Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 25
Sjúkrasaga 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
– Lifið heil
Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
20% verðlækkun
KARBOBLOKKER Kolvetnabani, 120 töflur.
Minnkar hungurtilfinningu og hindrar upptöku
kolvetna í líkamanum.
2.518 kr. 1.998 kr. Gildir til 8. 2. 2009
20% verðlækkun
VOLTAREN EMULGEL
2.280 kr. 1.824 kr.
15% verðlækkun
MICROLIFE BLÓÐÞRÝSTINGSMÆLIR
Sjálfvirkur blóðþrýstingsmælir, einfaldur í notkun
og nákvæmur. Minni: 30 niðurstöður.
11.678 kr. 9.926 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
44
83
0
01
/0
9
Af hverjum seldum mæli renna
500 kr. til Hjartaheilla.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Á
rið 2000 fór Atli Thoroddsen, 29
ára gamall flugmaður hjá Ice-
landair, að finna fyrir verk við
nára sem leiddi niður í fót. Þetta
var byrjunin á krabbameini sem
greindist ekki fyrr en sex árum síðar þrátt
fyrir að Atli gengi milli lækna til að fá sjúk-
dómsgreiningu og viðeigandi meðferð. Í dag
gengur Atli við hækjur og er í erfiðri lyfja-
meðferð en með henni er reynt að halda sjúk-
dómnum niðri. Sjúkdómurinn gýs þó alltaf
upp aftur og krabbameinið er nú á lokastigi.
„Það er sama hvernig horft er á þetta, sjúk-
dómurinn hefur snúið allri veröld minni á
hvolf. Allt í einu varð mesta martröð mín að
veruleika. En það ótrúlega er að það er hægt
að lifa með þessu,“ segir Atli.
Hvernig er það hægt?
„Ég á svo lítið val og verð að lifa með þessu.
Svo á ég svo góða að. Ég uppgötvaði í veikind-
unum hversu marga og góða vini ég á og þeir,
ásamt fjölskyldunni, hjálpa á allan mögulegan
hátt.“
Aðgerðir skiluðu engu
Hann lýsir langri sjúkrasögu sinni sem ein-
kennist af samskiptaleysi milli lækna sem
brugðust ekki við þannig að rétt greining
fannst ekki: „Þegar ég fór í rannsókn árið
2000 fannst lítið æxli og tekið var sýni sem
sett var í ræktun. Ekkert kom út úr því en
æxlið var fjarlægt. Verkirnir héldu áfram og
ég var settur á bólgueyðandi lyf sem gerðu
ekkert gagn. Tveimur árum síðar fór ég í
brjósklosaðgerð því skurðlæknir taldi brjósk-
los vera líklega ástæðu fyrir þessum verkjum.
Þessi aðgerð skilaði engu og enn héldu verk-
irnir áfram þrátt fyrir sprautumeðferðir og
verkjastillandi lyf. Árið 2005 var ákveðið að
spengja tvo hryggjarliði saman. Sú aðgerð
skilaði heldur engu og verkirnir héldu áfram
og versnuðu fremur en hitt. Seinna kom í ljós
að á röntgenmyndum sem teknar voru fyrir
aðgerðina sást krabbameinsæxlið en sérfræð-
ingar tóku ekki eftir því vegna þess að þeir
skoðuðu bara hryggjarsúluna á þeim mynd-
um.“
Þrátt fyrir veikindi og verki hélt Atli áfram
að sinna starfi sínu sem flugmaður. „Sumarið
2006 flaug ég sem flugstjóri með sumarleyf-
isfarþega til Krítar. Þar endaði ég á spítala
með brotna mjöðm og viku síðar fór ég heim
til Íslands og í myndatöku. Þá kom í ljós að ill-
kynja krabbamein hafði náð að éta sig gegn-
um alla mjöðmina. Ég gat ekki lengur gengið
óstuddur og fékk hækjur.“
Heldurðu að ef þetta krabbamein hefði
greinst á frumstigi þá værirðu ekki í þeirri
stöðu sem þú ert í í dag?
„Ég get ekki fullyrt það en hefði krabba-
meinið uppgötvast snemma þá hefði ég fengið
viðeigandi meðferð og lyf og átt tvö ár, jafnvel
þrjú, án þess að öskra á nóttum vegna sárs-
auka. Og því fyrr sem krabbamein greinist
því betri eru lífsmöguleikarnir.“
„Kerfið brást mér“
Þú gekkst á milli lækna í nærri sjö ár áður
en krabbameinið greindist. Álasarðu lækn-
unum?
