Morgunblaðið - 01.02.2009, Page 26

Morgunblaðið - 01.02.2009, Page 26
26 Tíska MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is H erratískuviku í París er nýlokið en þar sýndu hönnuðir vetrar- tískuna eins og þeir sjá hana fyrir sér næsta haust. Tísku- húsin virtust flest hafa það í huga að bjóða upp á eitthvað söluvænlegt á þessum samdráttartímum og var meira um svartan lit en venjulega. Fyrir utan dökku lit- ina var líka eitthvað um rauða tóna til að lífga upp á fötin. „Það er dýpri merking hérna en venjulega. Það er sköpun í gangi en raunveruleikinn er samt sem áður tekinn með í reikninginn,“ sagði Jean-Jacques Picart, reynd- ur ráðgjafi á sjötugsaldri sem starfar m.a. fyrir lúxusfyr- irtækið LVMH í samtali við fréttastofu AFP. Athygli vekur að í sýn- ingunum var lítið um bindi, kannski til marks um efnahagslægðina og það að störfum í bankageiranum fer fækkandi. Þess í stað voru strák- arnir með alls kyns trefla og klúta sem oftar en ekki voru bundnir á skemmtilegan hátt. „Maður verður að reyna að vera bjartsýnn á þessum tímum. Og maður verður að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Lucas Ossendrijver, hönnuður Lanvin en lína tískuhúss- ins þótti mjög vel heppnuð. Listrænn stjóri Lanvin tók í sama streng. „Núna þarf maður að vera bjartsýnn og vekja upp þrá hjá fólki. Hvort er betra að taka pillur eða kaupa jakka?“ sagði Al- ber Elbaz, sem útskýrði að tískuhúsið hefði getað gert dökka og þunglyndislega línu en hefði þess í stað ákveðið að hafa bjartsýnina að leiðarljósi. Von- andi skilar viðhorfið sér til viðskiptavin- anna. LOUIS VUITTON Þessum verður ekki kalt um hálsinn. DIOR Svart- og hvítt og ekkert múður. HERMES Rauði jakkinn setur sterkan svip á heildarútlitið. AP LANVIN Klúturinn er bundinn á skemmtilegan hátt. LANVIN Rautt og líflegt en kannski ekki fyrir alla. AP Bindin flugu burt LOUIS VUITTON Dökkt en ekki drungalegt. LANVIN Listamannalegt og græni hatturinn er punkturinn yfir i-ið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.