Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 • Stórt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með miklar erlendar skuldir, sem gert er ráð fyrir að verði afskrifaðar að hluta við eigendaskipti. • Meðfjárfestir óskast við kaup á rótgrónu dönsku framleiðslufyrirtæki. Samþykkt kauptilboð, fjármögnun og áreiðanleikakönnun liggur fyrir. Viðkomandi þyrfti að leggja fram 20 millj. DKK. • Ein þekktasta og elsta ísbúð borgarinnar. Ársvelta 50 mkr. EBITDA 8 mkr. • Rótgróið vinnuvélafyrirtæki með langtímasamning um föst þjónustuverkefni. Mjög góður hagnaður. Skuldlaust fyrirtæki. • Heildverslunin Tinna óskar eftir meðeiganda-samstarfsmanni. Tinna selur prjónagarn og skyldar vörur í yfir 50 verslanir um land allt. Mjög góður rekstur í miklum vexti. Skuldlaust fyrirtæki. • Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. Ársvelta 320 mkr. EBITDA 48 mkr. Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum, orlofsíbúðum eða hótelherbergjum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er bæði eftir húsnæði á landsbyggðinni og í höfuðborginni. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is, fyrir 12. febrúar nk. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að liggja fyrir: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, aldur og fjöldi svefnplássa. Auk þess skal fylgja lýsing á útivistarmöguleikum og afþreyingu í næsta umhverfi. Æskilegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. VR óskar eftir samstarfi við ferðaþjónustuaðila BANKARNIR hefðu hvorki vaxið svona mik- ið, né teflt jafn djarft, ef þeir hefðu ekki notið ríkisábyrgðar. Þeir nutu þessa alls:  Væntinga um að Seðlabankinn starfaði sem þrautavaralánveit- andi  Yfirlýsinga rík- isins að það styddi bankana ef þörf krefði  Beinnar ábyrgðar ríkisins á innistæðum Vegna þessa fengu þeir mun hærra lánshæfismat en ella. Ef þeir hefðu ekki haft svona gott lánshæfismat hefðu þeir ekki getað tekið jafn mikið að láni. Án ríkisábyrgðar hefðu lán- veitendur gert harðari kröfur um áhættufælni. Stóri gallinn við kerf- ið var þessi beina og ætlaða ríkisábyrgð (sem svo reyndist ekki standast að öllu leyti þegar skaðinn var skeð- ur.) Afleiðingin af rík- isábyrgð er meiri líkur á falli bankanna, stærra fall en ella og að al- menningur þarf að borga brúsann. Breytingarnar þurfa að skipta máli Breytinga er þörf. En þær breyt- ingar þurfa að skipta máli. Aðeins hefur verið rætt um að styrkja og herða regluverk og eftirlitsstofnanir. Það finnst mér líkt og að sleppa jó- kernum lausum og treysta á að Bat- man haldi honum í skefjum. Best er að sleppa honum ekki. Batman klikk- aði síðast og gæti klikkað aftur. Við eigum ekki að sleppa bönkum lausum með ríkisábyrgð í farteskinu. Ríkisábyrgð: umráð og ábyrgð fara ekki saman Kerfi ríkisábyrgðar í peninga- málum hefur hrunið. Kerfið, þar sem lánveitendur taka ekki ábyrgð sjálfir, heldur ríkið. Ríkisábyrgð er í raun ábyrgðarleysi. Kerfi sjálfsábyrgðar lánveitenda myndi duga betur og væri öruggara þar sem ábyrgð og umráðaréttur yfir peningum fara saman. Tillaga um framtíðarlausn Allar ríkisábyrgðir ber að afnema og taka upp ábyrgð lánveitenda þannig að þeir beri ábyrgð á eigin fé. Í meðfylgjandi töflu má sjá sam- anburð á slíkri sjálfsábyrgð lánveit- enda og því ríkisábyrgðarkerfi sem verið hefur við lýði. Ég tek það fram að ég er ekki að mæla gegn því að til staðar séu ríkisstofnanir sem fylgjast með að farið sé að lögum. Það er ágætt að hafa Batman til staðar en vont að þurfa að treysta