Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
Fjórir svartir ungir menn, nem-
endur landbúnaðar- og tækniháskól-
ans í Norður-Karólínu, gengu inn á
matsölustað í verslanakeðjunni Wo-
olworth’s í borginni Greensboro 1.
febrúar 1960 og fengu sér sæti við
afgreiðsluborðið. Þar voru stólar,
sem eingöngu voru ætlaðir hvítu
fólki, en ætlast var til að svartir
mötuðust standandi. Mennirnir fjór-
ir sátu lengi dags við borðið. Þeir
fengu ekki afgreiðslu, en ekki var
amast við mótmælasetu þeirra að
öðru leyti.
Daginn eftir voru 28 háskólanem-
ar á matsölustaðnum, á þriðja degi
var talan komin upp í 300 og fjöldinn
fór allt upp í þúsund manns.
Mótmælaseta nemendanna vakti
verðskuldaða athygli. Á næstu vik-
um hófu svartir víðs vegar um
Bandaríkin mótmælasetur á stöðum,
sem aðeins voru ætlaðir hvítum.
Ekki aðeins veitingastöðum, heldur í
strætisvögnum og lestum, listasöfn-
um, á bekkjum í lystigörðum, í sund-
laugum og bókasöfnum. Alls staðar
voru skiltin „Aðeins fyrir hvíta“ og
alls staðar settust svartir.
Friðsamleg mótmæli
Ungu mennirnir voru alls ekki
fyrstir til að mótmæla með þessum
hætti. Frægt varð þegar Rosa Parks
settist fimm árum fyrr í sæti í stræt-
isvagni sem ætlað var hvítum og
neitaði tilmælum vagnstjórans um
að færa sig. Þau mótmæli, í Montgo-
mery, Alabama, urðu til þess að
Rosa varð holdgervingur rétt-
indabaráttu svartra.
Mótmælaseturnar áttu það sam-
eiginlegt að vera friðsamleg mót-
mæli, til að vekja athygli á þeim
órétti sem svartir voru beittir.
Árið 1964 voru sett lög, sem bönn-
uðu kynþáttaaðskilnað á opinberum
stöðum. Ungu mennirnir, og aðrir
svartir Bandaríkjamenn, áttu þá
rétt á sömu þjónustu og hvítir íbúar
landsins.
Á fyrsta degi mótmælasetunnar í
veitingastað Woolworth’s keðj-
unnar í Greenboro gekk öldruð,
hvít kona að einum ungu mannanna
sem sátu í „hvítu“ sæti við af-
greiðsluborðið. Hún lagði hönd á
öxl hans og sagði: „Piltar, ég er svo
stolt af ykkur. Þið hefðuð átt að
gera þetta fyrir tíu árum.“
Hvort hún eða pilturinn hafi séð
það fyrir að 49 árum síðar myndi
svartur maður setjast í stól forseta
Bandaríkjanna, skal ósagt látið.
rsv@mbl.is
Sögulegir stólar Hluti afgreiðsluborðsins í Woolworth’s versluninni í Greensboro og stólarnir fjórir sem mennirnir
sátu á, er varðveitt í Smithsonian safninu í Washington.
Á þessum degi ...
1. FEBRÚAR 1960
MÓTMÆLASETA
Í GREENSBORO
Hugrekki Rosa Parks varð heimsfræg eftir að hún settist í sæti í stræt-
isvagni, sem ætlað var hvítum, og neitaði að færa sig.
Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is
Hjartamiðstöðin
Við sinnum greiningu, eftirliti og meðferð hjartasjúkdóma og helstu áhættu-
þátta þeirra. Markmið okkar er að veita greiðan aðgang að þverfaglegri
þjónustu.
Markhópar okkar eru:
• Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma
• Einstaklingar með áhættuþætti eða einkenni
hjarta- og æðasjúkdóma
• Allir sem þurfa ráðgjöf eða leiðbeiningar vegna sjúkdóms
eða einkenna frá hjarta og æðakerfi
Við bjóðum upp á viðtal og skoðun hjartalæknis, ráðgjöf og fræðslu hjúkr-
unarfræðinga, viðtal við sálfræðing auk þess sem við framkvæmum helstu
rannsóknir sem notaðar eru við greiningu hjartasjúkdóma svo sem:
• Hjartalínurit
• Óm- og dopplerskoðun af hjarta
• Áreynsluhjartaritun (þolpróf)
• Hjartasírit (Holter)
Unnið er samkvæmt núgildandi samkomulagi hjartalækna og heilbrigð-
isráðuneytis sem gerir ráð fyrir greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins.
Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á
www.hjartamidstodin.is
Höfum hafið starfsemi
í Holtasmára 1, 6. hæð, í Kópavogi
Hjartamiðstöðin
T
ilkynning
–
H
jartalæ
knar
Hef flutt læknastofu mína í Hjartamiðstöðina,
Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi.
Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á
www.hjartamidstodin.is
Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is
Halldóra Björnsdóttir
hjartalæknir
Hjartamiðstöðin
T
ilkynning
–
H
jartalæ
knar
Hef flutt læknastofu mína í Hjartamiðstöðina,
Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi.
Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á
www.hjartamidstodin.is
Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is
Axel F. Sigurðsson Dr.Med.
hjartalæknir