Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 18
18 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Hann fæddist 17. febrúar 1946. Hann varð prentsmiður frá Iðnskól- anum í Reykjavík og stundaði leiklistarnám í Leiklistarskóla Ævars Kvaran. Hann starfaði sem prentsmiður hjá Hilmi og Morg- unblaðinu og útlitsteiknari hjá DV, hönnuður hjá Prentsmiðju Ólafs Karlssonar og framkvæmdastjóri og hefur rekið eigin prentsmiðju. Hann hefur leikið hjá ýmsum leikhúsum og í kvikmyndum og sjónvarpi. Hefur einnig samið söng- texta og gamanmál. Hann var markmaður handbolta liðs FH í mörg ár sem varð Íslandsmeistari og bikarmeistari nokkrum sinnum. Hann er kvæntur Elísabetu Sonju Harð- ardóttur og eiga þau fjögur börn; auk Harðar: Rósmund, Sonju Maggý og Hjalta Frey. MAGNÚS ÓLAFSSON Morgunblaðið/Ómar Feðgarnir Hörður Magnússon og Magnús Ólafsson hafa oft staðið á hliðarlínunni, þegar hinn er inni á. Hörður hemur sig betur en pabbi hans og lítur í hina áttina þegar karl- inn á eitthvað vantalað við dómarann. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Magnús „Hörður er frumburður okkar hjónanna og við vorum mjög spennt þegar hann kom í heiminn. Reyndar var ég nú bara barn sjálfur þegar hann fæddist. Hann var sérlega skemmtilegur strákur, kátur og veitti okkur for- eldrum sínum mikla ánægju. Eftir að hann fór að eldast og tala og síðar lékum við okkur mikið sam- an. Hann var ekki kominn af barnsaldri þegar ég fann hjá hon- um mikinn metnað og keppn- isskap. Ég var kannski svolítið kröfu- harður við strákinn. Hann fylgdist með mér þegar ég var í handbolt- anum, ég var í marki hjá FH í tíu ár og ég tók hann með mér á æf- ingar og leiki. Ég vildi að hann yrði hand- boltamaður, hann spilaði bæði handbolta og fótbolta framan af en svo valdi hann fótboltann og þá var ég svekktur. En ég afneitaði honum ekki! Ég var fljótur að jafna mig en ég fer ekki ofan af því að hann hefði orðið dúnd- urgóður handboltamaður. En ég studdi hann áfram og við móðir hans höfum alltaf verið stolt af honum. Hann varð líka frábær fót- boltamaður. Hörður er ákaflega einbeittur og metnaðarfullur, hann ætlaði að ná langt og hann æfði meira en aðrir. Hann fór á æfingu þótt hann væri fárveikur. Eins með skólann, hann var ekkert að liggja heima þótt hann væri ekki frískur. Og hann var framúrskarandi námsmaður. Dugnaðurinn og drift- in hafa alltaf verið hans aðal. Hann var ákaflega reglufastur í sambandi við alla hluti. Og hann var tapsár með afbrigðum og er enn. Við spiluðum alltaf á spil eða fórum í einhverja spilaleiki á jól- um og kepptum þá fram á nætur. Hann vildi ekki hætta í mínus og ef honum tókst ekki að laga stöð- una grýtti hann bara spilunum í mig. Hann varð aftur á móti ákaf- lega ánægður þegar ég vildi tefla við hann. Ég var lélegur skákmað- ur og hann tók mig alltaf í skák- inni. Þá leið honum betur.“ Nú þegir þú, pabbi „Hörður er lúmskt stríðinn. Hann virðist ákaflega rólyndur á yfirborðinu. En það er grunnt á skapinu í honum. Ekki að hann sé einhver vargur. Hann er mjög ljúfur strákur, líkur mömmu sinni! Hann er kurteis maður og hóg- vær. Þegar hann var í fótboltanum og ég að leika Bjössa bollu fann ég að hann var ekkert hrifinn af þessu hlutverki mínu. En hann sagði aldrei neitt. Hann skildi þetta síðar þegar ég sagði honum að Bjössi bolla hefði byggt húsið okkar og verið aðalfyr- irvinna fjölskyld- unnar. Eins veit ég að hann var ekki alltaf ánægður með mig á hliðarlínunni. Einu sinni sneri dómarinn sér við á vell- inum og sagði: Þegi þú, Magnús! Hann hefði nú haft gott af að hafa eitthvað af jafnaðargeði Harðar. Nú þegir þú, pabbi, sagði Hörður stundum við mig fyrir leik, en hann skammaði mig aldrei eftir á, ekki einu sinni þegar ég var næsta viss um að ég hefði farið örlítið yf- ir strikið. Fótboltinn er okkar fjöl- skyldumál. Liverpool er okkar lið og ég flagga þegar það á heima- leiki. Þessi liverpoolismi gerir okk- ur að einskonar trúarsöfnuði. Það var stór stund þegar við Hörður og Rósmundur komum fyrst á An- field. Þegar You never walk alone barst yfir völlinn, þá blikuðu tár á hvarmi. Svo erum við öll FH-ingar. Kon- an mín er Gaflari og hennar fólk allt FH-ingar. Ég hefði aldrei fengið hennar ef ég hefði gengið í Hauka.“ Samvizkusamur og harður við sjálfan sig „Ég var ekki sáttur þegar Hörð- ur hætti í fótboltanum. Hann var eitthvað farinn að finna fyrir meiðslum en ég hefði viljað sjá hann lengur á vellinum. En eins og með allt annað hjá honum þá virði ég ákvörðun hans. Hann hafði svo samband við okkur for- eldra sína og ráðgaðist við okkur um hvort hann ætti að sækja um stöðu íþróttafréttamanns hjá Stöð 2. Hann var mjög hikandi en við hvöttum hann og hann sótti um á síðustu stundu. Og það verð ég að segja að hann er langskemmtileg- asti lýsandinn núna hjá Stöð 2. Menn koma stundum til mín í Suð- urbæjarlauginni og spyrja hvort Hörður muni lýsa þessum eða hin- um leiknum og láta það fljóta með að þeir horfi frekar á leiki ef hann lýsir. Það gleður mig að heyra svona lagað. Mér finnst rosalega ósanngjarnt að hann skuli ekki fá að lýsa leikjum Liverpool. Þeir segja að hann sé hlutdrægur en það bara bull og vitleysa. Hann er ekki hlutdrægur, hann er bara lif- andi og hrífur fólk með sér. Hörður var fyrirmyndar ung- lingur, duglegur í námi og leik, mjög samvizkusamur og harður við sjálfan sig. Hann hefur þetta allt til að bera enn þá. Og svo er hann gæðablóð. Það sýnir vel hvílíkt gæðablóð hann er að þeir félagar Auddi og Sveppi eru stundum að gera hon- um einhverja glennu. Þeir vita sem er að hann lætur þá ekki slá sig út af laginu en tekur þeim með jafnaðargeði. Ekki alls fyrir löngu óðu þeir inn á hann í beinni út- sendingu, ég hefði sko kýlt þá en hann var sallarólegur, fip- aðist hvergi en hélt bara sínu striki. Við erum mjög stolt af Herði, hvað hann hefur stað- ið sig vel í öllu. Og svo er hann duglegur að koma með barnabörn; þau eru orðin fimm.“ Einbeitt og metnaðarfullt gæðablóð ‘ ‘ÉG HEFÐI SKO KÝLTÞÁ EN HANN VARSALLARÓLEGUR, FIP-AÐIST HVERGI EN HÉLT BARA SÍNU STRIKI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.