um of á hann. Á að sleppa jókernum lausum og treysta á Batman? Gunnlaugur Jóns- son skrifar um efna- hagsmál » Við eigum ekki að sleppa bönkum laus- um með ríkisábyrgð í farteskinu. Gunnlaugur Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Samanburður á sjálfsábyrgð og ríkisábyrgð Sjálfsábyrgð Ríkisábyrgð Hver lánar bönkunum? Einkaaðilar lána sína eigin peninga. Einkaaðilar lána peningana – en treysta á ríkisábyrgð. Hver er talinn taka áhættuna á að bankar geti ekki borgað? Lánveitendur. Ríkið. Hver sér um eftirlit? Lánveitendur. Geta sjálfum sér um kennt tapi þeir, verða að gæta sjálfir að lána ekki slökum bönkum. Ríkið sér um eftirlit – „Batman“. Úrræði eftirlitsaðila Að lána ekki og hætta að lána. Bankarnir tapa fjármögnun. Óraunhæft er að afturkalla ríkisábyrgð. Ýmsum veikum úrræðum beitt, t.d. sektum. Fjárráð eftirlitsaðila A.m.k. jafn mikil og bankanna. – Þeir eru að lána þeim! Venjulega ekki jafn mikil og bankanna. Hvatar eftirlitsaðila Að tapa ekki þeim peningum sem eru lánaðir. Að halda vinnunni eða það sem betra er, að fá kannski vinnu hjá bönkunum. Andmælaréttur banka Lánveitandinn þarf ekki að hlusta á bankann frekar en hann vill. Banki getur varist umvöndunum fjármálaeftirlits. Eftirlitið þarf að gæta meðalhófs, jafnræðis o.fl. Sönnunarbyrði í ágreiningsmálum Hjá bankanum. Sá sem lánar ræður hvort hann lánar og hefur enga sönnunarbyrði gagnvart honum. Sönnunarbyrðin er í mun meiri mæli á eftirlitinu. Fara umráð og ábyrgð saman? Já. Umráð yfir fénu og ábyrgðin er hjá þeim sem lánar. Nei. Ábyrgð er hjá skattgreiðendum. Umráð hjá bönkunum og lánveitendum. ÖSSUR Skarphéð- insson iðnaðarráðherra hefur ákveðið að hafin skuli olíuleit á svo- nefndu Drekasvæði, milli Íslands og Jan Mayen. Það er allt gott um þetta að segja, við þurfum á peningum að halda og olía gefur af sér gjaldeyri. En Össur, líttu þér nær, líkur á að olíu sé að finna mun nær landi eru miklar og óþarfi að ana út í ballarhaf þegar við eigum nánast landfastan olíuborpall sem er Flatey á Skjálf- anda. Tvívegis hefur verið hafist handa við að bora í Flatey en alltaf frá horfið vegna fjárleysis. Ekki má velja dýrari leiðina þegar ódýrari kostur er í boði. Líkur á að olía sé undan Langanesi og í Skjálfandaflóa eru mjög miklar eins og Sovétmenn bentu okk- ur á á sínum tíma eftir segulmælingar á land- grunni Íslands. Orku- málastofnun má ekki liggja lengur á þessum upplýsingum, þær verða að koma upp á borðið sem fyrst. Þess vegna segi ég þér, Össur, líttu þér nær maður og skoðaðu þessi gömlu gögn sem svo lengi hafa verið grafin í Orkumálastofnun. Nú má engan tíma missa. Þú heldur á spottanum sem fólkið er tilbúið að grípa í og draga þessa þjóð á þurrt. Kostnaður við olíuleit á Drekasvæð- inu er mikill, en uppi í landsteinum aðeins brot af því. Ég skora á þig, Össur, að fylgja þessu máli eftir. Engan feluleik lengur um þessi mál. Í framhaldi af þessu máli má benda á setlagahvilft sem áðurnefndur sovéskur leið- angur fann á landgrunni Íslands og benti á þykk setlög beint út af Faxa- flóa. Það má svo geta sér til hvort milljónir og milljónir tonna af dauðri loðnu hvíli þar í sinni votu gröf bíð- andi eftir því að Íslendingar nýti sér alla kosti loðnunnar, lifandi sem dauðrar. Olíuleit við Ísland Sigurjón Gunn- arsson skrifar opið bréf til Össurar Skarphéðinssonar » Ábending um að olíu sé hugsanlega að finna mun nær landi en áður var talið. Sigurjón Gunnarsson Höfundur er matreiðslumeistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.