í tengslum við ýmis
leikhúsverkefni, segir það hafa verið
„svolítið manískt en skemmtilegt.“
Vel má ímynda sér að fólk fari í
sjálfsskoðun í kreppunni.
Margir hafa misst at-
vinnuna, sem oft er
tengd sjálfsmynd
fólks. Hvernig fer
jóga og kreppa
saman?
„Jóga-
stöðin mín
er í
Borgartúninu og ég hef því stund-
um grínast með það að ég sé í
Wall Street. Það er mikilvægt á
þessum tímum að styrkja andlega
heilsu, innra fjallið. Það er eitt-
hvað sem við öll höfum en týnum
oft og förum að leita að gildum í
kringum okkur. Svo þegar hriktir
í stoðunum vitum við ekki hver við
erum eða hvað við heitum. Mér
varð litið út um gluggann í upp-
hafi bankahrunsins og sé þá þessa
voldugu bankabyggingu á móti
mér,“ segir Auður en Kaupþing er
til húsa á móti jógastöðinni.
Leit að innra verðgildi
Auður Bjarnadóttir
dansari og jógakenn-
ari hvetur fólk til að
líta inn á við í krepp-
unni og bera ábyrgð
á sinni eigin líðan.
Hún mælir með því
að byggja samfélagið
upp frá börnunum og
ræðir hvernig jógað
varð smám saman að
lífsleiðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Lótus Auður í björtu jógastöðinni sinni, sem er á efstu hæðinni í húsinu við Borgartún 20. Auður stofnaði stöðina ásamt Ástu Arnardóttur árið 2002.
AUÐUR er sem stendur að vinna við uppsetningu
dansverksins Sölku Völku. Hún er höfundur verks-
ins, sem er flutt af Svöluleikhúsinu, sem hún stofn-
aði árið 1990, við tónlist Úlfars Inga Haraldssonar.
Dansverkið verður sýnt á nokkrum sýningum í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu undir lok mánaðarins og í Þýska-
landi á hátíðinni tanzWelten í Braunschweig í mars.
Auður á glæstan feril að baki en hún dansaði með
Íslenska dansflokknum frá stofnun hans 1973 til árs-
ins 1978 þar sem hún dansaði meðal annars á móti
Helga Tómassyni og aftur 1983-85. Einnig ber að
nefna að hún dansaði við Bayerische Staatsoper í
München, Basler Ballet í Sviss og Konunglega sænska
ballettinn í Stokkhólmi, á árinum 1978-87. Síðar
menntaði Auður sig í leikstjórn og hefur starfað bæði
við leikhús og dans sem höfundur og leikstjóri. Enn-
fremur var hún listrænn stjórnandi Íslenska dans-
flokksins 1989-90.
„Ég setti upp Sölku Völku fyrir Íslenska dansflokk-
inn fyrir nokkrum árum. Ég gerði leikgerð úr bókinni
og einbeitti mér í henni að Sölku, móðurinni og mönn-
unum tveimur,“ segir Auður en verkið var sýnt á
Listahátíð í Reykjavík árið 2002.
Hún segir sýninguna eiga vel við á krepputímum og
kallar Sölku „kreppuhetju“. „Ég mæli með því að við
setjumst öll niður núna og lesum Sölku Völku.“
Einn dansari úr gömlu sýningunni
Sýningunni hefur áður verið boðið til útlanda en
Auður hefur ekki getað þegið boð fyrr en nú. Hún set-
ur saman nýjan danshóp af þessu tilefni. „Það er einn
dansari úr gömlu sýningunni en Lára Stefánsdóttir
dansar móðurina. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, sem
var í Íslenska dansflokknum, dansar Sölku. Allt hitt
eru ný andlit,“ segir Auður, sem fékk til sín karldans-
ara frá Svíþjóð.
Verkefnið fékk myndarlegan styrk frá tanzWelten
og hlakkar Auður til ferðarinnar. Hún segir hátíðina
spennandi og fjölbreytilega. „Svo kom það upp að
Salka Valka verður sýnd í Braunschweig á alþjóðlega
kvennadeginum, 8. mars. Mér finnst þessi tilviljun al-
veg frábær.“
Morgunblaðið/Ásdís
Salka dansar Myndin er frá uppsetningunni á Listahátíð 2002 en þarna má sjá Hlín Diego Hjálm-
arsdóttur og Guðmund Elías Knudsen en aðrir dansa þessi hlutverk nú.
SETUR UPP SÖLKU VÖLKU Í ÞÝSKALANDI
Með Íslenska
dansflokknum
Auður á ár-
unum með Ís-
lenska dans-
flokknum þar
sem hún dans-
aði m.a. á móti
Helga Tóm-
assyni.
Morgunblaðið/Jim Smart