Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 26
26 Tíska MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is H erratískuviku í París er nýlokið en þar sýndu hönnuðir vetrar- tískuna eins og þeir sjá hana fyrir sér næsta haust. Tísku- húsin virtust flest hafa það í huga að bjóða upp á eitthvað söluvænlegt á þessum samdráttartímum og var meira um svartan lit en venjulega. Fyrir utan dökku lit- ina var líka eitthvað um rauða tóna til að lífga upp á fötin. „Það er dýpri merking hérna en venjulega. Það er sköpun í gangi en raunveruleikinn er samt sem áður tekinn með í reikninginn,“ sagði Jean-Jacques Picart, reynd- ur ráðgjafi á sjötugsaldri sem starfar m.a. fyrir lúxusfyr- irtækið LVMH í samtali við fréttastofu AFP. Athygli vekur að í sýn- ingunum var lítið um bindi, kannski til marks um efnahagslægðina og það að störfum í bankageiranum fer fækkandi. Þess í stað voru strák- arnir með alls kyns trefla og klúta sem oftar en ekki voru bundnir á skemmtilegan hátt. „Maður verður að reyna að vera bjartsýnn á þessum tímum. Og maður verður að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Lucas Ossendrijver, hönnuður Lanvin en lína tískuhúss- ins þótti mjög vel heppnuð. Listrænn stjóri Lanvin tók í sama streng. „Núna þarf maður að vera bjartsýnn og vekja upp þrá hjá fólki. Hvort er betra að taka pillur eða kaupa jakka?“ sagði Al- ber Elbaz, sem útskýrði að tískuhúsið hefði getað gert dökka og þunglyndislega línu en hefði þess í stað ákveðið að hafa bjartsýnina að leiðarljósi. Von- andi skilar viðhorfið sér til viðskiptavin- anna. LOUIS VUITTON Þessum verður ekki kalt um hálsinn. DIOR Svart- og hvítt og ekkert múður. HERMES Rauði jakkinn setur sterkan svip á heildarútlitið. AP LANVIN Klúturinn er bundinn á skemmtilegan hátt. LANVIN Rautt og líflegt en kannski ekki fyrir alla. AP Bindin flugu burt LOUIS VUITTON Dökkt en ekki drungalegt. LANVIN Listamannalegt og græni hatturinn er punkturinn yfir i-ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.