„Fyrst og fremst álasa ég sjálfum mér fyrir
að hafa ekki gripið inn í ferlið. Jú, auðvitað
varð ég gramur einum og einum lækni en ég er
líka þakklátur mjög mörgum læknum. Ég er
hins vegar afar ósáttur við heilbrigðiskerfið.
Ég lagði líf mitt í hendur þessa kerfis og
treysti því en það brást mér. Ég lenti inni í
heilbrigðiskerfi sem virkar ekki fyrir alla.
Hver læknir var að vinna á sínu sérsviði og
greindi meinið út frá því sviði. Hjá mér voru
einkennin svipuð og hjá þeim sem þjást af
brjósklosi þannig að ég var í skoðun hjá sér-
fræðingum á því sviði. Þrátt fyrir að bati minn
yrði enginn töldu læknarnir ekki að skoða ætti
mig frekar. Það er einkennilegt að enginn
skyldi ákveða að setja mig í frekari greiningu
svo hægt væri að kanna hvað gæti mögulega
valdið þessum verkjum hjá svo ungum manni.
Einstaklingur sem fer til læknis á að geta
treyst því að ef sá læknir finnur ekki lausnir þá
verði hann sendur til annars læknis. En það
virðist ekki vera gert. Þegar fólk er komið yfir
átján ára aldur og glímir við alvarlega og ill-
víga sjúkdóma þá er ekki lengur til staðar
teymisvinna þar sem sjúklingurinn er miðdep-
illinn og kerfið starfar fyrir hann. Ég veit að
núna er verið að vinna að því að koma á teym-
isvinnu inni á spítölunum en til að hún virki
þarf hugarfarsbreytingu hjá læknum. Þeir
verða að samþykkja að leita álits annarra
lækna og starfa með hjúkrunarfræðingum.
Heilbrigðiskerfi okkar er stundum sagt vera
eitt það besta í heimi og við erum með fagfólk
sem er sennilega með því besta í heiminum.
En kerfið sem þetta fólk vinnur í býður ekki
upp á að sjúklingurinn sé alltaf í forgrunni.“
Sér lífið í víðara samhengi
Veikindin hafa orðið til þess að Atli hefur
ekki getað stundað vinnu í tvö ár. „Þetta er
gríðarleg breyting á öllu lífsmynstri. Fjöl-
skyldan verður undirlögð af umræðunni um
krabbamein. Við reynum samt eftir fremsta
megni að lifa eðlilegu fjölskyldulífi. Litla stelp-
an, fjögurra ára, var svo lítil þegar krabba-
meinið greindist að hún þekkir ekkert annað
og eldri stelpan, fjórtán ára, er sterk og dug-
leg.“
Veikindi þín eru mjög alvarleg, hugsarðu
stundum um að allt geti farið á versta veg?
„Já, ég veit að það getur farið þannig. Ég
held alltaf í vonina og meðan ég geri það þá er
niðurdrepandi að tala um tölfræði því hún er
mér ekki í hag. En það eru til góð lyf, læknarn-
ir eru mjög færir og sjálfur er ég sterkur og
hef staðið mig vel. Allt þetta er mér í hag.“
Hafa veikindin breytt lífsskoðunum þínum
og gildismati á einhvern hátt?
„Áður var hugmynd mín um frábæran dag
að komast á mótorhjólið, í einkaflugvélina eða í
skútusiglingar. Þegar ég veiktist gat ég ekki
lengur veitt mér þetta. Ég var ekki manngerð
sem velti fyrir sér andlegum málum, þau
skiptu mig litlu sem engu máli. Ég var efa-
semdamaður en er það ekki lengur. Nú trúi ég
til dæmis á framhaldslíf og það er mjög mik-
ilvægt fyrir mig að vita af því að dauðinn er
ekki endalok. Að þessu leyti hef ég breyst
mjög mikið. Ég er líka duglegri að takast á við
erfiðleika en ég var. Ég er ekki lengur upptek-
inn af veraldlegum hlutum og fjármálakreppa
og stjórnmálaóvissa skipta mig í rauninni litlu
máli. Nú horfi ég á lífið í víðara samhengi. Ég
hélt á tímabili að veikindi mín hefðu ekki
breytt mér en svo kom í ljós að það varð tals-
vert mikil breyting á Atla Thoroddsen.“
Mesta mar-
tröðin varð
að veruleika
Morgunblaðið/Kristinn
Ósáttur Atli Thoroddsen er ósáttur við heilbrigðiskerfið, sem hann segir hafa brugðist sér.
Vinnan Flugstjórinn í þotu Icelandair.
Fjölskyldan Atli ásamt eiginkonunni Ástu Hallgrímsdóttur og dætrunum Andreu og Júlíönu.